Þjóðviljinn - 13.12.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.12.1960, Blaðsíða 6
í>) — sÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 13. desember 1960 Hisiiiisííii ffi£3aiS55ii^J5S5fS5iEniEli: þiomnuiNN Jí dtsetarxdl: : i«trflokkBr fclbýbi- -Sdcl&lúitaflolckbrlim. ~ Jfj ftlt8tJAr»r: liftgnús Kj»rt»nason (áb.), Mftgnúa Torfl Ólftfaaon. ðlg- tjl /Bur OiiOmundason. — PréttarltatJórsr: Ivar H. Jónaaon, Jóu jKJ Xijftvnaaor . — Auglýalng&atjórl: QuBgelr Masnúaaoi. — RttetJóm Ftf! vígrelBalft ftuglýalngar. prentamlBia: SkólavörBuatlg 10. — Bfaai 'lnHjf áagriftftrverB kr. 45 4 mán. - L&«SASÖlmv. kr. SJM. ^rentsmlBJft ÞióBvtlJftne. • -»w> > zæ \ Viðreisnarskatíar og lífskjör IT’inn gildasti þáttur ,,viðreisnarinnar“ að sjálfri •*“* gengisfellingunni slepptri, en sú gerbreyting, sem stjórnarflokkarnir hafa framkvæmt á útsvars- og^ skattalöggjöfinni um leið og sjálf skattheimtan í heild hefur verið aukin meira en nokkur dæmi eru til í stjórnmálasögunni. Þótt aðeins séu reiknaðar hækk- anir þær sem söluskattarnir vaida, en öllum öðrum hækkunum óbeinna skatta sleppt kemur í ljós að á næsta ári munu þeir ásamt því sem eftir stendur af tekjuskatti nema á sjötta hundrað milljónum króna á móti 275 millj. króna 1959 og hefur þá verið frádreginn að fullu sá hluti söluskattanna, sem rennur til sveitar- félaganna. Þessi hömlulausa skattpíning, sem nemur í hreinni aukningu 7000 kr. á hverja 5 manna fjöl- skyldu í landinu ,að meðaltali á sinn ríka þátt í því að •gera óbreytt lifskjör og laun allrar alþýðu óbærileg. ^n það er ekki aðeins hækkun skattheimtunnar ein. Éem hér kemur til greina, því samhliða henni hafa Verið gerðar þær breytingar að láglaunamenn hljóta þð bera stórfellt meiri hluta byrðanna en áður. •IVFokkuð má marka eðli þeirrar breytingar sem hér r ” hefur orðið á því að tæplega tvö þúsund hæstu jgjaldendur tekjuskatts í Reykjavík hafa fengið lækkun iá þeim skatti um nærri tíu þúsund krónur að meðal- tali hver en 2500 lægstu gjaldendurnir fengu heilar 76 jkrónur í lækkun á þeim sama skatti. Hið sama hefur gerst í útsvarsmálum. Stórum byrðum hefur einnig þar verið létt af hátekjumönnum og gróðafélögum en tekjulágum launamönnum veittar litlar lækkanir og hinum tekjulægstu engar. En svo koma söluskattarnir i staðinn og leggjast með jöfnum þunga á brýnustu lifsnauðsynjar almennings sem óhóf og eyðslu. Jafnvel öryrkjar og gamalmenni, sem hafa lifeyri sinn einan tekna og sjúkir menn og tekjulausir verða nú að standa full skil á sínum hluta skattabyrðanna og gjalda drjúgan hluta af sínum litla framfærslueyri í hítina miklu. Hólmgöngusaga Vigfúsar tzti nst CJlíkt er eðli þeirrar byltingar í skattamálunum, sem ^ nú er staðreynd orðin Algert miskunnarleysi gagn- vart hinum máttarminni i þjóðfélagín.'j eri lifikin.d v/.á þá sem aflögu eru færir. Meðan öll gróðafélög landsins greiða heilar 50 millj. kr. í beina skatta til ríkissjóðs og allir auðmenn og vel megandi borgarar samanlagt 25 millj. eru hundruð milljóna lögð á bök þeirra, sem af engu haía að taka nema nauðsynjum heimila sinna. '17'erkalýðshreyfingin hefur sett þá kröfu fram fyrsta ” allra til ríkisstjórnarinnar, að hún láti nú staðar numið á skattpíningarbraut sinni og standi við fyrirheit sín um að fella úr gildi, eins, og lög mæla fyrir um þann hluta söluskattsins, sem neíndur hefur verið af stjórnarflokkunum „bráðabirgða söluskattur“ og nemur 8,8% af tollverði flestallra innfluttra vara nauðsynlegra sem ónauðsynlegra og er því einn skaðvaldurinn sem nú knýr upp vöruverðið og lækkar raunveruleg laun. Svo einhuga er verkalýðshreyfingin um þessa sjálf- sögðu kröfu, að allir „verkalýðsforingjar Alþýðuflokks- ins“ og jafnvel íhaldsins lika hafa stutt hana, m.a. á þingi Alþýðusambandsins og fullyrt að ef ekki fengist á þessari kröfu fullnægjandi lausn væru kauphækkan- ir óumflýjanlegar. Viðbrögð rkisstjórnarinnar við þessari afstöðu verkalýðshreyfingarinnar eru nú ljós orðin. Hún hefur, að því er bezt verður séð, slitið þeim viðræðum, sem hafnar voru í byrjun nóvembermánað- ar við hana af hálfu stjórnar Alþýðusamtoandsins um þetta mál og raunar fleiri, en lætur samtímis málgagn sitt, Morgunblaðið, hælast um yfir því að ekkert sýni „styrk“ hennar betur en það, að hún láti ekki svo lítillækkandi athæfi henda sig sem það að setjast að samningaborði með launþegasamtökunum. Æskudagar. Hjarðmaður í „villta vestrinu" og á Borg- arfjarðarheiðum. Eftir Vig- fús Guðmundsson. Bókaút- gáfan Einbúi, Reykjavik 1960. Kúreki á prjónandi fola, skjótandi af tveim skammbyss- um, og strípuð Indíánastelpa myndu sennilega hafa gert bók Vigfúsar metsölubók — hefði hann sett slíka mynd á káp- una. í þess stað velur hann gamlan bse í heiðadal uppi undir Oki. Æskudagar eru ekki beint freistandi bókarheiti og helzt mætti vænta frásagna af æskuleikjum — e'n það var fátt leika á æskudðgum Vig- fúsar, nema helzt rökkursög- ur og rímur á kvöldum og sú list að kveðast á. Æsku- dagar Vigfúsar Guðmundsson- ar hefjast á Eyri í Flókadal eitt harðindavor í annarri viku sumars á öldinni sem leið. Hann lýsir fyrir okkur bænda- býli, eins og þau gerðust þá, ásamt þremur horfnum at- vinnuháttum: fráfærum, hjá- setu og hjástöðum í krafsjörð að vetrarlagi. Faðir Vigfúsar mun hafa Verið bjargálnamað- ur, en missir helming bús síns í ábyrgð fyrir braskara; Vig- fús kynnist því snemma þeirri manntegund sem lifir á náung- anum 1— og metur hana að verðleikum enn í dag. Þetta hefur sín áhrif á afkomu heim- ilisins, og fyrir fermingu er Vigfús aðeins nokkrar vikur í skóla, lengst í einu í tvær vik- ur. Sem ungur maður lifir hann atburð er markar djúp spor í ■ vitund han's: Þjóðhátiðina á Þingvöllum 1907. Þá ríkir er- lendur konungur yfir íslandi og danskir fánar blakta hvar- vetna yfir Þingvöllum — nema þrem stöðum: tjaldi Skúla Thoroddsen, tjaldi Ara Am- alds, Benedikts Sveinssonar og Gunnars Einarssonar og tjaldi Ungmennaféiags íslands. Og þótt Vigfús vekti á þriðja sól- arhring á þessari hát'ð man hann enn og lýsir nákvæmlega þessum viðburði. Það var vor- hugur í æsku íslands þessi ár. og aðrir hafa ekki lýst betur viðhorfi og erfiðleikum ungra íslendinga þá en Vigfús gerir í þessari bók: „Við ungu mennirnir vissum vel, að við vorum fátækir og Iandið okkar vantafti flest menningarleg tæki, framfarir og Iífsþægindi, sem nágranna- þjóðir okkar voru búnar að eignast. Varla var t.d. nokkur lagður vegarspotti til á Iand- inu, engin bifreið, enginn járn- brautarstúfur. Flestar hinar mörgu ár landsins streymdu fram óbrúaðar og voru oft hinar verstu yfirferðar. Hvorki hafskipabryggjur né hafnir, ekkert rafmagn. Engin tæki á bjólum nema hjólbörur og fá- einar tvíhjólakerrur nýkomnar á cinstaka stöðum. Ræktun öll og byggingar máttu heita á byrjunarstigi. Víðast voru torf- bæir og þeir viða lekir og lélegir. Millilandaskip áttu íslending- ar engin. Skólar aðeins örfá- ir og fátæklegir o.s.frv..En æska fslands um aldamótin var yfirleitt ekki að hugsa um að flýja land né gerast ölmusu- menn og mútuþegar erlends auðs. Þvert á móti, Vigfús heldur áfram: „En því meira sem skorti, þeim mun meira var ánægjulegt að vera ungur og finna kraftinn í sjálfum sér, og þráin jókst til að taka þátt í endurreisninni og gera ísland frjálst og laust við ok erlendr- ar þjóðar. En svo komu skuggarnir. Engin skólaganga og því margs- Vigíús Guðmundsson konar skortur á þekkingu. Blá- fátækt og hennar vegna margs- konar tækifæraskortur. En ungu mennirnir sungu: „Táp og fjör og frískir menn finnast hér á Iandi enn“. Það var sjálf- sagt að ganga á hólm við örð- ug!eikana“. Og Vigfús hræddist ekki örð- ugleikana, þvert á móti varð það lífsnautn hans helzt að ganga á hólm við örðugleik- ana. Hann gerist vertíðarmað- ur suður með sjó til að afla fjár, reynir skútulífið og hrað- ar sér frá sjónum til að taka við geymslu Hvanneyrarhjarð- arinnar, 500 fjár, á heiðunum uppi undir Oki, — meðan 95% beitilandsins voru enn undir fönn. Þar tjaldar hann einn á þeim rimanum er hæst stendur upp úr snjónum. Einn og að- stoðarlaus vakir hann yfir þess- ari hjörð og yfirgefur hana ekki fyrr en hann hefur mark^ að lömbin og rúið ærnar. Oft var hann kaldur, svangur og syfjaður og úrvinda af þreytu. En stundum veiddi hann vel í vötnunum — og sólin skein og allt lék í lyndi, og enn geymast heiðarnar vestan Oks- ins í ævintýraljóma í hug hans, Jafnframt fjárgæzlunni gerðist hann grenjaskytta. Fyr- ir allan þennan þrældóm haíði hann líka kaup 3—4 manna í byggð. Rjúpnaveiðar voru Vig- fúsi ekki tómstundagaman held- ur gekk hann stundum 5-—6 klst. í myrkri — við olíulukt! — til að vera kominn í bezta rjúpnalandið í birtingu. Svo tók við 4—5 daga þramm með 2— 4 hesta undir rjúpum í togi yfir óbrúaðar krapfylltar ár. Þannig var að afla fjár ura aidamótin, og með þessum hætti tókst honum að styðja heimili foreldra sinna og kosta skólavist sína á Hvanneyri. Þegar haustar heldur hann til Noregs með síldarbáti, en áður en hann fer tekur hann íyrsta peningalán sitt, ekki sem íarareyri heldur til að stuðla að því að íslendingar geti eign- ast millilandaskip og þurfi ekki að eiga flutninga til landsins undir erlendum þjóðum. Er þetta litla atvik táknrænt fyr- ir aldamótakynslóðina. Frá Nor- egi fer Vigfús vestur um haf, fær lánaða dollara hjá Norð- manni meðan hann fer gegnum útlendingaeftirlitið, síðan held- ur hann vestur yfir þver.a Am- eríku og lifir „upp á vatn og brauð“ unz honum tekst að ráða sig í hjarðmennsku í hinu ónumda ..villta vestri“ uppi í Klsttafjöllum. Þar á hann í brösum við villidýr, evrópska ræningja og villi- menn, dansar við indíánastúlk- ur kringum eld í skóginum. Svo gerist hann kúreki niðri á sléttunum, lærir málið — og leggur kaupið sitt fyrir. Bók Vigíúsar lýkur um það bil er hann hyggst strjúka undan herþjónustu í fyrri heims- styrjöldinni. Þetta er orðin löng upptaln- ing og þó eru enn ótaldir ekki ómerkari þættir en sjáifstæðis- baráttan og ungmennafélögin, auk fl. o. fl. Málfar Vigfúsar er lipurt og látlaust, en gildi bókar hans verður ekki met- ið á mælistiku ritsnilldar held- ur er það fyrst og fremst fólg- ið í því hve góð heimild hún er um viðhorf og aðstöðu þeirr- ar kynslóðar, sem, með töær hendur tómar, tók við niður- níddu landi, þrautpindu um aldir af erlendu valdi, en ruddi samt brautina því framfara- skeiði er mest hefur orðið í sögu landsins — og við njótum í dag. Bók Vigfúsar er upp- hafið að sögu eins áhugasam- asta framfarasinnans í þessum hópi. Manns er gjama íór sínar eigin leiðir, gekk á .hólm við örðugleikana, og lagði all- oft á tæpasta vaðið. — Við blðum nú framhalds þessarar hólmgöngusögu Vigfúsar og væntum að það verði ekki ó- fróðlegra en upphafið. — J.B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.