Þjóðviljinn - 31.12.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.12.1960, Blaðsíða 6
3). — í»JÓÐVILJINN — Laug'ardagur 31. desember 1960 Úterefandi: Sameíningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magaús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi ólafsson, Sig- urður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson. Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Rltstjórn, aísreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). - Askriftarverð kr. 45 á mán. - Lausaspluv. kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans, •.v.vlvXvMv Við áramót ¥Tm þessi áramót eru engir bjartsýnir á íslandi nema sósíalistar! Þegar þessi orð voru sögð nú fyrir nokkrum dögum og segjandinn innt- ur eftir því hvað í þeim fælist, reyndist hann hafa lagt í þau fremur þrönga og beina merkingu. Hann áleit stjórnmálaástandið slíkt, að af því hlytu að leiða verulegar breytingar á þjóðmála- skoðunum fólksins. Þær breytingar yrðu ekki nerna á eina leið, a.m.k. í bæjunum: Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn hlytu að stórtapa fylgi, og sósíalistar hlytu að vinna. Alþýðuflokk- urinn gæti aldrei losað sig úr því afturhaldshelsi Sem hann hefði sjálfviljugur lagt á sig, hann gæti hldrei framar öðlazt tiltrú alþýðufólks né talizt verkalýðsflokkur. Og Sjálfstæðisflokkurinn væri orðinn að viðundri fyrir „viðreisn“ sína, langt inn í raðir hans blöskri mönnum útkoman, er flokkur- inn fékk loks langþráð tækifæri að ráða stjórnar- stefnunni einn að heita má um tveggja ára skeið, árin 1959 og 1960. E' ekki einmitt sósíalistar svartsýnastir um þessi áramót, kynni einhver að Sólveig heitir hún, og er jkráð Hansdóttir í kirkjubók- unum. Fædd er hún. í Tröð í Álftafirði 1879. í Hnífsdal íefur hún búið meirihluta æv- nnar. — Segðu okkur, Sólveig, jfljl ’ivernig húsakynni voru þegar •Ojl þú varst krakki inni d Álfta- íÓh firði7 — Þegar ég var ung, voru húsakynnin alstaðar torfbæ- ir, nema svokölluð „Byrða“ á Kambsnesi (yzta bænum sunnan Álftaf jarðar, nú í rtjj eyði), en þessi Byrða var itj gestastofa úr timbri, sem íjn byggð var áföst við baðstof- una. Ég var um tíma á Kambs- HH nési, þegar ég var ung, hjá Sigfúsi móðurbróður mínum. a Við þjóðveginn á sjávarbakka þeim, er Hreggnasi neínist í Hníísdal, býr gömul kona í litlu húsi. Þegar hún fæddist, mútaði faðirinn dönsku yfir- valdi til að mega sverja fyrir faðernið, fór svo til Ameríku — og hann var ekki einn þeirra, sem aftur komu. Endur fyrir löngu var hún vinnukona inni við Djúp, bar til hún gerðist fanggæzla í verbúðunum á sjávarmölinni neð- an við húrið í Hreggnasabrekkunni, en týndir munu nú vaskkassarnir, sem hún braut ísinn af, áður hún hæfi fiskþvottinn á morgnum. ’n eru allra ; spyrja. Hafa aðrir málað ástandið nú dekkri lit- ; um? Hafa aðrir sýnt skýrar hve þrengt væri að íslenzkri alþýðu á þessum vetri, kjör hennar rýrð af óprúttnum stjórnarvöldum sem starfi í umboði erlendra ríkja og erlends fjárglæfra- í -yalds? Drýgði ekki Þjóðviljinn þá höfuðsynd, ! kð birta leiðara á jólunum um atvinnuleysið? jívernig má slíkt mat á ástandi þjóðarinnar og fovo skuggalegur jólaboðskapur samrímast þeirri fullyrðingu, að sósíalistar séu einir manna á Is- landi bjartsýnir um þessi áramót? Nema þá að 'samþykkja eigi gamla áróðurinn að sósíalistar gleðjist yfir því þegar allt sígur á ógæfuhiið í þjóðfélaginu, eins og Morgunblaðið og Vísir hafa rvuddað á í þrjátíu — fjörutíu ár! MTverjir eru þessir sósíalistar? Er það lítil klíka í Reykjavík eins og afturhaldsblöðin segja, ósnortin af öllu því sem gerist í þjóðlífinu nema einhverjum fáránlegum valdadraumum? Nei, ís- lenzkir sósíalistar eru stór hluti íslenzku þjóðar- innar, fólk sem lifir og stríðir, heyr harða lífs- baráttu um allt land, finnur á heimilum sín- um hverja breytingu í þjóðlífinu til bættra kjara eða rýrnandi. En sósíalistar, íslenzkir sós- íaiistar og annarra þjóða jafnt, eru bjart- sýnismenn tuttugustu aldarinnar. Þeir sjá fram- úr erfiðleikunum, þeir sjá lengra en í þrenging- arnar sem hrynjandi auðvaldsskipulag býr þjóð- unum, þeir þekkja ráðin til* að yfirstíga erfiðleik- ana, til að koma á réttlátu þjóðskipulagi, þar sem afnumin er fátækt og arðrán manns af manni. Sósíalistar vita, að öngþveitið og fá- taektin sem íslenzka afturhaldið er að reyna að sökkva þjóðinni í verður ekki varanlegt, að ís- lenzk alþýða, að öll heilbrigð öfl þjóðarfnnar ihljóta að samfylkja til að beina íslendingum á ný á sóknarleið til sannra framfara, til menn- ingar og velmegunar, til þjóðfélagslegs réttlæt- is, — burt úr bölvun fátæ'ktar og „viðreisnar“- svartnættis. f»ess vegna eru sósíalistar einnig bjartsýnir um *■ þessi áramót. Þeir sjá leiðina til bjartrar framtíðar, og vita að hún verður farin. xta ua Sólveig („Iíansilóttir“) Magnúsdóttir. Hann var ríkur maður. átli Súðavík, Kambsnes o. fl. jarð- ir og eitthvað af bátum. Síð- ar varð hann geðveikur og tapaði þá öllu sínu. Konan hans vildi ekkert vinna að sínu og taldi hann nógu ríkan til að bera hana á liöndum sér. Já, hann var látinn ráfa um, eins og skepnan, eftir að hann varð geðbilaður, og þó lagði hann nóg með sér, til þess að hirt væri um hann. í æsku var Sólveig á ýms- um stöðum i Álftafirði: Svart- hamri, Hlíð, Svarfhóli og e.t.v. víðar, en lengst af í Súðavík, en þá sögu rekjum við ekki. — Hvað var vinnukonu- kaupið í 'þínu ungdæmi? — Ég var á 17. ári, þegar ég fluttist að Svarfhóli, en þar var ég ekki lengi, en fór til Súðavíkur og gerðist. þar vinnukona. Þá setti ég upp 25 kr. — næsta ár 30 kr. og þegar ég fór að Tröð fékk ég 40 kr. — Var vinnan mikil? — Já, stúlkurnar voru látn- ar vinna í þá daga. — Ekki hafið þið róið? —• Jú, þegar ég var ung stúlka í Súðavik, réri ég með húsbónda mínum í Djúpið, — hann hafði ekki aðra sjómenn sumarið það. Við vorum bara tvö á bátnum. Næsta sumar rakaði ég eftir tveimur kaupa- mönnum, — ég segi ekki, að þeir hafi verið duglegir. -— Fenguð þið ekki föt, auk kaupsins? — Jú, ég fékk skó og eitt- hvað af sGkkum, en önnur föt lagði ég til sjálf. •— Varstu lengi í Álftafirði? -— Eftir þessi ár, sem ég sagði þér frá, fór ég til Flat- eyrar og var vinnukona þar í eitt ár. Þaðan fór ég til ísa- fjarðar og var þar nokkur ár. —• Ilingað mun ég hafa komið eftir 1906. — Þú hlýtur að muna eft- ir hvalstöð Norðmanna á Langeyri? Var ekki mikil vinna hjá þeim þar? — Jú, ég man eftir þeim. Þeir voru bæði á Langeyri og Dvergasteinseyri. Það var allt myndarlegt, sem þeir framkvæmdu þar. Það var ágæt vinna hjá þeim á tíma- bili, en annars voru mjög margir Norðmenn þarna í vinnu. Seinna urðu þarna síld- arstöðvar. Og þá var þriðja síldarstöðin á Hatteyri. — Hefur þú ekki komið í Álftafjörð síðan þú fórst þaðan ung? — Jú, ég fór nýlega inn I Álftafjörð. Hann var enn mjög fallegur, baðaður í sól og blakti ekki hár á höfði, þegar ég sá inn i hann. Sólveig er skráð Hansdóttir í kirkjubókunum, en þegar spurt er nánar um þann Hans, kemur í ]jós, að ættfræðing- unum myndi hált á þvi nafni. — Faðir minn 'hét réttu nafni Magnús og var Jónsson, — bróðir Gísla skálda í Bol- ungarvík. Magnús keypti af Fensmark sýslumanni að mega sverja fyrir mig. Seinna fór hann svo til Ameríku. Þeg- ar ég var 17 ára, stöðvaði mig einusinni ókunnur maður á götu á ísafirði og spurði: Hverra manna ert þú stúlka miri? Ég svaraði því. Þá spurði hann mig frekar um hagi mína, og eftir að liafa spjallað stund um ýmislegt, sagði hann, eins og annars hugar: Guð fyrirgefi honum Magnúsi bróður mínum, að hafa svarið fyrir þetta barn. Á eftir var mér sagt, að Gísli skáldi hefði verið að tala við mig. -— Hvað fórstu að gera eftir að þú komst hingað? — Ég byrjaði í fiskvinnu í verbúðunum gpmlu —þótt þær væru raunar ekki manna- thýsi. Maður var að reyna að ieggja fjalir í gólfið, til þess að ganga á. Þar var ég fang- gæzla. ■ -— Kaup'ð? ■— Kaupið var einhver línustúfur. — Þ.e. aflinn af ,,stúfnum“. —7 Hjá hverjum vannstu hér ? — Ég byrjaði hjá Valdimar i Heimabæ, og'einnig var ég hjá Jónasi á Bakka, bróður hans. í framhjáhlaupi kemst ég að þvi, að Sólveig byrjaði fiskþvott eftir að hún varð ekkja og spyr hana því um þá vinnu. — Þá var fiskurinn þveginn hér úti á kambi undir beru lofti. Það var byrjað að vaska í apríl. ---Var ekki stundum ikalt að þvo þarna úti? — ’ Jú, það var oft svell á fiskkörunum, svo að byrja varð á því að brjóta ísinn af þeim, þegar við byriuðum að vaska á morgnana. Þetta var tímavinna. —. Annars var fiskvaskið oftást framkvæmt I akkorði — aðallega af kon- um. — Hvaða atburður er þér minnisstæðastur héðan frá Hnífsdal ? — Það er mér minnisstæð- ast, þegar 18 ma^ms fórust hér í einu í snjcflóði árið 1910. Þeir voru allir grafnir í sömu gröf, nema eina dreng- ur. Hann fannst ekki strax, en rak af sjó síðar. Ég man það enn. Þeir lögðu hann á verbúðarhorðið lijá mér, þeg- ar þeir 'komu með hann. — Var ekki oft þrörtgt í búi? — Ojú, stundum var svo. Hér var e;nu sinni nöntunar- félag 'í Hnífsdal. Við pöntuð- um fyrir 100 kr. Það var töluvérð vara, sem þá fékkst fyrir 100 kr. Svo kom sá drottins dagur, þegrar átti að borga pöntunina. Við gátum ekki borgað þá, það sem við liöfðum tekið út. Þeir komu því og sóttu það heim til okkar. Þetta var að hausti, og þetta átti að vera vetr- Laugaxdagur 31. desember 1960 — ÞJÖÐVILJINN — (7 arforði. Við höfðum fóstur- böm, dreng og stúlku, og móður mina á framfæri. — Var mamma þín á elli- árunum hjá þér? — Já, mamma, Elínborg Einarsdóttir af Lamyadals- strönd, var 11 ár í 'kör, og af þeim tíma var hún 6 ár hjá mér. Það drógust sam- a n á henni hendurnar, — þær krepptust, eftir þrældóm- inn við að hreinsa dúninn hjá þeim r'iku. — Hvar hreiinsaði hún dún ? — Mamma var hjá beim herrum, sr. Sigurði í Vig-ur og fleirum. Hún fék,k þar tvö- falt kaun þá eða 24 kr. yfir árið. Það var ekki að furða, 'þctt efnH blessuðust hjá þessum ríkisbubbum. Dún- hreinsun var hin versta vinna . . . nei, hún hafði ekk- ert, nema hendurnar til að hreinsa dúninn, og sagði, að ■það hefði fa.rið verst með fineiirna á pér að krafla á rimlunum við hremivunin.a; bað var enp-in furða bólt hendumar á henni krenntust. — Geturðu ekki eitthvn*ð saet mér af fyrstu kjaradeil- unni hár ? — Jú, bað ver verkfall liér 1927. Það stóð um við- urkenningu á verkalýðsfélag- inu, sem var nýstofnað, og 5 aura hækkun á tímakaupi. Atvinnurekendur höfðu fram að því skammtað kaupið, og ætluðu að lækka það. — Urðu mikil átök? — Þeir voru stöðvaðir við útskipum. Konurnar fjöl- menntu, þeigar átti að fara að skipa út og röðuðu sér fyrir fiskpakkana. Þóra Guð- mundsdóttir var stór og sterk og stóð við stafninn, þegar yegna kröfu frá bönkunum á fsafirði yrði öilum verzluaar- búðum í Hnífsdal iokað, með an verkíall væri I þorpinu. Þorvarður Sigurðssori hafði þá líka verzlun og útgerð. Marnrna lians fór til hans og spurði hann, hvort hann ætlaði að fara að loka og svelta fólkið og hað hann gera það ekki. Vertu róleg, mamma mír/, svaraði hann, ég loka ekki. Hann neitaði að loka verzlunarbúðinni og hafði brauðbúðina opna í verkfallinu. Hann var Tika sá eini, sem fékk uppskipun, meðan á verkfallinu stóð. — Þú hefur verið í verka* lýðsfélaginu ? - — Já, vitanlega vár ég einn af stofnendum þiass, og síðan hef ég lengstaf sótt fundi í því og tekið þátt í störfum þess. -— Og hvernig fór deilan? — Félagið var viðurkennt sem samningsaðili. — við { sigruðum. J. B. W * l>ai>nig var til kynningin, er í lialdið festi á símastaur er það hugðist svelta Hnífsdælmga til hlýðni. Texti þessa plaggs er svohljóðandi: „Með því að lánastofnanir á ísafirði hafa tiÞ lcynnt oss, að allar útborganir frá bönlcunum okkar ve.gna verði s!öðvaðar og jafnframt fyrirskipað að loka sölubúðum og íshúsi, þá leyfum vjer oss að tilkynna, að sölubúðum okkar og ísliúsi verður lokað fyrst um sinn. Hnífsdal 1. apríl 1927 — Jónas Þorvarðsson, Hálfdán Hálfdánsson, Valdimar Þorvarðs- son V. B. Valdim., f/h d/b Guðm. Sveinsson ar — Einar Steindórsson“. j Hálfdán í Búð ætlaði að fara að skipa út. —- Hann varð ,frá að hverfa, — Það var ekki skicað út. -— Hvemig er það, var það ekki þá, sem íhaldið ætlaði að svetta yk&ur ti-1 hlýðni? — Jú. Útgerðarmennimir áttu verzlanimar l’lka og úti- búið, og þeir festu upp t’l' kynningar á staura um, að Gömul verbúð í Hnífsdal. fanggæzla. Það mun vera brekkunni til hægri. I einni slíkri verbúð rar Sólveig liús Sólveigar sem sér á uppi í Á morgun verður Jón ívars- son íyrrv. framkvæmdastjóri sjötugur. Hann er því einn þeirra manna, er tilheyrir þeirri kynslóð, er upp var að vaxa um aldamótin síðustu og hefur tekið þátt í og fylgzt með öllum þeim miklu breytingum, er orðið hafa ó þjóðlífi okkar og atvinnuháttum um hálfrar aldar skeið. Jón er fæddur á Snældubeins- stöðum í Reykholtsdal 1. jan. 1891. Voru foreldrar hans hjónin ívar Sigurðsson og Rósa Sigurðardóttir, er þar bjuggu. Hann mun sneínma hafa fýst að leita sér meiri menntunar en barnafræðslan veitti, því mjög ungur gekk hann í Al- þýðuskólann á Hvitárbakka og útskrifaðist þaðan 1907. Eftir það gerðist hann barnakenn- ari í sveitum Borgarfjarðar og stundaði kennsluna ásamt öðr- um störfum til 1913, en þá hóf hann nám við Verzlunarskól- ann í Reykjavík. Þaðan lauk hann prófi 1916, en hafði þó stundað kennslu einn vetur af þeim tírria. Árið 1917 gerðist Jón starfs- maður hjá Kaupfélagi Borg- firðinga og var það til 1921, en þá gerðist hann framkvæmda- stjóri Kaupfélags Austur-Skaft- fellinga. Því starfi gegndi hann t'il ársins 1943 er þau hjónin fluttust til Reykjavíkur. Litlu s'ðar tók hann við fram- kvæmdastjórn Grænmetisverzl- unar ríkisins og Áburðarsöl- unnar. Þegar Innflutningsskrif- stofan var stofnuð, var hann annar af forstjórum hennar og hólt því starfi þar til hún var íögð niður. Einnig hefur hann lengi átt sæti í stjórn Sambands ísl. samvinnufélaga og alþingis- maður Austur-Skaftfellinga var hann árin 1939—1942. Sem að líkum lætur gefur upptalning sem þessi ekki nerna yfirborðsdrætti úr starfs- ferli eins manns. En nokkuð þó til að sýna að hér er um að ræða mann, sem ekki hefur verið verklítill um ævina. Eins og fyrr er á minnzt er Jón ívarsson einn af aldamóta- kynslóðinni, þeirri kynslóð, sem tók við bæði landi og at- Jón ívarsson. vinnuvegum þjóðarinnar í fullkomnu frumbýlingsástandi, en jafnframt á þeim tíma, er verulega var að rofa til i sjálf- stæðisbaráttu hennar. Það var einmitt á fyrstu áratugum þessarar aldar, sem lagður var grundvöllur að þeim atvinnu- framförum, er sett hafa sinn svip á íslenzkt þjóðlíf hin síð- ari ár. Jafnframt því sköpuð- ust ný viðhorf í innanlands- málum öllum, er skiptu þjóð- inni í stjórnmálaflokka um dægurmálin á allt öðrum grund- velli en áður hafði verið. Jón gerðist snemma þátttakandi í þeirri baráttu, og af því hlaut að leiða það að um hann stæði nokkur styr, a.m.k. á köflum. Framh. á 10. síðui

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.