Þjóðviljinn - 31.12.1960, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 31.12.1960, Blaðsíða 11
Laugardagxir 31. desember 1960 ÞJÓÐVILJINN — (11 I dag ev laugrarduRur 31. des. ÍJ amlá rsdagur. Sylvestrimössa. Tungl hæst á loíti. tl. vika vetr- ar.. Árdegisháflseðj,! ihL 4.32. iSíS- deRÍsháfla*,Öi. 16.55. 8.00—10.00 Morgunútvarp. 12.50 öskalög sjúklinga 14.30 Laugar- dagslögin. 15.20 Ski'ikþáttur. 16.05 Bridgeþáttur. 16.30 Vikan fram- undan. 16.45 Nýárskveðjur. 18.00 Aftansöngur i Dómkirkjunni. Prestur: Séra Jón Auðuns dóm- prófastur. Organleikari: dr. Páll fsólfsson. 19.10 Isienzk alþýðulög og álfklög. 20.00 Ávarp forsætis- róðherra Ól. Thors. 20.20 Lúðrasv. Reykjavíkur leikur. Páll Pamp- íchler Pálsson stjórnar. 21.00 „Tunnan valt“: Ýmsir þjóðkunnir Jistamenn við . hljóðnemann. — Jóp Múii Árn|.sgg!:. og Thorolf Sfnith íeita^t við að hafa stjórn á 'iheiíddr 23.00 ÍHljömsveit Árna ísleifssonar leikur gömlu dansana. Söngkona: Margrét Örnólfsdóttir. 2á.3Ó 'Annáll' ársins (Vilhjálmur Þ. Gis’.ason útvarpsstjóri). 23.55 Silmur. Klukknahringing. 23.55 Áramótakveðja. Þjóðsöngurinn. — (Hlé). 00.10 Danslög, þ.á.m. leikur danshljómsveit Árna Elfar. Söng\'- ari Haukur Mortens. 02.00 Dag- skrárlok.. Útvarpsdagskráin 1. og 2. janúar er á 5. síðu. Prentarar. Jólatrésskemmtun Hins íslenzka prentai-aféiags verður haldin i Sjálfstæðishúsinu sunnudaginn 8. janúar n.k. Áttatiu og fimm ára. afmæli á í dag Ársæll Sigurðsson, Hverfis- götu 92C, sem um áratugá -skeið starfaði hjá Kol og salt. . V !k binfírnr.'i n i J7 láJo -löri aS, I Hvassafejli.er j.j^abq. ’ Árnarfell fór 27. þ.ni. flfl 1 Harriboi'g á’léiðis til Vestmanneyja. Jökulfell fór 28. þ.m. frá Reykja- vík áleiðis til Swinemúnde og Ventspils. Dísarfell lestar á Norð- urlandshöfnum. Litlafell losiar á Norðurlandshöfnum. Hclgafell er væntanlegt til Riga á morgun frá Ventspils. Hamrafell fór 28. þ.m. frá Tuapse áleiðis til Gautaborg- Aðventkirkjan: guðsþjónusta kl. 5. s. d. á gamlársdag. Háteigs- prestakall: Áramótamessur í há- tíðasa.1 Sjómiannaskólans. Gaml- ársdag aftansöngur kl. 6. Nýárs- dag messa kl. 2. Séra Jón Þor- varðsson. Skugginn og tindurinn : sr nýtt ár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Happdrœtti Háskóla Islands Gleðilegt nýtt ár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Sæla Café, Brautarholti 22 Gleðilegt nýtt ár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Verzlunin Björn Kristjánsson, Vesturgötu 4 Gleðilegt nýtt ár! Þökkum viðskiptin á liðna áyinu. Hótel Skjaldbreið, Kirkjustrœíi 8 29. DAGUR. ,.Þér skiljið að það er fyrst og fremst öryggið sem um er að ræða.‘‘ Douglas sagði: ..En þér ætlið þó ekki að senda ungfrú War- ing burt vegna þess að ég er fráskilinn og sýndi henni skólann í gærdag?“ „Nei, og vegna þess sem þér minntuzt á áðan, væri ef til vill hægt að finna Jausn. Svo íramarlega sem þér álítið það ekki persónuleg aískipti af yður .....“ „Þér eigið við það, að þér viljið leyfa henni að vera, en viljið ekki að ég hai'i samband við hana?“ Pawley brosti • afsakandi. ..Ég er hræddur um að það væri töluverð skerðing á per- sónufrelsi yðar.“ ..Gott og vel“. sagði Douglas. Honum fannst hann vera býsna meyr, en i gærkvöld hal'ði hann verið að því kominn að fara til Júdýar, svo að hann átti þetta íyllilega skilið. ,,En hal’ið þér nokkuð við það að athuga, að ég’ fari og útskýri þetta fyrir ungfrú Waring. Henni kann að þykja það und- arlegt.‘‘ .,Nei, auðvitað ekki,“ sagði Pawley góðlátlega. Hann virt- ist hafa gert ráð íyrir meiri vandræðum. ,.Og mig langar til að segja yður, að ég er feginn því að þér komuð og rædduð þetta við mig, — ekkert hreins- ar loftið eins og persónulegar viðræður." Fyrst ætlaði hann sér aðeins að senda Júdý skilaboð. en svo hætti hann við það; hann ætl- aði að íara í þessa einu leyfi- legu heimsókn og hann írest- aði henni þar til eftir te. Allan dagiim var hann hálímeyr í skapi; síðdegis urðu vandræði útaf Silvíu og ekki bætti það úr skák. Síðustu dagana höfðu hin börnin verið samtaka í fram- kofflu sinni við Silvíu. Þau höi'ðu haldið fund til að ræða þaðí og komið sér saman um að einangra hana í heila viku. 02 framkvæmdu sam- ■ 4* kktifla .méí samvizkusemi. í skólastofunni og við matborð- ið létu bau eins og Silvía væri ekki til, á sama hátt og Duf- field gagnvart Morganhjónun- um. Silvía hafði brugðizt við með áberandi kærulei’si. Sam- tímis virtist hún vera að velta fyrir sér, hvernig' hún gæti aftur vakið á sér athygli — henni þótti afskiptaleysið ó- þolandi. Hún tók þátt í kennslu- stundinni undir beru loi'ti. Douglas haíði byrjað á tutt- ugu mínútna dæmum, sem börnin tóku sem leik, en voru þó ekki síður .lærdómsrík en endursagnir eða stílar. Hug- myndin var að hefja umræður um hvernig þau brygðust við undir ákveðnum kringumstæð- um. ..Þið fáið að vita að fimm sterlingspundum hefur verið stolið af pósthúsinu í þorpinu. Þið vitið að þjófurinn er við- felldinn landbúnaðarverkamað- ur, sem á bláfátæka móður sem líður skort. Mynduð þið tilkynna lögreglunni það?“ Þegar börnin höfðu látið í Ijós skoðanir sínar og flest verið andvíg því að koma upp um þjófinn, gerði hann dæmið flóknara með þvi að segja: ,,En setjum svo að hann hefði ekki stolið peningunum af pósthúsinu, heldur frá öðrum verkamanni og móðir þess manns myndi svelta ef hann fengi ekki peningana aftur?“ Ef þau yrðu nú sammála um að koma upp um þjófinn, myndi hann gera dæmið enn erfiðara og segja: ,.En ef móð- ir mannsins sem stolið var frá er hörð og grimm við barna- börn sín, en móðir þjófsins hefði einu sinni selt eina hatt- inn sem hún átti til að geta keypt jólasælgæti handa barna- börnum sínum ....?“ Þau urðu sjaldan sammála um hvað gera skyldi, en þetta gerði sitt til þess að þjálfa hugsun þeirra og skoðanir. Þennan dag hafði hann ekk- ert dæmi tilbúið, svo að hann gaf þeim lausan tauminn fneð hundrað þúsund pund. Ein stúlkan, sem var ellefu ára, ætlaði að kaupa alla Jamaica og gera sjálfa sig að drottn- ingu. Hann spurði hvað hún ætlaði svo að gera. .,Ég myndi taka allt annað kvenfólk áf lít'i. Drengirnir tveir voru hóf- legri. Annar ætlaði að nota alla peningana i stórkostlega flug- eldasýningu. Hinn lét í ljós mannkærleika og sagðist ætla - að kaupa risastórt hús með lyftum í staðinn fyrir stiga handa öllu íólki í heimi sem vantaði annan fótinn. Ilann spurði Silvlu, hvað hún myndi gera við peningana og hún sagði yíirlætislega: „Ég kæri mig alls ekki um hundrað þús- und pund.“ Hin börnin litu í aðra átt og þögðu eins og hún hefði ekkert sagt. Douglas sagði, að ef til vill væri þetta skynsamlegast af öllu, og hætti - siðan umræðum um málið. Skömmu síðar reis Silvía á fætur. ,,Má ég fara, kennari?“ Hann spurði hvert hún þyrfti að fara. „Ég þarf að fara á klósettið,“ sagði hún kæruleysislega og' brosti með yfirlæti, eins og hún vildi undirstrika að það væri ekki annað en fyrirslátt- ur. Hann hikaði ög'n og sagði síðan: „Jæja. þú mátt fara.“ Hún tók saman bækurnar sinar og' gekk einbeitt i áttina að stóra húsinu. Hann hélt kennslunni áfram. Kortéri seinna kom Silvía aftur niður brekkuna. Hún var komin í sparikjólinn sinn og hélt á marglitri tösku í hendinni. Hún gekk framhjá ' éítir stígnum sem var svo sem tuttugu eða þrjátíu metra frá staðnum sem þau voru á. Stígurinn lá niður að innganginum að skól- anum. Hún leit ekki á þau þegar hún gekk framhjá. en hún hlaut þó að hafa valið þessa Jeið til þess að eftir henni yrðÞtekið. Það var hægt að komast aðra leið niður að skólahliðinu. Ákvörðun barnanna um að láta eins og' hún væri ekki til, linaðist dálítið við þenn- an gang málanna. Áhugi þeirra á kennslunni rénaði líka að mun. Þau störðu öll ' á eftir henni. ' Douglas spurði: ,.Er nokkur sem veit hvert hún er að fara?“ Það vissi enginn, Þau vissu það eitt. að hún hafði ekki fengið leyfi til að iara úr skól- anum, Þau fóru að tala hvert upp í - aanað. Hún hlaut að ætla að Strjúka. Nei — eí hún Gleðilegt nýtt ár! Þökkum viðskiptin á liðna ái’inu. Grensáskjötbúðin, Grénsásvegi 26 Gleðilegt nýtt ár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Húseigendafélag Reykjavíkur Gleðilegt nýtt ár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Kjöt & fiskur Gleðilegt nýtt ár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Binnabúð, Njálsgötu 26 Gleðilegt nýtt ár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Bókabúð Lárusar Blöndal Gleðilegt nýtt ár! Þö'kkum viðskiptin á liðna árinu. Eyjólfur K. Sigurjónsson og Ragnar Magnússon Gleðilegt nýtt ár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu Verzlunin Fram, Klapparstíg 37 Gleðilegt nýtt ár! Þö'kkum viðskiptin á liðna árinu. Strœtisvagnar Kópavogs Gleðilegt nýtt ár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Gólfslípunin, Barmahlíð 33 Gleðilegt nýtt ár! Þökkum viðskiptih á liðna árinu. Samband íslenzkra berklasjúklinga Gleðilegt nýtt ár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Teppi h.f., Aðalstræti 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.