Þjóðviljinn - 31.01.1961, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 31.01.1961, Blaðsíða 10
aO) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 31. janúar 1961 T I RsEinsókn á ráð Framhald af 3. síðu. máls að upplýsa hverjir eru: hinir ékráðu eigendur hluta- | •brófanna í Coidwater Seafood j Corporation. Það virðist ekki vera Sölumiðstöðin, ef til vill •er það alheimsforstjóri sam- takanna Jón Gunnarsson eða aðrir íslerdingar, ef til vill líka bandarískir ríkisborgarar. Cfríki alheimsforsíjórans Brýn þörf er að rannsaka þessi mál, vegna hagsmuna hinnji mörgu réttu eigerrla, hraðfrystihúsanna, sem munu ekki hafa haft færi á að fylgjast með reikningum þess- ara erlendu fyrirtækja. Taldi Einar að ofríki nok'k- urs hefði gætt í ráðstöifunum valdamanr/a S.H. með fjárfest- inguna erlendis, þeir hafi t.d. raunverulega tekið traustataki i það fé, sem S.H. hefur til með- ferðar í 'Bandaríkjunum, og sett það í áhættufyrirtæki þar, som gætu ýmist grætt eða tapað. Muni alheimsforstjórinn, Jón Gun-irrsson, hafa ráðið ákaflega miklu um þetta, en minna verið gætt að hinirj réttu e'gendur, hraðfrystihús- j anna hér heima, fylgdust með málunum, eða um þeirra leyfi heðið. þeirra ekki sljórnað syo vol sem skyldi, með því að leggja: þá i fiskiðnað og fiskverzlun j í öðrum löndum, að'þeim for- spurðum. Rannsóknar er brýn þörf, ekki sizl vegna þess að þ>eir sem þannig ráðskast með fé hraðfrj’stihúsanna segjast nú ekki geta greilt fiskverð sem útvegsmenn í Veslmanna- eyjum lelja viðunandi, né já nokkra leið til að hækka kaup íslenzkra verkamanna. Hvað um ve&bönd barkanna ? Þá ræddi Einar ýlaFega þá hlið sem snýr að ríkisbönkun- um. Fiskurinn sem út er flut.l- ur er veðsettur bönkunum og hefur S.H. fengið lán úl á fisk- inn, 2/3 eða jafnvel meira af verðmæti. Án þess að þau veð- bönd hafi verið leysl hefur þessi fiskur verið flutlur út, honum skipað upp í Banda- ríkjunum, settur þar í verk- smiðjur, unninn þar í verk- smiðjum, sendur út til neyt- enda í Bandaríkjunum. Hvernig er með veðbönlin á þessum fiski? Mér skiist'að þó kaup- menn í Bandaríkjunum séu búnir að lána hann til aðila þar, séu veðböndin enn óleyst hér heima. Islenzkir framlelðendur voru 'þannig hitnir leggja fram f jár- magn, án þess að vera að því spurðir, til að koma upp þess- um fyrirtækjum erlendis, og án þess að fá vexti af fjármagni sínu né reikninga um nofkun þess. Samtímis voru hrað- frystihúsin að sligast ur.dan vaxtaokrinu hér heima. Ymsir þessir framleiðendur halda að þeir séu snuðaðir imeð þessu móti og fjármunum Fjörugir Iðikir Framhald af 9. síðu Epennandi, lauk með jafntefli 6:6. Hjá Þrótti voru þær bezþ ar Margrét í markinu og Helga Emilsdóttir, sem er greinilega eð ná sér eftir langvaranii æfingaleysi. Bezt hjá FH var Valgerður Guðmundsdóttir, ung 2. flokks stúlka, mjög góð skytta ;og með auga fyrir samleik. Sylvía og Sigurlína áttu ekki stóran leik, voru lengst af ,,dekkaðar“ af hinni eterku Þróttarvörn og máttu eín ekki mikils. Sigurður Bjarnason, Víkingi, dæmdi leikinn og gerði það ágætlega. Fram vann Víking óvænt með 10:7 Sigur Fram og yfirburðir 3 leiknum gegn Vikingi voru mjög óvæntir, einkum vegna þess að Fram á ekki rnma 7 stúl'kur til að nota í meistaraflokki, og í Reykjavíkurmótið gat félag- ið ekki sent flokk vegna mann- ■eklu. Fram náði strax í uppha.fi góðri forustu, eða 6:1 og í hálfleik var 7:4. Síðari hálf- leik lau'k með jafntefli og leiknum lauk 10:7, sem er sannsriöra refsing kærulausu íiði Víki’igs. Dómari var Frimann Gunn- laugsson og er ekki 3 æíingu imilliríkjadómara. t — biP — Hafa bankarnir gefið leyfi til þess að þessi fiskur, sem þeim er veðsettur, væri fluttur út og svona væri með hann farið ? og hafi þeir leyft það, hvaða möguleika hafa þeir þá á þvi að ganga að veðinu? Hafa hraðfrystihúsin gefið leyfi til að svona væri farið með fiskinn, hvert fyrr sig ? Ég er hræddur um að þau hafi ekki gefið leyfi til þess. Mér virðist Ijóst að Cokhvater hef- | ur ekki keypt þennan fisk, . heldur fengið hann í umboðs- sölu í Bandaríkjunum. Og’ hefur þá fiskurinn, veð- settur bönkunum, verið seldur og peningarnir notaðir í hluía- bréf eða lil að lána kaupmönn- um í Bandaríkjunum eða not- aðir til reksturs verksmiðju, án þess að veðið hafi verið borg- að á meðan veðböndin höfðu enn raunverulegt gildi? Bæði gagnvart þessu atriði og ekki síður varðandi gja-ld- eyrisleyfi cg gjaldeyriseftirlit taldi Einar rannsóknar þörf, því svo virtist sem hér hefði ekki verið farið að landslögum. Og ekki síður varðandi afslöð- una til skattayfirvaldanna og skattalaganna. Peningarnir eru til Hannibal Valdimarsson rakti í ýtar’esru máli samhengi fisk- verðsirs og ráðstafana Sö’u- miðstöðvarinnar og kjarabar- áttunnnr og sýndi fram á hve verkalýðshreyfingin hefði sýnt þolinmæði rg langlundargeð svo nú væru allir sammála um að ekki yrði lengur komizt hjá því að hún snerist til varnar gegn kjaraskerðinæum ríkisvaldsins. En uppivaingarnar í þsssu máli skýrðu margt og vörpuðu ljósi á þann málflutning at- vinnurekenda að hvergi væru peningar til svo hægt væri að leiðrætta kjör launþega alþýðu manna. Umræðunum varð enn ekki lokið. Tízkuhúsin í Róin hafa þegar haldið vorsýningar sínar, þótt frændþjóð líala, Frakkar, varist að láta noklcuð uppi um vor- og suinariízkuna frönsku. A vorsýningu ELeonor Garnett tí/.kuhússins á Róin var meðal annars þessi rauðbrúni, gisofni j.ikkakjóll. Þjóncr drottíns Framhald af 7. siöu. stæða hans í meðförum Ró- berts, geðfelldur maður, dreng- ur góður og fremur hlédrægur og kann vel að taka ósigri; athyglisverð mannlýsing. Loks er Jón Aðils á réttum stað sem smásmugulegur og hát-ðlegur lögreglumaður. Fröken Monsen er ólík öll- um þeim konum sem Herdís Þorvaldsdóttir hefur áður skapað, og verulega átakanleg lýsing taugasjúkrar og vesallar manneskju, hún er ein þeirra sálna sem helvítisbálið hefur beygt til að súpa hverja and- styggð til botns, svo minnt sé á orð Þorsteins skálds. Gervi Herdísar, klæðnaður og lát- bragð er mjög við hæfi, angist og mannlega hörmung má lesa af flóttalegum svip hennar og ankannalegum hreyfingum, og það er hún sem ljósast vitnar um hroðaleg áhrif þeirrar nöðru sem vítistrúin er og hef- ur verið um aldir. Erlingur Gíslason leikur bískupssoninn á látlausan og eðlilegan hátt þegar hann ger- ir vonlausa tilraun til að bjarga föður sínum í dómssaln- um, og af einlægni og hlýju er hann sættist við hann og kveður að lokum. Dótlir bisk- upsins birtist aðeins í upphafi leiksins og er vægast sagt van- þakklátt hlutverk og þögult að mestu. Hina lítt reyndu leik- konu Ilelgu Löve skorti mjög talandi svipbrigði, en gerði annars skyidu sína. Loks er að geta tveggjá vitna í réttarsaln- um: Gestur Pálsson er gamall og góðmannlegur dyravörður sem liiir og hrærist innan síns þrönga hrings, og svik ekki fundin : hans munni; og Klem- enz Jónsson hka skýr mann- gerð í hlutverki viðgerðar- mannsins og mótaður af sínu staríi. Og lýkur hér stuttri frásögn af hinu æsilega saka- málaleikr;ti um biskupskjör, vítistrú og eftirdæmi meistar- ans frá Nazaret; það vann sýniiega hylli leikgesta. Á. Hj. Sausrbruch Framhald af 5. siðu og skyssur þeirra fakiar. Rétt- urinn féilst á þessa skoðun. Æfisaga Sauerbruchs „Líf í læknishendi“ er kunn víða xun heim, en í henni er lýst afrek- um hans, en síðustu æviárin eru undanskilin. Bók Thorwalds heitir „Die Entlassung". (Lausn frá embætti). Sivaxandi' hjónaskilnaðir érir mikið váftdámál í Danmörkú. ekki síður en annars staðar. Margir telja, að vinna eigin- kvenna utan heimilisins eigi. mesta sökina, en nú heiur rannsókn, sem nýlega fór íram í Danmörku, leitti i Ijós: að hjónabör.d þar sem konan hefur vinnu utan heimilisins eru mun haldbetri en hin og meiri hætta er á ski’.naði ef konan vinnur ekki utan hcim- i’.isins. Rannsókni.i sem getið var áður leiddi m.a. í ljós, að 41 af hundraði af þeim eiginkon- um sem ekki unnu utan heim- ilisins skildu, aí jjeim sem unnu hluta úr degi skiídu lí) af hundraði og af þeim sem unnu allan daginn skildu að- eins 18 af hundraði. Sá^sem íramkvæmdi rann- sóknina, Svend Skyum-Nielsen, he'lt fyrirlestur um hana á kvennaróðstefnu sem haldin var nýlega í Kaupmannahöín og bar þá einnig saman líf danskra fjölskyldna síðast á 19. öld og nú. Áður fyrr voru fjölskyld- urnar yfirleitt tnun fjölménn- ari, en nú eru börnin yíirleitt ekki fleiri en 4. Einnig unnu fjölskyldurnar þá meira saman en nú t.d. bændaíjölskyldur, þá benti Skyum-Nielsen á, að þá voru foreldrarnir einir um uppeldi barna, sinna, en nú eru dagheimilin o" skólarnir orðin snar þáttur í uppeld- inu. Sumir halda þvi fram. að f jölskylduiífið áður fyrr hafi verið mun betra en nú, ein- kennzt af samheidni og virð- ingu barrianna fyrir foreldrun- um en þetta þýðir ekki, að hjón hæl’ðu tetur hvort öðru þá — þvert á móti. Mikið vantaði á að börnin á seinni hluta 19. aldar nytu jafngóðrar umönnunar og nú. því mæður með stór heimili máttu alls ekki vera að því að sinna börnunum sem skýldi. í lok erindisins gat Svend Skyum-Nielsen þess, að enginn vafi gæti leikið á því, að fjöl- skyldulííið nú þyriti að íá á sig fastara form. Tvenn af hverjum þrem nýgiftum hjón- um hefja búskap án þess að eiga þak yfir höfuðið, en fengju ung hjón tækifæri til að byrja búskap sinn betur og á traustari grunni myndi fjöl- skyldulífið nú skara langt i'ram úr því sem áður var. Prentvillupúkinn var á ferð- inni í dómi um „Boðorðin Lu" í síðasta blaði. Þar segir á. einum stað; „Skiptist ekki heimurinn í dag í tvo helminga — aust- ur og vestur — vegna tvenns- lconar skilnings á sjötta tooð- orðinu“. Hér á auðvifað að vcra sjö- unda boðorðið „Þú skall ekki stela“. Þá stendur annarsstaðar: — „Hér er átt við upprunalegan brunn o.s.frv." Á að vera „Hélr er áð við upprunalegan brunn mann- legrar hegðunar“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.