Þjóðviljinn - 31.01.1961, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.01.1961, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 31. janúar 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (3, 60 þús. farast árlega í bílslysum í Evrópu Le Vert, forstjóri umferðar- 60.000 marnis í bílslysiun á strætimi Evrópulanda. Le Vert, forstjóri umferða- deildar efnahagsnefndar Sam- einuðu þjóðanna, skýrir frá þv'í að 45 prósent þeirra, sem ár- lega farast. í umferðarslysum, séu á tvíhjólafarartækjum, reið- hjólum, hi.fs!kjótum og mótor- hjólum. Jafnframt greirrr hann frá því, að 25 prósent þeirra sem farast árlega séu fót- gangandi fólk, og helmingur þeirra er eldri en 60 ára. I Evrópu er tala bílslysa talsvert hærri en í Bandarikj- unum, þegar gerður er jöfnuður þan^ér. að tölu bílslysa er deilt í tölu kílómetra, sem farartæki aka, sagir Le Vert. Rannsóknir hafa sýnt, að þriðjungur umferðarslysa í Ev- rópu orsakast vegna áfengis- neyzlu. Mctorhjól hættulegust Eins og að framan greirúr, er sá hópur stærstur sem ferst á mótorhjólum eða skellinöðr- um og öðrum tvíhjóla farar- tækjum. Alþjóðleg umferðar- málaráðstefna í Genf hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að það sé 100 sinnum hættulegra að aka einn kílómetra á mót- orhjóli í Evrópu heldur en að fljúga 100 kílómetra með flug- vél. Þessari niðurstöðu hafa ráð- stefnumenn komizt að með því t að bera saman skýrslur um það hvernig dauða þeirra, sem farast í umferðarslysum, ber að höndum. Hlutverk ráðstefnunn- ar er að firraa leiðir til að draga úr umferðarslysunum. Okkur finnst enn vera langt til sumarsins, en suður í Iöndum, er þegar hafinn, und- irbúnip.gur undir það. Þessar myndir frá Italíu eru af bað- fatatjzkuimi eins og þeir þar syðra vilja liafa hana í sumar. Pravda, malgagn Kommún- istaflokks Sovétrikjanna, birli í hei’.d ræðu þá sem Kennedy 14 ára dresigiir 611 Fjórtán ára gamall drengur, Anthony Wayne að nafni, hef- ur verið dæmdur til hengingar í bænum Sudbury 'i Ontario- fylki í Kanada. Hann hafði myrt. ganóa konn í september. s.l. Drengurinn verður hengdur 18. apríl, ef hann verður þá ekki náðaður, en kviðdómurinn sem úrskurðaði hann sekan bað honum miskunnar. í gær var tilkynnt í París, að einn kunnasti foringi úr franska fallhlífaliðinu, og stuðningsmaður franskra fas- ista í Alsír, væri farimi til Katanga, líklega til að skipu- leggja útlendingaherdeild. ESæða Keenedys fcrseta Kæru erfingja Sauerbruchs læknis vísað á bug Landsréttur Berlfnar hefur vísað frá kæru erfingja hins fræga sliurðlæknis, dr. Sauer- bnielis, á hendur bókaútgáfu- fyrirtækinu Droemersche Ver- laganstalt í Munchen. Erfingjarnir höfðuðu skaða- hólamál á hendur bókaútgáf- unni vegna bókar eftir Jiirgen Thorwalds um hin síðustu og dramatísku æviár Sauerbruehs. Rétturinn vísaði málinu frá á Déftir Ttirner fær sl fars heim Dómstóll í Hollywood hefur úrskurðað að Chary Crane, dóttir leikkonunnar L-önu Turn- er, skuli látin laus úr ung- lingatangelsinu þar sem hún hefur vistazt síðan hún drap elskhuga móður sinnar, smá- glæpamanninn John Stompan- at;o. Turner fær að taka dóttur sína, sem nú er orðin 17 ára, til sín, en þæær hafa ekki sést síðan ósköpin dundu yfir. þeim grundvelli, að persónu- réttur hins látna læknis væri ekki skertur með umræddri bók. Sauerbruch naut mikils álits fyrir læknisaðgerðir sínar, en á seinni æviárum gerðist hann elliær, en var svo ógæfu- samur að halda áfram lækning- um. Fjöldi fólks hafði ofsatrú á honum og leitað stöðugt til hans, en hann gerði hörmuleg glappaskot í lækningum sínum í ellinni. Lögfræðingar erfingjanna héldu því fram í réttinum, að Thorwalds hefði í hók sinni dregið of skörpum dráttum hina aumkunarlegu mynd Sauerbruchs á elliárunum. Hann hefði lagt of mikla áherzlu á þetta dapurlega ævi- skeið læknisins, og með því spilt mannorði hans og lífs- mynd hans og afrekum í heild. Lögfræðingur útgáfufýrir- tækisins, sagði að lýsing Thor- walds væri cumdeilanlega sönn, og sannsögulegar persónur, hefðu engan rétt á að heimta að þeim væri lýst að eigin vild, Framhald á 10. síðu Framhald af 1. síðu. fögur. Hann sagði að þegar hann tæki nú við völdum hefði ríkt kreppa í sjö mánuði i Bandaríkj- unum. Hún hefði reyndar byrj- að fyrir sjö árum með sam- drætti í efnahags- og atvinnulífi, og stöðugt hafi sigið á ógæfu- hliðina siðan. Hvert fyrirtækið af öðru færi nú á hausinn, og hefðu gjaldþrot ekki verið eins mörg i landinu síðan á verstu dögum kreppunnar fyrir 30 ár. um. Nú væri ekki færri en fimm og hálf milljón manna í Banda- ríkjunum atvinnulaus, og á mánuði bættust við alltað 450. 000 atvinnuleysingja. Sagði for- seti hafa í undirbúningi frum- varp um aukinn stuðning við atvinnuley singj a. Kennedy sagðist hafa sann- færst um það, eftir fárra daga setu í forsetastóli, að þau vanda- mál sem Bandarikin hefðu við að glíma í alþjóðamálunum, væri gífurleg'a mikil og staða Bandaríkjanna á alþjóðavett- vangi hefði stöðugt orðið ógæfu- legri undaníarið, andstæðingarn- ir væru stöðugt að verða vold- ugri og ófriðarhættan og víg- ingar fíéttir enn sf máli I'frels bæjarfégeta Eins og Þjcðviljinn hefur áð ur skýrt frá lauk ranrsókn á máli Alfreðs Gíslasonar, bæj- arfógeta í Keflavík í síðustu viku. Blaðið snéri sér 'x gær til Gústafs A. Jónassonar ráðu- neytisstjóra í dcmsmálaráðu- neytinu og spurðist fyrir um það, hvað málinu liði. Ráðu- neytisstjórini'i gaf það svar, að þrátt fyrir það, að rannsókn- inni væri lokið, hefði ráðuneyt- inu enn ekki borizt fullraðar- skýrsla um niðurstöður hennar frá fulltrúanum, er franr kvæmdi hana, og þyrfti þvi ekki að vænta neinna. frétta af málinu næstu daga. búnaðarkapphlaupið hafa vaxið. Forsetinn sagði að Bandaríkjun- um stæði mikil ógn af kommún- ismanum, ekki sízt í Asíu. Einn- sagði hann að það væri alvar- legt mál, að kommúnistar hefðu náð fótfestu á Kúbu, aðeins 150 km undan strönd Bandaríkjanna. Kennedy sagði að stjóm sin gæti ekki samið við kommúista svona rétt við bæjardyrnar hjá sér. Myndi Bandarikjastjórn reyna að fá stjórnir annarra Ameriku. ríkja til að berjast gegn þeim öflum sem komizt hefðu til valda á Kúbu. Kennedy sagði að nauösynlegt væri áð efla enn hernaðarstyrk Bandaríkjanna. Hefði hann fal- ið hermálaráðuneytinu að gefa sér skýrslu um allt varnarkerfi Bandaríkjanna. Nú yrði lögð á- herzla á að smiða enn fleiri kjarnorkukafbáta búna polaris- eldflaugum, afkastamiklar flutn- ingaflugvélar og fjarstýrðar eld- flaugar. Nauðsynlegt væri að gera ráðstafanir til að útiloka að hægt væri að lama allar landvarnir Bandaríkjanna með leifturárás. Jafnframt því, sem hervæð- ingunni er hraðað, er nauðsyn að leggja áherzlu á að bæta sambúðina við Sovktríkin, sagði Kennedy. Sagðist hann leggja til að Bandaríkjamenn og Sovét- meiin hefðu vitækt samstarf á tæknisviðinu. t.d. í geimrann- sóknum og veðurathugunum. Þó bæri að athuga það, að Sovét- menn heíðu víðtækt samstarf á irráðum og Kínverjar reyndar líka, en ekki væri lengur hægt að komast hjá því að leita eftir samstarfi við þessi ríki. Kennedy varaði bandarísku bjóðina við of mikilii bjartsýni. Hann sagði að framundan væru timar erfiðleika og margir myndu verða fyrir vonbrigðum. En nauðsynlegt væri fyrir Banda- ríkin að snúa af þeirri braut sem þau hefðu genigið undanfar. ið, — bæði í innanríkis- og' ut- anrikismálum. flutti er hann tók við forseta- embætlinu og birli auk þess langa grein um fdr-setaskiptin. Þar segir m.a.: „Bandaríkja- menn tengja miklar vonir við hina nýju stjórn Bandaríkj- anna“ og „þeir hafa fagnað loforði hins nýja forseta að hefja samningaviðræður við Sovétríkin“. ,,Á Bandarikjamönnum livíl- ir enn mara þeirrar svivirðu sem stjórn Eisenhowers ka'laði yfir þá. Fréttir af hinum glæfralegu stríðsæsingum gegn Kúbu, La- os og Kongó vekja skelfingu. þeirra. Sú von vaknar að með brotthvarfi ævintýraklíkunnar úr ábyrgðarstöðum sé bundinn endir á hættuspilið á sviði ut- anríkismála, ögrunaraðgerðir gegn Sovétríkjunum og öðrum scsíalistískum löndum og að það leiði til þess að tryggð verði vinabönd hinna miklu þjóða Scvétríkjanna og Banda- rlkjanna. Þessar vonir eru að sjálfsögðu bundnar víð hinn nýja forseta“. Pravda segir að þessar von- ir hafi glampað í augnaráði. þeirra bandarlsku borgara sem viðstf ridir voru embættistökjma. í Was'hington. En blaðið tekur fram að hinum nýja forseta muni reynast erfitt að snúa við þegar í stað. Eisenhower er fn.rinrr úr Hvíta húsinu, en. hann skilur eftir sig uppvakn- inga sem enn munu ráða miklu um utanríkisstefnu Bándaríkj- anna.“ við Soífíu sína Soffía Loren Alveg fram að þessu hafa þar til gerð b'öð víða um heim dásaman mjög hið hamingju- sama hjónaband ítölsku film- stjörnunnar Soffíu Loren og kvikmyndaframleiðandans Car- lo Ponti, sem gæti nærri því verið afi hennar. En nú er sú V lukka fyrir bi. Það hefur spurzt að Ponti hafi tvívegis á þéssum vetri reynt að fá skiln- að fyrir clómstóli í Mexikó, en þar vrru þau gefin saman, af því að samkvæmt ítölskum lögum var skilnaður Pontis frá fyrri konu sinni ógildur. Það er einmit.t á þeirri forsendu sem hann reynir nú að fá dómstóla í Mexikó til að ógilda hjónaband sitt og Loren.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.