Þjóðviljinn - 26.02.1961, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.02.1961, Blaðsíða 3
Sunnudagur 26. febrúar 1961 ÞJÓB.VILJINN — (3 kjóscs A-listann Stéttvísir trésmiðir Eitt mælti verkalýðurinn læra af atvinnurekendum, en það er stéttvísi. Þeir eru víst ekki margir í hópi atvinnu- rekenda, sem þykir heiður að því, að hugsa eins og stctt- vísir verkamenn, standa upp á fundum í félögum atvinnurek- enda, eru eins og újlspýtt hunclsskinn í skrifstofum og öðrum bæk;stöðvum þeirra til að reyna að telja þeim trú um, að þeir eigi að láta stétt- vísa, róttæka verkamenn hugsa fyrir þá, laka erind- reka verkalýðsins inn í sam- tök atvinnurekenda, kjósa þá þar í trúnaðarstöður Qg fela þeim öll völd í hagsmunafé- lögum atvinnurekendastéttar- innar. Þá mundi hagsmuna- málum atvinnurekenda verða betur borgið en ef þeir fara með þau sjálfir. Séu slíkir menn til, hafa atvinnurekend- ur að minnsta kosti einhver tök á því, að koma í veg fyrir að skoðana þeirra gæti, og mikil eru viðurlög atvinnu- rekendasamtakanna ef með- limur þeirra skerst úr leik og svíkur stéttina í átökum við verkalýðinn. Því er verr, að mikið skort- ir á, að stétlvísi verkamanna sé eins rík og almenn og stéttvísi atvinnurekenda. Inn- Ásmundur Sigurjónsson. Veðumtlitið Austan gola og síðan kaldi, úrkomulítið. SunniidagserÍEsdi um sjáifstæðis- baráttu Serkja Sunnutlagserindi verður flutt á vegum fræðslunefndar Sósíal- istaflokksins og Æskuiýðsfylk- ingarinnar í Tjarnargötu 20 í dag og hefst klukkan 2.30 síðd. Ásniundur Sigurjónsson blaða- maður flytur erindi urn sjálf- stæðisbaráttu Serkja í Alsír. Öllum cr heiniill aðgangur. Sérstaklega er skorað á félaga í Sósíalistaféiagi Reykjavíkur og ÆFR að mæta. an vébánda verkalýðsfé'ag- anna er hópur manna, skipu- lagður af atvinnurekendum og flokki þeirra,. sem á enga ósk heitari en þá, að bera sk ðanir og hugsanagang stéttarandstæðingsins inn í verkalýðshreyf inguna, t roða þeim inn í félaga sína og starfsbræður með öllum til- tækum ráðum, fagurgala, í'alsi og fögrum loforðum, en ekki s.’ður rcgi og lygum um stéltvíst verkafólk o'g forustu- menn þess. 1 hvert sinn, sem verkalýðsíélögin kjrsa í trún- aðarstöður, hvort helchir er fulltrúa á þing Alþýðusam- bardsins eða stjórnir og trún- aðarráð fé’aganna sjálfra, eru þessir stéttvillingar roknir upp til handa og fóta með skemmdarstarf sitt í þágu at- j vinnurekendavaldsins, hnoða saman listum með nöfmim sjálfra sín á og þylcjast allra manna bezt fal’nir til að fara með málefni verkalýðsins og tryggja honum vinsamlega af- stöðu atvinnnrekenda. Þarna kvmu þeir með það! Jú, það er svo sem augljóst, að ef verkalýöurinn feng'st til að kjósa trúnaðarmenn al- vinnurekenda til að stjórna verkalýðsfélögunum, mælti at- vinnurekendastéttin vissu’ega vel við una. Hún þarf ekki að óttast verkaiýðshre.vfingu, sem hún stjórnar sjálf og, mundi því láta af öllum1 fjandskap gegn samtökunum j á meðan þau eru vopn í hennar eigin hendi. En hugur hennar til verkalýðsins sem stéttar yrði óbreyttur þó henni tækist að hrifsa bitr- asta vopnið úr höndum hans og snúa því gegn honum sjálfum. „Vi3rka]ýðshreyfing“, sem atvinnurekendur telja sér fært að láta í friði, er verkalýðn- um einskis nýt, er engin verkalýðshreyfing í þess orðs réttu merkingu. Verkalýðnum koma þau ein samtök að gagni, sem atvinnureksndur eiga engin ítök í, eða svo lít- il, að stéttvist vérkafólk kveð- itr þau með öllu niður og gerir áhrifahms. Trésmiðafélag Reykjavíkur er að kjósa sér stjórn nú um helgina. Tveir listar eru í kjöri: A-listi stéitvísra tré- smiða og B-listi, sem atvinnu- rekcnöava’dið hefur narrað stéttvillta starfsbræður okkar til að bera fram. I kosning- unni sýnum við, að við vilj- um heldur eiga félag okkar sjálfir þó því fylgi fullur fjandskapur atvinnurekenda en gefa atvinnurekendum fé- lagið og fá að launum góð- látlegt en niðurlægjandi klapp á kinnina í Morgunblaðinu sem góðir cg þœgir drengir — það er: stéttvil’tar rolur. Burt með álirif atviimurek- enda úr Trésmiðafélaginu! Stéttvúsir trésniiöir lcjósa A-Iistann. Geriun sigur lians sem stserstan! S31 Myndin fyrir ofan b'rtist iiír í blaðinu fyrir rúmum mánuði og fylgdi henni þá þessi texti: — Lítið hcfur verið um byggingar í Vest- maiinaeyjuni síðan „við- re!snin“ hófst. Vakti það því undrun og áhuga manna í Eyjuin, þegar kaupmaður. einn lióf byggingu á bíl- skúr skammt frá verzlun sinni, sem cr rétt við hiifn- ina. Byggingin reyndist líka vera miðuð við „viðveisnar- tima“ — og sést bílskúrlnn, bíllinn og eigandinn á mynd- inni. Fyrir ncðan cr svo ný mynd af sömu byggingu og nú hefur hcnni veriö gcfið nafn og það málað á „húsið“ stórum stöfum eins og sjá má. (Ljósm. P. II.). Húnvetningar stolna héraðstryggingafél. Nýveriö hafa Húnvetningar stofnaö tryggingafé’.ag, er nefnist Byggöatrygging h.f. Ef því ætlaö aö annast tryggingar fyrir héraösbúa og er fyrsta tryggingafélag- ið hér á landi meö slíku fyrirkomulagi. j Stofnendur félagsins segja, að tvö mégin sjónarmið hafi ' ráðið við stofnur.i þess. Ann- 'ars vegar að lialda sem: mestu ' a.f því f jármagni, er héraðs- jbúar þurfa að greiða fyrir alls konar lögboðnar tryggingar, ^ eftir í héraðinu í stað þess að ágóði af þeim rennur nú 'i vasa tryggingarfélaga í Reykja- vík. Hins vegar að vinna að hagsmunum tryggjendanna með því að veita þeim sem, j hagstæðastar tryggingar og telja þeir, að húnvetnskt félag hafi betra færi á að gera það en félaig í Reykjavík. j Það nýmæli er tekið upp í sambandi við stofnun Byggða- tryggimga h.f., að þeim sem tryggja hjá félaginu, er gef- inn kostur á að kaupa hluta- bréf í félaginu, 500 kr. bréf fyrir 59 þús. kr. tryggingu 1090 króna bréf fyrir 100 þús. kr. tryggingú o.s.frv. Kall- ast þessi hlutabréf hlutdeild- arhlutabréf. Jafnframt eru gef- in út stofnhlutabréf. Má stofn- hlutaféð ná allt að 200 þús. kr. ea enginn einn má eiga meira en 5000 kr. í stofnhluta- bréfum. Stofnendur eru þegar orðnir 60 að tölu. Atkvæðis- réttur fylgir báðum tegundum bréfanna, eitt atkvæði fyrir hverjar 500 krónur. Byggðatrygging h.f. leitaði eftir samningnm við trygginga- félögin í Reykjav'Ik um endur- tryggingu og hafa tekizt samn- ir.tgar með því og Tryggingar- miðstöðinni h.f., sem er eitt stærsta tryggingafélagið hér á landi. Byggðatrygging mun taka cð sér eftirtaldar tegundir trygginga: Brunatryggingar á lausafé og' innanstokksmunum, þar með taldar heimilistry'gg- iigar, ábyrgðartryggingar, slysatryggingar, ferðatrygging- r.r einstaklinga og hópa, sjó- og flutróagstryggmgar á vör- um, sem fluttar eru með bif- reiðum, flu'gvélum og skipum, áfcyrgðartryggingar bifreiða og dráttarvéla og kaskótryggingar bifreiða. Formaður Byggöat ryggingar h.f. er Stefán Á. Jónsson Kag- aðcrhóli en aðrir í stjórn eru Bergur Lárusson Slcagaströnd, Jóhannes Björnsson Laugar- bákka, Jón Karlsson Blöndu- csi og Sigurður Tryggvason Hvammstanga. Umboðsmaður félagsins á Skagastrcnd verð- ur Björgvin Brynjólfsson spari- sjóðsstjcri og á Hvammstanga I Ingólfur Guðnason hreppstjóri. i Framkvæmdastjóri hefur enn ekki verið ráðinn, en liann i mun hafa aðsetur á BlönduósL Yest mannaeyjum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.