Þjóðviljinn - 26.02.1961, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.02.1961, Blaðsíða 9
(HS Sunnudagur 26. febrúar 1961 — Þj ÓÐVILJINN 4^9 Eitthvað verður að gera fyrir hinn „veika'' Bandaríkjjamasui seg/V Johrt Kennedy, forseti Bandarikjanna í dssemberhefti hins mikla dþróttatímarits Sports Illu- strated birtist merkileg grein eftir John F. Kennedy, þá ný- kjörinn forseta Bandaríkj- anna. í greininni bendir hann á. eina af meinsemdum þeim, er hann telur sig sjá í íþrótta- lífi Bandarikjamanna. Gengur hann hreint og hiklaust til verks og hilmir ekki yfir það að hann telur bandaríska æsku mun verr menntaða lík- amlega, en æskuna í Evrópu. Hér á eflir birtisl. nokkur hluti greinarinnar: Fyrir rúmum 2500 árum var Grikkjum það mikið kappsmál að fá að taka þátt í hinum olympísku leikjum sem haldnir voru f jórða hvert ár. Meðan á leikjunum stóð var samið. vqpnahlé í öllum grisku ríkjunum, meðan beztu í- þróttamenn hinnar vestrænu menningar öttu kappi í hnefa- leikum, hlaupum, glímu og reiðum, og gerðu sitt ítrasta til að vinna sigurlaunin, lár- viðarsveiginn. Þegar sigurveg- ararnir sneru heim til héraða sinna fórnuðu þeir hinum ol- jnnpísku verðlaunum á fórn- arstöllum musteranna, en heimspeki, bókmennta, stjórn- visinda og lista, og trúna á þýðingu líkamslegs heilbrigð- is. IJr grísku yfir á latínu er tekinn málshátturinn alkunni Mens sana iii corpore saiio (Heilbrigð sál í hraustum lík- ama). Haldið er fram að það hafi verið knattspyrnuiðkun og cricketiðkun í Eton-há- skóla í Bretlandi að þakka að Bandamenn hlutu sigur í or- ustunni um Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni, en frá þeim skóia komu flestir frægustu stjórnmálamenn Breia. Þessi vitneskja um þýðingu líkamsræktar á heilsu þjóðar og velferð hennar er í hin- um vestræna heimi jafngömul byggingu hans. En því miður virðist þetta hafa gleymzt í Ameríku. Kóreustríðið afhjúpaði hina iélegu líkams- þjálfun Fyrstu merkin um afturför í líkamlegura styrk og þoli meðal bandarískrar æsku voru kunn í þann mund er Kóreu- striðið brauzt út. Enn komu niðurstöður, sem studdu hin-, ar fyrri og sýndu fram á að Bandarílvjamenn eiga marga frábæra. íþróttamenn. Þessir þrír tnenn voru í efstu sætunum í 400 m grindahlaupi á síðustu olympíuleikjum og .sýnir myndin glöggt live þeir hafa lagt hart að sér til að lialda heiðri þjöðar sinnar. landslýðurinn tók á móti þeim sem hetjum og færðu þeim gjafir. Þetta sýnir að Grikkir til forna liafa kunnað að meta gildi iþróttanna. Þeir vissu að íþróttirnar voru grundvöllur- inn uniir sterku þjóðfélagi. Þessi menning færði okkur mörg af merkustu verkum amiar hver unglingur í Banda- ríkjunum var ekki móttækileg- ur í herinn vegna sálrænna, ,,móralskra“ eða líkamlegra bresta. Dauðahöggið kom þó, er læknarnir dr. Hans Kraus og dr. Sonja Weber lögðu fram niðurstöður rannsókna sinna, sem náðu yfir 15 ára starf við NYCP-sjúkrahúsið. Niður- stöðurnar voru byggðar á athugun 4.264 bandarískra barna og 2.870 barna í Aust- urríki, Sviss og Italíu. Niðurstöðurnar sýndu, að þrátt fyrir betri lifnaðarhætti okkar, þrátt fyrir hinn góða matarkost okkar, þrátt fyrir hin miklu íþróttamannvirki okkar, þrátt fyrir blómlegt í- þróttalíf í æðri skólum okkar, ster.dur bandarisk æska langt-" um neðar líkamlega en sú evr- ópska. Sex æfingar voru lagð- ar fyrir börnin. Reyndu þau á hina ýmsu vöðva. 57,9% hinna bandarísku gátu alls ekki innt eina eða fleiri af þessum æfingum af hendi, þar sem Evrópubörnunum mis- tókst aðeins mjög fáum, eða 8,7%. Eisenhower leyndi að ráða bóí en misióksl Kennedy heldur áfram og segir m.a. frá tilraunum Eis- enliowsrs lil að ráða bót á á- standinu 1955, en meðal þess sem hann lét innleiða var sér- stakt kerfi, sem reynt skyldi í skólum. Samt hefur þetta ekki borið sjáanlegan árangur í þau fimm ár, sem kerfið hefur verið í notkun. Kennedy segir síðan: Hinar ömurlegu staðreyndir að baki þessara talna eru þær, að stöðugt vaxandi hópur ungra Amerlkana lætur lik- amann hrörna, og eru ekki eins ,,frískir“ og þeir ættu^ að vera, sumir jafnvel mjög veikburða. Og margir slíkir einstaklmgar leggja vitanlega mikið að mörkum lil að gera ríkið veikburða. Líkamsþjálfim nauðsyn — ekki síður á frið- artímum Líkamshreysti er ekki siður nauðsyn á friðartímum. Lík- amshreystin er ekki aðeins undirstaða fyrir líkamann sjálfan, heldur er hún bein- línis nauðsynleg fyrir þann sem vill vera Skapandi og frjór í starfi sínu. Snilligáfa getur því aðeins notið sín tií fulls að líkaminn sé í góðu lagi. Takmarkið: engin líkamleg vinna Forsetinn bendir síðan á hvernig nútíma lifnaðarliættir eru að breyta líkamlegri vinnu og hvernig allt miðar að því að afnema alla vinnu þar sem verulega reynir á líkamann. Síðan segir hann: Mörg líkamleg vinna, sem áður var nauðsynleg, er nú ekki tii. Eitt augnatiliit yfir yfirfulll. bilastæði við há- ekólabyggingu í landi okkar tíma eins og spyr okkur hvað John F Kennedy orðið sé af gömlu skemmti- göngunum og hjólreiðaferðun- um til og frá skóla, sem áður gerði mikið gagn sem holl og góð hreyfing. Sjónvarpstækin, kvikmyndirnar og önnur þægi- legheit hafa lokkað ungling- ana frá öllu sem heitir hreyf- ing. Það er auðvitað ágætt að hafa allt þetta, en eitthvað verður að koma til að rétta við hinn líkamlega ,standard‘. Úrbæfur Keimedys Kennedy bendir á úi’bætur í málinu og eru þær þanhig settar fram: 1. Við’ . verðum að skipa nefnd sem skal setja sanian „prógram“, senr nefndin skal svo sjá um að framfylgt verði og skal það iniða að þvi að hæta heilsufar þjóðarinnar. í nefndinni skulu eiga m. a. sæti innanrikismálaráðherr- herrann og Iieilbrigðismála,- ráðherrann. 2. Heilsufarsmál ungling- anna skulu sett undir stjórn heilbrigðismálaráðuneytisins. 3. R'kisstjórnir fylkjanna skulu árlega koma saman og Áth.semd veynð uminxlð , febr. bera saman bækur sínar í þessum málum og kynna sér liið nýjasta sem vísindin hafa um heilsurækt að segja. 4. Forsetinn og ríkisstjórn hafi áróður franimi svo sem verða iná fyrir íþróttnni og bendi á að iðkendur íþrótta . éu mun líklegri til að komast í valdasess í Bandaríkjunum. Eandaríska vandamál- iS -— getnr þaS verið íslenzkt? Grein sú, sem hér birtist úrdráttur úr, er mjög skemmti leg fyrir þær sakir að hún sýnir st jórnmálamann, sem greinilega hefur hug á að rannsaka málið til hlítar og sér hvar hafinn er vöxtur á illkynjuðu æxli í þjóðfélagi. sínu. Hann grípur til skurðar- hnífsins eins og þaulæfður skurðlæknir, þ.e. bendir á leið- ir til að komast út úr ógöng- unum. En hvað erum við að hnýs- ast í vandamál manna í öðr- um heimsálfum, eða kemur okkur þetta nokkuð við? Jú, okkur kemur málið við, því ástandið hjá okkur er því miður ekki allt of gott, þó það sé mun belra en það sem hér- hefur verið lýst. Stjórnmála- menn okkar hafa aldrei gert sér virkilega ljóst hvers virði íþróttir eru þjóðinni. Þess vegna hefur fjárveitingum til íþrótta hér alltaf verið varið eins og um einhvern lúxus væri að ræða, lúxus sem við gætum mjög vel verið án. Þess vegna ættu íslenzkir ráðamenn að gera eilthvað róttækt, sem mætti verða í- þróttunum lyftistöng. Ríflegri fjárveitingar til íþrótta eiga áreiðanlega eftir að skila sér- í ríkiskassann og það marg- falt. — bip — Íþróttasíðan hefur 'verið beð- in um að birta eftirfarandi at- hugasemd frá stjórn glímudeild- ar Ármanns: „í íþróttaspjalli í útvarpinu 5. febr. sl. viðhafði Sigurður Sigurðsson mjög ósanngjörn um- mæli um Skjaldarglímu Ármanns sem íram fór 1. íebrúar. Glímu- deild Ármanns sendi Sigúrði at- hugasemd vegna þessara um- mæla. Las Si'gurður hana í íþróttaþætti 12. febrúar sl., en lét sér sæma að hnýta við hana beinum ósannindum, sennilega í trausti þess að hlustendur hefðu gleymt hvað hann hafði áður mælt. Málflutningur Sigurðar er með þeim hætti að ekki verður við unað, enda ekki vanzalaust að áróðurstæki í eigu ríkisins skuli af íþróttafréttaritara þess vera notað til beinna ósanninda um íþróttamenn. Má segja að þar höggvi sá er hlífa skyldi. Þeim, sem til málanna leggja, brá í brún, er Sigurður svaraði gagnrýni Ármenninga þann 12. íebrúar. „Ég vék ekki að því einu orði að keppnin mundi ekki verða til að auka veg glímunn- ar“. Það sem Sigurður sagði um Skjaldarglímuna í íþrótta- spjallinu 5. íebrúar var þetta: „Ekki verður þessi glímukeppni til að auka veg íslenzku glím- unnar. Ekki vegna þess fyrst og fremst að illa hafi verið glímt, heldur hins að heldur leiðiniegt deilumál hefur fylgt í kjölíar hennar.“ Þetta var allt og sumt sem Sig- urður hafði um keppnina sjáifa að segja. og getur nú hver og einn séð það svart á hvítu hvernig Sigurður Sigurðsson meðhöndlar sannleikann í áhrifa- mesta áróðursgagni þjóðarinnar. í ofangreindum ummælum sínum um Skjaldarglímuna gef- Framhald á 10. síðu 13 lið tzka þátt í knattspyrnu- ! keppni að HálogeL 1. og 2. marz verður haldið innanhússmót í knattspyrnu á vegum Vals og taka 13 lið þátt í keppninni. Keppt verður um bikar sem Albert Guðmundssori hefur gefið. Nánar verður sagt frá keppn- inni í þriðjudagsblaðinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.