Þjóðviljinn - 04.03.1961, Side 4
%) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 4. marz 1961
Fréttir aí enskum bókamarkaði:
(Jr hjálkakoío í Hvíta húsið
Abraham Lincoln. By Carl
Sandberg. Vol. I' The Prai-
rie Years. Vol. II: The
War Years 1861—1864.
Vol. III: The War Years
1864—1865. 75c each. Dell
Publishing Company.
Það hefur ekki oft komið
fyrir í sögu mar.inkynsins, að
fram á sjónarsviðið hafi kom-
ið maður, sem í senn var sem
stál og sem flauel, harður
sem klettur, mjúkur sem þoku-
Carl Saudbcrg
slæð'ngur, sem í sinni og
brjósti hefur alið þversögn
aegilegra storma og friðar,
•óræðs og algers.“ Þannig
hljóða inngangsorð Carls
Sandbergs að frásögn hans
af Abraham Lincoln. En hanm
hefur skrifað frægustu ævi-
,sögu Lincolns í sex bindum,
en útdráttur þeirra 'í þrem
bindum í ódýrri útgáfu er
tilefni þessaira lír.ia.
Bandaríkjamenn, sundur-
leitir og ósamstæðir, hafa
hafið á stall einingartákn
sitt, sögu sína, og þá annarri
hærra sögu tímabils eldraun-
ar einingar ríkjasambands
þeirra, ára borgarastyrjaldar-
innar 1861—1865, þegar súð-
urrikin sögðu sig úr1 lögum
við ríkjasambandið til að
halda negrunum sem þrælum.
Og um forseta Bandaríkjanna
í einingarstríði þeirra, Abra-
ham Lincoln, hefur meira
verið skrifað eri nokkurn ann-
an bandarískan mann. Til
skamms tíma hafði þessi
Lincoln-ástundun ekki borizt
hingað_ Loks í fyrra kom út
bók Thórólfs Smiths. Þá var
nær gleymd bók Bjarna Jóns-
sonar um Lincoln. En helztú
æviatriði óg e:ginleikar hans
eru flestum kunn, örbirgð
hans í bernsku og braut hans
stig af stigi upp í forseta-
stól Bandaríkjanna 1861,
stjórnvizka hans í borgara-
styrjöldinni, mannúð og sann-
færingarkraftur.
í fleiru er alþýðlegu við-
mcti bar Lincoln merki upp-
runa síns, í metnaði og harð-
fylgi og þunglyndisköstunum
og ef til vill hinum frægu
sögum s'ínum. Hann virðist
hafa talið móður sína vera
cskilgetna dóttur plöntuekru-
eiganda í Virginíu. Hanri mun
að eðlisfari hafa verið nær-
gæt’nn, en hlédrægur, og lát-
ið séi1 annt um fáa utan konu
sína og börn.
Afskipti af stjórnmálum hóf
hann í þágu flokks eigna-
manranna, Whiganna. Og
þótt hann hefði þá strax sam-
úð me'ð þrælunum var hann
vanur að segja, að norður-
ríkin mundu í sporum suð-
urríkjanna hafa farið að
dæmi plöntuekrueigendanna.
Honum urðu snemma ljósir
yfirburðir sínir yfir flesta
aðra menn sökum andlegs og
1‘íkamlegs atgervis, og munu
þeir yfirburðir sjaldan hafa
liðið honum úr minni, að sögn
þeirra, sem þekktu hann bezt.
Blaðamaður Don Piatt að
nafni,, sem hafði margt sam-
an við hann að sælda, skrifaði
um hanni: „Þrátt fyrir alla
þvingunina í framkomu hans
og þctt hann virti allar um-
gengnisvenjur að vettugi,
vakti eitthvað í fari Abra-
hams Lincolns virðingu. Þrátt
fyrir kumpánlega framkomu
hans kom engum annað til
hugar eri að sýna honum virð-
ingu. Mér var sagt í Spring-
f’eld, að það hafi fylgt hon-
um ævilangt.-I hópi óheflaðra
lagsmanna sinna á unga aldri
varð hann forystumaður, sem
litið var upp til og hlýtt, að
þeir töldu, sökum líkams-
krafta hans, sem hann var á
ósparneytinn. I hópi mál-
flytjendama var það talið
vera sakir orðheppni hans,
sem hélt samstarfsmönnum
hans í hæfilegri fjarlægð. En
reyndin er sú, að þetta á-
hiifavald stafaöi af ónotuðum
andlegum hæfileikum, sem
enginn tók eftir nema í ár-
angri“. Ritari Lincolns í for-
setatíð hans, John Hay, sagði,
að „fjarstæða væri að kalla
hann hæverskan...... það1
var andlegt stórlæti og ó-
vituð sannfæring um yfir-
burði, sem menn eins og
Chase gátu aldrei fyrirge.fið
honum. Þeim að þakka var
einnig cbrigðult stórlyndi, sem
'i fari stjórnmálamams gekk
ól'ikindum næst, en sakir þess
hélt hann Chase í ráðuneyti
sínu, þegar fvlgismenn hins
síðarnefnda stóðu að dreifi-
miðum gegn Lincoln, sem
hann neitaði að lesa.“
Á það hefur verið bent, að
í skilrángi Lincolns á borg-
arastyrjöldinni hafi gætt að
no'kkru sjónarmiða, sem hann
myndaði sér, og sjónarmiða,
sem hann tileinkaði sér. Þeg-
ar Jefferson lézt, var Lin-
coln seytján ára gamall. Hann
hafði í hávegum Henry Clay,
sem með Missouri-samriingun-
um hafði hindrað, að í odda
skær:st milli ríkja um þræla-
haldið. Lincoln mun þannig
þegar sem ungur maður hafa
litið svo á, að eining ríkja-
sambandsins væri ekki endan-
lega tryggð. Að því verða
þess vegna færð rök. a'ð
markmið Lincolns með af-
skiptum s'ínum a.f stjórnmál-
um hafi frá upphafi ver'ð
varðveizla eiri'ngar Banda-
ríkjanna. Og þetta markmið
gaf ævi hans einingu, allt að
þvi listræ'Yi heild. Hcnum
duldist ekki gildi þessarar
hugsjónar fyr'r umheiminn,
ekki síður en Bandaríkin. Ef
þjóðfélag grundvallað á sjálf-
stæðisyfirlýsingunni frá 1776
þrifist, hlytu afleiðingarnar
að vera endurmat manna á
þjóðféjagsháttum. I ræðu í
bindindisfélagi í Springfæld
'1842 sagði hann: „Að réttu
Abraham Lincoln
lagi erum við hreyknir af
stjcrnarbyltingunni 1776. Hún
liefur fært okkur frelsi í
langtum rikara mæli en nokk-
urri armarri þjóð á jörðu.
í því hefur he’murinn fund-
ið ráðningu hins margrædda
vandamáls um getu mannsins
til að stjórna sér sjálfur. 1
þv'í var frækorn, sem skotið
hefur rótum, og upp af mun
vaxa og breiðast út allsherjar
frelsi mannkynsins.“ En eir.s
og flestir samlandar hans var
hann undir áhrifum guðfræði
púrítananna í Nýja Englandi.
Baráttan fyr.r afnámi þræla-
halds varð smám saman í
augum hans .sem þeirra áþekk
baráttumi í opinberunarbók-
inni milli góðs og ills. I ræðu
sinni í Cooper-stofnuninni 27.
febrúar 1860 fór hann þessum
orðum um þrælahaldið: ,,Að
þeir telja það rétt og að við
teljum það rangt, er einmitt
sú staðreynd, sem öll de:lan
snýst um. Þar sem þeir telja
það rétt, verða 'þeir ekki á-
sakaðir fyrir að vilja afla því
fullrar viðurkenningar; en
þar sem við teljum það rarigt,
getum við ekki látið undan
þeim“. Tveimur áratugum
áður, þá ungur stjórnmála-
maður, lauk hann ræðu á
þessum orðum: „Ef ég finn
nokkru shuni sál mína - hef ja
s;g úpp til o’g breiða úr sér
á hæðum þeim, sem ekki eru
með öllu óverðugar almátt-
ugum byggingameistara
þeirra. þá er það, þegar ég
hugleiði málstað lands míns,
yfirgefinn af umheiminum, og
ég rís upp, einn og djarfur,
og býð byrginn sigrandi kúg-
urum 'hennar". Smám saman
var'ð trú hans,' sem átti sér
l'íka frjálshyggjuskeið, að
e:nhvers konar algyðistrú.
Haran sá vilja guðs birtast í
sögunni. Árið 1862 skrifaði
hann: ,,í núverandi borgara-
styrjöld kann vilji guðs að
Framhald á 11. síðu.
1MIIIIIIIIIIII.....................................................illilllll.............................IIMIIIIMIMIIIIIIIIIIMIMMI |||IIIMIMMIIIIIIIIIllMIMMIMIMIHIMIMIIIIIMIIUIIIIII!lllllllllMIMIIIi:illlllMIIIIIIIIIIMIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIl‘
ISLENZK TUNGA
Ritstjóii: Árni Böðvarsson.
139. þáttur 4. marz 1961
Ákveðinn greinir
Ákveðinn greinir er til
tvenns konar í íslenzku, laus og
-viðskeyttur, og er raunar hvort
tveggja mismunandi myndir
sama orðs. Laus greinir nefn-
ist öðru naíni ákveðinn grein-
ir lýsingarorða, vegna þess að
í íslenzku verður hann aðeins
notaður í sambandi við lýsing-
arorð. Þá er hann settur á
iundan því og nafnorðinu sem
Það stendur með: hinn stóri
xnaður, hið glæsta skip. Ákveð-
inn greinir nafnorða er settur
sem viðskeyti aftan við nafn-
orð, eins þó að lýsingarorð
fari á undan því: stóri maður-
inn, glæsta skipið. Ef laus
greinir er notaður í cf.óit,
verður stíllinn tilgerðarlegur,
og má venjulega forðast það
með því að nota heldur greini
nafnorða. Þó ber að athuga í
því sambandi að merking' orða-
sambandanna „ hinn stóri mað-
ur“ og „stóri maðurinn“ er
ekki alltaf hin sama. Með
orðalagi eins og „stóri maður-
inn, glæsta skipið" er oft gef-
ið í skyn að einnig sé um að
ræða andstæðu, „litla (minni)
manninn, óglæsilegra skipið“,
en af sambandinu verður þó
venjulega ráðið hvort svo er.
Ákveðinn greinir er notaður
til að sýna að um einhvern til-
tekinn, áður kunnan einstakl-
ing sé að ræða. Hann er not-
aður i öllum germönskum mál-
um, bæði viðskeyttur og laus í
öilum Norðurlandamálunum
(nema finnsku, sem er ekki
germanskt mál), en í ensku
og þýzku er hann aðeins laus,
svo sem kunnugt er. Er þar oft
mjótt á mununum hvort um er
að ræða ákveðinn greini eða
ábendingarfornafn, en yfirleitt
mun ákveðinn greinir í tungu-
málum vera sama orðið og eitt-
hvert ábendingarfornafn. —
í mörgum tungumálum er
ekki til greinir, hvorki ákveð-
inn né óákveðinn. Svo er t.d.
um latínu, og af nútímamálum
má nefna rússnesku og finnsku,
auk ýmissa annarra mála. Ekki
ber á því að þetta valdi rugj-
ingi í þeim málum, en þess er
l.'ka vert að geta í því sam-
bandi að í slíkum málum er
venjulega unnt að nota for-
nöín (eins og t.d. sérstakur,
einhver“) sem nokkurs konar
greini.
Áf því hlutverki ákveðins
greinis að ákveða eitthvert til
tekið orð leiðir að ofnotkun
hans verður til að gera stílinn
flatneskjulegan og sviplausan.
Meðan skólafólk og aðrir nem-
endur eru að átta sig á hóf-
legri notkun ákveðins greinis,
er það góð regla að strika hann
alls staðar út þar sem hann
er ekki beiniínis nauðsynleg-
ur.
Venjulega er ákveðinn grein-
ir aðeins notaður með samnöfn-
um, en stundum þó með sér-
nöínum: annar Jóninn, báðir
Jónarnir. Viðskeyttur greinir
er og stöku sinnum notaður
með lýsingarorðum; góðurinn
minn, ljúfan min, enginn má
við margnum, o.s.frv.
Aí sérnöfnum mun ákveðinn
greinir helzt vera notaður með
örnefnum alls konar, bæjanöfn-
um og öðrum. Þó mun þetta
vera mismunandí eftir lands-
hlutum. Ég hef orð Skagfirð-
ings fyrir því að þar í héraði
sé aldrei notaður greinír með
bæjamafni, nema tvö séu sam-
nefnd, og þá í samböndum
eins og „bæði Valiholtin“, en
hins vegar „Vallholt er góð
jörð“, einnig: „Þveráin (eða
Þverá, greinislaust) er vatns-
mikil, en Þverá er góð jörð“.
Sama segir mér Þingeyingur
(frá Raufarhöfn) úr sínu hér-
aði. Á Suðurlandi er þessu
öðruvísi háttað. Greini er þar
hægt að nota með hvaða bæj-
arnafni sem er í ákveðnum
samböndum, einkum ef talað
er um að jörðin sé laus til á-
búðar: Holtið er laust. Oddinn
er laus (getur alveg eins átt
við prestakallið), og með sum-
um bæjarnöfnum er jafnvel
venja að nota greini. Sérstak-
lega á það þó við um nöfn
sem enda á -hjáleiga, -kot,
-sel eða einhverju slíku sam-
nafni, þegar samnaínið eitt er
notað, t.d. í Selinu = í Hólma-
seli, í Hjáleigumii — í Fróð-
holtshjáleigu. Svo þarf þó ekki
að vera. í Landsveit er t.d.
bærinn Bjalli, en með því
nafni er venjulega notaður
greinir: á eða frá Bjallanum.
Mjög almennt var það í Rang-
árvallasýslu að minnsta kosti
að nota greini með bæjarnafn-
inu Klaustur, þegar það var
stytting á Kirkjubæjarklaust-
ur, og var þá sagt t.d. Lárus
á Klaustrinu. Mér er tjáð að í
Mýrdalnum sé hvort tveggja
notað, á Klaustri og á Klaustr-
inu (enginn kunnugur segir í
Klaustri um þennan stað).
Heiti sveitarinnar, Mýrdalur,
er ég vanastur með greini,
þegar ekki er haít áttartákn-
andi atviksorð með þvi: -í Mýr-
dalnum, austur í Mýrdal, út í
Mýrdal. — Þessar áttartáknan-
ir, út og austur um gagnstæð-
ar stefnur, eru enn éitt ein-
kenni sunnlenzku.
Þetta skal látið nægja að
sinni, en ég vildi sérstaklega
biðja lesendur af Austurlandi
eða Vesturlandi að láta mig
vita hversu háttað er notkun
greinis að þessu leyti í heima-
héruðum þeirra. Og mér þætti
fengur að frétta um bæjanöfn
sem í næsta nágrenni eru
venjulega höíð með greini, sbr.
um Bjallann, Selið, og Hjáleig-
una hér að ofan.