Þjóðviljinn - 06.04.1961, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.04.1961, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 6. apríl 1961 j Fréttamaður Æskulýðssíð- unnar hitti nýlega að máli ungan verkamann í Reykja- vík, Jón Guðjónson, og lagði fyrir hann nokkrar spurn- ingar, s?m Jón féllst góðfús- lega á að svara. Hvar vinnur þú, Jón? — Fg vinn hjá Hiijaveit- unni. ! Hvað hefurðu unnið þar lengi? •— Það eru núna liðin fjög: ur ár, síðan 1957. Og hvernig likar þér að vinna þar? — Svosem vel. Ég vinn núna við nýlagningar í Teig- ’ unum, Ert þú á tímakaupi eða 1 vikukaupi? 1 — Ég er á tímakaupi. Hvernig leizt ]>ér á rausn íhaldsins í bæjarsí jórninni, sem neitaði að borga ykkur 1 vikukaup? 1 — Það var svósem ekki vi5 öðru að búast úr ] úrri átt. Ilvernig gengur þér að lifa af þeim launum, sem þú hef- ur ? — Það er blátt áfram ó- mögulegi að lifa af kaupinu. Almenna verkamamiakaupið er nú 990 krónur á viku. og það er ailtof lág upphæð lil þess að af henni sé hægt að framfleyta fjölskyldu. Það er stöðugt erfiðara að láta þessi laun hrökkva. I allan vetur hafa vörur verið að hækka í verði, en kaupið stendur í stað. Finnsl þér tími kominn til að leggja út í kjarabaráttu ? ’ — Verkalýðshreyfingin ga-f núverandi ríkissljórn frest til þess að bæla kjörin eftir gengis'sékkunina. Hún hsfur sagzl vilja kauphækkanir án verkfalla. En þessi frestur er nú orðin nógu langur. Það væri mjög gott, ef kjarabæt- ur næðusl án verkfal'a með samkomulagi við atvinnurek- endur. En reyndin hefur ver- ið sú, að verkalýðshreyfing- in hefur aldrsi komið fram síunm málum nema með bar- áttn. Nú hafa síjómarsinnar út- hác,,''^''ð. að aukin framle'ðni og -íkvæð;sv:nna gæti komið í stað kjarabóla með kauo- hækkunum. Hvað finnst þér um það? — Við höfum nú séð það, að framleiðslan hefur aukizt á undanförnum árum, og á sama tíma hefur kaupmáttur launa lækkað. Tæp’ega hefur aukin framleiðni frekar í för með sér sjálfkrafa betri kjör. En ákvæðisvinnan ? — Það er nú mjög erfitt Húgnnnn oq f innréttingar * Tökum að okkur smíði * ( húsgögnum og innréttingum. j Leitið upplýsinga. I Almenna husgagnavinnu- ! stofan h.f.. að skipuleggja ákvæðisvinnu svo vel sé. Og þeim mun freímir núna, þegar lítið er um vinnu, og alvinnuleysi jafnvel farið að stinga sér niður, þá hefur ákvæðisvinna það í för með sér að aðeins þeir dugJsgustu fá vinnu, hinir ekki. Þeim, sem hafa vinnu er jaskað út, og þsgar þeir komast á efri ár er þeim stjakað til hliðar. Ákvæðis- vinna út af fyrir sig leysir ekki vandann. En auknar fjölskyldubæt- ur, hafa þær ekki chegið eitl- hvað úr kaupráninu? — Jú, það má segja svo, fyrir þá sem eiga börn í ó- megð. En harðast kemur það niður á þeim, s:m eiga upp- komin börn á aidrinum 16—20 ára. Á þeim hefur kaupránið og dýrlíðarflóðið dunið óbætt. Rirgir Finnsson, þingmað- ur AlþýðufJokksins, sagði það í eidhúsdagsumræðunum nýlega, að Alþýðuflokkurinn hefði komið í veg fyrir dýr- tíðarílóð með því að taka þátt í viðreisnarstjórninni. Hvernig finnst þ ér þessi um- mæli koma heim við veru- leikann? — Mér finnst þau mjög undarleg. Ég veit ekki hvað er dýrtíð, ef það verðhækk- anaf’óð, sem dunið hefur yf- ir eftir gengislækkunina, er ekki dýrtíð. Það er einmitt það sem það er. Nú hefur Dagsbrún sett fram þá kröfu, að vikukaup- ið verði 1180 kr. Finnst þér það nóg? Alþýðusambandsþigið síðasla markaði þá stefnu að kauphækkanir þyrftu að verða 15—20%, og það er alls ekkert of mikið. Fyrir nokkrum árum gátum við borið kjör okkar saman við kjör bandarískra verkamanna og á Norðurlöndum. Nú er- um við ekki einu sinn; hálf- drættingar á við bandaríska verkamenn og kaupið orðið allmiklu lægra en það er á Norðurlönöum. Við þetta getum vlð ekki unað. Stjórnarvöldin hafa það áreiðanlega í huga að beina erlerjJu fjármagni inn i land- ið með því að halda kaupinu svona lágu. Hvernig lizt þér á það? — Það yrði mjög hæftulegt fyrir okkur, ekki sízl af því, hvað við erum fáir. Hið er- lenda fjármagn hefði hér miklu meiri áhrif heidur en hjá slærri þjóðum. Og auk þess, ef verkamenn færu að gera kaupkröfur og berjast fyrir réttindum sínum, þá gætu þeir sagt, að þeir væru farnir. Þannig yrði verka- mönnum settur slóllinn fyrir dyrnar. Við þurfmn að ef1? ís'enzkt efna'hagslif. Að þvi stuðlar ekki sú stefna að halda niðri kjörum verkamanna og sjá um að þeir beri skarðan hlut frá borði. A. H. Þann 30. marz sl. gat að lita á 13. síðu Morgunblaðs- ins þann dag ákaflega hlægi- legt, plagg. Það var skírt á- kaflega löngu nafni og liét: „Almenn st jórnmálaályktun fyrstu þjóðmálaráðstefnu Vöku“ og síðan er útskýrt, að Vaka sé „félag lýðræðissinn- aðra stúdenta“. Þessi vísinda- mannaefni íhaldsins birta þarna í ályktunarplaggi sínu nokkur stefnuskráratriði al- menns og stjórnmálalegs eðl- is, sem vert er að athuga nokkru nánar. Hinir vísu íhaldsstúdentar hefja ályktun sína þannig: ,,Við teljum farsælustu stefnu- íslendinga vera leið framfarasinnaðrar, víðsýnn- ar hægri stefnu...“ f augum alls venjulegs fólks, sem ekki hefur lært nein íhalúsfræði í Heimdalli, inniheldur þessi setning fullyrðingu, sem er sjálfri sér ósamkvæm. Ann- ars vegar er fullyrt að leið Islendinga skuli vera fram- farasinnuð og víðsýn stefna, en hins vegar en einnig lýst fylgi við hægri stefnu. Hér er um að ræða contradictio in adjecto, ósamrýmanlegar andstæður. Hægri stefna get- ur hvorki verið framfarasinn- uð né víðsýn. Hægri stefna er sú stefna, sem reynir að draga úr framförum og við- halda því einu sem er, hinu gamla. Lýsingarorðin hægri og vinstri var farið að nota í FrakkJandi í stjórnarbylt- ingunni mildu, en þá skipuðu fulLtrúar léns- og konungs- valdsins — afturhaldsins — sér hægra megin í þingsaln- um, þegar stéttaþingið var háð. Fulltrúar þriðju stétt- ar, borgara og vinnulýðs, skipuðu sér til sæt'-s vinstra megin. Þriðja stétt var þá hin framfarasinnaða, víðsýna stétt. Hún var þá með vinstri stefnu. Síðan hefur margt breytzt. Börgarastéttin er orðin að afturhaldi og hmdr- un í vegi allra framfara. Það er því all raunsæ viðurkenn- ing á ástandi borgarastéttar- innar í dag að fullyrða að hún fylgi hægri stefnu. Það er alveg rétt, Hún er nú í hlut.verki lénsaðalsstéttarinn- ar, sem stjórnbyltingin mikla á Frakklancli sópaði út af leiksviði sögunnar. Á okkar dögum er það borgarastétt- in, en fylgir hægri stefnu. Framfarasemi og víðsýni á hún ekki til. Sjóndeildarhring- urinn takmarkast við botninn á peningjapyngjunni. iÞessi hægristefnustétt metur . allt til peninga. Því að sá sem á peninga getur leyft sér það frelsi að Jifa eins og hann vill, hann einn getur notið allra þessa heims gæða. „Allir 'hafi sama rétt til að lifa og leita hamingjunnar", segja íhaldspiltamir í Vöku. Það var nú einmitt borgara- stéttin, sem nú er orðin. íhalds- og hægri afl, sem á Ritnefnd: Arnór Hannibalsson Einar Sverrisson Grétar Oddsson ályktun sínum tíma setti fram kjör- orðin: Frelsi, jafnrétti bræðralag. Þeim ríkjum, sem hvað hatrammast hafa barizt gagn frelsi í heiminum, er taml að kalla sig „hinn frjálsa heim“. En hvað myndu hinar þrautkúguðu nýlenduþjóðir segja við því frelsþ sem hinar frelsiselslc- andi vesturlandaþjóðir hafa rétt þeim? Þær beita nú öll- um kröftum að því að ráða niðurlögum þess skipulags, sem auðdrottnunarríki hægri- stefnunnar hafa komið á. En einmiil með því að kúga þess- ar ]:jóðir hafa svokölluð stórveldi öðlast þann auð, sem gefur þeim þann vafa- sama rétt til að kalla sig „hinn frjálsa heim“. Hann er frjáls að hlýða boði og banni auðsins. Það er það frelsi, sem hægristefnuríkin bjóða upp á. En jafnréttið? „Spar- aðu tíu dollara og leggðu þá í fyrirtæki" — sagði Roeke- feller númer eitt við ungan mann eit.t sinn. Sá ungi mað- ur hafði jú vissulega jafnan rétt til þess að sölsa undir sig jafn mikinn auð og Rockefeller. en hann hafði vissulega ekki jafna mögu- leika til þess. Hægri stefnan býður nefnilega ekki uppá jafnrétti, heldur ójafnréiti milli þeirra sem eiga auð annars vegar og þeirra sem eiga ekkert nema sinn eigin kropp —hinsvegar. Það hafa kannski allir jafnan rétt til þess að gerast forsetar í há- borg hægristefnunnar, Bandaríkjunum, en það er aðeins örlítið brot af borg- urunum, sem hafa næga pen- inga ur.dir höndum til þess að geta fikrað sig áfram upp í efstu rim metorða- stigans. Og bræðralagið? Það hafa hægri stefnu menn framkvæmt með því að myrða nokkra tugi milljóna manna í tveim heimsstyrjöld- um, og þeir framkvæma það dags daglega með barátlu sinni gegn hagsmunum vinn- andi manna hvarvetna í heiminum. Þannig má sjá, að hægri stefna getur aldrei ver- ið framfarasinnuð eða víð- sýn. Hún er afturhaldssöm og þröngsýn. Og úr því að piltarnir í Vöku eru svo hreinskilnir að viðurkenna fylgi sitt við hægri stefnu, þá ættu þeir einnig að lýsa yfir stuðningi sínum við aft- urhaldið og íhaldið á íslandi og í heiminum. A. H. Húseigendur Nýii" og gamlir miðstöðvarkatl- ar á tækifærisverði. Smíðum svala- og stigahandrið. Við- gerðir og uppsetning á olíu- kynditækjum, heimilistækjum og margs konar vélaviðgerð- ir. Ymiss konar nýsmíði. Látið fagmenn annast verkið. FLOKAGATA 6, sími 24012. Jón Guðjónsson að störfum við að .grafa fyrir hitaveitu Hraunteig. (Ljósm. Þjóðv. A. K.).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.