Þjóðviljinn - 14.04.1961, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.04.1961, Blaðsíða 1
VEÐRIÐ Í DAG Norðaustan gola, . snjóslitr—* ingur, hiti um frostmark. Happdræíti hernáins- andstæSinga Sjá 3. síðu Föstuilaguiv 14. apríl 1961 — 26. árgangur — 85. tölublað. segir Gagarin og hvefur Bandarik]a- menn fií aS sigia í kjaífar sift Juri Gagarin, fyrsti geim- farinn, hefur í Viötali við Tass-fréttastofuna gefið ná- kvæmar upplýsingar um þaö sem fyrir augu hans bar, og um líöan sína og tilfinningar í geimferðinni, Hann kvaöst hafa séö greinilega þann hluta jarö- arinnar sem dagur ríkti. Hann greindi ljóslega strandlínur meginlanda, eyjar, stórár, vantsfleti og fjöll. Þegar hann var yfir Sovétríkjunum gat hann greint milli plægðra og ó- plægðra skra á samyrkju- búunum. „Halió stzákar ■— cr nokkcS að írétfa?" l>ctta lætur enski blaða- teiknarinn JAIÍ veiðimann- inn, nýkominn af fjölium, segja við félaga 'sína í vist- arveru bandarísku geimfar- anna. Þeir eru að lesa blöð með fyrirsögnum eins og „Kommi varð á undan“ og „Félagi í geimnum“. Einn hefur einmitt verið byrjaður að skrá ævisögu sína þegar fréttin barst, og upp á skáp standa þykkar möppur með tilboðum frá llollywood, bókaforlögum, sjónvarpi, tímaritium og dagblöðum. Teikningin birtist í kvöld- blöðuin Beaverbrook-sam- steypunnar í fyiradag. Fyrir geimferðina haíði ég ekki komizt nema í 15000 m hæð í flugvél. Það er að sjálf- sögðu hægt að sjá betur til jarðar úr flugvéi. en eigi að síður var mjög gott útsýni úr geimfarinu, sagði Gagarin. Ég sá hnattlögunina á yfirborði, jarðar í fyrsta sinn. Það var ævintýralegt að sjá mörkin milli dags og nætur og þau und- ursamlegu iitbrigði sem þeim fytgja. Stjörnurnar tindra á næt- urhimninum, en markalínan er mjög mjó. Sjóndeildarhringur- urinn birtist eins . og þunnur blár þráður. Hinn blái litur himins breytist smámsaman í svart. Það er erfitt að finna orð til að lýsa þessu. Þegar ég kom yfir næturhjið jarðarinnar voru litbrigðin í sjóndeildarhringnum allt öðruvísi. Ný var hann eins ljómandi gyllt belti, sem síðan varð blár og skær bjarmi er bar við sorta geimsins. Tunglið sá ég ekki. Úti í geimnum skín sólin margfalt sterkar en á jörðunni. Stjörn- urnar sá ég vel. Þær sk.'na bjart og skært. Allir iitir eru miklu sterkari cg litamunurinn skýr- ari en á jörðu niðri. Þyngdarleysi. Gagarin sagði að sér hefði liðið ágætlega í þyngdarleysinu í geimnum. Það er miklu léttar að vinna í slíku ástandi vegna þess að hendur og fætur vega hreint ekki neitt, sagði Gagg- rin. Allt lauslegt í kringum mig tók að svífa í lausu lofti þegar þyngdarlögmálið hætti að verka. og ég sat ekki lengur i stólnum he’dur sveii fvrir ofan hann. í þessu þyngdarlausa ástandi borðaði ég og drakk alveg eins og á jörðu niðri, og ég vann mína áætluðu vinnu, — þ.e. ég skriíað niður athugasemdir um það sem skeði. Rithönd mín breyttist ekki enda þótt hand- leggurinn væri þyngdarlaus, en það var nauðsynlegt að halda East um skrifblokkina, því ann- ars vildi hún svifa út úr hönd- unum á mér. Ég hafði samband við jarðarbúa eftir ýmsum bylgjulengdum og notaði einnig ■ » • símritarann. Ég er sannfærður um að hið þyngdarlausa ástand hefur góð áhrif á hæfileika manna til vinnu. Ég komst einnig að þvl að breytingin úr þyngdarleysinu yfir í það ástand, er þyngdar- Framhald á 2. síðu. Þetla er Júrí Gagarín, Leifur heppni himingeimsins, sviphreinn, ungur maður. Moskva í Fyrsfa qeimfaranum fagnaS þar i dag Moskva 13/4 (NTB—AFP) — Tilkynnt hefur veriö í Moskvu, að Júrí Gagarin, fyrsti geimfarinn, komi til Moskvu á morgun, og er mikill viöbúnaður til aö taka á móti honum. M.a. mun Krústjoff forsætisráð-j herra og fleiri ráðherrar taka á móti Gagarin á flug- vellinum. Síðan rnunu verða hátíðahöld á Rauöa torg- inu, og veröur útvarpaö þaðan á ensku, frönsku og þýzku auk rússnesku. Lækn- isskoöun hefur leitt í ljós, aö Gagarin er viö beztu heilsu aö öllu leyti og gæti lagt upp í aðra geimferö þegar. Heillaóskaskevti streyma til Moskvu úr öll- urn heimi. í Moskvu var mikið um dýrð- ir í nótt þar sem fólk fagnáði v'sindasigrinum sem nóðist í gær, er maður fór i fyrsta sinn út í geiminn. Söngur, híátur og dans ríktu á Rauða torginu og á götum úti. í hátö’urum hljóm- aði rödd Gagarins og voru leikn- ar af segulbandi orðsendingar hans frá geimfluginu: — Ég sé vel til jarðar. — Skyggnið er gott og ég heyri vel til ykkar. — Útsýnið er ágætt og ég greini vsl landslag þótt sumstaðar séu dálitil ský. — Mér líður prýði- lega og allt gengur að óskum. Vis rdin geta allt. Hinn frægi sovézki líffræðing- ur, Nikolaj Sjukoff, segir að þessi velheppnaða geimferð sýni að vísindin séu fær um að gera hvað sem er. Við sjáum nú fram á ótrúlega sigra visindanna. Hægt verður að útrýma morgum skæðum sjúkdómuin. lengja mannsævina til muna, og nýjar nærinear- og orkulindir munu íinnast. N.'est til tunglsins? Fréttaritarar og sérfræðingar i Moskvu spá nú í ákafa um bað. hvert muni verða næsta átak Sovétmanna í geimferðum. Talið er að næsti stóri áfanginn verði að senda mannað geimfar tiJ tunglsins og láta það koma aftur til jarðar. Talið er að áð—, Framhald á 2. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.