Þjóðviljinn - 14.04.1961, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.04.1961, Blaðsíða 7
m ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 14. apríl 1961 Föstudagiu: 14. apríl 1961 /V'IT. — tl- - ÞJÓÐVILJINN — (7 þlðÐVILllNN Útseiaudi: Bamelnlngarflokkur alpýdu Sósíalistaflokkurimi. Bltstjórai- Magnús KJartansson (áb.). Magnús Torfl ólafsson, Sig- nröui Guðmundsson. - Préttarltstjórar- ívar H. Jónsson, Jón Biarnason. - Augiýsingastjóri: Guðgelr Magnússon. - Ritstjórn, afgrelSsla. auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðustfg 19. — Sími ií-aoú (5 línur). - Askriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. PrentsmiðJa t>.ióðvll.ians. m VITALIS SKRIFAR: Þeir bíða færis j Jjað er löngu vitað að Morgunblaðið kallar ekki allt ömmu sína, en skyldi ekki ýmsum í Sjálfstæðisflokknum hafa þótt hraustlega hrækt þegar þeir lásu yfirlýsingu í blaðinu í S'ær- „Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnan verið harðsnúinn andstæðingur nazisma og fasisma.<£ Hér er ekki einungis treyst á að minni manna sé ekki upp á marga fiska heldur einnig' hinu, að svo óvíða finnist gamlir árgangar af Morgunblaðinu að menn eigi óhægt með að sannreyna full- yrðingu blaðsins eða nenni ekki að hafa fyrir því að ganga niður á Landsbókasafn og fletta blöðum Sjálfstæðisfiokksins frá valdatímum þýzka nazismans eða t.d. athuga skrif og áróður flokksblaðanna þegar fásistar voru að berjast til valda á Spáni. En vilji Morgunblaðið halda til streitu þeirri full- yrðingu að Sjálfstæðisflokkurinn hafi jafnan verið harðsnú- inn andstæðingur nazisma og fasisma, skal Þjóðviljinn fús- lega rifja upp á næstunni nokkrar tilvitnanir í aðalmálgögn flokksins varðandi sannleiksgildi þeirrar staðhæfingar. JJitt er misskilningur að þeir mörgu íslendingar sem lásu daglega í blöðum Sjálfstæðisflokksins hvers konar á- róður fyrir nazismann og nazista á velmektardögum þeirrar stefnu í Evrópu, hafi gleymt því. Sjálfsagt eru enn til menn sem muna, að aðalblað. Sjálfstæðisflokksins, Morgunblaðið, tók sem staðreynd rosalegustu áróðurslygi þýzku nazistanna, að .,kommúnistar“ hefðu kveikt í þýzka rikisþingshúsinu í Berlín og ætlað það sem merki almennrar uppreisnar í land- inu. M.iög fá blöð á Vesturlöndum önnur en yfirlýst fasista- blöð létu sér sæma að taka þessa áróðurslygi Göbbels sem frétt af staðreyndum. En aðalblað Sjálfstæðisflokksins íslenzka lét sig hafa það og birti meira að segja leiðara þar sem á iiinn klunnalegasta hátt var reynt að nota hina þýzku áróðurs- lygi í stjórnmálaba.ráttu á íslandi, og tekið var að dylgja um að komið gæti til þess að tæki að loga við Austurvöll. Og upp hófust náin skipti ýmissa aðalforingja Sjálfstæðisflokks- ins og þýzku nazistastjórnarinnar, og mun minnst af þeim samskiptum enn orðið opinbert mál. TVTazistahreyfingin sem hér varð til árin eftir 1930 var af ■ ýmsum helztu foringjum Sjálfstæðisflokksins talin hluti af Sjálfstæðisflokknum. Ekki er ýkjalangt frá því að Þjóð- viljinn rifjaði upp með beinum tilvitnunum í blöð Sjálf- ■stæðisflokksins og nazistahreyfingarinnar hvernig það var eitt fyrsta verk Bjarna Benediktssonar á stjórnmálasviðinu að sameina hin opinberu nazistasamtök í Reykjavík og Sjálf- stæðisflokkinn um sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosn- ingum. Upp frá því tekur hin opinbera íslenzka nazistahreyf- ing að renna inn í Sjálfstæðisflokkinn. Og eftir því sem völd og áhrif Bjarna Benediktssonar hafa aukizt í flokknum hefur hann troðið ýmsum aðalsprautum nazistanna til sívaxandi trúnaðarstarfa í Sjálfstæðisflokknum og í þjóðfélaginu, í lít- ílli þökk mikils hluta flokksmanna, eins og dæmið sannar með jafnóvinsælan nazistapoka og Birgi Kjaran. Ósvíínast þessara aðgerða Bjarna er misnotkun hans á valdi dómsmála- ráðherra til að skipa jafnömurlega og hæfileikasnauða nazista- sprautu og Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóra í Reykjavík. í Sjálfstæðisflokknum hafa þessir nazistar, eins og Birgir Kjar- an og fylgifiskar hans, í sívaxandi mæli mótað áróður flokks- ins, og mun það hafa átt hlut að stórtapi Sjálfstæðisflokks- ins í þingkosningunum síðustu hve Bjarni tróð þá nazistavin- . um s'num fram. TTvergi hefur komið fram að nazistasprautu.r Sjálfstæðis- “ flokksins séu ekki enn sama sinnis og forðum, þó þær bíði enn meiri valda og tækifæra til að þjóna lund sinni eins ■og vilji og innræti stendur til. A.m.k. einn úr hópnum fékk þó tækifæri til að breyta áróðri í athöfn undir kúgunarstjórn nazista í Noregi, hinn náni sálufélagi Birgis Kjarans, Ólafur Pétursson. Norskir dómstólsr hafa leitt í Ijós hvernig hann neytti þess færis og engin ástæða er til að ætla að hann hafi verið annars sinnis-feða innrætis en félagar hans í nazista- hr°yfingunni íslenzku, sem enn bíða síns færis, í Sjálfstæðis- ílokknum og með flokksvél hans á valdi sínu. Laun lífvardarins Samsöngur í Kristskirkju I idökku húsi við Pósthús- stræti ríkir dauðaþögn. I kjallaranum eru gestir húss- ins. Þeim líður ekki vel og gubba af og til í kopp húss- ins, sem er jafnharðan bor- inn upp á loft. og tæmdur þar sem aðstæður leyfa. Á neðri hæðinni eru nokkrir svart- klæddir menn. Þeir tala í hálfum hljóðum. Óþekkt per- sóna í kuldaúlpu situr úli í horni og tekur vel eftir, en hinir taka ekki eftir þvi. Óþekkta persónan kinkar á- nægjulega kolli eins cg svart- stakkarnir séu að tala um eitthvað sem óþekktu persón- unni fellur vel að heyra. Skyndilega tekur úlpumaður upp merkilegan stimpil og stimplar nokkur bréf. Allt í einu kemur náfölur ungur maður ofan af lofti, kross- leggur handleggina og starir á þá svarlklæddu. Þeir stein-« þagna. Öþekkta persónan þýt- ur út. 1 einu herbergi á efri hæð- inni situr vasklegur öldung- ur. Hann er að ganga frá sunddóti, ræskir sig, hrækir og segir: Ætli þetta sé ekki orðið gott? í næsta herbergi eigrar grannur maður um gólf. Hann er fölari en ná- fölur. Skyndilega nemur hann staðar: Hvað var þetta? Hveílur ?! Hann hlustar. Nei, þetta var víst ekkert. Það er allt hljótt. Hann segir: Nú gengur þetta ekki lengur, ég verð að fá mér lífvörð. Ekki get ég neitað því, að það verð ur að vera maður, sem ég treysti. Nú gengur föli ung- lingurinn varlega inn: Þetta er allt í lagi eins og er, þeir eru ekkert að skrifa niðri! Úr herbergi öldungsins berst sjálfsánægjuleg rcdd: Ætli maður hafi það nú ekki fram- vegis eins og Grettir sjálfur! Það er nótt. Öldurnar gjálfra við gullströndina, þar sem rauðmaganum er landað. Karlarnir eru að ganga frá aflanum og veiðarfærunum. Þeir eru ánægðir. Árið 1961 reikna menn ekki með því að vera hýrudregnir. — Dular- fullri birtu mánans slær á hafflötinn. Ljós loga í húsi einu á gullströndinni. Þar inni blasir við stór mynd af skrautlegum general, sem heldur á sínu kaskeiti. Það stendur feitur maður í ú'pu fyrir utan húsið og einblíniþ ýmist á silfraða mánabraut hafsins eða skraulmynd gen- eralsins. Hann ætiar að gæg.jast inn, en þá er nætur- kyrrðin rofin og bifreið kem- ur akandi eftir gullströndinni. Lífvörðurinn er kcminn. Úlpumaður tautar: Ágætt, þetta er farið að bera árang- ur. Það glampar í tungsljós- inu á eitthvað hjá úlpumanni. Er það byssa? Nei, það er bara ljósmynúavél. Hann hverfur inn í næturhúm- ið. — Lífvörðurinn skim- ar í kring um. sig. Af stakri nákvæmni, umhyggju og trú- mennsku athugar hann um- hverfi hússins, sem passa þarf. Svo ekur hann rólega af slað. En lífvörðurinn slær ekki slöku við, Hann kemur aftur og aftur. Nótt eftir nótt og dag eftir dag gætir hann ■húsbónda síns og það svo ó- aðfinnanlega, að hann er enn á lífi. Þar kemur svo loks, að húsbóndinn vill launa sín- um trúa og dygga lífverði. Ef lífvörðurinn hefði ekki staðið svo vel í stöðu sinni, að aldrei bar út af með lif húsbóndans, þá hefði hús- bóndinn auðvitað ekki getað launað lífverðinum. En líf- vörðurinn tryggði líf hús- bónda síns. Þess vegna gat húsbóndinn rekið lífvörðinn úr starfi og sakað hann um að sitja um llf sitt (húsbónd- ans)! Og ekki nóg með það, heldur hefur húsbóndinn komið því svo fyrir, að líf- vörðurinn fyrrverandi á nú að fá útborgað á næstunni í því hinu virðulega bogglugga- húsi við Lindargötu. Hús- bóndinn mikli getur nú senn séð, hver laun lífverðinum verða greidd þar, og þetta fær húsbóndinn nú að sjá, eingöngu vegna þess, hve líf- vörðurinn gætti húsbónda síns óaðfinnanlega. Úr norðausturhorni Reykja víkur berst ferlegur hlátur, af því að þar situr hann Ger- mann karlinn í sloti sinu og hlær að hennar hátign dóms- málastjórninni á íslandi annó 1961, af því að þetta var vissulega „þaulhugsað og vel heppnað bragð" hjá honum, og hann veit nú líka, að „Fíg- aró flennist og glennir sig, en Dillimann dansar og snýst“! „Hæstiréttur hefur dæmt mig úr leik“, tuldrar úlpumaður, „þá þorir dómsmálaráðherra. ekki að taka málið upp aft- ur. Ég er Iaus í þessu máli!!“ Vitaíis. Pólýfónkórinn efndi til sam- söngs í Kristskirkju sunnu- dagskvöldið 9. þ.m. Mun þetta vera fjórði opinberi samsöngur kórsins, en hann var ekki stofnaður fyrr en haustið 1957. iKórinn hefur sífellt verið að eflast að þroska á þessu tima- bili. Jafnframt hefur söng- stjóranum, Ingólfi Guðbrands- syni, verð áð aukast áræði um verkefnaval, eftir því sem hann hefur fundið vaxandi getu söngsveitar sinnar, og að þessu sinni mun líklega mega segja, að ráðizt hafi verið í meira og örðugra verkefni en nökkru sinni fyrr. Ber í því efni fyrst að nefna mótettu (Bachs, „Jesu meine Freude“, sem þarna var höf- uðviðfangsefnið. Þó að sums- staðar brysti nokkuð á um fullkomin samtök, verður að telja undravert, hversu vel kórinn skilaði þessu vanda- sama verkefni. Raddirnar eru yfirleitt mjög hreinar og ferskar og hæfa sérstaklega vel viðfangsefnum þessarar tegundar Söngurinn var lát- laus og eðlilegur, og söng- stjóranum tókst að ná sönn- um og trúum stílblæ á flutn- ing’nn. Mjög fallega sungið var l'íka „Magnificat" (Lof- gjörð Maríu) eftir Buxtehude, sem var efst á efnisskrá. Af nokkuð öðrum toga spunnið var síðasta verkið á efnisskránni, „Dauðadans" eftir þýzka tónskáldið Hugo Distler (1908—1942), sem söngstjórinn hefur auðsjáan- lega miklar mætur á (og mjög að verðleikum), því að eftir hann hefur eitthvað verið flutt á öllum tónleikum kórsins til þessa. I þessu verki skiptist á söngur og framsögn ásamt einföldum leik nokkurra kórfélaga. Náð- ist þarna að mörgu leyti vel hinn sérkennilegi miðalda- blær, sem e'nkennir þetta langa kvæði bæði að efni og'^ formi, og var það ekki sízt að þakka gervi og framsögn Lárusar Pálssonar í hlutverki dauðans. Þennan blæ hefur tónskáldinu einmitt telcizt vel að túlka í söngþáttunum. I verkinu eftir Buxtehude naut kórinn ágætrar aðstoðar ■Gisla Magnússonar, sem lék á symbil, svo og sex ann- arra tónleikara, er léku á f:ðl- ur stórar og smáar. Ástæða er til að ljúka sér- stöku lofsorði á organleik ■Hauks Guðlaugssonar, sem flutti þarna tvö tónverk eftir Bach, fyrst „Sálmforleik“ og síðan „Tokkötu og stefju í d-moll“. Undirritaður hefur áður tekið það fram, að hann tel- ur Pólýfónkcrinn hafa sér- stöku og mikilvægu hlutverki áð gegna í íslenzku tónlistar- ’.lífi vegna þess sérstaka starfssv’ðs, sem hann hefur valið sér á vettvangi tónlist- arflutnings, og vegna þess að hann hefur sýnt sig þess um kominn að rækja það með sóma. Og þetta er auðsjáan- lega margra manna skoðun, því að kórinn mun nú vera búinn að syngja þrisvar við ihúsfylli og mun eiga eftir að endurtaka samsöng sinn ein- um tvisvar sinnum enn. B F. r.D Jón Jénsson innheimtumaður r B H © B O Hvítt: Botvinnik. Svart: Tal. 1. c4, Rf6; 2. Rc3, e5; 3. g3, c6; 4. Rf3, e4; 5. Rd4, d5; 6. cxd, Db6; 7. Rb3, cxd; 8. Bg2, a5; 9. d3, a4; 19. Be3, Db4; 11. Rd4, a3; 12. Rc2, Dxb2; 13. Bd4, Bb4; 14. Rxb4, Dxb4; 15. Bxf6, gxf; 16. O—O, Be6, 17. Hcl, Rc6; 18. dxe, dxe; 19. Rxe4, Bxa2; 20. Rd6f Kf8; 21. Rxb7, Re5; 22. Rc5, Hb8; 23. Ra6, Bb3; 24. Rxb4, Bxdl; 25. Hfxdl, Hxb4; 26. Hal, Hb2; 27. Kfl, Kg7; 28. Hxa3, Hc8; 29. Be4, He8; 30. Ha4, He7; 31. !Bf5, Hc7; 32. Hh4, h6; 33. Ha4, Hc5; 34. h3, Rc4; 35. Bd3, Re5; 36. Be4, Rc4; 37. Bd3, Re5; 38. T0 Be4, Rc4; 39. Kel, Re5; ,40. Had4, Hc3; Skákin fór í bið. 41. Hld2, Hclf 42. Hdl, Hc3; 43. f4, f5; 44. Bxf5, Rc4; 45. H4d3, Hcc2; 46. Bg4, Ha2; 47. Hb3, Kg6; 48. Kf2, Rd2; 49. He3, Rc4; 50. Hb3, R.d2; 51. He3, Rc4; 52. He8, Rd2; 53. He5, Kf6; 54. Hf5f Kg6; 55. He5, Kf6; 56. Bh5, Hc3; 57. h4, Hc4; 58. Bf3, Hcc2; 59. Bd5, Ha4; 60. Bf3, Haa2; 61. Hel, Ha4; 62. h5, Hc3; 63. Bg2, Hc2; 64. Hdl, Ha3; 65. Bdð| Ha4; 66. Kel, Hd4; 67. Bg2, Rb3; 68. Hxd4, Rxd4; 69. Kf2, Re6; 70. Be4, Hb2; 71. Hf5f Kg7; 72. Hd5, Kf6; 73. Kf3 og svartur gaf. Hafði Botvinnik þá 5Y2 vinning gegn 31/2. Flýja Ángála Fólk þrammar í Iialarófu gegnum axlarhátt hitabeltisgrasið á Ianda- mærum Angóla og Kongó. Ferðalangarnio bera fátækle,gar föggur sínar í bögglum á höfðmu og kona gefur barni sínu brjóst á göngunni. Þetta eru Angóla menn á ilótta til Kongó undan nýlenduher Portúgalsmanna í Angóla, sem fer með báli og brandi um landamærahéruðin. Fréttir eru af skornum skammti frá Angóla, en allt bendir til að Portúgalsstjórn hyggist drekkja uppreisn imiborinna manna í blóði. I dag fer fram — frá Kap- eilunni í Fossvogi — útför Jóns Jónssonar, innheimtu- manns. Jón Jónsson andaðist 8. þ. m. á dvalarheimili aldraðra sjómanna, Hrafnistu, en þar hafði hann ásamt. eiginkonu sinni verið til húsa um nokk- ur unlanfarin ár. Jóu Jónsson var fæddur 7. júlí 1886 að Hrafnstaðakoti í Svarfaðardal. Þar ólst hann uyp við skilyrði eins og þá tiðkuðust hjá efnalitlum en dugmiklu foreldri. Ungur að árum hóf hann sjómennsku cg varð snemma formaður á bát. Um þrettán ára bil stundaði hann sjóinn frá Bolungarvík við Isafjarðardjúp. Þar kynnt- ist hann eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Angantýsdótt- ur, ættaðri af Snæfjalla- strönd, hinni ágætustu konu. Þau gengu í hjónaband árið 1910. Á árinu 1924 fluttu þau hjónin búferlum til Akureyr- ar og dvöldu þar um tíu ára skeið, eða þar til þau flutt- ust. hingað til Reykjavíkur. Skömmu eftir komu sína til Akureyrar varð Jón að láta af sjómennsku sakir van- heilsu. Eftir það stundaði Jón margskonar störf þar nyrðra, var um skeið útgerðarmaður, ennfremur síldarmatsmaður um árabil. Hér í Reykjavík lagði Jóni fyrir sig innheimtustörf allt þar til heilsan brást með öllu fyrir um það bil fimm árum síðan. Jón Jónsson var gegn mað- ur í bezta lagi. Hann var einkar vel gefinn, duglegur maður, réttsýnn og samvizku- samur svo að af bar. Hvar- vetna ávanu hann sér því hið mesta traust. Þau hjónin eignuðust tvö börn: Guðrúnu, fædd 17. apríl 1911, og Jón, fæddan 7. Framh. á in siðj Stórkostleg not að 12 mílna landhelginni iiiiiimmMiiiiiiMiiiiiiiiiiiNiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmm mmmmmmmmmimmmimmimmmimmmmimiimm Morgunblaðið fullyrðir með nokkurra daga fresti að nú séu allir búnir að sæíta sig við aðgerðir Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðu- Karl Guðjónsson flokksi.ns í f(andhe’) 'pmál- inu, nú sjái það allir að rétt var sem stjórnarflokkarnir ■eða réttara sagt ráðherrarn- ir sögðu, að með þeirri af- greiðslu sem meirihluti Al- þingis hafði á þeim málum hafi íslenzka þjóðin unnið stórsigur! ★ Að vísu trúir Morgunblað- ið á mátt endurtekninga- anna, en sama er hversu oft blaðið endurtekur full- yrðingu sína um að svikin í landhelgismálinu séu „stór- sigur“ fyrir Islendinga, þá breytist ekki eðíi þess ljóla verks að hleypa ránsflota Breta inn í tólf mílna land- helgina og semja af íslend- ingum réttinn til einhliða stækkunar landhelginnar- framvegis. í því máli er það eitt huggun fslendingum að stjórnmálaflokkar, sem höfðu við síðustu kosningar nær helming þjóðarinnar að baki sér og hafa nú áreið- anlega meirihlutafylgi kjós- enda, hafa lýst yfir að þeir telji ríkisstjórnina, Sjálf- stæðisflokkinn og Alþýðu- flokkinn ekki hafa haft heimild til að gera samning- inn og muni ekki viður- kenna hann. Og iþað munu stjórnarflokkarnir fá að reyna næst þegar kosið verður til Alþingis, að þeir verða margir kjósendur þessara flokka sem þá nota tækifærið til að launa þeim svikin í landhelgismálinu. ★ íslendingar höfðu unnið algeran sigur með tólf mílna landhelgina. Þeir þurftu ekki að kaupa neitt af brezku ofbeldismönnun- um. í umræðunum á Alþingi þar sem stjórnarflokkarnir áttu raunvenilega engavörn fjTÍr verknaði sínum, minnti Karl Guðjónsson rækilega á þá staðreyndi. Hannsagði þá m.a.: „Segja má að vísu að ís’endingar hafi ekki notið þessarar Jandhelgi al- veg óskorað. Bretar hófu hér ránsskap undir vernd herskipa sinna. og fallbyssu- kjafta í landhelginni okkar, en þeim varð svo furðulega lítið ágengt að segia má að árangurinn hafi ekki orðið meiri og stórkostlegri en ef risa tækist að rota flugu. Þeir gájtu aldrei hersetið samtimis nema örlitla bletti af landhelgisstækkunimn. — Gizkað hefur verið á að stærstu reitirnir, sem þeir gátu ráðið yfir hverju sinni hafi máski nuimð um 2000 ferkílómetrum. En ef við lítum til þess, hvað íslend- ingar drógu úr sjó áður en landhelgisstækkunin varð og hvað þeir hafa fengið úr sjó eftir að landhelgin stækkaði þá skulum við líta á tvö ár: • Árið 1957' er síðasta heila árið áður; en landhelgin stækkaði í: tólf mílur. Það ár varð hefldarafli ísl. skipa 436 þiisund tonn. Árið eft- ir stækkun; landhelginnar í tólf mílur, Í.959, fyrsta heila árið sem íslenúingar veiddu í tólf mílha landhelginni, veiddu íslénzku fiskiskipin afla úr sjó sem samtals nam 564 þúsund tonnum. Heildarafli Islendinga á þessum tveimur árum, frá 1957 til 1959 óx um 156 þúsurd tonn, en það er á milli 29 og 30%. Það væri því rangt að scgja að ísl. þjóðarbúinu hefði ekki á- skotnazt gcður búhnykkur þegar tólf mílna landhelgin var samþykkt. Og verðmæti þjóðarframleiðslu íslendinga vex á árunum 1958 og 1959 um 13,2%, en það er með mestu aukningu sem þekkist í þjóðarframleiðslu um ára- bil. Þetta gat lierskipafloti Breta ekki hindrað. Hann gat ekki hindrað að fiskafli Islendinga óx um 29—30% og verðmæti íslenzkrar þjóðarframleiðslu óx ásama tíma um 13,2%. Þá vant- aði ekki viljann til að her- setja íslenzka landhelgi, en svo óverulegt varð það sem þeim varð ágengt, að þrátt fyrir ránsveiðar þeirra hér við land náðu íslendingar þeim árangri sem hér var lýst“. ★ Síðar í ræðu sinni sagði Karl m.a.: „®g hef sýnt hér fram á að hér er í raun- inni um það að ræða að horfið hefur verið frá tólf mílna landhelginni. Hún, hef- ur verið gerð að sex mílna landhelgi umhverfis landið úti fyrir þremur landsfjórð- ungum, sunnan lands. aust- anlands cg norðanlands. Og vestánlards fá Bretar skörð inn í landhelgi okkar sem þeir mega hagnýta sér á þremur þeim stöðum sem þeir telja sér mikilvægasta. Hér er því ekkert smáræði sem af hendi er látið af Is- lands hálfu, og ríkisstjórnin er m.a. að reyna að rétt- læta það með því að Bret- ar viðurkenni grunnlínu- breytingar sem við eigum að alþjóðalögum. Hefur verið margrakið hér á Al- þingi og annars staðar, að hér eru Bretar að komast að |:eim kjarakaupum við Islendinga a.ð þeir borga með eign íslendinga sjálfra Islendingar eiga Selvogs- banka, Faxaflóa, Húnaflóo og Bakkaf jai'ðarflóa en ekki Bretar, enda þótt Bretum eigi nú að haldast það uppi að mati Ekisstjórnarinnar að láta sjávarspilúur af þessum flóum til yfirráða Islendingum sem greiðslu fyrir að fá að vaða inn í tólf niílna landhalgina“. Karl Guðjónsson Boráttcm usn landhelgina áÍHltllHiilltÍltifittHltiiillfliIfiiilitlflílliíiílitiiiilllíiiiliiíitÍiliiÍHliiiHSiiÍiiitiíníiíiÍiíiÍifiiíitiíííiiiiiiiiíiiiííiíiii

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.