Þjóðviljinn - 16.05.1961, Síða 4

Þjóðviljinn - 16.05.1961, Síða 4
•4' ' f[) _ ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagiir 16. maí 1961 Af innlendum veftvangi Norðurlandssíldveiðamar Hundruðum milljóna er kastað á glæ árlega vegna rangrar hagnýt- ingar Norðurlands- síldar Við höfum nú búið við lé- legar síldarvertíðir fyrir Norð- urlandi á annan áratug, og þó að aflaleysi sé slæmt þá er þó ráðleysið sem einkennt hefur þetta tímabil við hag- nýtingu á síldinni hálfu verra. Norðurlandssíldin er það langdýrmætasta hráefni sem við íslendihgar eigum völ á, og ef s'ildaraflinn væri hag- nýttur til matvæíaframleiðslu að langstærsta hluta. er.->s og gæði síldarinnar gefa tilefni til, þá þyrftum v5ð ekki að búa við riein gialdeyrisvand- Tíeði til eins eða neins. Það jaðrar við glæp. þeaar fyrsta flokks Norðanlrndssíld til matvælaframleiðslu er sett í bræðslu til mjöl- og lýsis- vinnslu. Og þó hefur þétta endurtekið sig ár eftir ár og það á svokölluðum síldarleys- issumrum. Þetta er verra heldur en búskaparlag og ráð- leyrsi Bakkabræðra eins og frá því hefur verið greint í sögum. Það er ekki einu sinni svo vel, að síldarlýsið hafi verið fullunnið í landinu sem hrá- efni til iðnaðarframleiðslu, heldur er það selt úr landi óhert og hálfunnið eins og það Ieggur sig. Það er eins með síldarlýsið^ það getur ver- ið undirstaða niargvíslegs iðnaðar, þegar búið er að herða það svo sem sápufram- leiðslu, plastframleiðslu og fleira. Ef örlítið brot úr ráð- deild væri ríkjandi í þjóðar- framleiðslunni, þá væru þessi mál tekin föstum. skipulögð- um tökum, af framkvæmda- s og bankavaldinu og ýtt urdir að hafizt væri handa á þann hátt að kapitulaskipti mætti kalla í framleiðsluháttum á Islandi. Það er þetta sem okk- ur vantar, að þora að standa uppréttur á tveimur fótum í framleiðslumálunum. En án sh’kra aðgerða verðum við aldrei sjálfum okkur nógir sem þjóð, og verðum dæmdir til að ganga með betlistaf í hendi og því skal nú breyta til. Norðurlandssíld í neyt- endapakningum Við verðum að gera ráð- stafanir til þess, að við liag- nýtingu og sölu síldarinnar verði breytt um stefnu. Á meðan afhnn er ekki meiri- en að undanförm eigum við ekki að setja aðra Norðurlandssíld 'i mjöl- og lýsisvinnslu en þá allra lélegustu og svo síld sem er orðin of gömul til mat- vælaframleiðslu þegar hún kemur að lardi. En í því sam- bandi vil ég segja þetta: Góðri og vel feitri síld eig- um við bjarga frá bræðslun- um eftir föngum, og væri ein leið til þess sú að kæla síld- ina niður með skelís strax á síldarmiðunum. Þá hafa er- lendir síldveiðimenn oft bjarg- að feitri og góðri síld frá skemmdum hér á Islandsmið- um með því að moka henni í tunnur og spækla síðan. Síld- in ver sig þá skemmdum í pæklinum, þar til tækifæri kemur til að vinna hana ,á fyrirhugaðan hátt. Aðalatriði þessa máls er, að hér verði breytt um stefnu í þessari framleiðslu, og nýir og betri framleiðsluhættir uppteknir. Að sjálfsögðu höld- um við þeim verkunaraðferð- um sem nú eru að einhverju leyti. En við verðum að fjölga verkunaraðferðunum, og koma þá til greina ýmsar sérverk- unaraðferðir sem kunnar eru meðal síldariðnaðarþjóða, en hafa ekki verið reyndar hér á lar.di við framleiðslu á síld. Þegar þessi grundvöllur er fenginn, þá eigum við að taka helming síldaraflans og full- vinna hann í neytendapakn- ingár í verksmiðjum sem kom- ið væri á fót á Norðurlandi. Við gætum lika byrjað í smærri st'il, því aðalatriðið er að þessu- verði hrur.dið af stað. Síðan mætti svo auka þessa framleiðslu, þar til stærsti hluti aflans væri þann- ig unninn. Þegar ég tala um verksmiðjur þá á ég hér við niðurlagningarverksmiðju. Síðar gætum við svo eða jafn- hliða bætt við niðursuðu þar sem tilbúnir væru ýmsir rétt- ir úr síldinni nýrri. Með til- komu sildg’-Llökunarvélanna hefur fengizt ákjósanlegur grundvöllur fyrii' slíkan verk- smiðjurekstur. Þetta er framtíðin í íslenzk- um síldariðnaði, og ef allir mcguleikar verða notaðir sem þarna eru fyrir hendi, þá mun gjaldeyririnri streyma inn 'i landið, frá iðnaðarþjóðum sem skortir slík matvæli. Það þýð- ir ekki að einblína á tærnar á sjálfum sér, en þora ekki að líta upp og fram á veg- inn. „Þetta land, á ærinn auð“, ef menn kunna að nota hann“. Þegar nú fólkið á Norður- lanclí', ’ svo ' sem Sigíúfirði, Raufarhöfn og fleiri stöðum, skortir verkefni að vetrinum svo næg atvinna sé fyrir hendi, þá má líkja því ástandi við það, þegar forfeður okkar bjuggu við myrkur og grútar- lampa á meðan aflgjafirm sem gat skapað Ijós og yi rann áfram óbeizlaður við bæjar- vegginn. Sú var afsökun þá, að getuleysið og tækniskorturinn sátu hér í valdastólum. En nú þarf hvorki að skorta tækni né fé til iðnaðarbylt- ingar í síldarframleiðslunni, ef a'ðeins viljinn og vitið þekkir sinn vitjunartíma, og því á að hefjast handa í þess- nm málum. Sérþekking og síld- arleiíaríæki Á meðan menn studdust að- eins við sjón sína og glögga Framhald á 10 síðu. Vinna á sjldarsöltun irplani á Raufarhöfn. liiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiitituii! miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiigiiiiiiiiiiiiiiiiiniii iiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiitiiuiiiiiiiiiiTniiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiitiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini Dökk hlið mannlegra samskipía hér í bæ — lægð- arsvæði í íslenzku hversdagslííi — er reykvísk- ur húseigandi skrímsli í mannsmynd — hver ber sökina — börnum kastað á spjótsoddum — lítil saga aí frúnni og nýgifta manninum. Ein af dekkstu hliðum mannlegra samskipta hér í tæ er framkoma svokallaðra húseigenda gagnvart fólki, sem þarf að sækja undir þá með leiguhúsnæði. Mér hefur alltaf fundist furðulegt, hvað þessi mann- tegund fær að vaða uppi á- tölulaust í hroka sínum og sjálfbirgingshætti þeirrar fullnægju að eiga fastan stöpul í tilverunni. En þetta erfiða takmark að ger- ast reykvískur húseigandi réttlætir ekki þá framkomu að menn geti hagað sér eins og villidýr merkurinnar i sið- uðu umhverfi. Ekkert lægðar- svæði í íslenzku hversdags- l’fi er eins miskunnarlaust, ómanneskjulegt og grimmd- arfullt með jafn sjálfsagðan hlut og þak yfir höfuðið og skýli fyrir vatni og vindum óstöðugrar veðráttu. Það er auðvitað hálfsögð saga að skella skuldinni á húseigendur, sem eru aðeins leikbrúður á þessu grimmd- arfulla leiksviði. En hver er sá Mefistofeles, sem kippir í spottana á bak við tjöldin og stjórnar sam- kvæmt eðli sínu og hugarfari þessum ljóta leik. Er það íhaldsmeirihluti bæjarstjórnar? Hén situr nefnilega pen- ingavaldið í hásæti og rakar hvergí jafn stórum hluta til sín af verðmætasköpun vinnandi fólks. Hér logar glatt eldur rógmálmsins og hér fitna vaxtapúkar auð- magnsins bezt og dafna að líkum. En við þekkjum fulltrúa þesg ®g hvernisj' skipulega hefur verið unnið að mótun þessa ástands. svo að gróða- hvöt peningavaldsins njóti sín sem bezt. Þessa daga er nokkurskon- ar hátindur þess tímabils, þegar fólk skiptir um leigu- húsnæði og er andrúmsloft borgarinnar mettað af eins- konar grimmdaræði þess sið- ferðisstigs, þar sem börnum er kastað á spjótsoddum. Nú skammast sín ^allir fyr- ir að eiga börn og það er uppi allsherjarfeluleikur með ungviðið, því að þetta fyrir- bæri, sem kallast reykvískur húseigandi umhverfist og bólgnar út af heift, ef hann finnur lykt af barni í mílu- fjarlægð. Það er mikið á sig Iagt að eignast hús, ef menn fórna svona manneskjunni í sjálfri sér og breytast í skrímsli eins og í hryllingskvikmynd. . En þetta sjónarmið fær að vaða uppi átölulaust og þyk- ir sjálfsagður hlutur. Einn kunningi minn sagði mér írá símtaii, sem þann átti við frú fyrir nokkrum dögum. Mörg símtöl eru í þessum anda þessa dagana og lýsir siðblindu ástandsins. Þessi kunningi minn er ný- giftur og konan á von á sér á næstunni og hafa þau hug á hreiðurgerð á þessu vori. Hann hringdi samkvæmt auglýsingu, þar sem húsnæði “r boðið til leigu. Símtalið fór fram sem hér segir: „Þér bjóðið tveggjaher- bergja íbúð til leigu?“ „Jú, — það er hér.“ „Hvað á íbúðin að kosta og hverjir eru greiðsluskilmál- ar?“ .„Okkur hjónunum hefur dottið í hug að leigja hana fyrir tvö þúsund kró'nur á mánuði. Fyrirframgreiðsla í eitt ár. Það eru tuttugu og fjórar þúsundir á borðið. Það má ekki gefa það upp til skatts.“ „Þetta er dýrt hjá yður.“ „Ja, •— hérna, — hvað er- uð þér að segja. Þetta er eins og gengur og gerist hér í bænum. Hvað gerið þér ungi mað- ur?“ „Ég er skrifstofumaður að atvinnu.“ „Æi, — guði sé lof, — ég þoli ekki skituga verkamenn. Það má ekki sóða íbúðina út. „Eruð þér giftur ungi mað- ur?“ „Svo á það að heita.“ „Eigið þér börn?“ „Hvað með það?“ „Ég leigi ekki barnafólki. Ég þoli ekki börn. Þau skemma íbúðina." „Segið mér eitt, frú mín. Þurfum við hjónin að sækja undir yður, hvort við sofum saman i þessari dýr- indis íbúð?“ „Þér eruð ósvífinn, urigi maður.“ „En það geta komið börn undir slíkum kringumstæð- um. Er það óannað í þessu húsaskjóli yðar?“ „Ég á nú ekki eitt einasta orð.“ „Myndi vera hægt að fá leyfi tvisvar í viku?“ En nú skellti frúin tólinu allhastarlega og ekki varð meira úr þessum viðskiptum. Það ep ekki náðinni fyrir að fara. iiiiiiiiiiiHUiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimimiimiiiimiiimiiNimimiiiimiiimiimiiiiiiiiiiiiimimiiiimmiiii

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.