Þjóðviljinn - 16.05.1961, Blaðsíða 6
Ife) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagiir 16. maí 1961
guóÐviy
l&tgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — # Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar:
Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. -
Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir
Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19.
Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluverð kr. 3.00.
Prentsmiöja Þjóðviljans h.f.
Verndarbandalag
kúgaranna
JjVns og þeim er kunnugt, sem einungis lesa málgögn Atlanz- !
hafsbandalagsins hér á landi, er það bandalag þar talið j
fremsta vígi lýðræðis og frelsis í vondum heimi. Morgun- j
blaðið, Alþýðublaðið og Tíminn telja Atlanzhafsbandalagið
til þess stofnað og til þess viðhaldið að verja mannhelgi j
og manngöfgi, varðveita rétt smælingja og smáþjóða fyrir !
ósvífnum aðilum sem ekkert vilja frekar en afnema allar j
þessar fögru hugsjónir, leggja undir sig smáríki, breyta til j
um ríkisstjórnir og stjómarfar í minnimáttar ríkjum. Og ^
sá var t.'minn að agent Atlanzhafsbandalagsins á íslandi j
númer eitt, Bjarni Benediktsson, hélt því blákalt fram á' !
Alþingi, að svo göfug væru þau ríki sem sameinuðust í j
Atlanzhafsbandalaginu, að óhugsandi væri að nokkurt þeirra ;
legði út í árásarstrlð.
JJeynslan af Atlanzhafsbandalaginu hefur gert allar slíkar
fullyrðingar forvigismanna þess að öfugmælum og firr-
um. Hvert af öðru hafa ríki Atlanzhafsbandalagsins steypt
þjóðum út í svívirðileg nýlendustríð og hafið árásarstríð á
þjóðir og r'ki sem þau hafa talið minnimáttar. Og vart þarf
að efast um að þar hefðu úrslit orðið önnur og verri ef
árásarríkin hefðu þorað að halda árásunum til streitu, ef
þau hefðu ekki beinlínis óttazt að þau yrðu sjálf látin
gialda þess ef þau legðu undir sig riki eins og Egyptaland,
Kúbu og fleiri lönd, sem slíkar árásir hafa verið gerðar á.
T>að hefur verið lærdómsríkt þjóðum Evrópu að sjá heri
Atlanzhafsbandalagsins, þessa bandalags frelsis og smáþjóða-
verndar, sett undir stjórn fyrrverandi nazistahershöfðingja.
Sjálfsagt ætlast þeir sem það gera til þess, að þjóðir Evrópu
hafi gleymt ógnunum sem nazisminn leiddi yfir Evrópu
og því loforði sigurvegaranna í stríðslok að hann skyldi upp-
rættur. Atlanzhafsbandalagið stendur nú uppvíst og afhjúp-
að sem grímulaus yfirdrottnunarklíka auðvalds Bandaríkj-
anna og nýlendukúgaranna í Evrópu. Hver sem ber saman rök-
semdir andstæðinga Atlanzhafsbandalagsins og inngöngu ís-
lands í það frá árinu 1949 og svo þær röksemdir sem for-
vigismenn bandalagsins og þátttöku íslands beittu, mun sann-
færast um hvorir sáu skýrar, hvorir skildu betur eðli þessa
bándalags, eins og það er nú orðið augljóst hverjum sem
byggja vill mat sitt á staðreyndum.
Ijað hefur ekkert truflað trú Morgunblaðsins, Alþýðublaðs-
ins eða Timans á Atlanzhafsbandalaginu sem vemdara
vestræns lýðræðis og frelsis að innan þess hafa verið og
em ríki sem stjórnað er með fasistískri grimmdarstjórn, svo
sém Portúgal, Tyrkland og Grikkland. Einmitt nú undan-
farnar vikur hefur athygli heimsins beinzt að fasistastjórn
Portúgals. Sú stjórn hefur háð hið svívirðilegasta nýlendu-
og kúgunarstríð gegn íbúum Afríkulandsins Angóla og fleiri
nýlendum Portúgals. Heimaþjóðin er ein hin langkúgaðasta
og fátækasta þjóð í Evrópu, þar sem núverandi valdhafar
og forvígismenn Atlanzhafsbandalagsins hafa þurrkað út ein-
földustu og sjálfsögðustu mannréttindi og lýðræðisréttindi.
f»að gæti raunar bent til eins konar samvizkubits hjá hallel-
r újamönnum Atlanzhafsbandalagsins á fslandi, að einmitt
þessar vikur, sem heimurinn hefur fyllzt skelfingu og við-
bjóði af fréttum frá Angóla um grimmdarverk hinna portúg-
ölsku stjórnarvalda gegn íbúum landsins (sem ekki hafa
annað til saka unnið en vilja eins og íslendingar forðum
varpa af sér kúgunaroki erlendrar nýlendustjórnar), hefur
einn legáti Nató verið sendur í ríkisútvarpið með erindaflokk
um það hve sælt sé að vera fátækur í Portúgal, enda sjái
fátæklingarnir þar jómfrú Mariu i skýjum himinsins og
bæti sér læknisleysið með kraftaverkalækningum! En hið
örsnauða, kúgaða fólk í Portúgal berst einnig fyrir frelsi
sínu, engu siður en fólkið í Angóla, enda þótt Atlanzhafs-
bandalagið, grátt fyrir járnum, styðji með öllum hugsanleg-
um ráðum kúgara fólksins, fasistastjórnina í Lissabon.
Orðsending til ROBERTS
L. DENNISONS aðmíráls
Þegar mannkynið reis af
stigi villtra dýra og greind-
ist frá þeim sökum þekking-
ar sinnar og kunnáttu, eink-;>
um í notkun elds, var sú að-þ
greining ekki skýr í fyrstu.|
Síðan hefur maðurinn meðf
ív
vaxandi þekkingu sifellt ver-y
ið að komast nær því stigi
að vera réttnefndur homo
sapiens. Einn aðalþroskuldur-
inn á vegi slikrar þróunar
hefur verið hin undarlega
árátta nlannanna að berjast,
fyrst maður gegn manni, ætt-
flokkur gegn ættflokki, þjóð
gegn þjóð og nú siðast
heimskerfi gegn heimskerfi.-
Eldurinn hefur alltaf verið
þarfur þjónn, en harður hús-i
bóndi. Og í framtíðinni mu if,
atómeldurinn annaðhvort
færa mannkyninu hamingju
eða glötun, annaðhvort gera
manninn varanlega homo
sapiens eða vanskapaða líf-
veru, sem mun standa langt
að baki villidýrum merkur-
innar. í framtíðinni mun
spurningin verða: að vera til
eða vera ekki til. Við íslend-
ingar höfum' svarað þeirri
spurningu fyrirfram: Við
viljum vera til. Við höfum
fyrir löngu lært, að vopn eru
til einskis gagns og breytt
þeim í nytsöm tæki í lífsbar-
áttu okkar. I gamla daga
glataði íslenzka þjóðin sjálf-
stæði sínu og frelsi vegna,
ofnotkunar á vopnum. En við
unnum aftur sjálfstæði okk-
ar án þess, að beita vopnum,
við háðum sjálfstæðisbaráttu
Grísir gjalda ...
Emil Jónsson ráðherra lét
ríkisútvarpið flytja , okkur
landsfólkinu mánud. 8. maí
all undarlega tilkynningu eða
tilmæli. Tilefni henhar var
eftirfarandi, eftir því sem
blaðið Tíminn skýrir frá —
því Alþýðublaðið les enginn
hér um slóðir.
„Sendiherra Sovétríkjanna,
herra Alexander M. Alexand-
rov, gekk í dag á fund Emils
Jónssonar, ráðherra, sem
gegnir störfum utanríkisráð-
herra í fjarveru Guðnnmdar
1. Guðmundssonar, og bar
fram mótmæli vegna atburð-
anna \ið sendiráð Sovétríkj-
arnia að kvöldi simnudagsins
7. maí.
Emil Jónsson Iýsti því þeg-
ar yfir, að hann og ríkis-
stjórnin öll harmaði það, sem
gerzt hafði“.
Það, sem gerzt hafði skilst
okkur — eftir frásögn sjón-
arvötta og bæjarblaða -r-
var þetta:
Starfsmenn við sum stuðnr
ingsblöð ríkisstjórnarinnar, á,-
samt einhverjum heimdell-
ingum höfðu safnað að sér
strákahóp í því skyni að
hleypa upp og eyðileggja.
útifund hernámsandstæðinga.
IHafði lýður þessi slík ólæti
í frammi, að lögreglan varð
að taka nokkra forsprakka
fasta, m.a. blaðamenn frá
stuðningsblöðum ríkisstjórn-
arinnar.
Svo kemur hér niðurlagið
á tilkynningu Emils Jónsson-
ar.
„Ríkisstjórnin vill eindreg-
ið brýna íyrir fólki að gæta
þess að óvirða ekki fulltrúa
erlendra ríkja hér á landi
með því að stofna til aðgerða
sl'fcra sem þeirra, er hér hafa
átt sér stað.
(Frá utanríldsráðim.).“
Ekki er okkur hér úti á
landsbygððinni vel ljóst, hvað
ríkisstjómin er að fara með
þessu. Heldur hún að fólkið
í landinu hafi einhverja til-
hneigingu til að „óvirða full-
trúa erlendra rikja“ ?
Er hér verið að gefa það
í skyn, að fólkið í landinu
sitji yfirleitt um færi til að
haga sér eins og skríll, ráð-
ast á vamarlausar konur með
grjótkasti inn um glugga og
líflátshótunum og óvirða er-
lenda sendiherra með öskmm
og grjótburði, svo spjöll
verða af.
Þvílík aðdróttun þykir
okkur álíka gáfuleg og hátt-
vís sem framferði þessara
Vísis- og heimdallarpilta —
stuðningsmanna ráðherranna.
Við sjáum Morgunbl. hér
í sveitinni. Þar er reynt
koma sökunum yfir á óvita-
börn, en fela heirrutellingana
að baki þeirra. Fer þar sam-
an karlmennska og dreng-
skapur sem vænta mátti.
Það er engu likara en rik-
isstjómin sé með tilkynningu
Emils og tilmælum að læða
því inn í hugskot. einhverra,
að fólkið, þ.e. almenningur
á Islandi gangi með hugarfar
skrílmenna, en ráðherrarnir
biðja okkur nú fyrir alla
muni að láta ekki slíkt hug-
arfar brjótast út í purkunar-
lausum verknaði, m.a. ekki
gegn „fulltrúum erlendra
rikja“.
Við hér í sveit — og ég
vænti hver heiðarlegur
maður í landinu — tökum
þetta sem heimskulega og ó-
sæmilega aðdróttun í garð
alþýðunnar í landinu og þjóð-
arinnar yfirleitt.
Hitt er sýnilegt, ríkisstjórn-
inni mun full þörf á að gefa
nánar gaum að sínu liði í
innstu her'búðunum. Hún og
málgögn hennar virðast ekki
vera rétt hollir uppalendur.
Þar sannast víst berlega
spakmælið forna: Grísir
gjalda, en gömul svin valda.
Sveitamaður.
okkar með fjöðurstaf og
penna og við unnum, af því
að við trúðum á mátt orða —
mátt sannleikans og löghelg-
innar, rétt hverrar þjóðar itil
að lifa í friði. Við höfum, al-
drei haft neinn her og vilj-
um ekki hafa, og við lýstum
yfir hlutleysi lands vors, þeg-
ar við öðluðumst aftur sjálf-
stæði árið 1918.
Því miður eru enn nokkrir
menn hér á íslandi haldnir
þeirri blekkingu, að mannleg
vandamál sé hægt. að leysa
með vopnum. Og þvi miður
er stjcrn landsins í höndum
slíkra manna. En þeir eru að
byrja að sjá villu síns vegar,
og ef þeir sjá ‘hana ekki,
munu þeir verða látnir sjá
hana í næstu kesningum til
Alþingis.
Þar sem þér, herra Robert
L. Dennison, virðist einnig
haliinn þeirri blekkingu, að
mannleg vandamál sé hægt
að leysa með nútíma vopnum
og þér þjónið undir sölumenn
dauðans, finnst mér það
skylda mín að láta yður vita,
að þér eruð ekki velkominn
til lands vors þessu sinni.
Hinsvegar mundi það verða
okkur mikil ánægja, ef þér
tækjuð höndúm saman við þá
— bæði í yðar landi og öllum
löndum heims — sem vilja
nota hinn dásamlega ávöxt,
vísindanna eingöngu í þágu
lífsins. Þjóðir heims verða
að leggja niður vopn og
beita í staðinn allri orku sinni
lil að leysa mannleg vanda-
mál með aðstoð nútíma vís-
inda. Þegar þér komið næst
til lands vors, vona ég að þér
verðið búnir að skipta úm
föt og komið aðeins sem
maður, og við munum bjóða
yður velkominn. Við munum
sýna yður fegurð lariís vors
og barna vorra, auðlegð ja'rð-
ar vorrar og fiskimiða, ham-
ingju þjóðar vorrar að frið-
sömu starfi. Þetta viljum við
að haldist, en brenni ekki í
atómeldi.
Helgi J. Halldórsson.
uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiniii)
1 Kýir miðor, |
| aukin gœði |
E Á laugardaginn tóku menn =
5 eftir því að nýir og smekk- =
E legir miðar prýddu flösk- =
S urnar hjá áfengisverzlun- =
5; inni, þ.e.a.s. bitterbrennt- =
= vín og hvannarótabrenni- =
s vín, en nýir núðar koma s
s einnig á brennivín og óka- =
= víti á næstunni. Gæði víns- =
= ins hefur einnig aukizt, =
= þar sem nú hefur verið =
= tekið á leigu stórt húsnæði =
= til að geyma flöskur og er =
= íslenzka vínið, sem er á =
= boðstólum, nokkurra mán- =
= aða gamalt. =
(llTllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllF