Þjóðviljinn - 16.05.1961, Blaðsíða 12
Vestur-þýzkt
skóiaskip í
hðimsókn
Eins og áður hefur verið
skýrt frá, er vesturþýzkt
skólaskip, seglskipið Gorch
Fock, væntanlegl hingað til
Reykjavíkur í fyrramálið,
17. maí. Mun skipið leggjast
að Ingólfsgarði og liggja
þar fram yfir hvítasunnu.
Gorch Fock er barkskip,
smiðað 1958, 81 metralangt,
12 metra. breitt og ristir 4,8
m. Áhöfnin er 254 menn.
Skipherrann heitir Wolf-
gang Erhardt, 54 ára að
aldri.
Gorch Foek er í sjöttu
utanlandsferð sinni. Héðan
■'T>.
»
fer skipið til St. Malo í
Frakklandi og þaðan til Kiel
í lok næsta mánaðar. —
Þetta er í annað skipti sem
skólaskip frá Sambandslýð-
veldinu Þýzkalandi kemur í
heimsókn hingað. I fyrra
kom skólaskipið Hipper til
Reykjavíkur.
— Myndin: Skólaskipið
Gorch Fock á siglingu fyrir
fullum seglum.
Þing A.S.N. ályktar að knýja
verði fram kjarabœtur i vor
Akureyri, mánucLaginn 15. maí.
Al'þýðusamband Norðurlands hélt 7. þing sitt á Akur-
eyri um sl. helgi. Var það sett kl. 4 á laugardag í Ás-
garði. Flutti forseti félagsins, Tryggyi Helgason, setning-
ítrræðu og skýrslu sambandsstjórnar frá því síðasta þing
var haldið.
Þingforsetar voru kjörin Gunn-
ar Jóhannsson Siglufirði og Þor-
gerður Þórðardóttir Húsavik en
ritarar Albert Jóhannesson
Húsav'k og Kolbeinn Friðbjörns-
son Siglufirði. Þingið sóttu 34
’fulitrúar frá 15 sambandsfélög-
v.m og einnig sat þingið i'orseti
Alþýðusambands íslands, Hanni-j
f)al Valdimarsson. Nokkrir full-
trúar komust ekki til þings sak-
ir samgönguörðugleika.
í upphafi þingsins voru tekin
i sambandið þrjú félög. er sótt
liöíðu um inntöku frá því síðasta
þing var hajdið. Voru það verka-
kvennaféiögin Orka á Raufar-
höfn, Aidan á Sauðárkróki og
kom það fram. að fulltrúarnir
töldu óhjákvæmilegt, að knúð-
ar yrðu fram kjarabætur á
þessu vori og var iögð áherzla á.
að íélögin hefðu sem nánast
samstarf með sér um allar að-
gerðir í þeim efnum. m. a. ef
gripa yrði til verklallsaðgerða.
Uppiýst var, að 2 félög á sam-
bandssvæðinu hafa þegar boðað
verkfall til að reka á eftir kröf-
um sinum, og fleiri hafa ákveð-
ið að gera það á næstunni. ef
samningar ekki takast án þess.
Auk áðurgreindra ályktana
voru gerðar ýmsar samþykktir
um landhelgismálið og her-
stöðvamálið og ennfremur sam-
þykktar ýmsar tillögur um
smærri mál.
Þinginu lauk á sunnudags-
kvöld. Áður fór íram kjör sam-
bandsstjórnar. Tryggvi Helgason
var einróma endurkjörinn for-
seti og með honum i miðstjórn
Björn Jónsson, varaforn\aður;
Freyja Eiríksdóttir. ritari; Jón
Ingimarsson og Stefán Snæ-
björnsson meðstjórnendur. I sam-
bandsstjórn utan miðstjórnar
voru kosin Gunnar Jóhannsson
Siglufirði. Hólmfriður Jónasdótt-
ir Sauðárkróki. Sigríður Þor-
leifsdóttir Sigluíirði. Sveinn Jó-
hannesson Ólafsfirði, Kristján
Larsen Akureyri, Þorgerður
Þórðardóttir Húsavík, Friðþjóí-
ur Guðlaugssop Akureyri, Kristj-
án Vigíússon Raufarhöfn, Valdi-
mar Sigtryggsson Dalv.'k og
Björgvin Jónsson Skagaströnd.
Þriðjudagur 16. maí 1961 — 26. árgarrgur — 110. tölublað.
Ægir bjargar færeyskum 1 ínn-
veiðara úr ísnum við Grænland
Varðskip'ð Ægir, sem verið
hefur við fiskirarnsóknir við
Grænland er nú á leið til
Reykjavíkur með færeyskan
línuveiðara. Skarfanes, sem
Ægir bjargaði úr ísnum við
Grænland. Hafði Skarfanes'.ð
misst skrúfuna í ísnum.
Pétur Sigurðsson, forstjóri
landhelgisgæziunnar. skýrði
Þjóðviljanum svo frá í gær. að
landhelgisgæzlunni hefði borizt
skeyti frá Æg'i á laugardags-
morguninn. þar sem sagt var. að
Ægir hefði dregið Skarfanesið
út úr ísnum og myndi draga það
til Reykjav’kur jafnframt því,
sem rannnsóknir yrðu gerðar á
leiðinni. Ægir var staddur rétt
norðan við Hvarf, er hjálpar-
beiðnm barst frá Skarfanesi og
var að enda rannsóknarferðina
og mun eins og áður segir ljúka
á heimleiðinni þeim athugununi,
sem eftir var að gera. Ægir er
búinn að fara nokkrar rann-
sóknarferðir að undanförnu um
haíið milli íslands og Græn-
lands.
Æfir var í gærdag staddur
um 200 siómiíur út af Reykja-
nesi. Hafði drátturinn gengið vel
j enda skipin fengið gott veður.
Verkföllum EokiS í Dssrsmörku
Þingið lögíssti málamiðlunartiilögu
Kaupmannahöfn 15/5 —
Danska þingið aflýsti snemnia
í morgun verkfalli flutninga-
verkanianna, þar á meðal sjó-
manna, sem staðið liefur í 4
jvikur. Þingið ákvað í nótt að
jbiiula endi á verkfallið með því
Jað iögfesta sáttatilboð sem
meirihluti verkfallsmanna haíði
samþykkt en atviiinurekendur
fellt. Samkvæmt tillögiinni fá
flutningaverkamenn allveru-
lega launahækkun.
Hásetar og kyndarar voru sá
hluti verkfallsmanna sem j
beittu sér gegn samþykkt
oál tatillögunnar. Var óttast að
þeir neituðu að vinna þrátt
fyrir lögboð þingsins, en síð-
degis í gær 'hé’du þeir einnig
til vinnu.
Svínaslátrarar tóku einnig
upp vinnu í dag, og er verk-
föllum í greinum landbúnaðar-
ins þá einnig lokið. Meðan verk-
föllin stóðu yfir var Hamborg
notuð sem útflutningshöfn fyr-
ir danskar landbúnaðarvörur,
Varð fyrir bíl
Laust fyrir kl. 6 síðdegis í
gær varð 6 ára drengur, Þór-
hallur Kárason, Álfheimum 40,
fyrir bifreið á mótum ’Suður-
ilandsbrautar og Grensásvegar
jog meiddist á fæti. Hann var
■fluttur í slysavarðstofuna.
sem fluttar eru út til Bret-
lands.
Verkfalli járn- og málmiðn-
aðarmanna lauk fyrir viku.
Grænland hefur orðið hart úti
vegna verkfallanna. Fram-
kvæmdura fyrir 77 milljónir d.
króna hefur verið frestað vegna
þess að byggingarefni komst
ekki til Grænlands í tæka tið.
Verkfdl boð-
ú á Húscvík
á leugardag
Sl. Iaugardag tilkynntu
verkalýðsfélögin á Húsavík,
Verliamannafélag Húsavík-
tir og Verkakvennafélagið
Von, atvinnurekendum, að
vinnustöðvun myndi koina
til framkvæmda hjá þeim á
niðnætti næstkomandi föstu-
dagskvöld, ef samningar
liefðu eltki tekizt fyrir þann
tíma á milli félaganna og at-
viniiurekenda. Félögin höfðu
borið i'rani kröfur um luni])-
hækkun í samræmi við kröf-
ur þær, er samþykktar voru
á þingi Alþýðusambands ís-
lands sl. vetur, og hafa far-
ið fram viðræðiir milli þeirra
og atvinnurekenda um nýja
samninga.
Hversvegna ekki
réttarrannsókn?
.8áran á Hofsósi.
Mestur timi þingsins fóru í
timræður um kjaramál og at-
vinnumál. á sambandssvæðinu.
Unru samþykktar ýtarlegar á-
lyktanir um þ.æði þessi mál. í
vmræðunum og ályktununum
Tvö innbrot
Á sunnudagsnóttina voru fram-
in tvö minniháttar innbrot hér
í bæ. Brotizt var inn í verzlun-
jna Heimakjör að Sólheimum 33
en þar var litlu eða engu stolið.
Þá var einnig brotizt inn í af-
greiðslu blaðsins Vísis og stolið
þaðan tveim litluni peningaköss-
um en í þeim voru litlir pening-
«ir. ,
Þau furulegu tíðindi gerast
í fyrrada.g að Morgunblaðið
tekur enn upp málsvörn fyr-
ir Evald Mikson, Eistiending-
inn scm ákærður liefur verið
fyrir hin ógnarlegustu afbrot.
Höl'ðu lesendur blaðsins |»ó
vonað að ritstjórarnir væru
farnir að skammavt sín fyrir
hln fyrri frumhlaup sín.
Þessi nýja málsvörn er ekki
betri en hinar fyrri. Birt er
bréf frá einhverjum Jan
Lattik, sem auðsjáanlega veit
ekki neitt um málavexti, og
er kjarni þess svohljóðandi:
„Ég ferðaðist oft með Páts
forseta frá forsetabústaðnum
í Kose lil Tallin. Ég mán vel
eftir yður. Þér sátuð í fram-
sætinu hjá bílstjóranum. Þér
voruð vörður og gættuð þess
að ekkert kæmi á óvart. Ég
fullvissa yður um að í Eist-
landi var gert heyrum kuun-
ugt og rannsakað, ef ein-
hverjir Eistlendingar höfðu i
frammi ofbeldi gegn annarri
persónu. Ég staðfesti að yðar
nafn var aidrei tengt neinu
ofbeldi“.
Þessi yfir’ýsing kemur mál-
inu ekkert við. Þau gögn sem
frá hefur verið skýrt hór í
blaðinu fjalla um allt annað
tímabil, þann tíma haustið
1941 þegar Mikson var lög-
regluforingi og starfaði í
þágu þýzka iunrásarliðsins að
’þvi að hundelta gyðinga og
íióttækl fólk. Dæmin um þá
ógnarsögu hafa verið rakin
'hér í blaðinu eitt af öðru,
: og Mikson hefur ekki borið
;við að mótmæla einu einasta
:alriði.
Morgunblaðið segir að bréf-
ið um bílferðirnar með for-
setanum löngu áður „sanni“
að sakirnar á Mikson séu
„upplcgnar frá rótum1'! En
því þó ekki að láta það sann-
ast í réttarrannsókn? Þjóð-
viljinn hefur borið fram þá
sjálfsögðu kröfu að mál Mik-
sons verði rannsakað til hlit-
ar af íslenzkum stjórnarvöld-
um og samkvæmt ákvæðum
íslenzkra laga. ’Hvers vegna
þora Mikson og verjendur
lians í Morgunblaðinu ekki að
fallast á þá kröfu?