Þjóðviljinn - 26.05.1961, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.05.1961, Blaðsíða 9
Föstudagur 26. maí 1961 ÞJÓÐVILJINN — (.? iiTíyfJtÖIÍI' W&S Ðrengintir er dvöldu í drengjabuðum Vilhjálms og Höskuldar Hveragerði í fyrrasumar. Sumarbúðir ÍSÍ að Reykholti Eins ogr skýrt hefur verið frá j skeiðið) að Reykliolti í Borgar- f fréttum mun íþróttasamband íslands hafa sumarbúðir fyrir drengi og stúlkur (7 daga nám- firði. Stjórnendur námskeiösins eru Vilhjálmur Einarsson og Höskuídur Goði Karisson. 10 daga námskeið Laugardág 3. júní til þriðjudags 13. júní. Mánudag 19. júní til fimmtudags 29. júní og þriðjudag 4. júlí til föstudags 14. jú!í. Verð kr. 600. 7 daga námskeið Laugardag 15. júlí til föstu- dags 21. júlí (stúlknanámskeið) og mánudag 24.. jújí til sunnu- dags 30. júlí (sennilega haldið í Eyjafirði). Verð kr. 500. Helgarnámskeið Föstudag' 30. júní til sunnu- dagskvölds 2. júlí og föstudag 21. júlí til sunnudagskvölds 23. júlí. Verð kr. 200. Ferðir frá Reykjávík byrjunar- dag námskeiðsins og ferð frá Reykholti á lokadag. Fargjöld kosta: 8—11 ár.a 70 kr. hvora leið. 12—16 ára 90 kr. hvora leið. Ferðir frá BSÍ kl. 6 e.h. Kom- ■ ið að skájanum við Hvítárbrú , k!. 8.30 e.h. Enn er tekið á móti pöntunum á skrifstofu ÍSI Grundarstíg 2a. Reykjavíkurmótið: Á hiiðvikudaginn för fram næstsíðasti leikur Reykjavíkur- mótsins en hann var á milli Þróttar og Víkings. Þróttarar sigruðu auðveldlega, 4:0. og með smá heppni hefði sigurinn get- að orðið stærri. Áhorfendur voru fáir enda kalt og rok er stóð beint á syðra markið. trick“ eins og Englending'urinn hefði sggt, og' rétt fyrir leikslok bætir Haukur Þorvaldsson fjórða markinu við. FJeiri urðu ekki mörkin og sigraði Þróttur því auðveldlega 4:0. Eitt leiðinda- atvik skeði í leiknum, er einn Víkingur gerði sig sekan um Víkingur kaus að leika undan vindi og áttu þeir ágætar sókn- arlotur fyrst í leiknum en eng- ar hættulegar og enduðu þær flestar í fangi Þórðar markvarð- ar Þróttar. Þróttarar náðu oft- góðum leikköfjum og' áttu miðj- una um tíma, en þeim tókst ekki að hnýta endahnútinn á sóknarloturnar. Síðari hálíleikur var ein pressa á VJkingsmarkið og til marks um það fékk markv. Þróttar einu sinni að koma við knöttinn. Mörkin létu heldur ekki á sér standa og á. 11., 25. og 26. mín. skoraði Helgi' Árna- son þrjú mörk í röð. ,,hat í fyrradag léku Englendingar landsleik í knattspyrnu við ítali í Iíóm og sigruðu Englendingar 3:2 (1:1 í hálfieik). Eftir frétt- um að dæma átti framlína ítala mjög góðan le'.k, en enska vörn- in var frábær og markmaðurinn Springett átti mjög góðan dag. Á áttundu mínútu skoraði Eng- Iending-urinn Hitchens, eini inað- urinni sem kom inn nýr efíir leikinn við Portúga!a á dögun- um. Argentínumaðurinn Siveri Þann 18. apríl fór fram keppni í frjálsum íþróttum í leikfimis- húsi Menntaskólans og áttust þar við Menntaskólinn og Kennara- skólinn, sem báðir hafa ágætis frjálsíþróttamönnum á að skipa. Var keppni skemmtileg og ár- ©ngur ágætur. Úrslit urðu þau, að Mennta- skólinn vann með 26 stigum gegn 18. Úrslit í einstökum greinum: Langstökk án atrennu - Vífill Magnússon M 3,13 Halldór Ingvarsson K 3,09 Kristján Stefánsson M 3,01 Þorvaldur Jónasson K 2,99 Hástiikk án atrennu Halldór Ingvarsson K 1.64 Kristján Steíánsson M 1,55 Jón Ö. Þormóðsson M 1.50 Heigi Hólm K 1,45 Hástökk með atrennu Kristján Steíánsson M 1,75 Þorvaldur Jónasson K 1,75 Páil Eiríksson M 1,70 Steindór Guðjónsson K 1,65 Þrístökk án atrennu Kristján Eyjólfsson M 9,19 Halldór Ingvarsson K 9,14 Jón Ö. Þormóðsson M 9,01 Þorvaldur Jónasson K 8,97 hrottaskap og Jét dómarinn hann þegar yfirgefa leikvöllinn. Lið Víkings átti slæman ieik og algjörlega baráttulausan, ó- líkt þvi er þeir léku við KR á dögunum, en þá unnu þeir fyrst og í'remst á dugnaði. ^Lið Þróltar átti allgóðan leik og náði oi't skemmtilegum leik- köljum. Vörnin stóð fyrir sínu og í,framlínunni bar mest á h. útherja Helga Árnasyni er gerði margt laglega. Dómari var Guðbjörn Jóns- son og dæmdi vel. II. jafnaði fyrir Ítalíu með lang- skoti fimm mínútum síðar. ítal- inn Brighenti gerði aiinað mark ítala er 29 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik, en fjórum mínútum síðar jafnaði Hitcliens og fimm niínútum fyrir leikslok gerði Jiininy Greaves sigurmark- ið. 90 þúsund áhorfendur fylgd- ust með leikmim. Þetta er Jimmy Greaves, sem gerði sigurmarkið á móti Ítalíu. Hann sézt hér á Ieikvangi ítalska liðsins Milan, en það lið keypti hann af Chelsea fyrir 100 þús- und pund fyrir nokkru. Eitt tímaritshefti Þegar maður les góða bók, þá á maður að telja sér skylt að vekja eftirtekt á lienni. Og það elr engu síður ástæða iil að fara nokkrum orðum um góð tímaritshefti, sem manni berast í hendur. Tímaritin eru förunautar okkar frá degi til dags, frá ári til árs. Hvert hefti á að vera skuggsjá líðandi stund- ar, (ímaritið í heild ferill þró- unar þeirra mála, sem mann- líf varðar. Ég var að lesa síðasta timaritshefti Máls og menn- ingar. Það hrærist í brenni- punkti stóratburða dagsins í dag. Þar eru tvær stuttar greinar um Suður-Ameríku, önnur sagnfræðilegt, yfirlit um þróun mála þar, allt frá því er saga Evrópumanna hefst á þeim slóðum til dag- renningar yfirstandandi tíma. Hin ér þýdd og fjallar um rödd Kúbu, eins og hún hljómar í eyra óbrjálaðs Bandaríkjamanns, sem leggur vitandi og í fullkomnu hlut- leysi eyru við, hvað þeir segja mennirnir á Kúbu, sem standa nú í frelsisbaráttu sinni. Saga rómönsku Amer- íku er sögð af hinum unga sagnfræðingi Jóni Guðnasyni, sem getið hefur sér almenna viðurkenningu fyrir nýju bók- ina sína, sem segir sögu Vest- urlanda frá 1789—1848. Rödd Kúbu kemur sem viðauki við þessa sögu, dagurinn í dag, upphaf tímaskipta í sögu þessa þrælkaða heimshluta, þar eem hann er að komast í brennipunkt heimsmálanna. Þar verður ein örlagaríkasta ^ baráttan háð um framvipdu mála næst-u árin. Önnur megingrein fímarits- heftisins af erlendum vett- vangi er saga vestrænnar í- hlutunar í Kína. Þá sögu skrifar Hannes Sigfússon. Það er ljót saga, en sögð á því fagra máli, sem Hannes hefur tileinkað sér af frá- bærri kostgæfni. Þetta er saga þeirrar kúgunar, sem „vestræn menning“ hefur í frammi haft við siærstu þjóð jarðarinnar, sem býr yfir elztu og djúpstæðustu menn- ingu heims. Þetia er þjóðin sem ameríkanisminn sireitist við að telja öllum heimi trú um að ekki sé til, og hefur hún hlotið íslenzk stjórnar- völd sem iðinn og ástundun- arsaman lærisvein í þeirri grein. Ritið skágengur ekki held- ur mál innlends vettvangs. Þar ritar Sigfús Daðason um fimmtán ára strið gegn is- lenzku þjóðerni og lýðræði- á íslandi. Hann rekur ekki sögu þessarar styrjaldar, en hann hreyfir spurningum um veigamikil atriði hennar, svar- . ar ekki beint þeim spurning- um, en stillir þeiin á þann veg, að erfitt verður að ganga fram hjá þeim, fyrr en við-, hhtandi lausn er fengin: Hvaða hvatir, hvaða nauðung knúði oddamenn íslenzkrar borgarastéttar til að beygja sig til afsals í-slenzkra lands- réttinda ? Það gæti vérið gaman einhvern 1íma seinna að iegg.ia orð í belg um þetta örlagaríka alriði, og það þótt ekki liggi fyrir flei'ri gögn en við höfum nú úr að velja. Það cr mikil ástæða til að þakka hvert tímaritshefti Máls og menningar. Það dyJst ekki, að stefna þess er að verða markvissari en hún var um skeið. Væntanlega heldur svo fram sem nú horfir. Næsti áfanginn er að afla rit- inu meiri fjölbreytni og létt- leika. Gunnar Benetliktsson. Ágætur alli ÉriiluliáÉa Seyðisfirði 23/5 — Trillubáiar, sem stunda línuveiðar héðan frá Seyðisfirði, hafa aflað á- gætlega að undanförnu. Hafa bátarni'r, sjö talsins, aflað um hálft til eitt skippund á bjóð. Einn bátanna kom á dögunum að landi með 7 skippund. Nauðungaruppboð Opinbert uppboð verður haldið í tollskýlinu á hafnar- bakkanum, hér í bænum, þriðjudaginn 30. maí n.k. kl. 1.30 e.h, Seldar verða allskonar verzlunarvörur tilheyrandi skulda.frágöngudánarbúi Péturs Jensen Ennfremur verða seld allskonar húsgögn, skótau o.m.fl. Greiðsla fari fram við hamarshögg. BORGARFÓGETINN I REYKJAVÍK. NÝIAR VÖRUR: Kvenkápur, dragtir, kjólar, hattar, hanzkar Kjörgarði. ENN GETA TVÖ BÖRN komizt í ferðalag til Tékkóslóvakíu í sumar og dvalið í búðum þar á vegum Tékknesk-'islenzka félagsins. Upplýsingar f símum 1-36-76 og 1-86-14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.