Þjóðviljinn - 26.05.1961, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.05.1961, Blaðsíða 11
Föstudagur 26. maí 1961 —* ÞJÓÐVILJINN — (li Útvarpið 1 das er föstudagqr 2G. nia Tnnsl í hásuÖri klukkan 21.46. Árdeffisháflæði klukkan 2.29. Síðdegisháflæði khiklum 14.51. Næturvarzla vikuna 21.—27. niaí er í Vesturbæjarapóteki sími 2 22 90. BlysavarBstofan er opin allan sól- arhrlnginn. — Læknavörður L.R cr á aarnt stað kl. 18 til 8, símí 1-S0-3Q Bókasafn Dagsbrúnar Freyjugötu 27 er opið föstudaga kl. 8—10 e.h. og laugardaga og sunnudaga kl. 4—7 e.h. VTVARPIÐ í DAG: 13.25 Við vinnuna: Tónleikar. 18.30 Tónleikar: Harmonikulög. 20.00 Efst á baugi. 20.30 Tónverk eftir Ricliard Wagner (NBC- hljómsveitin í N.Y. leikur. Stjórn- andi: Toscanini): a) Sigfried Idyll. b) Forleikur að fyrsta þætti óperunnar Lohengrin. 20.55 Upp- lestur: Ljóð eftir Halldór Helga- son (Sigm-ður Skúlason magist- er). 21.10 Islenzkir pianóleikarar kynna sónötur Mozarts; Jón Nor- da.l leikur sónötu i C-dúr (K330). 21.30 Útvarpssagan: Vítahringur eftir Sigurd Hoel; (Arnh. Sigurð- ardóttir). 22.10 Garðyrkjuþáttur: Lárus Jónsson búfræðikandidat talar um eyðingu illgresis. 22.25 1 léttum tón: Ella Fitzgerald syngur lög eftir George Ger- shwin. 23.00 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: 12.55 Óskalög sjúklinga. 14.30 Laugardagslögin. 16.00 Fréttir og tilkynning^.r. — Framhald laug- ardagslaganna. 18.30 Tómstunda-' þáttur barna og unglinga. 18.55 , Tilkynningar. . 19.20 Veðurfregnir. 20.00 Leikrit: Einkalif mömmu, j gamanleikur eftir vlctor Ruiz . Iriarte. Þýðandi: Sonja Diego. —; Leikstjóri Baldvin Halldórsson. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrár.ok. Millilandaíliig: — Cloudmaster leigu- fiugvél Flugfélags ís- lands fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 8 i dag. Væntanleg aftur til Reykjavíkur klukkan 23.30 í kvöld. Flugvélin fer til Os’.óa.r, Kaupmannahafnar og Hamborgar klukkan 10.00 i fyrramálið. — Iiuianlandsflug: 1 dag er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar 3 ferðir, Egilsstaða, Fag- urhólsmýrar, Hornafjarðar, ísa- fjarðar, Kirkjubæjarkiaustm’s og Vcstmannaeyja tvær ferðir. — Á morgun er áætiað að fljúga til Akureyrar 2 ferðir, Egilsstaða, Húsavíkur, Isafjarðar. Sa.uðár- króks, Skógasands og Vestmanna- eyja tvær ferðir. Hvassafell kemur til Onega 27. þ. m. frá Sauðárkróki. Arna.r- fell er í Archangelsk. Jökulfell er í London. Disarfell er í Mantyluoto. Litla- fe’.l er í olíuflutningum í Faxa- flóa. Hclgafell losar á Eyjafjarð- arhöfnum. Hamrafeil er í Ham- borg. Brúarfoss fer frá KdeTl Rotterdam 27. þ.m. «Jb yI til Hamborgar og R- \t U víkur. Dettifoss fer 1 frá N. Y. í dag til Gullfoss kom til Rv'kur 25. þ.m. frá Leith og Kaupmannahöfn. Lagarfoss fór frá Akranesi í gær- kvöld til Hornafjarðar, Keflavik- ur, Vcstmannaeyja og þaðan til Hull, Grimsby, Hamborgar og Noregs. Reykja.foss kom tii Ham- borgar 23. þ.m. fer þaðan til Nörresundby. Selfoss fór frá Hafnarfirði kl. 18 í gær til Isa- fjarðar, Akureyrar, Siglufjarðar og Keflavíkur. Tröllafoss fór frá N.Y. 15. maí Var væntanlegur til Rvíkur í nótt. Skipið kom að bryggju klukkan 8 i morgun. Tungufoss fór frá Vestmannaeyj- um í gærkvöld til Rotterdam, Hamborgar, Rostock, Gdynia, Mantyluoto og Kotka. Laxá lestar á Norðurlandshöfnum. Rvíkur. Fjallfoss fór frá Gdynia 21. þ.m. til Rvíkur. Goða.foss kom til Rvikur 22. þ.m. frá Dalvík. Lárétt: 1 þrammar 6 þerrir 8 ending 9 torfa 10 hljóðfæri 11 til 13 sk.st. 14 hlý* 17 kaka. Lóðrétt: 1 for 2 eins 3 lindýr 4 eink.st. 5 kvennafn 6 kvæðið 7 kyrr 12 gagn 13 félag 15 drykkur 16 sam- hljóðar. Barnaheimilið Vorhoðinn: Tekið verður .á móti. umsóknum um dvöl fyrir börn á barnaheim- ilinu Rti.uðhólum laugardaginn 27. maí frá kl. 2—6. e.h. í _ skrifstpfu. verkakvennafélagsins FramsóWn- ar, Hverfisgötu 8-10. Tekin verða börn á aldrinum 4, 5 og 6 ára. Félag Eskfirðinga og Reyðfirðinga fer i lönd félagsins á Heiðmörk iaugardaginn 27. maí klukkan 14. Þeir sem vilja lána bíla og aðrir þátttakendur láti vita i síma 17734, 11735, 10872. — Stjórnin. Gengisskráning Sölugengi 1 sterlingspund 108.42 1 Bandaríkjadollar 38.10 1 Kanadadollar 38.58 100 danskar krónur 551.00 100 norskar krónur 532.30 100 sænskar kr. 737.60 100 finnsk mörk 11.88 100 N. fr. franki 776.60 103 belgískir frankar 76.00 100 svissneskir frankar 881.30 100 Gyllini 1.060.35 100 tékkneskar kr. 528.45 100 vestur-þýzk mörk 959.70 1000 Lírur 61.39 100 austurrískir sch. 146.35 100 pesetar 63.50 Hekla fer frá •8«. Ga.utaborg' í dag- á- 9 leiðis til Kristian- \ i' y sand, Þórshafnar og Reykjavíkur. Esja er á Austfjörðum á norðurleið. Herjólfur fer frá Vestma.nnaeyj- um í dag til Hornafjarðar. Þyr- ill er í Rvík. Skjaldbreið fer frá Rvík kl. 12 á hádegi i dag til Breiðafjarðarhafna og Vestfj. Herðubreið fer frá Rvik á morg- un vestur um land í hringferð. Umferð, b’að Bindindisfélags öku- manna, maihefti er komið út. t: bláðínu er sagt "lrá Ábyrgð h. f. trýg^iHgáfélagi J bindiridiSmanna,. sænska tryggingafélagsinu An- svar, grein um sjúkdóma og um- ferðarslys, og grein um stefnu- ljósin. Arbók landbúnaöarins, 1. heftr. 1961 hefur borizt blaðinu. I því' er sagt frá landbúnaðinum 1960t áburðarathugunum á Biskups- tungnaafrétt, innflutningi á fóð- urvöru, nýju riti um ís’.enzkan. jarðveg, mjólkurframleiðslunni. 1959 o. fl. Frjáls verziun, 2. hefti 1961 ef komið út. Flytur það greinar um almenningshlutafélög, Verzlunar- bankann, rabb um verðlagsmál, grein um verðbólgu og hagvöxt. og að lokum er grein eftir Gunn- ar M. Magnúss: Þúsund þjala. smiðurinn Stefán B. Jónsson. Samtiðin, 4. hefti þ.á. er komið: út. I blaðinu er grein um raf- einda.heilann, úr riki náttúrunnar eftir Ingólf Daviðsson, skopsöguiv ástarsögur, kvennaþættir Freyju, bridgeþáttur o.fl. Sjómannablaðið Vílcingur 4. tbl. þ. á. er komið út. 1 þvi eru greinar- um afla og launakjör, sjávarut- veg og fiskiðnað, minningargrein. um El’.ert Schram_ o. fl. Tímarit Verkfræðingafélags ísl. 1.—4. hefti hafa borizt blaðinu. I 1.—2. hefti eru greinar um rann— sóknir og tilraunir á Islandi á ár- unum 1950—1960. tilraunlr í he.y- verkun, um starfsemi Kjarnfræði- nefndar o. fl. 1 3.—4. hefti er- frétt frá ráðstefnu islenzkra verk- fræðinga 1960, grein um vélvæð- ingu og vinnuhagræðingu, fjár- festingu og þróun, menntun ís- lenzkra verkfræðinga o. fl. Trúlofanir Glffinaar Margery Allíngham: ¥ol@ Sellur írá= 35. DAGUR um handmáluðum öskjum. Hún vann rösklega og vél- rænt, þótt ekki væri þægind- unum fyrir að fara, en þennan morgun var þó eins og eitthvað vantaði á röskleikann. Hún dokaði við stundarkorn. fékk skyndilega hitakóf, svo að hana sveið í augun á eftir. Hún hafði svo lengi lifað ,í heimi smámunanna, að þegar eitthvað reglulega þýðingar- mikið kom fyrir, hafði það fyrst og fremst líkamleg á- hrif á hana. Hún tók pensjana sína upp- úr terpentinunni og hreinsaði þá vandlega áður en hún fór að fást við morgunverðinn, en hún missti þá alla útúr hönd- unum og velti krukkunni þeg- ar hún heyrði fótatak fyrir utan dyrnar. Henni gramdist þegar hún áttaði sig á því, að sennilega væri þetta Lísa eða Fred Renn- ei að koma með Morgunpóst- inn. Það leið nökkur stund áður en hún gat fengið sig til að líta í blaðið. Hún trúði ekki á fyrirboða, en hið undarlega eirðarleysi og ótti sem hún hafði íundið til alla vikuna, virtist orðið óþolandi þennan morgun. Það var erns og hún fyndi nálægð ógæfunnar. Loks þreif hún upp blaðið og íeit yfir fréttadálkana og henni létti mikið þegar hún rakst ekki á neitt nafn sem hún þekkti. Hún siieri sér aftur að verk- efnum dagsins. Það var svo mikið að gera svo lítill tími. Þetta var erfitt l;f. Fyrir list- ræna manneskju var það næstum ömurlegt að þurfa að sóa öllum sínum tíma í vinnu. Hún fór að hugsa um Ítalíu litlu þorpin uppi í hæðunum bakvið San Remo, þar sem hægt var að setja trönurnar sínar upp hjá kirkjunni og sitja í skugganum og njóta litbrigða birtunnar. Allt var svo hreint og tært og einfalt; litirnir ó- blandaðir úr túpunum. Hún endurtók þetta upphátt eins og hún fyndi sérstaka huggun i þvi. Ef ekki væri vegna Williams og þessarar hræðilegu fátæktar og hins ei- lifa vítahrings, myndi hún fara aftur í þetta þorp. Sem snöggvast. þegar hún var að breiða dúk á gamla hjólfætta enska borðið, varð hún gripin ákafri löngun til að fara undir eins, yíirgefa allt og flýja. En þessi frum- Stseða hvöt til Sjálfsbjargar varð strax að víkja. Hún myndi ihuga málið, ef til vill’. Ef svo bæri undir, myndi hún reyna það með haustinu. En nú þyrfti hún að tala við Fred Rennie út af litum. Og' ungfrú Cunning- hame átti að koma i tíma klukkan hálffjögur. Þetta yrði erfiður dagur. Sú var tíðin , að frú Potter hafði ánægju af fimmtudög- um. Henni þótti gaman að hafa nóg að gera, hún hafði á- nægju aí þeirri virðingarstöðu að vera ritari ítalska menn- ingarfélagsins og hún naut þess að leiðbeina hinni auðugu og fínlegu ungfrú Cunninghame þar sem smekkur hennar brást. En í dag var öðru máli, að g'egna. Herra Potter kom inn úr skúrnum um leið og hún var búin að leggja á borðið. Frú Potter horfði á hann eins og hún sæi hann nú í fyrsta skipti. og hún hugsaði með ,sér að hún gæti ekki haft gagn af honum i vandræðum sínum. Hún hafði aldrei hai't mikið álit á honum og þegar hún horfði á hann þessa stund- ina með þessu kalda raunsæi, fór hún að velta því f.vrir sér hvers vegna þau hefðu eigin- lega gengig í hjónaband. Trú- lega hlaut það að hafa legið í augum uppi fyrir þrjátíu ár- um i St. Ives, að byrðin sem sál þessa dapurlega unglings var að kikna undir. var ekki snilligáfa, heldur ömurleg vissa um skort á henni. Þetta var allt sérlega dapur- legt, vegna þess að herra Pott- er var mjög hamingjusamur. Hann var flibbalaus. gömlu strigabuxurnar hans pokuðú á hnjám og rassi og hann var berfættur í útvöðnu inniskón- um sínum. En hann var glaður og fagnandi. Raunasvipurinn var næstuni alveg horfinn af andliti hans og hann veifaði deigum pappír framaní konu sína með einhverju sem minnti á sigurhrós. - ,,Hreinasta afbragð.“ sagði hann. ..Afbragð. Claire. elskan mín. þessi síðasti steinn er fyrirtak. Ég er v:'st dálítið ó- hreinn. Blekið. skilurðu. En líttu á mvndina! Þessi áferð fæst ekki með véniuleg- um steini. Sandsteinn er merkilegt. hráefni. Ég hef alltaf haldið því fram og þetta sannar bað“. Hann ýtti leirtau- inu frá og setti mvndina á borðdúkinn og setti um leið dökkt og ljótt fingrafar á lín- ið. Þetta vnr fyrsti skugginn sem bar á morguninn og hann fiýtti sér að setja höndina yf- ir blettihn og gaut augunum flóttalega á konu sína. Honum til mikils léttis var hún ekki að horfa á hann held- ur útum gluggann og á andliti hennar var framandi svipur. Hún var næstum hræðsluleg, uppburðarlaus. Einhverra hluta vegna gladdE þetta fyrirbrigði hann. Hann: togaði í ermina hennar. .,Sjáðu“. sagði hún. ..Er hún1 ekki góð? Ég ætlaði að skira hana ..Frá gömlu vatnsvíkinni“, en ég held ég gefi henni ný- tizkulegra nafn, fyrst hún tekst svona vel. Þarna er járnbraut- arbrúin. sérðu það ekki. Hef- ur hún ekki tekizt vel? Skugg- arnir eru svo fallegir". Enn sagði hún ekkert og-.' hann hélt áfram að tala ura. myndina. ..Mér datt í hug að innramma ’ hana og hengja hana þarna ’ upp í staðinn fyrir Medici eft- irmyndina. Frummynd er þó- altént betri en eftirmynd”. ,.Æ. William, látlu ekki eins og kjáni. Haltu áíram að borða. Ég hef svo mikið að gera“. Frú Potter fleygði myndinni á bekkinn og ýtti matnum aftur fyrir mann sinn. ..Farðu varlega. góða min- Hún er ekki þurr. Þeta er sv» falleg prentun. Ég var allán morguninn með hana“. Örvæntingarhreimurinn var aftur að gera vart við sig í rödd hans og þegar hann sett- ist bljúgur aftur og nartaði i matinn sinn. serii var orðinn kaldur og ólystugur. sýndist hann gamall og vanræktur og" skítugur. Frú Potter snæddi morgun- verð sinn eins og henni hefði: þótt hann vondur, ef hún hefðí hugsað um það. Aftur kom ái hana þessi óttá^vipur sem gerðt hana venju fremur milda á-^ sýndum, og það blekkti manni hennar aftur og þegar hanrí

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.