Þjóðviljinn - 28.05.1961, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.05.1961, Blaðsíða 1
Atvinnurekendur og rikisstjórn standa enn gegn kröfu þjóSarinnar um fafarlausa samninga Sósíalistdélag Reykjavíkur Fulltrúaráðsfundur verður næsíkcmandi mánudagskvöld klukkzn 8,30 í Tjarnargötu 20. Krústjoff er lagður af sfað Moskva 27/5 (NTB—AFB) — Krústjoff forsætisráðherra mun ferðast með lest frá Moskvu áleiðis 111 fundarins með Kenne- dy forseta í Vínarborg. Talið er að Krústjoff muni í ferð- sinni koma við í höfuðborgum Isósíalisku rikjanna i Evrópu og ræða þar við stjóriunálafor- ingja. Krústjoff leggur af stað frá Moskvu í dag klukkan 17 eftir ísl. tíma. Verkfall Dagsbrúnar, Hlíf- ar, verkalýðsfélaganna á Akureyri og Húsavík hefst á miönætti í nótt hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma — og þegar T>ióðviljinn fór í prentun í gær var ekkert sem benti til þess aö horfur væru á tafarlausum samningum. Dagsbrún hefur að vanda undirbúið verkfall sitt vel. Eru verkamenn hvattir til þess áð skfá 'sig til verk- fallsvörzlu á skrifstofunni, sem verður opin frá kl. 2 í dag; einnig eru þeir sem hafa ráð á bílum beðnir aö skrá sig. Eru menn minntir á aö þeaar á miðnætti kann að verða nauðsynleat að hafa eft.irlit með ýmsum vinnustöðvum. -T Eins og menn vita af reynsl- unni stöðvar verki'all Dagsbrún- armanna á skömmum tíma flest- ar athafnir í höfuðborginni, alla verkamannavinnu og vinnu sem er háð henni, flutninga til og frá landinu o.s.frv. Verkalýðs- íélögin hafa hins vegar ákveðið nokkrar undanbágur. Þannig verður heimilt að senda m.iólk í bæinn og- rekstur Mjólkur- stöðvarinrrar leyfður fyrst uni sinn, bæði til^ að tryggia al- , menningi mjólk og vegna þess ■ að verkamenn llta á bændur j sem samherja sína i kjarabar- áttunni. Þá verða íiskbúðir all- ar opnar og reynt að tryggja | starfsemi þeirra. Ennfremur hef" | ur sorphreinsun verið leyfð fyrst um sinn. Eins og áður er sagt eru all- ar líkur á því að verkfall hefjist á miðnætti í nótt. Hefur fram- koma atvinnurekenda og stjórn- arvalda verið með afbrigðum ábyrgðarlaus. Fundir þeir sem haldnir hafa verið með sátta- semjara hafa allir verið mjög stuttir, vegna þess að sáttasemj- ari hefur ekki fengið nokkurt tilbog frá atvinnurekendum hvorki um kauphækkun né um sérkröfur f ílaganna. ENGIN tilboð Fundur sáttasemjara i fyrra- kvö’.d með fulltrúum Dagsbrún- ar og Hlífar annarsvegar og full” trúum atvinnurekenda hinsveg- ar stóð til kl. hálf eitt — og enn endurtók bað sig að atvinnurek- endur höfðu EKKERT fram að færa. Síðdegis í gær þegar Þjóð- viljinn fór í prentun hafði ekki verið boðaður neinn nýr fund- ur; hinsvegar átti sáttasemjari viðræður við Eðvarð Sigurðsson formann Dagsbrúnar og Her- mann Guðmundsson formann Hlífar seinni hluta dags í gær. Þessi framkoma er þeim mun furðulegri sem landsmenn allir eru sammsla um að ekki verði hjá því komizt að semja við verkafólk um verulegar kjara- bætur. Allur þorri atvinnurek- enda telur einnig óhjákvæmilegt að ganga til samninga. Þeir sem stöðva eru stjórnarkiíka atvirnu- rekendasambandsins og forustu- menn Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins. Þar kemur til pólitískt ofstæði en ekkert raun- sætt mat á viðhorfum og nauð- syn þjóðarinnar. rilhæíulausar sögur Valdaklíkurnar í stjórnar- Framhald á 11. síðu. ER EKKI HÆGT AÐ HÆKKA KAUP VERKAFÓLKS? iðnrekenda Sú grein íslenzkra atvinnu- vega sem tryggt hefur sér einna almennastan og mestan gróða af viðreisninni er iðn- aðurinn. Afkoma iðnrekenda varci á síðasta ári betri en nokkru sinni fyrr. Þannig greiddu iðnfyrirtæki SlS 5— 10% arð af starfsemi sinni á síoasta ári, e.f!lir að fram- ^kvæmdar höfðu verið hámarks- afskriftir og allir sjóðir fyllt- ir eins og unnt var. Hefur slíkt aldrei gerzt fyrr 'í sögu þessara fyrirtækja. Sömu sögu er að segja um iðnfyrirtæki í einkaeign; erda þótt þau skili ekki opinberum skýrslum um afkomu sína má marka hana af þeim veglegu húsa- kynnum sem verið er að reisa yfir iðnaðinn hér í Reykjavík. Þar er ekkert sparað og mikið bruðlað. ■jAr Afkoma Áburðarverksmiðj- unnar er sönnun hins sama. Á s'iðasta ári námu allar kaup- greiðslur þar inan við 5 millj- Myndirnar Grcða iðnrekenda og kaup- sýshimanna má vel marka af stórliýsum þeim sem að und- anförnu hafa risið við Suður- lándsbrr*ul. Á efri myndinni sjást hús Fordumboðsins og stórhýsi það sem H. Ben. & Co. er að reisa yfir starfsemi sína og Skeljung (en j þeim fyrirtækjum báðuin er mestur valdamaður Geir Hal’.grhnsson borgarstjóri). Á neSri myndinni sést liús Bílasmiðjurar og stór- liýsi það sem Katla, og Orka hafa starfsemi sína í. ónum krónaj Einir saman vext- irnir sem fyrirtækið varð að greiða voru rúmar 5 milljónir — hærri en öll vinnulaunin. Skráður gróði fyrirtækisins var 5 milljónir; hö,fðu þá ekki aðeins verið framkvæmdar lög- legar afskriftir, heldur 6 millj- ónir króna afskriftir ólöglega — þanr.ig að raunverulegur gróði var 11 milljónir króna. Gróði og vaxtagreiðslur voru þannig meira en þrefalt hærri en allt kaupgjaldið! Gróði iðnrekenda á síð- asta ári verður ekki talinn í tugum milljóna heldur hundr- uðum. Atvinnurekendur í þeim hópi hafa ekki aðeins efrd á að ganga tafarlaust að öllum kröfum iðnverkafólks, heldur gætu þeir lagt verulegt af mö’-kum til þéss að tryggja launþ^gum í heild sómasam- leg lífskjör án þess að það bítuaði nokkuð á eðlilegri af- komu fyrirtækjanna. í gærdag varð slys á Tjarn- arbrúnni er lítil bifreið ók undir pall á vörubifreið. Öku- maður litlu bifreiðarinnar, Ein- ar Ólafsson var fluttur á slysavarðstofunna og síðan á Landakotsspítala, en hanit hafði slasazt m.a. á höfði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.