Þjóðviljinn - 28.05.1961, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.05.1961, Blaðsíða 5
Sunnudagur 28. maí 1961 — ÞJÓÐVILJINN Von á miklum uppljóstrunum í 'fl Útlit ©r nú fyrir aö uppljóstranir um þátt háttsettra vesturþýzkra embættismanna í gyöingamoröum nazista á stríösárunum veröi bráölega lagöar fyrir réttinn í Jerúsalem sem Adolf Eichmann stendur ákærður fyrir. Það hefur ekki verið neitt launungarmál að i ýmsum há- um embættum í Vestur-Þýzka- landi sitja nú menn sem voru samstarfsmenn Adolfs Eich- mann og jafnvel að vissu leyti yfirboðarar hans á þeim árum þegar hanri sá um framkvæmd „hinnar endanlegu lausnar gyðingavandamálsins“, eins og nazistar kölluðu útrýmingu gyðingaþjóðarinnar. Fyrir því hefur hins vegar verið röstuddur grunur að Israelsstjórn vildi hlífa þess- um mör.inum, þar sem hún hef- ur verið mjög háð vesturþýzku stjórninni fjárhagslega. Það hefur einnig verið ástæða til að ætla að mjög fast hafi ver- ið lagt að Eichmann sjálfum að bendla þessa menn ekki við óhæfuverk sin í málsvörn sinni eða vitnaleiðslum og í sumum vesturþýzkum blöðum, t.d. vikublaðinu Der ' Spiegel, hefur verið gefið í skyn að þögri Eichmanns liafi verið keypt með þvi að vesturþýzkir aðilar hafi tekið að sér að greiða hinn mikla málskostn- að hans, sem hvorki hann né áðstandendur hans hefðu ann- ars með nokkru móti getað ráðið við. Vitnisburður Eichmanns sjálfs Það var hins vegar vitað að Eichmann hafði fyrir nokkrum árum sagt tveimur þýzkum blaðamönnum, sem nú eru bú- settir í Argentínu, alla söguna og ekkert dregið undan. Frá- sögn hans var tekin á segul- band og var síðar seld fyrir offjár bandaríska vikuritinu Life, sem gerði úr henni út- drátt sem hefur verið að birt- ast í ritinu að urdanförnu. Þessi útdráttur var mjög ó- fullkominn, og það vakti at- hygli áð livergi í honum var nokkuð minnzt á þá menn sem ástæða var til að ætla að Eich- mann hefði haft náin sam- skipti við á striðsárunum, en núna gegna háum embættum í Vestur-Þýzkalardi, eins og t.d. Globke, ráðuneytisstjóra Adenauers kanslara en hann var einn aðalhöfundur Núrn- berglaganna svonefndu, sem allar gyðingaofscknir voru byggðar á. Kom samt fram í dagsljósið Talið var þótt ekki væri vit- að með vissu að israelsk yfir- völd hefðu tryggt sér eintak af þessari ýtarlegu frásögm Eichmanns sem hlaut að telj- ast hin mikilverðasta heimild um þátt hans í þeim glæpum sem hann er ákærður fyrir. Það vakti því furðu að í lista þánn yfir skjöl sem ákærand- inri, Hausner, kvaðst ætla að leggja fram í réttinn, vantaði þessa ómetanlegu heimild. Það var m.a. þess vegna að sá grunur vaknaði að ísraelsstjórn vildi hlífa vesturþýzku stjórn- inni við óþægilegum uppljóstr- unum. En hún liefur orðið að sjá að sér. Fyrir nokkrum dögum hcfu blöð í Póllandi að birta þessa frásögn Eichmanns orð- rétta. Pólsk yfirvöld hafa méð einhverjum hætti komizt yfir segulböndin sem Eichmarn talaði inn á, eða afrit af þeim, og verður nú öll sagan sögð með orðum Eichmanns sjálf, en ekkert dregið undan, eins og gert var í útdrætti hins bandaríska vikublaðs. '• Nú hafa pólsk yfirvöld látið ákærandanum í réttarhölduri- um í té þessi segulbönd, svo að ísraelsmenn hafa nú enga afsökun lengur að halda þeim leyndum. Hausner saksóknari hefur því ákveðið að láta skrifa upp frásögn Eichmanns eftir böndunum og hefur tilkymt að hann muni leggja hana fram strax og hann hefur sannfært sig um heimildargildi hennar. Þu,ð var dumbungur í gær og leit út fyrir að verða aftur í dag. En við suðræna strönd er lilýja og sólskin. Myndin er tekin á ströndinni við Cannes í Frakklandi, en slúlkan er þýzk. Sovézkur kjarnorkuofn sem á sér engan líka í heiminum Síðan geimöldin hóst hefur orðiö hljóðara en áður við hverja kjarnaklofningú um kjarorkuvísindin, þó að rannsóknir á því sviði séu losna fleiri neutrónur úr læð- engu ómerkilegri eð'a árangurinn minna vii'öi en í geim- j insi með þeim afleiðingum að rannsóknunum, nema síður sé. NATO-fundahöldin Framhaid af 3. siðu „aðalstöðvunum í Norfolk Virg- inia‘‘. Þá kom að þeirri spurningu sem liggur á vörum allra íslend- inga: Með hverjum hætti hið bandaríska ,,varnarlið“ hyggðist verja ísland. Fyrst kvaðs^ herra Button ekki geta svarað slíkri spurningu. Stjórn „varnarliðs- ins‘‘ ein vissi hvernig hún ætti að bregðast við slíkum vanda. Margspurður viðurkenndi hann þó að hans eigin skoðun væri að stöðvar Bandaríkjanna, hér yrðu ekki varðar gegn nútíma- vopnum, engin varnarvopn væru til sem dygðu gegn þeim, þó væri það bót í máli, að „skjöldur NATO“, ldn handarísku kjarna- vopn, gætu endurgoldið fyrir það líf sein k.vnni að svíðast af á íslandi. Spurningin sem ekki var svarað Það verður að segja herra Button til hróss að hann leitað- ist oftast nær og eftir getu við að svara spurningum fundar- manna, og jafnvel öllum sem voru þannig orðaðar að þeim var ,aðeins svarað með ,,yes“ eða ,.no‘‘. Þó veltist mjög fyr- ir honum ein spurning, en hún hljóðaði svo í þýðingu: Væri ís- land betur sett ef til stríðs kæmi ef hér væru engar herstöðvar á friðartímum? Einn NATO-vin- ur hafði mannað sig upp í að bera fram slíka spurningu, að loknu miklu þakkarávarpi og lofgerð um fundarstjóra og hen’a Button. Sá síðast nefndi þakk- aði pent fyrir sig, skimaði siðan í allar áttir og leitaði eftir frek- ari spurningum. Þá var honum bent á að hann ætti enn ósvar- að áðurnefndri spurningu. Neyddist NATO-vinurinn til að standa á fætur og fara með spurningu sina öðru sinni. Vöfð- ust nú efasetningarnar fyrir herra Button, en eftir langa mæðu kom svarið: Nei, maður skyldi ekki halda það. („I should not think so“). Spurði sá sem ekki vissi, Pétur Benediktsson bankastjóri. ás. Tékknesk sýning Framhald af 12. síðu. Tékkóslóvakíu á íslandi, til máls og lýsti sýninguna opn- aða. Margt gesta var við opn- unina, þeirra á meðal forseta- hjónin, utanríkisráðherra og sendimenn erlendra ríkja á íslandi. Sýnimgin er opin dag- lega kl. 4—10 síðdegis. Nú' hefur borizt frétt frá Sovétríkjunum sem bendir til þess að einnig á sviði kjarn- orkurannsókna ska’ri sovézkir vísindamenn fram úr starfs- bræðrum sínum í öðrum lönd- um, a.m.k. að sumu leyti. I frétt þessari er sagt frá kjarnorkuofni af nýrri gerð sem fyrir skömmu var tekin í not- kun í rannsóknarstöðinni miklu í Dúbna, skammt frá Moskvu. Kjarnorkuofn þessi er að því leyti frábrugðinn öðrum kjarn- orkuofnum sem notaði'r eru til •tilrauna og rannsókna, að í honum er hægt að fara út fyr- ir takmörk hins „krítíska massa“ sem svo er nefndu'r, þ. e. hleypa af stað keðjuverk- unum eins og þeim sem fara fram í kjarnasprengingu. Hing- að til hefur ekki verið hægt í tilraunastofum að kanna hegðun efniseindanna eins og hún eT í keðjuverkunum kjarnasprengingarinnar, því að gæta hefur orðið þess að ekki væri farið yfir hinn „krítíska massa“ og óstöðv- anlegri keðjuverkun hleypt af stað. En nú hefur sovézkum vísindamönnum sem sagt tek- izt af finna lausn á þessu vandamáli. Það er að vísu far- ið út fyrir takmörk hins „krít- íslca massa“ aðeins örlitið sek- úndubrot í einu (einn tiu milljónasta úr sekúndu) og keðjuverkunin þá stöðvuð aft- ur, en siðan hefst hún aftur og þannig koll af kolli, svo að í ofninum verða 5.000 spreng- ingar á sekúndu. Prófessor Blokinseff, einn af vísindamönnunum í Djúbna, sprenging verður. Svipað á sér stað í hinum nýja kjarn- orkucfni, þó með þeim mikla mun að keðjuverkuninni er gefur þessa lýsingu: í venju- legum kjamorkuofnum eru neutrónur leystar úr læðingi j^j^jg j si-0i-ðum með kjamaklofningu, og þær kljúfa síðan aftur aðra kjarna, en svo e'r um hnútana búið að alltaf leika lausar jafnmargar neutrónur og þær sem losnuðu við fyrstu kjarnaklofninguna. Það er þannig haldið jafnvægi. En í kjarnorkusprengjunni er farið út fyrir þessi takmörk, Hér verður ekki gefin nánari lýsing á þessu furðulega á- haMi; því aðeins bætt við að sagt hefur verið að það standi jafnframar öðrum kjarnorku- ofnum og sovézka Venusarfai’- ið var framar fyrsta spútn-> iknum. fyrir lömuð og fötluð börn á aldrinum 5—12 ára, verður rekið á vegum Styrktarfélags Lamaðra - og Fatlaðra að Varmalandi í Borgarfirði mánuðina júlí og ágúst. Umsóknir skulu hafa borist skrifstofu félagsins að Sjafnargötu 14, eigi s'iðar en 10. júní. fékknsskc myndlistarsýningin í sýningarsalmim að Freyjugötu 41 er op- in alla daga frá kl. ,4 til 10 e.h. Aðgangur ókeypis. Sýning EGGERTS í Iðnskólanum opin frá kl. 1 til 10 e.h. Síðasta helgi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.