Þjóðviljinn - 28.05.1961, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.05.1961, Blaðsíða 6
f — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 28. maí 1961 þlÓÐVILIINN 1 ðtgefandi: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: :-- - Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guómundsson. — == 'FréttaritstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir == Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. == Síml 17-500 (5 lín;;-' Askriftarverð kr. 45 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. = f Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. ===== Barizt verður til sigurs j C|tórátök verkalýðshreyfingarinnar við afturhald og auðvald j=j hafa oft átt skemmri aðdraganda en í þetta sinn. Hefur sjaldan vantað þá ásökun frá andstæðingablöðum verka- manna að til verkfalls sé stofnað að lítt athuguðu máli. Þær = ásakanir eru þagnaðar. Þeim sem óskað hefðu að eiga þær ijl í örvamæli sínum í baráttunni við verkalýðsfélögin virðist = Ijóst, að þær yrðu nú gagnslaus og marklaus skeyti. Nú [§|§ veit öll þjóðin, að verkalýðsfélögin hafa sýnt meira langlund- ɧg argeð en hægt var til að ætlast. Ríkisstjórn afturhaldsins §§§ heíur í tvö ár fengið þann vinnufrið sem hún bað um til gg að sanna hvernig hún ryddi alþýðunni leið til bættra lífs- §§§ kjara. Það vígorð er orðið að beizku háði, viðreisn stjórnai’- =§§ flokkanna hefur reynzt alþýðu landsins grimmileg kjara- 'Æ skerðing. Svo fjarri lagi er vígorðið um leið til bættra lífs- §|§ kjara veruleikanum, að alþýðuheimili landsins eru að slig- j||! ast undir þunga kjaraskerðingar, kaupráns og dýrtíðar, sem !j|f beinlínis er skipulagt af ríkisstjórninni og flokkum hennar. §== Og samtímis velta vildarmenn stjórnarflokkanna sér í illa §§§§ fengnum gróða og glæpsamlegri meðferð á íjármunum al- 33 þjóðar. Hneykslið með brauk flokksbræðranna Guðmundar í. -= -Guðmundssonar og Axels í Rafha við milljónaaustur úr rík- Ip -issjóði er einungis eitt lítið dæmi um spillinguna. BB T margra mánaða viðræðum hafa fulltrúar verkalýðsfélag- §H anna þrautreynt hvort hægt væri að ná kjarabótum án §§§§ verkfalls. Þeir hafa þrautreynt hvort r'kisstjórnin vildi gera Táðstafanir til að lina á okrinu og dýrtíðinni og boðizt til BB að meta slíkar ráðstafanir á við launahækkun. Og trúnað- = armenn verkalýðsfélaganna hafa setið mánuð eftir mánuð =| á samningafundum með fulltrúum vinnukaupenda, til að ^ þrautreyna hvort þeir fengjust til að semja um kjarabæt- BB ur án verkfalls. Hvorttveggja hefur reynzt árangurslaust. 33 'Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins kemur §=§ fram sem forhert klíka gróðabrallara og auðsafnara lands- ee= ins, og hefur tillögur verkalýðsfélaganna að engu. Og vinnu- j§§| kaupendur, sem láta stjórnast af hinni sömu foi’hertu ó- S svífnu klíku auðsafnara og gróðabrallsmanna, hafa í margra ||| mánaða samningaumleitunum ekki fengizt til að opna neina §§§ smugu er leitt gæti til friðsamlegrar lausnar vinnudeilunn- j§= ar. Þess vegna vofir yfir verkfall Dagsbrúnar og Hlífar á §§§ miðnætti í nótt. Þessvegna leggja nú og næstu daga tugir ^3 verkalýðsfélaga til verkfallsbaráttu um kaup og kjör, verði Sɧ ekki samið á síðustu stundu. §§§§ jllfl'álstaður alþýðusamtakanna í þessum átökum er svo auð- §§S skilinn og kröfur verkalýðsfélaganna svo sanngjarnar, j|| að andstæðingar verkamanna eiga engin frambærileg rök. §§§ Þjóðviljinn hefur lengi og rækilega lýst eftir því og um það beðið að fram væru færðar af hálfu vinnukaupenda og §§§ hagspekinga ríkisstjórnarinnar skýringar á þvi, hvernig verka- §§§ maður og heimili hans getur komizt af með 4000 kr. í mán- ''pl aðartekjur. Þær skýringar eru enn ókomnar. Og skyldu ekki §§§ allar lágt launaðar atvinnustéttir skilja að þessu sinni brýna §§§ nauðsyn baráttu verkalýðsfélaganna og finna að einnig er BB barizt fyrir þær, nú þegar verkamenn grípa til verkfalls- §§§ vopnsins, tilneyddir. Og skyldu bændur og búalið ekki skilja §§§§ það nú betur en nokkru sinni fyrr, að hagsmunabarátta s§§ verkamanna er einnig þeim til hagsbóta? §§§§ IT'rá byrjun átakanna er verkfallsmönnum vís samúð og ^3 skilningur mikils hluta þjóðarinnar, skilningur á því að 3= ekki mun takast að hindra, uð alþýða manna knýi nú fram §§§§ kjarabætur. Gegn hinu samstillta átaki, sem nú er að hefj- 3§§ ast, þeim einhug sem einkennt hefur ákvarðanir verkalýðs- §§i félaganna, þýðir hvorki að tefla fram ósvífinni forherðingu §§§ vinukaupenda né ofbeldi ríkisvalds né þrælalögum. Slík = taflmennska afturhaldsins yrði einungis til að glæða þann §35 skilning að íslenzka þjóðin getur vel komizt af án Thórsara §S og kumpána þeirra í vinnukaupendahópi. En þjóðin getur É=B ekki komizt af án handa og strits verkamanna og allrar 5 alþýðu. Þá staðreynd er raun^r Öllym hollt að hugleiða þeg- jj^ gjar eins stendur á og nú. — s. £55 bandarískum herstöðvum Islenzkur þátttakandi, Gisli Gunnarsson, lýsir páska- göngu brezkra andstœBinga kjarnorkuvopna Aftasta spjaldið sem sést er spjald Islendinganna með áletruninni „Icelandic Youth Says No to US Bases“ (Islenzk æska hafnar bandarískum herstöðvum). Á borðanum fremst á mynd-. inni er merki hreyfingarinnar sem berst fyrir kjarnorkuafvopnun. Það er morgunn, 31. marz 1961, á föstudaginn langa. í litlu þorpi í Essex í grennd við bandarísku herstöðina Wöthersfield hefur hópur manna safnazt saman, sem ætlar að ganga þaðan til að mótmæla framleiðslu kjarn- orkuvopna og erlenúum her- stöðviun á Bretlandseyjum. Þegar við sem lögðum af stað frá Edinborg kvöldið áð- ur komum á staðinn, voru þega:r nokkrir komnir. Brátt fer að fjölga. Nýir hópar koma með nýja fána, „York Young sócialists", Nswcastle Youth Campaign for Nuclear Disarmament“ (æskulýðs- deild Newcastle fyrir kjarn- orkuafvopnun), „Hull Uni- versity College C. N. D., (Campaign for Nuclear Dis- armament) ,Peterburgh Young Communists' cg margir fleiri. Um 12 leytið fóru hóparnir frá London að koma og byrj- að var að fylkja liði. Skammt frá mér var hópur ungs fólks, sem var að koma upp fána, sem á stóÖ „York youth C. N. D.“ Aldursforset- inn hefur varla verið meira en 17 ára og meðalaldurinn 111li1111111111111111 var u.þ.b. 15—16 ár. Ég ræúdi við einn úr hópnum og spurði: „Komuð þið hingað upp á eigin spýtur*. Þetta var mjósleginn stráklingur, gæti hafa verið á fermingar- aldri heima á íslandi, og hann svaraði með Yorkshirehreim, sem maður ósjálfrátt kennir við verkalýðsæsku: „Auðvit- að!“. Þessi hópur var eng- in undantekning meðal göngumanna. Við lögðum af stað um tvö leytið. Um það bil 7000 göngumenn voru þá komnir. Síðasti hópurinn komst ekki af! stað fyrr en klukkan hálf þrjú. Allir gengu undir einhverj- um fána. Oft var fáninn kennáur við héraðið eða borg— ina, sem göngumaðurinn kom frá. Stundum gekk hann und- ir fána einhverra félagssam- taka. Hér voru fánar með áletrunum eins og „Edin- burgh C. N. D.“ „Sussex C. N. D.“, og yfirleilt fánar frá öllum suðurhluta Stóra- Bretlands. Vesturhéruðin gengu frá Aldermaston, sem er kjarnorkurannsóknarstöð mörgum verkalýðsfélögum. Hér var fáni „National Uni- on og Miners, Scottish Di- sirict“, (skoskir námumenn), fáni frá „Blacksmiths Uni- on“ (járnsmiðir), fáni frá „Fire Bridge“ (brunaliðs- menn) fáni frá „Nottingham Trade Council" (verkalýðs- félagaráð Nottingham) og mörgum fleiri verkalýðssam- tökum. Hér voru líka fánar frá mörgum deildum Verka- • ST fSg'fr- - í- 'j’- sgs mannaflokksins og 'liér vortx margir fáriar Kommúnista- flokksins. Skammt frá mér gengu tveir ungir starfsmenn kaupféiagsins í Dumferline, sem er borg d Skot’andi. Kaupfélagið bæði sendi þá og kostaði för þeirra. Hér gengu reyndir verka- menn sem tekið liöfðu þátt. í liungurgöngunum 1930—’40 við hlið 15--16 ára iðnnema og yerksmiðjustúlkna, því að mikið var um ungt fólk. Já kornungt fólk, aðallega verkalýðsæska, var hér í meirihluta. Ekki hafði öll æska Bretlands vei’ið svæfð með þorni áhugaleysis brezks auðvaldsþjóðfélags. Hér voru þúsundir hennar fúsar að ganga fjóra daga fyri’r mál- efni, sem þær báru fyrir brjósti. Stúúentar frá öllum iiá- skóium „Austur“ Bretlands voru hér: Aberdeen St. Andrews, Edinborg, Ducham, Newcastle, Leeds, Cambriige, London og fleiri háskólum. Frá Cambridge tóku meir en 100 stúdentar þitt í göng- unni. Hér var fáni, sem á var letrað „Bi’itish Tlieatre". Fyrir aftan hann gengu eitt- hvað um 150 manns, þ.á.m. margir helzlu leikhúsmenn Breta. Ég var illfær um að kenna þá en mér var sagt, að þar hefði t.d. verið John Osberne sem margir telja bezta leikritahöfund Bret- lands núna og sænska leik- konan Mai Setterling og margt fleira frægra manna. Hér voru margir, sem báru spjöid „New Left. Review Club“. A þeim stóð „Out of Nato“, („Burt úr Atlants- hafsbandalaginu") „A Neutr- alist Britain“ („Hlutlaust Bretlanú") „No Foreign Troops in Britain" („Engar erlendar herstöðvar í Bret- landi“) og ma'rgt fleira í sama stíl. Það var undarlegt að sjá þetta fólk," sem flest er menntamenn og starfa frekar í anda Fabian-scsíal- istanna en marxisma, bera fram róttækustu kröfur allra göngumanna. Síðastir göngumanna voru „Christian Sccialist" og „Society of Frierds", (Kvek- arar). Var það samkvæmt eigin ósk. Á spjöldum þeirra stóð: „Á hverri mínútu er 400 þúsundum punda eytt í hernaðarútgjöld" og „1500 milljónir manna svelta á degi hverjum" Þeir áttu heið- urinn að vera eina fólkið, sem sagði ekki aðeins hvað þeir ekki vildu, he!durx líka hvað þeir vildu í staðinn. Gengið var um' fimm klukkustundir fyrsta daginn. Veðrið var mjög gott og var okkur tjáð að um 9000 manns hefðu gengið, þegar bezt lét. Þá voru um 10.000 manns á Aldermastongöng- unni. í þorpum sem við geng- um í gegnum, var vanalega C. N. D. deild, sem bauð okkur velkomin. Stundum gerðu Verkamannaflokks- deildir slíkt hið sama. Á Jaugandagsnótt var gist í bænum Braintree og var göngumönnunum komið fyrir í skólahúsum. Lagt var af stað klukkan 9.30 um morg- uninn. Veðrið hafði nú versn- að mjög og 'var kcminn versti rigningarkuldi. Hafði það töluverð áhrif á þátttöku í göngunni, og voru aðeins um 4000 eftir þegar numið var staðar í bænum Brentwood klukkan 8 um kvöldið eftir 40 kílómetra göngu þamt dag. En um leið og göngumönn- unum fækkar lækkar meðai- aldur þeirra, Og var gizkað á að á laugardagskvöld hafi hann verið um 19 ár. Yngstu gcngumenrárnir sem ég sá voru tveir strákar, sem varla! hafa verið meira en 8—9 ára. gamlir. Hlunu þeir við fót fram úr öðrum göngumönn- um, þegar þeir sem eldri voru, voru að hn'íga niður af þreytu. Gamla fclkið átti hér samt s;na fulitrúa. Skammt frá mér gekk 75 árp, gömul kona. Var þett.a fiórða fiögurra daga páskagangan, sem hún tók þátt í, og hafði hún aldrei gefizt upp spölkorn. Maður hennar hafði fallið í fyrri heimsstyriöldinrá. Hún var samt engan veginn aldursfoi’- F^Qmha.ld á 10 síðu. brezka hersins. (Hér voru fánar frá fjöl- Wethersfieldgangan koxnin inn í London á fjórða, de,gi göngunnar. .................................................................................................mmmmmmmmmmii..nmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi "LJÚFT ER ÞESSU LANDI Á" - EN ISLENZK MENNING ER í HÆTTU Kári Marðarson er mað- ur nefndur. Hann er samt Bandaríkjamaður og nafn hans í heimalandinu er Pet- er Garleton. Kári Marðarson er hrif- inn af íslenzkri menningu og er mjög annt um hana. Hér hefur hann lagt stund á íslenzku og íslenzkar bók- menntir. Hann talar ekki aðeins íslenzku ágætlega heldur yrkir hann á ís- lenzku sem væri hann bor- inn og barnfæddur norður í Skagafirði eða Þingeyjar- sýslum. — Skyldi það ann- ars eiga fyrir íslenzkunni að liggja, ef skáldin okkar játast öll innfluttri rím- leysu, eða við látum eyða sjálfum okkur sem þjóð, að þá verði það menntamenn vestur í Bandaríkjum Noi’ð- ur-Ameríku sem yrkja fer- skeytlur sér til hugarhægð- ar á máli þeirrar sérstæðu menningariþjóðar sem eitt sinn lifði á „sögueynni“ og skapaði bókmenntir norður undir heimskautsbaug? Það var skömmu eftir Kefla- víkurgönguna að við spjölluð-. um saman um gtund, en Kárí Marðarson er nú á förum vest- ur til Bandaríkjanna. \ — Hefur þu verig lengi a íslandi, Kári? — Ég hef verið hér eitt og hálft ár. Kom hingað fyrst 1958. — Vissirðu nokkuð uip ís- land áður en þú komst hingað? — Já, dálítið. Eitt bezta sem ég vissi um ísland áður en ég kom hingað var það að hér væri ekkert sjónvarp. — Hvernig stóð á því að þú tókst þig upp frá Bandaríkj- unum og komst til lítillar eyj- ar norður undir heimskauts- baugi? — Pabbi sagði mér frá mörgu í fslendingasögunum þegar ég var lítill strákur. Hann var prófessor í ensku og enskum bókmenntum og hafði lesið íslendingasögurnar. — Og nú hefur þú verið hér hálft annað ár. — Já, fyrsta sumarið hér á íslandi var ég í sveit, á Hálsi í Fnjóskadal, og þá ferðaðist ég einnig nokkuð. Svo kom ég aftur í fyrra og hef verið hér síðan. Ég meiddist í fyrra og gat ekki farið að vinna fyrr en í ágúst, og þá vann ég í ísbirninum. í vetur var ég við nám. — Þú sagðir áðan að það bezta sem þú vissir um ísland áður en þú komst hingað haíi verið að hér væri ekkert sjón- v.arp? —Já, ég sagði það. Ég hef haft kynni af því hvað sjón- varp er. Bandaríkin eru mesta sjónvarpsland veraldar. Reynsl- an af því er að sjónvarpið kemur í staðinn fyrir tónlist — góða tónlist, staðinn fyrir bækur, bíó, tímarit, samtöl. í stuttu máli sagt: Það forðar fó'.ki frá að hugsa; kcmur í veg fyrir að það gefi sér tóm til að liugsa. Heimsæki maður kunningja sína að kvöldlagi í Bandaríkj- unum er það venjulegt að þeir setjast með mann við sjónvarp- ið, skiptast á nokkrum orðum meðan auglýsingarnar eru, en síðan er aðeins starað. Ég hef líka tekið eftir því fyrir vestan ,að krakkar taka upp á því að læra fyrir fram- ,an sjónvarpið. Þau setjast þar með lærdómsbækurnar s’nar og fylgjast jafnvel með ..villta vestrinu“ meðan þau læra lexíurnar Þetta er algerlega gagnstætt íslenzkri menningu. Það er ekki lengi verið að rífa niður menningu fámennrar þjóðar. Það væri illa farið ef hin sér- stæða íslenzka menning liði undir lok. ' Einmitt í þessu sambandi vil ég benda á að það er ekki hægt að vanmeta þá hættu sem sjónvarpið myndi leiða yfir ís- lenzka menningu. Það er verið að pranga þessu inn á mann smátt og smátt. Og Morgunblaðið var yfir sig hrifið af því að Kana- útvarpið hér skyldi ekki vera ■með neina þjóðrembu — út- varp sem aðeins er ætlað ame- rískum dátum. — Varstu var við nokkurn mun á okkur þegar þú komst hingað aftur í seinna skiptið? — Já, það hefur orðið mik- il breyting á sl. þremur árum. Það er öðru vísi að labba unx / r Austurstræti nu en var árið 1958, það ber meii’a á tilhaldi, yfirborðsmennsku og skrílslát- um yfirleitt nú en þá. — Varst þú ekki í Keflavik- urgöngunni — sem beint var gegn bandarískri hersetu hér á landi? — Jú, ég var í Keflavíkur- göngunni. Ég var það vegna þess að ég er friðarsinni og þess vegna er ég á móti her- stöðvum og hersetu. — Þú hefúr lagt stund á ís- lenzku og íslenzkar bókmenni- ir hér? Kari Marðarson — Já, ég hef lesið hér ís- lenzku og íslenzkar bókmennt- ir, sótt námskeið sem ætluð eru erlendum stúdentum hér. Nú er ég búinn með nokkur próf, og ég hef verið einn í þessum prófum í vor. — Ætlarðu ,að halda áfram að leggja stund á íslénzkar bókmenntir? — Já, ég ætla að læra ís- lenzku og íslenzkar bókmennt- ir áfram — vestur í San Frans- isco. Fyrsta veturinn ætla ég að lesa Norðurlandabókmennt- ir almennt, annan veturinn vinn ég sjálfstætt að mestu og þriðj.a veturinn vinn ég að rit- gerð. Ljúft er þessu landi á, langar mig þó fríðar, yfir grænan sjó að sjá, San Fransisco hlíðar. — Þú talar ekki aðeins ís- lenzku heldur yrkir líka á ís- lenzku. — Já, ég er alltaf að yrkja eitthvað — en það er ekki til að haf.a eftir. — Er komin heimþrá í þig, ertu írá San Fransisco? — Nei, ég hef aldrei komið þar, hef alltaf verið á austur- ströndinni, en ég ætla að fara þangað og þess vegna varð þetta til. — Segðu mér svo að lokum, hvernig þér hefur fallið við íslendinga — þú hefur bæði kynnzt sveit og b^>rg.. — Mér hefur fallið mjög vel við fslendinga. Hér sér mað- hvað sterk alþýðumenning get- ur gert. íslcnzk menning er sterk og sérstæð. Það hefur ver’ð hægt að tala hér við hvern mann um skemmtilega h'uti, t.d. bækur, og málefr.i sem menn þurfa að hafa hugs- að. En íslenzk menning er í liættu, mikilli bættu. ‘— Hvað hefur þú til marks um það? — Ég hef kennt hér dálítið og það virðist fara vaxandi slæpingjaháttur. Þeim ungu mönnum virðist fara fjölgandi sem hafa ekkert takmark, ekk- ert til að lifa fyrir, að því er virðist; njóta ekki þess að lifa. Skyldi nokkurt takmark vera til hjá sumum þá er það að vera amerískur. Og hvað telja þeir að sé að vera amerískur? Þeir hafa ekki kynni af öðru en kvikmyndaruslinu, hasar- blöðum og dátum, þekkja ekk- ert nema ameríska ómenningn °g apa hana, — halda að þa<> sé amerísk menning! I Bandaríkjunum mynci gjafvaxta stúJka sem farin er að hugsa um pilta ekki látai sjá sig á götunni jóðlandí tyggigúmmí. Hér virðast stúlk- urnar halda að þetta sé fínt. Ég held að það beri þrisvar sinnum meira á tyggigúmmíi hér á íslandi en í sjálfu íram- leiðslulandinu, Ameríku. Ég endurtek, mér hefur fall- ið vel við íslendinga. íslenzk: menning er sterk og ég óska ogc vona að hún haldi velli. J. B. Síðan þetta var skrifað ev Kári Marðarson farinn heimx til sín að loknu glæsilegastaí prófi sem nokkur útlendur maður hefur tekið í íslenzk- um fræðum við Háskóla ís- lands. Nefnist próf þetta a latínu Baccalaureatus plxilo- loeiae Islandicae. Fyrstur út- lendinga náði Kái’i ágætiseink- unn á þessu prófi, hlaut 14.50 stig af 16 mÖKulegum. A3- kvöjdi siðasta prófdagsins hcitt hann heimleiðis. 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.