Þjóðviljinn - 04.06.1961, Síða 4

Þjóðviljinn - 04.06.1961, Síða 4
%) •— ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 4. júní 1961 Maðurinn með ljáinn gerist nú stórhöggur í liði hinna öldnu stcrmeistara varla hafði Löwenfisk verið moldu aus- inn er fregrin um lát pólska stórmeistarans Akíba Rubin- steins barst út um heiminn. Með honum er hniginn í val- inn einn frægasti skákmaður þessarar aldar, af sumum tal- inn snjallasti endataflsmað- ur, sem uppi hefur verið. Rubinstein fæddist árið . 1882 í bænum Stawiski í Pól- lanái. Hann var af fátækri gyðingafjölskyldu, yngstur 12 . systkina, og ólst upp hjá afa sir.um og ömmu. Þrátt fyrir fátækt var honum fyrirhugað að fylla flokk skriftlærðra mann og gerast gyðingaprest- ur svo sem verið höfðu for- feður hans. um margar kyn- sló'ðir. En forlögin höfðu ætl- • að Rubinstein annan hlut. Hann kynnt.ist skákimi 16 ára að aldri og hreifst svo af töfrum hennar, að hann varð aldrei samur maður. í stað þess að verða geist- legur uppfræðari gyðinga varð hann heimsfrægur stórmeist- ari. Vandamenn hörmuðu frá- ' vik hans frá hinni troðnu slóð, en skáklistin auðgaðist um heilt konungsríki. Það vrði of langt mál að telja upn öll þau skákmót sem Rubinstein tók þátt. í ' um dagana og alia hans mörgu sigra. Alls tók hann þátt í 57' skákmótum á skák- Mikill meistari ferli sínum. Hreppti hann fyrstur ver’ðlaúr.i 20 sinnum og .aðgins í fimm skipti var hann ekki meðal þeirra sem verðlaun hrepptu. Beztu ár hans voru fyrir fyrri heims- styrjöldina. 1912 vann hann til dæmis fyrstu verðlaun á 5 skákmótum hverju á eftir öðru, og hefur enginn náð því meti hans enrþá. Það ræður af líkum, að á þessum árum þætii Rubin- stein vænlegt efai í heims- meistara, en þá var ksppni um heimsmeistaratitilinn ekki komin í janfastar skorður og nú, Heimsmeistarinn gat ef hon- um þóknaðist svo hliðrað sér hjá að tefla við hættulegasta ar'lstæðing sinn ýmist með því að telja hann ekki verð- ugan andstæðing eða með cðrum afsökunum. Að vísu mun þessu ekki hafa verið beitt gegn Rubinstein, en vegna skipulagsskorts á flsst- um málum þá dróst óeðli- lega lengi, að stofnað yrði til einvígis milli hans og heims- meistarans, sem þá var Ema- nuel Lasker. Þó var svo komið árið 1914, að ekki þótti fært að slá því á frest lengur og skyldi það fara fram þá um haustið. Eu þá kom babb í bátinn. Heimsstyrjöldin skall á og hindraði öll einvigisáform. Og þegar fallbyssudrunurnar hljóðnuðu loks að fjórum árum liðnum. þá var Rubin- stein breyttur maður. Strfð- hniginn í vzlinn Akíba Rubinstein. ið hafði orkað þungt á lík- ama hans og sál, og hann uiði aldrei sinni fyrri reisn. þrátt fyrir það átti hann enn eftir að vinna marga sigra en það varð aldrei úr þvi, að hann tefldi einvígi um heims- meistaratitilinn. Capablanca varð næsti áskorandi Lask- ers og vann hann í einvígi 1921-. A'rið 1930 vann Rubinstein einn sinn stærsta sigur, er liann hlaut 15 vinmnga af 17 mcgulegum á 1. borði á Olym- píuskákmótinu í Hamborg. En þá var farið að styttast í skákferli hans. Árið 1932 dró hann sig algjörlega til baka fvá þátttöku í opinber- um ‘skákmótum. Tefldi hann þó áfram við vini sína og kunningja annað kastið. — Þannig er talið að belgíski skákmaðurinn O. Kelly hafi notið mjög góðs af þeim sendir íslenzkum sjómönnum og aðstandendum þeirra beztu kveðjur á sjómannadaginn. «UmiJIIIIllllIllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlIIIIIIIIIIIIHIIII!4IlllllllillllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIfIllllllllllllllllllII|lll þjálfun er hann hlaut hjá Ru- binstein á stríðsárunum, en siðustu áratugina bjó Rubin- stein í Belgíu og andaðist þar 14. ma.z s.l. Eins og áður var getið hafði heimsstyrjöldln fyrri þungvæg áhrif á Rubinstein. . Einkum voru hin sálrænu á- hrif djúptæk. Hann gerðist svo hlédrægur og mannfælinn að slikt gat varla samrýmst heilbrigðum geðsmunum. •— Kurteisi hans og tillitsemi við andstæðinginn gékk líka fram úr öllu hófi. Er hann hafði leikið leik sinn stóð hann samstundis upp og settist á afvikinn stað úti í horni sal- arins, sem teflt var í, til að hafa ekki fruflandi áhrif á andstæðinginn. Vék hann ekki þaðan fyrr en andstæð- ingurinn hafði leikið leik sinn. Að sjálfsögðu fór mik- ill umhugsunartími til spillis á þennan háit og átti það sjálfsagt drjúgan þátt í mörgu óvæntu skakkafalli, sem hann varð fyrir á síðari hluta skákferils síns. Þessi framkoma Rubinsteins sting- ur mjög í stúf við þá list, sem Morgunblaðið telur að beitt hafi verið í heimsmeist- araeinvígi á s.l. ári: þ.e. að taka tilhlaup að borði and- stæðingsins og gera honum bilt við! Skákstíll Rubinsteins var einnig brugðið eftir styrjöld- ina. Hinn krystaltæri, rök- rétti, matematiski stíll hafði látið á sjá og hann teflir ekki af sama öryggi og sjálfs- frausti sem fyrr. Hann skorti þá innri ró og jafnvægi, sem var samtvinnað skákstíl hans og bakgrunnur hinnar hár- fínu og nákvæmnu tafl- mennsku. Sem fyrr var getið er Ru- binstein talinn einhver snjall- asti endataflsmaður, sem uppi hefur verið, enda stóð ýms- um stórmeisfurum stuggur af því að þreyta við hann jafnt endatafl. En þótt endatafl væri sennilega hans sterkasta hlið, þá voru margar mið- faflsleikfléttur hans svo snjallar, að þæ'r munu stand- ast tímans tönn sem klass- isk dæmi listrænnrar tafl- mennsku, meðan skák verður tefld. En einnig í skákbyrjunum hefur Rubinstein markað djúp spor. Hann átti t.d. drjúgan þátt í að gera drottn- ingarbrag að því hvassavopni 'sem það hefur reynzt, og knúið hefur svartan til að leita ýmissa nýrra varnar- kerfa t. d. Grunfeldsvarnar- Niemzoindverskrar varnar o. s. frv. Gegn Niemzoindverskri vörn er leikurinn 4. e3 kennd- ur við Rubinstein, en sá leik- ur er enn þann dag í dag al- gengasti svarleikurinn, gegn Niemzoindverskri vörn. í fleiri skákbyrjunum hefur mjög gætt áhrifa frá Rubinstein. Sem kunnugt, ier voru þeir heimsmeistararnir Capablanca og Aljechin litlir vinir og þoldu illa að heyra h-vor öðr- um hælt. Sagt var að þrauta- lending heggja í slíkum til- fellum hefði verið svarið: „Hann er þó ekki betri en Rubinstein". Það má ief til vill segja, að í þeim ummæl- um hafi fólgist nokkur hlut- drægni. En þeir töldu sig þó hafa langt til jafnað. Og þó varð Rubinstein ald'rei heimsmeistari. Þessi hlédrægi maður, sem læddist út i horn til að trufla ekki andstæðinginn dró sig um. fimmtugsaldur algjörlega í hlé frá opinberum kapptefl- um sem áður var getið. Ef til vill hefur hann þá funidið þá ró, sem samrýmdist bezt hans kyrrlátu skapgerð. En þótt þessi mikli meist- ari, sem nefndur hefur verið Spinoza skákarinnar, sé nú allur, þá munu hin dásam- legu listaverk sem hann læt- ur eftir sig fryggja geymd minningar hans í framtíðinni. Og þótt, líkami hans ónáði engan framar, þá mun andi. háns trufla skákheiminn um ókominn aldur með návist sinni. Hér birtist ein af skákum hins látna stórmeistara. Ég hefi ekki valið hana af verri endanum, þa'r sem hún hefur sérstaklega verið skýrð „ó- dauðlega skákin“. Skákin er tefld í Lodz 1907. Hvítt: Kotlewi Svart: Rubinstem Dr ottningarbragð: I. d4, (15. 2. Rf3, e6. 3. e3, c5. 4. c4, Rc6. 5. Rc3, Rf6. 6. dxc5, (Betra er 6. Bd3.) 6. — — — Bxc5. 7. a3, a6. 8. b4, Bd6. 9. Bb2, 0—0. 10. Dd2? (Slæmu'r leikur. Hvítur gat leikið 10. cxd5, exd5. 11. Be2 o. s. frv., þótf það væri að vísu viðurkenning á því, að sjötti leikurinn var siæmur.) 10. -------De7! 11. Bd3. (Meðan svarta drotíningin stóð á d8 gat hvítur að sjálf- sögðu ekki unnið peð á d5 þar sem það mundi kosta hann drottninguna • vegna biskupsskákar á b4. En einn- ig nú er peðið á d5 friðhelgt: II. cxd5, exd5 12. Rxd5, Rxd5 13. Dxd5, Be6 14. Ddl (14. Dg5, Bxb4f) 14.------------- Rxb4!) 11. ---------dxc4. 12. Bxc4, b5. 13. Bd3, Hf-d8. 14. De2. (Á d2 getur. drottningin auð- vitað ekki staðið til lengdar.) 14. ----------Bb7. 15. 0—0, Re5. (Hvítur hefur tapað þremur leikjum í byrjuninni!) 16. Rxe5, Bxe5. 17. f4. (Betra var 17. Hf-dl. Leikí svartur þá 17.---------Dc7, kemur 18. f4, Bxc3 19. Ha- cl o. s. frv.) 17. -------Bc7. 18. e4? (Alrangur leikur!. 18 Hf-dl var enn rétii leikurinn. Hvort. það hefði nægt. til itafl— jöfnunar, úr því sem komið Framhald á 10. síðu. Er dæmdur til að lifa í skugganum Átta ára gamall skozkur drengur, Freddie Mclntosh, er dæmdur til að lifa alla ævi í skugga. Læknar hafa komizt að því að hann er ofnæmur fyrir sólarljósi sem orsakar kvala- fullan hörundssjúkdóm. Hann hefur nú legið í heilt ár í sjúkra- húsi í Edinborg, en læknar geta ekkert annað ráð gefið honum en að forðast allt sólarljós.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.