Þjóðviljinn - 14.07.1961, Blaðsíða 3
--------------------------------------------------------------——- Föstudagur 14. júlí 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Skýrslur sýna að á sama
tíma o» þjóðartramleiðsla
okkar íslendinga héfur auk-
izt um að minnsta kosti
íjórðung á mann hefur kaup-
máttur tímakaups verka-
manna lækkað um 15,5%".
Verkamenn .eiga því heimt-
ingu á raunverulegri kaup-
hækkun vegna þess að svo
i'jarri fer því að þeir hafi
i'engið hlutdeild í iramieiðslu-
aukningu undanfarinna ára
að kjör þeirra hafa þvert á
móti verið skert.
Morgunblaðið og Alþýðu-
blaðið birta í g'ser tölur um
framieiðsluaukninguna á
mann á ári 1946 til 1958, og
þykjast með því sýna að at-
vinnuvegirnir geti ekki borið
nýorðna kauphækkun. Tölur
þessar.sanna þvert á móti að
sé allt með felldu um stjórn
atvinnutækjanna eiga at-
vinnurekendur hægt með að
greiða verulega kauphækkun.
Töiur Framkvæmdabankans
eru á þá leið, að frá 1946
til 1958 hafi framleiðsluaukn-
ingin á hvern fslending num-
ið 25,3% eða rúmum fjórð-
ungi. Gera má ráð fyrir að
síðan hafi verið um frekari
framleiðsluaukningu að ræða.
En á þessu tímabili hefur
kaupmáttur tímakaups verka-
manna og þar með l.'fskjör
þeirra verið stórlega skert.
Sé kaupmitturinn í ávshyr.i-
un 1946 taiinn 100 var hann
komirin niður í 84,5 i vor,
þegar nýafstaðnar vinnudeil-
ur hófust. Á sama tíma og
framleiðslan á hvert manns-
barn, afköst vinnandi fólks.
ukust um meira en fióvðung,
var kaupmáttur tímakaups
verkamannsins skertur um
sjötta hluta.
Nú vill valdaklíka atvinnu-
rekenda og rikisstjórnin
halda áfram á sömu braut,
ræna verkafólk nýfenginni
kauphækkun með því að
veita henni af atvinnurek-
endum út í verðlagið. Tölurn-
ar sem hér liafa verið til-
færðar bera með sér að slík-
ar ráðstafanir stafa ekki af
ncinni nauðsyn, heldur eru
þær skipu’.agt þjóðfélagslegt
rarelæti, verk þjóðfélagsafla
sem á undanförnum árum
hafa sölsað undir sig óhæfi-
lega stóran hluta þjóðartekn-
anna og vi'ja með engu móti
sleppa neinu af ránsfcng sín-
um.
Rikissfjórnin skipuleggur
/>jóSfélagslegt ranglœti
Enginn þarf lengur að láta ósvífna
bílabraskara snuia sig í viðskiptum
í dag tckur til starfa, hér í
bæ nýtt fyrirtæki, er nefnist
Bílaíikóðuharstöðin. Er hlut-
verk þessa fyrirtækis í því fó!g-
ið að skoða gamla og notaða
bíla til þess að finra bilanir,
hvort heldur sem eru í vél,
undirvagni, hjólum og stýrisút-
búnaði eða húsinu sjálfu. Hef-
ur ekkert fyrirtæki þessarar
tegundar verið til hér á landi
en eru orðin mjög algeng víða
úti og hafa þótt gefa góða
raun.
Framkvæmdastjóri Bílaskoðun-
arstöðvarinnar er Gylfi Hinr-
iksson vélaverkfræðingur en
verkstjóri verður Pálmi Frið-
riksson bifvélavirki. Hafa þeir
báðir dvalizt úti í Svíþjóð til
þess' að kynna sér starfsemi
slikra stöðva og 2æra á þau
tæki, sem notuð eru, en flest
þeirra eru alger nýjung hér á
landi. Þeim til aðstoðar við
uppsetningu véla hefur verið
sænskur sérfræðingur á þessu
sviði, Ronald Holm, er starfað
hefur hjá Kungliga Automobil
Klubben í 36 ár. Mun hann
starfa hér a.m.k. mánaðartíma
Sumcrleyfisferð
um Fjallabaksveg
Níu daga ferð um Fjalla-
baksveg hefst á vegUm Ferða-
ekrifstofu Úlfars Jaeobsens á
laugardaginn. Farið verður um
Landmannalaugar, Eldgjá,
Kírkjubæjarklaustur, Núpstað,
gengið í Núpstaðaskóg og í
bakaleiðinni farið um Vík í
Mýrdal c-g dvalið einn dag í
Þórsmörk. Einnig efnir ferða-
skrifstofan til tveggja helgar-
ferða um næstu helgi, í Þórs-
mörk og Landmannalaugar. Á
þriðjudag verður farið í veiði-
ferð á Amarvatnsheiði.
á meðan verið er að koma
starfseminni af stað.
Bílaskoðunarstöðin er til húsa
í nýju húsnæði * 1 að Skúlagötu
36. Tækin, sem stöðin hefur afl-
að sér eru frönsk, dönsk og
ensk, þau fullkorrinustu, sem nú
tást til þessara hluta. Þegar
bifreið er tekin i heildarskoðun
er fyrst athugaður undirvagn-
inn nákvæmlega svo og hjólin
og stýrisútbúnaðurinn. Eru
framkvæmdar sérstakar prófan-
ir með þar til gerðum mælitækj-
úm og má lesa af þeim t.d.
hvernig stýrisútbúnaðurinn
verkar, hvort dekkin eru í jafn-
vægi eða hvort kast er á þeim,
hver bremsukrafturinn er o.s.
frv. Síðan er frafnkvæmd ræki-
leg skoðun á mótornum og mælt
hvernig hinir ýmsu hlutar hans
verka og sýna mælitækin hverju
þar er ábótavant. Einnig eru
sérstök tæki til þess að kanna
ljósastillinguna og Ijósastyrk-
leikann, tæki. er mæla rafkerf-
ið, athuga hvort hraðamælir-
inn gengur rétt „o.s.frv.
Ennfremur er sérstakt tæki,
er finnur í gegnum lakk og
málningu, hvort ryð er undir
eða húsið hefur orðið fyrir ein-
hverjum áverkum; sem búið er
að hylja með sprautun. Að lok-
inni allsherjar skoðun á bifreið-
inni er fyllt út sérstök • skoðun-
arskýrsla þar sem hverjum ein-
stökum hluta bifreiðarinnar er
gefin ákveðin einkunn eftir þvíí
hvernig hann hefur reynzt við
prófunina. Slík heildarskoðun
kostar sjö hundruð krónur, en
einnig er hægt að fá skoðaða
einstaka hluta biireiðafinnar
sérstaklega. Hægt er að skoða
þrjár bifreiðir í einu og tekur
allsherjarskoðun um þrjár
klukkustundir. -
Gera má ráð- fyrir, að slík
, skoðun sem þessj geti. koniið að
miklum notum bæði í sambandi
við bílaviðgerðir, því að ekkert
verkstæði hér mun hafa yfir að
ráða slíkum tækjum, og eins í
sambandi við bílasölur, en mik-
il brögð eru orðin að því, að
þeir, sem kaupa notaða bíla,
séu sviknir á gæðum þeirra, en
skoðun á þeim framkvæmd í
þessum tækjum á að geta JLeitt
alla þeirra galla í ljós og sagt
til um ástand þeirra.
Fréttamönnum var í gærdag’
boðið að skoða þetta nýja fyrir-
tæki, sem er hið glæsilegasta að
öllum búnaði. Fluttu við það
tækifæri ræður auk forstjórans,
er bauð gesti velkomna og lýsti
fyrirtækinu, Sveinn Ásgeirsson
hagfræðingur fyrir hönd Neyt-
endasamtakanna og Arinbjörn
Kolbeinssón læknir fyrir hönd
Félags íslenzkra bifreiðaeigenda.
Fögnuðu þeir báðir stofnun fyr-
irtækisins.
Starísíþróttakeppni
Siarisiþróttakeppnin á 11. landsmóti ungmennafélag-
anna að Laugum vakti verðskulrfaða athy.gli. Starfs-
íþróttakeppnin skiptist í nautgriparfóma, hestadóma,
dxáttarvélaakslur, jurtagreiningu, gróðursetningu trjá-
plantna, matreiðslu, saum og línstrok. I starfsíþróttum
tóku þátt um 100 manns og sljórnaði keppninni Stef-
án Ólafur Jónsson kennari ásamt Steinunni Ingimundar-
dóttur, heimilisráðunaut.
Á efri myndinni eru systkinin Sigríður Sæland og
Gústaf Sæland HSK við jurtagreiningu, en þau urðu
nr. 3 og 5 í keppni unglinga. Á neðri myndinni er
keppandi i saumi, en því miður höfum við ekki nafn
hans. — (Ljósm.: Ari Kárason).
Siglfirðingar gramir vegna þess ai
ekki er leitað fyrir Norðurlandi
Siglufirði í gærkvöld: frá frétta-
ritara. — Allmörg síldarskip eru
nú á leið til Siglufjarðar af
austursvæðinu með fullfermi.
Þegar hafa komið nokkur skip
og lokið við að landa og önn-
ur eru á leiðinni. Hluti af afl-
anum er saltaður, en mest fer
i bræðslu.
Það hefur vakið mjög mikla
gremju hér á Siglufirði að síð-
an síldin hvarf af austursvæð-
iriu hefur ekkert verið leitað á
miðunum fyrir Nórðurlándi, en
þgr er nú, og hefur verið únd-
anfarna tvo sólarhringa, bezta
veiðiveður. Engin s'ldarskip eruj
á veiðisvæðinu, en hinsvegar er
vitað, að vart hefur orðið við
allmikla síld þar.
Leitarskipið Ægir liggur nú í
Reykjavik og mun mannskapur-
inn vera í sumarfríi. Finnst
mönnum að hægt hefði verið að
velja annan og' betri tíma til
þess.
Síldarskipið Fanney hefur ver-
ið innan Iim síldarskipin á aust-
ursvæðinu að þv: er virðist al-
vég' að ástæðulausu. Síldarmagn
ér þar svo rriikið að skipin hafa
ekki verið í vandræðum með að
finna hana. Þó hefur heyrzt að
Fanney muni eiga að leita á
norðursvæðinu á morgun, en
það finnst mönnum hér a.m.k.
þrem sólarhringum of séint og
er mikil óánægja ríkjandi vfir
þessari ráðabreytni ráðamanna
Síldarleitarinnar.
Vsðurútlitið
Hæg breytileg átt, léttskýjað að
mestu.