Þjóðviljinn - 14.07.1961, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.07.1961, Blaðsíða 7
$)i'4- Þ/ðt)VILJlNN — Fösttíáágurt l¥ HOfitotíþltr Föstudagur 14; jtílí lðOl — ÞJÖÐVILJINÍÍ; — f£. hösviuinn I HULU LYFT AF DAGLEGU Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu - # Sósíalistaflokkurinn. - Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Olafsson, Sigurður Guðmundsson. - JFréttaritstjórar: ivar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magriússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 45 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Vesælar verðbólguafsakamr TJíkisstjórninni og flokkum hennar verður t>að áreiðanlega dýrt að steypa þjóðinni nú út í verðbólgu og dýrtíð. Svo augljóst er það hverjum hugsandi manni að það vseru -örvæntingarráðstafanir afturhaldsins, sem reynir á þennan hátt að hefna sín á alþýðu manna og ná sér niðri eftir ósig- urinn í verkföllunum. Hin röksemdin er ekki frambærileg við neinn, að kauphækkanir sem ekki nema meiru en 5—6% meira en ríkisstjórnin taldi vel framkvæmanlegt án nokkurra sérstakra ráðstafana, hljóti að setja allt þjóðlífið úr skorð- um og kalla á verðhækkanir á öllum sviðum og nýja verð- bólguöldu! Þegar' stj'órharííðið hefur gengið svo langt að neita því, að stjórnarblöðin há'fi haldið þessu fram, hefur Þjóðviljinn birt myndamót af stórfyrirsögnum Morgunblaðs- ips þar sem verkamenn voru beðnir að tryggja sér raunhæf- ar kjarabætur með því að samþykkja sex prósent kauphækk- Tlíkisstjórnin og flokkar hennar verða að sætta sig við það hvort sem þeim líkar betur eða verr, að áróður þeirra um kauphækkanirnar sem orsök almennrar verðhækk- unar og verðbólgu verður beinlínis ekki tekin alvarlega, vegna þess að menn hafa fyrir augum fullyrðingar þessara sömu flokka um að sex prósent kauphækkun þýddi raun- hæfar kiarabætur. Ekki þarf nema heilbrigða skynsemi til að sannfærast um, að munurinn á því og hinu sem samið var um er ekki meiri en svo, að það er beinlínis hlægilegt að æpa upp að allt þjóðfélagið fari úr skorðum og. þörf sé ijafnvel nýrrar gengislækkunar vegna þess munar. Þu skalt ekli stela ¥*að er algert ö.fugmæli og falsrök að kauphækkanimar * sem nú hafa náðzt hljóti að verða orsök almennra verð- '1= hækkana. Kauphækkanir'nar éru einmitt afleiðing hinnar S gífuriega auknu dýrtíðar sem Sjálfstæðisflökkurinn og Al- |H þýðuflokkurinn hafa skipulagt undanfarin ár og látið dynja = á alþýðuheimilunum. Og jafnframt hafa þessir sömu flokkar m lækkað kaup allra launþega í landinu og ómerkt með þving- S unariögum þau atriði í samningum verkamannafélaganna |si og. annarra launþegasamtaka, sem mæltu svo fyrir að verka- = memj skyldu fá uppbætur á kaup ef verðlagið hækkaði. ■Wferkalýðssamtökin gáfu núverandi ríkisstjórn Iengri tíma §§| * til að átta sig á þessari háskalegu braut en flestum þeim |§§ ríkisstjórnum sem ráðizt hafa á kjör fólksins, og allt fram ||= á si. vetur reyndi Alþýðusamband íslands að koma vitinu §§| fyrir rikisstjórnina og bauð henni, að tilteknar ráðstafan- ir sem gerðar yrðu í þá átt að lækka verðlag og létta .,við- = reisnar‘'byrðunum af almenningi skyldu metnar af verka- j§3 lýðssamtökunum sem beinar kjarabætur. Þannig þraut- ͧ§ reyndþ verkalýðssamtökin bæði við ríkisstjórn, og síðar í §S samningsumleitunum við .atvinnurekendur, hvort nokkur alv- §§§ ara-fselist í slagorðum afturhaldsins um „kjarabætur án verk- |||j fallg". Við þær tilraunir kom í Ijós að bak við þessi vígor𠧧§ varí ekki neinn veruleiki, heldur einungis blekkingar og sj§ áró^iur. átti verkalýðshreyfingin að sjálfsögðu aðeins eina leið ^ * . eftir. Gagnvart nautslegri þrjózku vinnukaupenda, sem = Teiknuðu með hjálp a.fturhaldsríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks- §|§ ins, og Alþýðuflokksirts til að sigrast á verkalýðsfélögunum, Sj átti alþýðan ekki annað vopn en verkfallsvopnið, og beitti 35 því. með þeim árangri, sem nú er öllum kunnur. Og verka- = menn og aðrir launþegar munu ekki sætta sig við annað en §i§ umpmdar kjarabætur verði raunhæfar. Eigi að stela þeim 33 affor eins . og Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn isl virðast nú æt!a að reynJft, og misnota til þess rikisvaidið og = hæjarstjórnir, heldur barátian áfram þar tii þessum flokk- g i(m hefur verið kennt að 'PtíW er hægt að stjórná b«ssu landi |p 4 stríúi. yið verkalýðshreyfinðruna. . .. Lúðvik Kristjánsson: Af slóðum Jóns Sigurðssonar. Skuggsjá. Á átta árum hafa komið út fjórar bækur eftir Lúðvík Kristjánsson. Þær eru sagn- rit um það tímabil í sögu ís- lands, sem kenna mætti við Jón Sigurðsson, og allar í ná- inni snertingu við sögu hans. Þrjár fyrstu bækurnar heita allar einu nafni Vestlendingar. Þær bækur eru dýrlegur lest- ur hverjum þeim, sem hefur áhuga á sagnfræðilegum efn- um og ánægju af að nema nýjan fróðleik um hagi lands og þjóðar á umræddu tímabili, sem er okkur svo nærri, en þó sveipað þvílíku mistri, að það er sem okkur birtist nýir heimar, þegar frá er sópað. Bækurnar eru samfelld menn- ingarsaga Vesturlands á fyrri helmingi 19. aldar og verða um leið mikilvægur þáttur í sögu þjóðhetjunnar Jóns Sig- urðssonar, greinir þann jarð- veg, sem frjósamastur reynd- ist frelsis- og menningarboð- skap hans. Þær leiða fram í dagsins Ijós hvert stórmennið af öðru, víðs vegar um byggð- ir Vesturlands, í ýmsum stétt- um, menn sem maður fyrr hafði að litlu eða engu heyrt getið, og aðra, sem manni höfðu áður verið hugleiknir, en maður sér nú í skýrara og glæstara ljósi. Maður kynnist hverri hversdagshetjunni af annarri, sem maður hafði ekki þekkt fyrr eða aðeins heyrt getið. Og við hvem kafla bæt- ist einn við í hóp vina, sem verða ógleymanlegir. Það er hópur gáfaðra mannkosta- manna, sem erjuðu aldagamlar þúfur í íslenzkum túnum, en stóðu eins og klettar í storm- um þrenginga fátækrar þjóðar á fyrstu vordögum nýs þjóð- lífs. í formála síðasta bindis Vestlendinga fer Lúðvík svo- felldum orðum; ,,F.vrir átján sumrum lagði ég leið mína vestur í Flatey til að ganga úr skugga um, hvað ieynast kynni í skjala- og handritas'afni Framfara'stofnunarinnar um sjómennsku ; á' ' ,;“Véstúrlándi. F,kki óraði mig fyrir því þá, að sú leit yrði kveikja að stóru riti um óskylt efni“. Hafi Lúð- vík haft í huga fyrirheit spá- mannsins: „Leitið, og þér mun- uð finna“, þegar hann hóf leit sína í skjalasafninu í Flatey, þá hefur hann fyrirfram full- vissað sig um að finna gögn um sjómennsku við [vejtur- kjálka íslands. En í hinu hef- ur hann sízt átt vonir, að þar fyndi hann ,aðra hluti, sem yfirskyggðu með öllu það. sem hann upphaflega leitaði að, og yrði honum svo hugstætt og brennandi viðfangsefni sem Lúðvík Kristjánsson raun hefur á orðið. Svo get- ur þeim farið,-sem næmir eru fyrir nýjum sannindum, sem ávarpa þá á förnum vegi. Og Lúðvík ,var á það kom- inn, en ekki af .því látinn, að kíkja í gamla skjala- og bréfa- bunka. í skjalasafninu í Flat- ey komst hann inn á slóðir Jóns Sigurðssonar. Þar voru gögnin um marga fremstu sam- herja hans í þjóðfrelsisbarátt unni og þar voru opnaðar dyr til að kynnast samstarfi for- ingjans við hugsjónamenn og forustumenn héraðanna. Og skjalasafni Flateyinga hafði hann ekki fyrr gert viðhlít- andi skil en hann var kominn á kaf í bréfasafn Jóns Sig- urðssonar. Upp úr þeirri námu vinnur Lúðvík nýjustu bókina sína, fullar 22 arkir, auk þess 40 myndir, meðal annars af þýð- ingarmiklum skjölum varðandi líf Jóns Sigurðssonar. Þetta er bókin, sem Lúðvik gefur nafn- ið: ..Á slóðum Jóns Sigurðs- sonar“. Það er engin ævisaga Jóns Sigurðssonar. það er ekki einu ‘ sinni minnzt á það, hvenær og hvar hann er fæddur. Það eru þrjú ákveðin atriði varð- andi sögu Jóns. sem Lúðvík rannsakar í ijósi bréfanna, og í samræmi við það er bókin í þrem _ skýrt afmörkuðum köflum. Fyrsti kaflinn heitir: „Þjónusta án launa“. Þar er geysimikinn fróðleik að finna. Flestir þeir sem fást eitthvað við íélagsmál gera sér ijóst, að á því sviði liggur þrotlaust starf á herðum hugsjónaríkra forgöngumanna, og enginn ís- lendingur hefur efazt um, að það átti ekki sízt við um Jón Sigurðsson. En hugsað get ég, að flesta reki þó í rogastanz, þegar Lúðvik opnar fyrir okk- ur heimildir bréfasafnsins um þau efni. Þar sjáum við i nýju ljósi , starf hans fyrir Bók- menntafélagið og Félagsjritin. En umfram allt göpum við ýf- ir þeim ódæmum, sem htaðizt hafa á mauninn af hvers kon- ar kvabbi og hann undir, ris- ið. í sannleika sagt eru þeir þættir bókarinnar sem frá þvi herma, öðrum þræði hrein- asti skemmtilestur og verka á mann eins og garoansögur. Það voru nú meiri ósköpin, sem mönnum datt í hug að demba á frelsishetju sína í Kaup- mannahöfn, og ekki getum við varizt þeirri hugsun, að nokk- urs hafi verið ávant um full- kominn skilning- kvabbenda á hlutverki Jóns sem forustu- manns í frelsisbaráttu þjóðar- innar og rétt mat á því starfi, sem ínna þurfti af hendi fyrir þær sakir. Kvenskraut, hökla og ljósapípur, grasfræ og pappír, öngla og salt, trjávið og hunda. Þetta og ótalmargt fleira þurfti Jón Sigurðsson að útvega og senda víðsvegar um Jand. Og ef meðfylgjandi pen- ingar skyldu ekki reynast nóg- ir, þá var hann beðinn að hjálpa upp á sakirnar. Svo þurfti hann að afla markaðs fyrir smjör frá Möðrudal og rjúpur úr Reykjavík, útvega bækur um notkun lifrar og sundmaga, afrit af kaupmálum og landamerkjabréfum, ef ná- grannar þurftu að útkljá landa- merkjadeilur sínar fyrir dóm- stólum, og hann þurfti að greiða fyrir argi út af týndu kofforti. Honum eru send bréf, jafnvel i bunkum, sem hann á að koma til skila eða póst- leggja til sem skjótastrar fjm- irgreiðslu. En þá tekur þó út yfir allan þjófabálk, þegar prestsdóttirin frænka hans leitar á náðir hans. Hún hafði leiðzt „inn í þá fávizku að trú- lofast dönskum manni“. Nú er sá danski þrjótur kominn í gullnámurnar í Kaliforníu og hefur slitið öllu sambandi við sína elskuðu. En hún er ekki á því að sleppa honum, skrif- ar Jóni Sigurðssyni og segir honum sínar farir ekki sléttar, biður hann að taka á móti sér, þegar hún komi til Hafnar með haustskipi, þar ætlar hún að sitja fyrir sinum elskaða, sem hún hefur heyrt áð muni koma þangað með veturnótt- um: Og svo léggur hún inn í bréf tii unnustans og biður ■ Jón að hafa einhver ráð með að koma því til hans í gull- námurnar. Næsti þáttuj heitir: „Þegar Jóni reið a’Ira mest á“. Það er sá kafli, sem mörgum mun koma mest á óvart, og þar er skörjulegast haggað við •: eldri kennisetoingum varðandi sögu Jóns Sigurðssonar. Það hefur verið trú vor og skoðun, að Jón hafi búið við hina mestu: örbirgð þar úti í kóngsins Kaupmannahöfn vegna ofsókna • danska konungsvaldsins, sem neitaði, honum um stöður í hefndarskyni fyrir stjórnmála-: starf hans nema þá með þeim skilyrðum sem bundið hefðu hendur hans í þjóðfrelsisbarátt- unni. En upp úr bréfasafni Jóns Sigurðssonar dregur Lúð- vík þau sannindi að í Dan- mörku mætti Jón tiliölulega litlum hirtdrunum af stjórnar- innar hendi og jiar r.tti hann háttsetta rini, sem voru htn- um mjög ntnan handar vm embættisútyeganir, og Jón var lengstuin sæmtlega efnum bú- Skrifborð og skrifborðsstóll Jón,s Sigurðssonar. Teppið á veggnum er einnig af heimili hans. inn, þrátt fyrir fádæma tisi.u og mikið fé, sem hanu lagði í bóka- og handrítasain siit. Fn einu sinni sá Jón þó svart í álinn, og þa hugkvæmdist hon- um það ráð að leita til vir.a sinna á fslandr. með ósk um launað starf í sambandi Við íslenzk viðskiotam.ál, sem nú voru óðum að færast i' aúk- ana og ekki sízt fyrir rtbtina Jóns Sigurðssonar. Sú saga er mikil tragedía í -látlauju formi, þar sem það er aðaiverk hcf- undar að raða saman lréfa- köflum. AðatfuHtrúum hans fallast hendur frammi fyiir vandanum. og einn þir.gskör- ungur virðist halda sig he-ma um þingt'mam tí". að komast hjá því að vsta við . vandann riðinn, Sjálfvr hafði hann ekki. ástæður til að koma til j..;ngs, og vinir hans. se:n ha? n treysti bezt, viðurkerna með bljúgu sinni, hvernig hlulirnir fara í handaskolum. begar fcr- ustu hans nýtur ekki v:'ð. Síðasti kaflinn heitir; „Jón Sigurðsson og Georg Powell“. Það er meistaralegri komik- tragedía en mig hefði órað fyr- ir að hægt væri að semja með því einu að skeyta saman bréfkafla úr bréfasafni eins einasta manns. Allur er kafl- inn með þeim hætti, að allt frá upphafi til enda bíður les- andinn þess í ofvæni, hvað næst muni koma og hvernig málum rnuni lykta. Um það hefur gengið þjóð- saga, sem hefur þótt jafngilda sögulegum sannindum, að svo hafi örbirgðin þrengt að Jóni Sigurðssyni, að enskur auð- maður, Georg Powell að nafni, hafi fyr.ir orðastað Eiríks Magnússonar í Cambridge , aumkazt yfir Jón og lánað honum stórfé, en tekið veð í bóka- og skjalasafni hans, þar með talið dýrmætt handrita- safn; í ljósi bréfakaflanna, sem Lúðvík gerir að uppistöðu frá- sagnar sinnar, horfa málin við nokkuð á: annan veg. Þar verð- ur þetta spennandi róman, án þess - að höfundur leggi neitt verulegt til rrtála annað en að. rpða saman tilvitnunum í bréf, hverra sagnfræðilegt heimilda- gildi ‘ verður ekki véfengt. Fyrstur, kemur til sögunnar ungur og svallgefinn Breti, sem á von mikilla auðæf-a og elur með sér þann ákveðinn ásetn- ing að verja sínum auð til að njóta lífsins o.g Verða frægur maður um aldir fram fyrir eitthvert framlag til menning- armála. Hann fær áhuga fyrir íslenzkri menningu og sögu, kemst í kynni við Eirík Magn- ússon, og það er gert áhlaup á Jón Sigurðsson að rita sögu íslands, sem Powell á að öllu leyti að standast kostnað af, og hans nafni skal hún svo á löft halda um ókomin ár. Powell er fús til að gangast undir hinar rlkmannlegustu skuldbindingar um fjárfram- lög í trausti þess, að faðir hans, sem hann skal erfa, en heldur fast í fé við son sinn, deyi á hverri stundu. En það er það, sem karl svíkst um, hvað strákur telur hann þó skyldugan til að gera sam- kvæmt öllum liffræðilegum lögmálum. Og það er þessi þybbni í karlinum, sem skap- ar spennu sögunnar. f hverju bréfinu af öðru er lífsseigja hans megináhyggjuefnið, og dauði hans, sem átti að vera lausn viðfangsefnisins, kemur ekki fyrr en eftir dúk og disk, þegar málið hefur verið leyst eftir öðrum leiðum. En Jón meðtekur 1400 pund fyrir að skrifa sögu íslands og búa hana tii útgáfu á næstu íjórum árum, og hann gefur Powell- veð í skjalásafni sinu fyrir því, að verkið skuli gert. En svo skrifaði Jón aldrei þessa ís- landssögu. Ekki var hann þó meir á flæðiskeri staddur fjár- hagslega,. þegar þetta gerist, en svo að fyrir þessa upphæð kaupir hann hlutabréf í Prív- atbankanum, og af þeim bréf- um fékk hann þá upphæð í ársvöxtum, sem svaraði lækn- islaunum á íslandi. En svo leit þetta anzi illa út á tíma- biii, þegar Jón var kominn að fótum fram og Powell var far- inn að rukka um efndirnar. En allt fór þetta ljómandí vel. Powell sleppti veði sínu í bókunum og hlaut gullúr sem heiðursgjöf fyrir framlag sitt í þágu íslenzkrar sjáifstæðis- baráttu. Hann undi máialokumi hið bezta, enda blindfullui’, þegar komið var á fund han& til samninga. Ekki meira um það. Það er mikil vinna, sem ligg- ur á bak við bækur Lúðvíks Kristjánssonar, og vinnugleði höfundar leiftrar af hverri síðu. Þessi síðasta bók er hríf-, andi skemmtilestur hverjum þeim manni, sem hefur ein- hvern snefil af hæfileikum til að njóta yndis við að skyggn- ast bak við yfirborð hinnar •almennu sögu og inn í hvers- dagsslíf söguhetjanna. Lúðvík Kristjánsson vinnur ómetanlegt starf með því að draga fram úr rykföllnum. skjalabunkum heimildirnar að sögu íslands á 19. öld, einu merkasta tímabili hennar og glæstasta. Við erum furðulega fáíróð um það tímabil, og þó er þetta ekkert annað en sag- an frá deginum í gær. Það má vera okkur. mikið fagnaðar- efni, að Lúðvík heldur ótrauð- ur áfram á sömu línu og er nú að grafa upp gleymdar hetjudáðir úr baráttu íslenzkra bænda fyrir því að draga verzlunina úr klóm dönsku selstöðukaup- mannanna. Við höfum þegar hlotið forsmekk þess í gegnum útvarpið, og það væri sorglegt, ef ekki væru það nokkur hundruð eða jafnvel þúsuncl manna á íslandi, sem hiðu þcss verks í bókarformi með nokk- urri tilhlökkun. Gunnar Benediktssort 1 bæta aðbúð, fræðslu tornæmra barna Annað aðalmál uppeldismála- þings • Sambands íslenzkra barnakennara sem haldið var J í síðasta mánuði var kennsla og skólavist tornæmra barna og unglinga. Um það mál gerði þingið eftirfarandi ályktun; Tólíta uppeidismájaþing Sambands íslenzkra - bárna- kennara .0 g Landssambands framhaldsskólakennara telur allmikið skorta á, að aðbúð tornæmra bama og unglinga í skólum landsins sé með þeim hætti sem æskilegt er, og bendir á nauðsyn þess, að skól- unum séu sköpuð þau.skilyrði, að hver einstaklingur fái sem bezt notið- sín og þroskað þá hæfileika, sem hann þýr yfir,- Þingið fagnar því, að í Reykjavík hefur verið sett á stofn sálfræðideild skóla og geðverndardéild “ við Heiisu- verndarstöð Reykjavíkur. • Þing- ið treystir því, að.nægir starfs- kraftar verði fengnir til að • sinna itþví mikilvægá hlutverki, er þessum, stofnunum . er ætl- að ,áð rækja í þágu skólastarfs- ms. Jafnframt iýsir þingið stuðn- ingi sínuní við þá ákvörðun Barnaverndarfélags Reykjavík- ur og Reykjavíkurbæjar að reisa lækningahæli fyrir tauga- veikluð börn. Þingið lýsir ánægju sinni yfir þeim undirbúningi að hágnýt- ingu skólaþroskaprófa, sem fram hefur farið að tilhlutan Fræðsluskrifstofu Reykjavík- ur og þakkar forvígismönnun- um ötuit starf. Jafnframt vænt- ir þingið ,þess; að skólaþroska- prófin. ‘ verði hið- fyrsta tekin í notkun, þar sem ástæður Jeyfa. Þingið telur, að með öllu þessu sé lagður traustur grund- völlur að framhaldandi þróun þessar.a mála og skorar á fræðslumálastjórnina að vinna að því, að hliðstæð þjónusta verði tekin upp utan Reykja- víkur. Þingið fagnar því, að hafinn er undirbúningur að stofnun skóla í Reykjavík fvrir börn, sem að dómi. sérfróðra manna skortir hæfileika til nð stunda nám i almennum skóla, eins og gert er ráð fyrir í iögum um fræðslu barna og lögum um gagnfræðanám. • Jafnframt bendir þingið á nauðsyn þess, að nú þegar fari fram gagngerð athugun á-því, á hvern hátt verði bezt séð fyr- ir uppeldi og fræðslu bama og unglinga,v sem að dómi hiutað- eigandi kennara. og skólastjóra spilla góðri reglu ; í skólanum og eru miður heppileg fordæmi öðrurn bÖTnum. Þingið. telur einnig timabært, að athugaðir verði möguleikar á stofnun síðdegis- eða kvöld- skóla, þar sem hinum tornæmu unglingum yrði að loknu skyidunámi gefinrt kostur á frekari fræðslu samhliða at- vinriu. Þá felur þingið Stjómum S.I.B. og L.S.F.K. að vinna að því við hlutaðeigandi yfirvöld, að eftirfarandi úrbætur verði gerðar varðandi kennslu og skólavist tornæmra barna og unglinga: 1. í bekkjum fyrir tornæm börn: við barna- og unglinga- skóla verði ekki fleiri nem- endur en 12—15. 2. Samin verði sérstök náms- áætíun fyrir tomáemu bömin og daglegur kennslutimi þeirra lengílur. 3. ;Ráðnir verði valdir kenn- arar til að annast kennsluna og verði kennsluskylda þeirra 4/5 hlutar af kennsluskyldu kennara viðkomandi skólastigs. Yfirvöld fræðslumála sjái þess- um kennurum fyrir möguleik- um á sérmenntun í kennslu og uppeldi tornæmra barna og unglinga. 4. Menntamálaráðherra skipi eftir tilnefningu S.Í.B. og L.S. F.K. 5 manna nefnd sérfróðra manna til þess að útvega og láta gera sérhæfð kennslugögn fyrir tornæmu börnin. Þingið leggur áherzlu á, að reynt verði að koma þessum tillögum í ■ f ramkvæmd svo víða sem unnt er, í byrjun næsta skólaárs.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.