Þjóðviljinn - 03.09.1961, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.09.1961, Blaðsíða 7
 Litíð /nn á Barnadeild Landspitalans Verður Island innlimað? Qtjórnarflokkarnir og erlendir húsbændur þeirra virð- ^ ast ætla að reyna á þessu hausti eða nú í vetur að vinna hið versta verk sem þeir hafa unnið á valda- tíma sínum, ólánsverk sem haft getur ófyrirsjáanleg- ar afleiðingar fyrir íslendinga um langa framtíð verði því ekki afstýrt. Ráðamenn Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins hafa sennilega tekið þá ákvörðun að reyna að þvæla íslandi inn í samsteypu auðhringa og auðvaldsríkja Evrópu sem nefnt hefur verið sexvelda- bandalagið. Samkvæmt fyrirskipun bandarískra valda- manna hafa ráðherrar núverandi ríkisstjórnar unnið að undirbúningi þessa afsals á sjálfstæði íslands og Morgunblaðið hefur það eftir Gunnari Thóroddsen að „margt bendi til“ að það verði „óhjákvæmilegt". í seinni tíð hefur einkum Gylfi Þ. Gíslason reynt að undirbúa innlimunina með ræðum og skrifum og á- róðri bak við tjöldin. Blöð Sjálfstæðisflokksins hafa ekki látið sitt eftir liggja af ábyrgðarlausum gyllingar- áróðri um „hagnað“ íslendinga af aðild að sexvelda- bandalaginu, en látið sem minnst bera á þeim kvöðum og skuldbindingum sem ísland gengist undir, og gerðu landið að valdalausum hrepp í voldugu ríki þar sem allar ákvarðanir er máli skiptu yrðu teknar af ríkis- stjórnum stórvelda og auðhringa Vestur-Evróþu, líka ákvarðanir um úrslitaatriði íslenzkra efnahagsmála og stjórnmála. Stjórnarflokkarnir eru hér að leika sama óþverraleikinn og þegar þeir voru að smeygja fjötrum Atlanzhafsbandalagsins og erlendra herstöðva á ís- lenzku þjóðina. Þeir reikna með andvaraleysi fólksins, að því skiljist ekki fyrr en inngangan í sexveldabanda- lagið er gerður hlutur hve illa er þá komið sjálfstæði þjóðarinnar og framtíð íslendinga. Oamkvæmt lögum efnahagsbandalagsins sem Sjálf- ^ stæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn ætla að innlima ísland í, verður auðhringum Vestur-Ewópu og þegnum allra aðildarlandanna jafnfrjálst og Is- lendingum sjálfum að veiða í íslenzkri landhelgi og setja á stofn ihér á landi og reka hvers konar fyrir- tæki, ennfremur að flytja inn erlenda verkamenn eins og þeim sýnist. Samkvæmt þeim reglum virðist t.d. ekkert því til fyrirstöðu að ítalir og Vestur-Þjóðverj- ar staðsettu togaraflota sinn hér á landi og flyttu hingað inn á næstu áratugum 100 þúsund ítalska og þýzka verkamenn ef svo byði við að horfa, til að vinria í sjávarútvegi og fiskiðnaði. Á ít- alíu er mikið atvinnuleysi og tilflutningar ítalskra verkamanna innan sexveldabandalagsins hafa þegar orðið í hundruðum þúsunda. Þetta er aðeins eitt einstakt dæmi um einn þáttinn af þeim hættum sem vofði yfir íslenzku efnahagslífi og íslenzku sjálfstæði ef Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn koma fram þeirri ætlun sinn að innlima Island í sex- veldabandalagið. Og þó lofað sé í byrjun „undanþág- um“ og „sérstöðu“ vita Islendingar af sárri reynslu að ekkert mark er takandi á slíkum loforðum eða samningsatriðum, þegar um það er að ræða að smeygja fjötri kvaða og erlendra yfirráða á þjóðina. Hér verð- ur þjóðin sjálf að taka í taumana áður en það er um seinan, og þeir menn í stjórnarflokkunum sem skilja hvað í húfi er, verða að láta flokksleiðtoga sína vita að innlimun íslands í sexveldabandalagið, ofan á svik- in í landhelgismálinu og hinar sikefialausu árásir á lífskjör fólksins geta ekki endað öðru vísi en með hruni þeirra stjórnmálaflokka er svo gífurlega mis- nota trúnað fólksins. — s. Utgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu ~ , Sósialistaflokkurinn. ~ Ritstjórar: Iiagnú8 KJartansson (áb.), Magnús Torfi Olafsson, Sigurð'ur Guðmundsson. — PréttaritstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjórl: Guðgeir láagnÚ8son. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prenttmiðja: Ekólavörðust. 19. limi 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 45 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. * Prentsmiðja ÞJóðvilJans h.f. lágt hringborð og leika sér að kubbum og tréspjöldum með myndum á. Stærri drengur sem heitir Arnlaugur og er frá Selfossi raðar upp plastkubb- um og Gunnþórunn frá Val- þjófsstöðum er að vefa. Arn- laugur litli datt ofaní hita- veituskurð og brenndist á baki og hægri hendi og verður því að nota vinstri höndina við bygginguna. Hann er ótrúlega fimur við þetta en smátt og smátt á hann að læra að nota hina höndina líka, hann er nýfarinn að geta hreyft hana. Svo situr þarna stúlka í rúmi og er að sauma hest. Hún seg- ist heita Halla og eiga heima á Flókagötunni. Það eru myndir af köllum og kellingum á töflunni og á einum veggnum hanga margar myndir af blómum og klipp- myndir á svörtum grunni. — Þetta finnst þeim mjög skemmtilegt, segir Sigríður. Við fáum marglitar tuskur frá saumastofum sem þau klippa út og líma á svarta pappírinn frá Röntgendeildinni. Hjúkrunarkonur, læknar og litlir sjúklingar í rúmum standa á hillu, allt mótað í leir. Við spyrjum Sigríði hvort ekki sé erfitt að kenna börn- unum hérna. — Jú, bað er náttúrlega miklu erfiðara en að kenna heilbrigðum börnum. Bæði eru þau á svo misjöfnum aldri og svo misiafnlega fær um þetta. Svo þreytast þau fljótt og þurfa oft að skipta um verk- efni. En þetta er þakklátt starf, þau eru svo ánægð með allt sem fvrir þau er gert. Sum börnin eru sérstakTega Hstfeng. Þarna er,i t.d. ót.rú- leea þroskaðar teiknine=r pftir fim>-n á>-a telpu. Þóru frá Björk I Skorradal. Við æt’uðum að hafa tal af IÞtnkonúnni en það var bá nýbúið að skipta um gips á henni svo hún var of þreytt til bess. í staðinn feneum við að taka af henni mynd. í einni litlu stofunni liasur barn í glerkassa. Það fæddist mánuði fyrir tímann en er nú tveeeia mánaða. eamalt. Þessi hitakassi eða ineubator, eins ocf bpr»n jst á rnóinm b<:s1r1nT’ cíóifnr róttum b.í.tp. obió bpvninn og c;n rpfni of V\p.rf. Klnirkan fw ■ P'S nál^nst tólf nú á pú f»ra borfia. TT í ii Vh i n p rir nn 11 rr> p r Hi'ib'rt borð f-»rrir börnin <ao»"n ba.fa föl-nvn'ct. bín fá Trot.inn pirm í "Við , fnnm O.ð t.aVa oin.q rnvnd pf t\rni m iintfnm pon^nm n->nð börnin óönr en við höldum heimleiðis. vh Ljósm.: Ari Kárason ÚR ÖSKUNNI í ELDINN Meira en fjörutíu fangar fórust í eldi í fangabúðum í Sao Paulo í Brasilíu í síðustu viku. Á þriðja hundrað fang- ar gerðu uppreisn vegna illr- ar meðferðar og gripu til þess bragðs til að láta í ljós cánægju sína að þeir helltu benzíni yfir rúm sín og kveiktu í. Þrír íangelsisbragg- ar brunnu til kaldra kola. Þeir senr ekki urðu eldinum að bráð reyndu að kornast undan en voru allir gripnir af lögreglu. KENNEDY MOSKVUAGENT I skeyti frá Washington er skýrt frá því að vitni sem leitt var fyrir öryggismála- nefnd þingsins hafi sagt að í Hvíta húsinu sé nú ekki þvgrfótandi fyrir erinrekum kommúnista sem hafi komið sér fyrir í ýmsum helztu stofnunum Bandaríkjastiórnar. Vitni þetta heitir Edward Hunter, sem sagður er sér- fræðingur í áróðurstækni og „sálfræðilesum hernaði" og hafa smíðað orðið „heilaþvott- ur“. ÞOTA LENTI A VÖRUHUSI Nær 40 menn slösuðust þeg- ar bandarísk orustuþota rakst á þak mikils vöruhúss í Will- ow Grave í Bandaríkjunum um daginn. 80.000 KR. SKATTUR AF HATTT Landsrétturinn í Danmörku hefur úrskurðað að skemmti- kraftamiðlari, Stangerup að nafni, skuli greiða 13.258 d. kr. (um 80.000 ísl.) í skatt af hatti sem leikkonan Marlene Dietrich bar á leiksviði í Kaupmannahöfn í fyrra. Þann- ig er mál með vexti að söng- skemmtanir eru undanþegnar skemmtanaskat.ti í Danmörku, en það ákvæði fylgir í lögum, að skemmt.ikraftarnir megi ekki vera klæddir í sérstök gei-vi og á að fyrirbygg.ia með því að t. d. revíur komist undan skatti. 1 einu atriði söngskemmtunarinnar bar Marlene eevsist.óran fiaðra- hatt og rétturinn áleit því að miðlarinn væri skvldur til að greiða fullan skemmtanaskatt af seldum aðeöngumiðum. ATLI KONUNGUR OG ELEKTRÖNTTR Ungverskir fornleifafræðing- ar beita nú nýjustu tækni til að finna gröf At.la Húnakon- ungs. Fornar sognir herma að hinn mikli herkonungur hafi verið grafinn í málmkistu; hins vegar ber beim ekki saman hvar gröf hans sé að finna. Með nýiu ungversku rafeindatæki sem m. a. er notað til að finna málmtaugar og rör í jörðu niðri hefur verið revnt að finna hvort málmur finnist í jörðu á þeim stöðum sem sngur segia að Atli sé grafinn. Á einum þeirra, í nágrenni Búdapest, reyndist málmur vera í jörðu og fornleifafræðingar hafa nú byrjað að grafa þar. Arnlaugur frá Selfossi og Gunnþórunn frá Valþjófsstöðum í leikstofunni. Hjúkrunarnemarnir Karitas Kristjánsdóttir og Björk Sigurðar- dóttir sitja hér með Hilmar, Garðar og Friðleif. Þóra iitia frá Björk í Skorradal er hér fremst á myndinni. Hún er dugleg að teikna og fær þann vitnisburð hjá hjúkrunarkonun- um að hún sé alltaf í góðu skapi. Telpan við vegginn er líka dugleg. Hún heitir Hulda Magnúsdóttir og er frá Akureyri. Sjöunda deild Landspítaians er á efstu hæð byggingarinnar þar scm Iljúkrunarkvennaskólinn var einu sinni til húsa. Þar cr vist- legt um að Iitast, brciður gangur og myndir á veggjum, bjart- ar stofur, sumar stórar, aðrar mjög litlar. Þegar blaðamaður og Ijósmyndari Þjóðviljans komu þangað í heimsókn voru suinir sjúklingarnir komnir framúr og farnir að leika sér! Leikur fólk sér þá á spítölum? Venjulega ekki, en þetta er héld- ur ekki venjulcgur spítali, þetta er Barnadeildin. Barnadeild Landspítalans var opnuð 19. iúní 1957 og hef- ur því starfað í rúm fjögur ár. Það er að mestu leyti að þakka Kvenfélaginu Hringnum að þessi deijd komst á laggirnar. Hringskonur höfðu safnað í barnaspítalasjóð í fimmtán ár og var það upphaflega hug- mynd þeirra að barnaspítalinn yrði reistur og rekinn sem sjálfstæð stofnun en síðar frá því horfið og ákveðið að tengja hann starfandi sjúkra- húsi og spara. þannig bæði stqfn- og rekstrarkostnað. Um þetta tókust samningar við Landspítalann árið 1952. Barnadeildin verður í fram- tíðinni í vesturálmu nýbygg- ingar Landsp.talans og verður það húsnæði væntanlega tilbú- ið síðari hluta næsta árs, en vegna aðkallandi þarfar var ákveðið að innrétta húsnæði á efstíi hæðinni og reka þar Yfirh’úkrímarkonan, Árnína 'Guðmundsdóttir tók á móti okkur og fór með okkur um deildina. Þarna liggja börn á ölhim aldri og úr öllum lands- fjórðungum. Sum eru mikið veik og hjá rúmum nokkurra lítílla barna eru súrefniskass- ar. ’Mörg barnanna eru þó farin að hressast og sitja og leika sér í rúmunum sínum eða éru frammi í leikstofu 'þar Sem þau læra ýmislegt föndur. — Hvað haldið þér, Árnína, að hér hafi legið mörg börn? — Það er mér ómögulegt að segja. en þau skipta hundruð- um. Hér eru .28 til 30 börn í einu og alltaf fullt. Árnína sýnir okkur hverja stofuna- aí annarri og börnin horfa forvitin á þessa ókunnu gesti: Það' er ekki héímsóknar- tírtii núna. f stærstu stofunni er verið að skipta um glugga- tjöíd. Það eru falleg glugga- tjöld. rrteð myndum. , V'i-ð kom’.an í, leikstofuna og þar er föndurkennarinn, Sig- ríður Björhsdóttir. önnum kaf- in við • áð hjálDa börnunum og , segja þeim ’til. Leikstofan er 'lífil, þyríti að vera mklu sfíerri, segja þær Árnína og Sigríður, . Hér eru börnin sem : hafa fótavist, en hin börnin 'sem eru orðin frísk en þó bundin við rúmin vilja Hka leika sér hérna. Rúmin þeirra eru þá íbitt hingqð og að bví firins.t þeim mikil tilbreyting. En hé'r. ' komást ekki fyrir mörg rúm í einu. Sex börn eru að leik í stof- • ■"ífnrii.; Þrjí&á^habörn sitja við Börn sem fæðast fyrir tímann eru höfð í svona kössum. Rósa Magnúsdóltir hjúkrunarkona sýnir okkur tveggja mánaða gamalt stúlkubarn. Það eru ekki allir svo vinsælir að gerðar séu af þeim myndir. En Þóra Sigurjónsdóttii' læknir og Árnína Guðmundsdóttir yfirhjúkrunarkona eru það greinilega og hér eru myndii' af þeim mót- aðar í leir. Árnína vildi ómögulega leyfa olckur að taka mynd' af sér svo að við birtum þessa í staðinn. (Ljósmyndari Þjóðyiljans, Ari Kára- son, tók allar myndirnar). sigríður Björnsdóttir föndurkennari leiðbeinir yngstu börnunum, Ásthildi, Qarðari og Hilmari. barnadeild til bráðabirgða. Þar eru nú rúm fvrir 30 börn og hefur ætíð verið fullskipað á .deildinni . síðan hún tók til starfa...... Við' bárnad'eildina starfa 8 hjúkrunarkonur. 7 hjúkrunar- nemar . ng tveir læknar. — Yfirlæknir deildarinnar er Kristbjörn Tryggvason og yf- irhjúkrunarkóna Árnína Guð- mundsdóttir og hafa þau bæði vérið þar frá b.vrjun. Þótt deildin sé ekki stór er hún eins fuHkomin og gerist í öðrum löndum. Allir innan- stokksmupir éru þar af vönd- uðustu ;geyð osf sama er að ségja um rúmfatnað og tæki. £) — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 3. september 1961 Sunnudagur 3. september 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (£|

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.