Þjóðviljinn - 03.09.1961, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.09.1961, Blaðsíða 4
Pétur SumarliSason: Sérmenntuðum kenn- urum íækkar stöð Ég gat þess áður, að yfirleitt heíði almenningur ekki látið í ljósi miklar áhyggjui' vegna þeirrar þróunar, sem orðið hefur í fræðslumálunum. Satt er það að vísu, að hæstvirt Aiþinai tók þessi mél eitt sinn til meðíerðar og var þá helzta xirlausn þess, að menn skyldu hafa leyfi til að vinna sig inn í kennarastéttina. án þess sér- stakt nám kæmi til greina. Á síðastliðnum vetri fjallaði Al- þingi okkar um skort á lærð- um læknum í hin erfiðari læknishéruð og þá kom ekki til greina, að menn gætu unnið sig inn í þá stétþ með 10 ára xeynslu í lækniskukli. þótt slíkt hafi reyndar lengi þjónað mannkyninu, sé eitt elzta fyr- irbrigði læknislistarinnar. Nú má vera. að örkuml á sálinni -séu öllu hættuminni samfélag- inu, heldur en mismeðfarnir sjúkdómar, það er að minnsta hosti greinilegt að meiri kröfu þarf til þeirra að gera er um- gangast líkamann. en béirra, er eiga að taka við lítt mót- uðum barnssálum og hafa um- sjón með beim um fleiri ára bil. Að vísu varð raunin sú, að Alþingi felldi eða lét daga nppi úrlausnina um réttindi án náms og lét þar með útrætt um þetta eíni. Það er og l:ka eftirtektar- vert. að það eru að mestu lcennarar, sem halda uppi sífri um það, að einhver hætta sé á ferðum — að visu hafa nokkrir merkismenn. eins og yfirmenn menntamála lagt til að kennaraefni þurfi að fá dýrara húsnæði til þess að nema i, en þar fram yfir hafa tillögur þeirra ekki farið. Það verður alltaf staðreynd í hverju þjóðfélagi. að þangað leitar fólkið, sem afkomuvonin er bezt. Einn og einn maður getur af hugsjónaástæðum lif- að við þröng kjör, en heil at- vinnustétt lifir varla á hug- sjóninni einni saman. Ég veit að þjóðfélagið ætlast til þess af kennarastéttinni að hún vinni verk sitt fyrst og fremst af þvílíkum hugsjóna- eldi, að henni detti aldrei í hug. að hugsa um hvað hún fái borgað fyrir það. Það er varia fjarri lagi að gera ráð fyrir, að ýmsum þyki óvið- kunnanlegt. að teknir séu pen- ingar fyrir að kenna börnum, svo algerlega á þetta að vinn- ast á hugsjónagrundvelli. Það var líka eitt sinn töl.u- vert mikið um þennan grund- völl, en hann er bara ekki lengur til staðar. Krafa nú- tímans og mat gerir Það að verkum. að sá er ekki mikils metinn, sem ekki getur séð sómasamlega fyrir sér og sín- um. Þessvegna er það líka, að þó ungir menn hafi á.f hug- sjónaástæðum iokið kennara- prófi, þá standa beir í'rammi fyrir því, strax á fyrsta ári, að þeir hafa ekki neitt ná- lægt því í laun, sem þeir getav*_ fengið við flesta aðra 'vinnu. Þessir menn hverfa pví frá starfi og fara í annað, og oft er þetta fólk, sem stöt'eftirsjá er í fyrir kennarastéttiiria sem heild. Aðrir eru fyrr að átta sig o.g byrja aldrei, riota sína menntun á öðrum vettvangi. Það er til nóg af lærðum kennurum í landinu til þéss að gegna flestum þeim stöð- um, sem nú eru setnar af réttindalausum mönnum. Þeir eru bara við önnur störf. Og réttindalausu mönnunum fjölgar stöðugt. Þeir eru nú orðnir 15% af starfandi kenn- urum í landinu. Þessi tala segir þó ekki allt. Starfandi barnakennarar eru alls 800. bar af við farkennslu 63 eða 7,8°0; við fasta skóla eru 737. Við farkennsiu; Án réttinda 48 eða 76%, með réttindum 15, eða samtals 63. Við fasta skóla: Án réttinda 79 eða tæp 11%, með réttind- um 658, eða samtals 737. . Séu stærstu kaupstaðirnir teknir frá, en í þeim eru engir réttindalausir menn í stöðum, verður hlutfallið enn alvar- legra. Að frádregnum þessum kaupstöðum: Reykjavík, Akur- eyri, Hafnarfirði, Keflavík, Vestmannaeyjum, Siglufirði, verður hlutfallið þannig, að réttindalausir menn í stöðum eru 21,4% eða rúmlega fimmti hver maður. Það mun flestum þykja sjálfsagt og eðlilegt, að far- skólahéruðin verði verst úti hvað snertir að fá réttinda- menn til starfa. Þetta hefur þó örugglega versnað frá því sem áður var. Ég man svo langt, að þegar ég útskrifað- ist sem kennari óg bæði áður og eftir, var okkur kennurum sagt hreint og beint, að það væri þýðingarlaust fyrir okk- ur að sækja um stöður við föstu skólana, án þess að hafa verið 1—3 ór í farkennslú. Það var beinlínis nokkurskon- ar þegnskylduvinna, sem ætl- azt var til að við ynnum, og ílest okkar fóru eitt eða fleiri ár í farkennsluna. Þegar svo alvárlega fór að fjölga við stærri skóla bæjanna. kom það af sjálfu sér, að þeir gátu ekki lengur sett neitt slíkt skilyrði fyrir kennarastöðum og nú er reyndin sú, að menn íara beint frá prófborði í stöð- ur við föstu skólana, enda er það og sjálfsagt. Það er engin ástæða til þess að farskóla- héruðin séu nein allsherjartil- raunasvæði fyrir nýútskrifaða kennara. En jafnvel það. að komast að föstum skóla beint frá próf- borði, dugar ekki til þess að allir útskrifaðir kennarar hvers árs komi fram sem starísmenn við skólana. og eins og áður er sagt. þó þeir kenni einn vetur. hverfur fjöldi þeirra frá starfi eftir eitt eða tvö ár. Þá er og ástæða til að geta þeirrar þróunar, að konum fjölgar stöðugt í stéttinni. en það sýnir, að almennt telja karlmenn sig tæplega geta framfleytt íjölskyldu sómasam- lega á þeim launum er kenn- arastárfið veitir og þar sem þeir standa yfirleitt með nokk- uð ,góða menntun, er þeirn greiður aðgangur að arðmeiri vinnuvet.tvangi. Eins og ég gat um áður. hef- ur kennarastéttin engin tök á að verja starfssvið sift. því sjálft ríkisvaldið hefur upphaf- ið vernd sína á kennarastarfinu sem sérgrein. Þjóðfélagið sjálft telur það og heldur litla vinnu að kenna börnum og er þess fullvisst að við séum sannar- lega fulllaunaðír fyrir ekki meira starf. Skattstofa Reykja- víkur, sem er auðvitað einn angi ríkisvaldsins. telur að kennari vinni þessa þrjá món- uði. sem kennsluhléið varir. Sk.attstofan gerir kennara 5000 króna tekjur fyrir þessa tvo mánuði, hvorn um sig. en við- urkennir að við megum hafa mánuð í sumarfrí. Hún segir einfaldlega. að tilgangslaust sé að segia. að kennari vinni ekki þessa tvo mánuði. Með hliðsjón af þessu. verða kennarar í Reykiavík að vinna þessa mán- uði, hvort sem þeir vil.ia eða ekki. Samræmi ríkisvaldsins er ekki meira en þetta og þá er von að allur almenningur horfi öfundaraugum á okkar langa frí. En það þori ég að segia. að betra væri að kennarar þyrftu ek.ki almennt að vinna þessa mánuði. Betra væri að launa- kiörin væru þannig, að þessir menn legðu þrek sitt og' vit fram um það fyrst og fremst að vinna það starf, sem stund- um hefur verið nefnt serp, vandamesta og göfugasta starf- ið. sem u.nnið er í þágu upn- vaxandi kvnslóðar. Ef þjóðin gerir sér ekki í tíma grein fyi'- ir þessu. þá mun m.illjónahiisið. sem ú að verða Kennaraskóli Islands. standa aut.t oa tómt sem minnismerki þess fólks og bjóðar er meinti það raunyerri- lega, að ekki verður bókyitið í askana látið. ritsfjóri: Sveinn Kristinsson ÚRSUTASKÁKBN Eftirfarandi- skák, sem var tefld í 7. umferð á Skákþingi Norðurlanda í sumar var úr- slitaskákin um efsta' sætið í Landsliðsflokki. Norðurlanda- meistarinn núverandi Ingi R. Jóhannsson á þar í höggi við hættulegasta andstæðing sinn, Jón Þorsteinsson alþingismann. Lengi framan af er skákin tví- sýn. Jón velur hæpið og tyí- eggjað varnarkerfi, en Inga tekst ekki að notfæra sér van- kanta þess sem skyldi framan af. Það er ekki fyrr en í mið- taflinu, sem smátt og smátt tekur að síga á ógæfuhlið fyr- ir Jóni. Hann neyðist að lok- um til að fórna peði til að reyna að rétta sig -úr krepp- unni. En ekki eru allar peðs- fórnir einhlítar til sáluhjálpar, og það fær Jón að reyna í þessari skák. Ingi teflir af rósemi og öryggi og notfærir sér vel liðs- og stöðuyfirburði sína. Eftir 40 leiki eru úrslit skákarinnar ráðin og þar með raunverulega úrslit mótsins. Skýringar við skákina hefur Norðurlandameistarinn sjálfur vinsamlegast léð þættinum. 28. júli 1961 Hvítt: Ingi R. Jóhannsso.n Svart: Jón Þorsteinsson BENÓNY-VÖRN 1. d4, c5; 2. d5, d6; 3. c4, Rf6 4. Rc3, g6; 5. e4, Bg7; 6. Bd3, 0-0; 7. Bg5, Rb-d7(?); (Nákvæmara 7. — h6 8. Bh4, Da5, ásamt a6 og b5). 8. f4, a6; 9. a4, e5; 10. dxe6, fxe6; 11. Rfl, Db6; 12. Dd2, h6; 13. a5(?) (Betra var 13. Bxf6 ásamt 0-0, hótandi e5 og' f5). 13. — Dc7; 14. Bh4, Rh5; 15. Bg3 (Ef 15. f5, g5; 16. fxe6 byrjar svartur á að drepa á c3, en leikur hinsvegar ekki 16. — Rd-f6; 17. Bxg5, hxg5; 18. Rd5, því þá fær hvítur yfirburða- stöðu fyrir manninn). 15. — Rxg3; 16. hxg3, Hd8; 17. De2! (Bezt). 17. — Rf8; 18. e5, Bd7; 19. Re4, dxe5; 20. fxe5, Bxe5 (Önnur leið er 20. — Bc6). 21. Rxe5, Dxe5; 22. 0-0, Svart: Jón abcdefqh 4 IHI §11 4 s* 4 - 4 ii ■ m ■ ABCDBFOH Hvitt: Ingi 22. — Dg7 (Ef 22. — Dd4|; 23. Kh2, Bc6; 24. Rí6t, Kg7; 25. Ha-dl. Ba4; 26. Bc2, Dxb2; 27. Hxd8, Hxd8; 28. Df3! og ef nú a) 28. — Bxc2; 29. Re8t, Hxe8; 30. Df7f, Kh8; 31. Dxeg og vinnur. Eða b) 28. — Dxc2, 29. Ré4 méð óstöðvandi sókn). 23. Rf6t, Kh8; 24. Be4, Bc6; 25. Hf2, Bxe4; 26. Dxe4, Hd4; 27. De5, Rd7; 28. Dxe6, Rxf6; 29. Hxf6, Ha-d8; 30. Hxg6„ Hd4-d6; 31. Hxg7, Hxe6; 32. Hxb7, He2; 33. Hfl. Kg8; 34. Hf6, Hd-d2; 35. Hg6t, Kf8; 36. Kh2, h5 (Skárra var 36. — Hxg2t; 37. Kh3, Hxb2; 38. Hxb2, Hxb2; 39. Hf6t! Ke7; 40. Hxh6, Hb4; 41. Hxa6, Hxc4; 42. g4 og' hvít- ur hefur góða vinningsrrtögu- leika, því hann getur í rhörg- um tilfellum náð andspæninu af svörtum). 37. Kh3, Hel; 38. g4, Hhítj 39. Kg3, h4t; 40. Kf4, Hd4t; 41. Kg5 — gefið. TILKYNNING öll vinna og efni borgist fyrirfram. Fólk, sem á ósótt sængurföt hjá okkur, er vinsamlega beðið að sækja þau sem fyrst, annars verða þau seld fyrir kostnaði,. Dim- og íiðurhreinsunin, Kirkjuteig 29. — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 3. september 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.