Þjóðviljinn - 03.09.1961, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.09.1961, Blaðsíða 11
i Budd Schulberg: (The harder lega um í sundlauginni, en litla Síamskisan Slátrarans lá í sólbaði. Hún var með svört nýtízkuleg sólgleraugu og hún hafði brett brjóstahaldarann eins mikið niður og hún gat, svo uð sólin skini á sem stærst- an hluta af litla, eggjandi kroppnum hennar. Danni Mc Keogh var að tala við Acosta og hann sýndist ögn líflegri eftir matinn, en frá mér var eins o.g hvítan í augum hans rynni saman við fölbláa lit- himnuna og andlit hans var býsna óhugnanlegt. Hann var að tala um eftirlætisefni sitt, þjálfun. Hann vissi allt um hnefaleikaþjálfun og gerði miklar kröfur. Þegar ég var ungur voru boxararnir miklu betur þjálf- aðir,“ sagði hann. ,,Getið þér hugsað yður þessar tuskur sem við höfum nútildags þola þrjá- tíu eða fjörutíu harðar lotur eins og Gans, Wolgast eða Nel- son. Þeir dyttu niður dauðir. Þeir nenna ekki að vinna eins og við gerðum í gamla daga, og svo hafa þeir engar lappir. Það er af því að þeir nota leigubíla hvert sem þeir fara eða lestir . ..“ Ruby lá í hengisófanum og las Gönuhlaup greifafrúarinn- ar. Hver skyldi eiga að leika Desirée? Hinum megin við sundlaugina hvein í útvarpi, en enginn virtist taka eftir fyndni gamanleikarans sem they fall) stöðugt var rofin af hlátra- sköllum heillaðra áheyrenda í útvarpssal. Hvar skyldi Toro. vera? Ég svipaðist um eftir honum, en kom ekki strax auga á hann, því að hann stóð grafkyrr og starði á bogahlið með vínviði og þrúgnaklösum við endann á sundlauginni. Stóra höfuðið náði næstum upp að boganum og risavaxinn kroppur hans varpaði næstum tröllslegum skugga á laufið. Hamingjan má vita hvað hann var að hugsa. Skyldu vinþrúgurnar vekja hjá honum minningar um heimilið, hlýlega þorpið Santa Maria, móður hans og föður, um Carmelítu, um fagnaðar- læti þorpsbúa þegar hann lyfti tunnunni, um notalega öryggið sem fylgir því að fæðast, starfa og bera beinin í litlu og sam- heldnu samfélagi? Eða stóð Tqro þarna og var að dást að hinum miklu auðæfum Latka og lét sig dreyma um daginn þann er hann kæmi sem sigur- vegari heim til Santa Maria og reisti sér húsið, sem varp- aði skugga á höll sjálfs Sant- os, sem berfætlingarnir í þorpinu hans höfðu alltaf á- litið imynd tignar og glæsileiks þessa heims og ef til vill lika annars heims. 6 Bandaríkjamenn eru enn sjálfstæð og uppreisnargjörn þjóð — að minnsta kosti þeg- ar skilti eru annars vegar. Hnefaleikastofnun Stillmans í nánd við Madison Square er engin undántekning frá þeirri þjóðarvenju að láta smábönn sem vind um eyru þjóta. Allt í kring á skítagráum veggjun- um í salnum með æfingahringj- unum tveim, héngu á áberandi stöðum skilti Sem á stóð: ,,Það er bannað að viðlögðum sektum að hrækja á gólfið eða fleygja þar rusli.“ Sá sem hef- ur áhuga á að fylgjast með hvernig banni þessu er hlýtt, getur bara dokað við þar til allir eru farnir úr salnum og séð hvað eftir verður handa hreingerningakonunum. Gólfið er morandi í sígarettustubb- um, blautum og tuggðum vindlastúfum, uppþornuðum hrákum, tómum eldspýtustokk- um, þvældum og átroðnum ein- tökum af News Mirror og Journal, sem flett er upp við frásögn af nýjasta afbrýði- morði eða á veðreiðasiðunni. tyggigúmmíklessum, aðgöngu- útvarpið 8.30 Létt morgunmúsik. 9.10 Morguntónleikar: a) Píanó- sónata op. 26 nr. 3 e. Clem- enti. b) Kantata nr. 210 Brúðkaupskantata) e. Bach. Magda Laszlo syngur með hljómsveit Ríkisóperunnar i Vínarborg. c) Sinfónía nr. 3 i a-moll (Skozka sinfónían) op. 56 e. Mendalssohn. 11.00 Messa i Dómkirkjunni. Séra Þorbergur Kristjánsson í Bolungarvík. 14.00 Miðdesistónleikar. a.) Cass- azione eftir Mozart. b) Ásta- Ijóð og Ný ástaljóð, valsar op. 52 og 65 eftir Brahms. c) Fiðlukonsert í e-moll op. op. 56 e. Mendelssohn. 16.00 Knattspyrnulýsing: Sigurður Sigurðsson lýsir úrslitaleik ísla.ndsimótsins í 2. aldursfl.; Iþróttabandalag Vestmanna- eyja og Þróttur keppa. 17.00 Færeysk guðsþjónusta. 17.30 Barnatimi (Helga og Hulda Valtýsdætur): a) Leikrit: Öli, Anna og hvolpurinn eft- ir Ba.bbis Fris Bástad (Áð- ur flutt fyrir þremur árum). — Leikstj.: Helgi Skúlason. b) Ný friamhaidssaga: — 1 Mararþaraborg eftir Inge- brikt Davik; Hulda Va'týsd. þvðir söguna og Kristján frá Djúnalæk söngt.extana (Helgi Skúla.son leikari flytur). 18.30 Miðaftanstónleikar: Marek Weber og hljómsveit ieika valsa. 20.00 Hl.iómp’öturabb: Þorsteinn Hannesson kvnnir lióða- söngvara frá ýrnsum þjóð- um. 20.40 Annes o<r eviar: S^efán Jónsson oa: Jón Sig'urbiörns- snn á þingferð um Breiða,- fiörð með svslumanni Barð- strendinga: fvrri þátt.ur. 21.20 Tónieikar: Filharmoniusveit I Berlínar leikur tvo forleiki. Stiórnandi: Fritz Lrhmann. a) Forieikur að óperunni Anacrenn eftir Cherubini. b) G'eðifor'eikur eftir Mar- ce' Poot.. 21.35 Fuglar himins oar jarðnr: — Inei-mar Óska.rsson náttúru- fræðingur ta'ar un strút- , fugla. o” fuglinn Takahe. 23.30 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: 12.55 Við vinnuna: Tónleikar. 18.30 Tónleikar: Lög úr kvik- myndum. 20.00 Um daginn og''véginn (A. Kristjánsson rits.tjóri). 20.20 Tvisöngur: Egill Bjarnason og Jón R. Kjarta.nsson svngja. g’úntasöngva eftir Wennerberg. 20.40 Upplestur: I-Iönd vofunnar, smása.ga. eftir Selmu Lager- löf, í þýðingu Einars Guð- mundssonar kennara (þýð- andi les). 21.05 Frá tónlistarhátíðinni i Prag í maí s.U; Niundi ma.í, sin- fónirkt ljóð eftir M. Sokola. 21.30, Utvarpssagan: Gyð.ian og uxinn eftir Kr. Guðmundss. 22.10 Búnaðarþáttur: Um gamlar og nvjar búvélar (Guðmund- ur Jósafatsson frá Brands- st.öðum). 22.30 Kammertónleikar: Strengja- kvaftett nr. 14 í d-moll — (Dauðinn og stúlkan) cftir Schubert, í fjarveru minni um óákveðinn tíma, starfrækir Haraldur Dungal, tannlæknir, tannlækningastofu mína. BJÖRN BR. BJÖRNSSON, tannlæknir. Mztsveina- og veitinga- þjónaskélinn 1 verðúr settur, mánudaginn 4. seþtérii'bef, klukkan 3 síðdegis. j, , ,, ..... j SKÓLASTJÓRX. BERNAIÉ G0NZÁLES CHAPA Málverkasýning í Ásmundarsal á Freyjugötu 3 til 10. september. Opið kl. 2 til 10 e. h. I I Við Framhald af 3. síðu. en í allt -sumar höfum við ver- ið 7. Svo var hér- um tíma stúlka, Elsa Vilmuridardóttir, hún er að læra jarfjfræði í Sví- þjóð og vann hér við að rann- saka sýnishprnin ér koma upp í borinn. Hún verður fyrsti kvenjarðfræðingurinn hér á landi. — Og hvernig reyndist hún? — Alveg prýðilega, þetta er mesti kven-skörungur og dugleg í þokkabót. Hún óð árnar hér í kring eins og ekkert væri. Ég stríddi henni stundum á, að hún sæi ekki árnar, þegar hún óð út í þær beint af augum. — Verðið þið að standa við borinn állan daginn? — Já, holan, sem búið er að bora er steypt að innan, en steypulagið er bæði þunrit og veikt, 'svo að borinn getur hæg- lega brotið það, ef hann lendir á einhverri fyrirstöðu og slæst í. Þá fyllizt holan aftur og allt okkar starf er unnið fyrir gíg. — Hafið þið ekki borað aust- an Þjórsó.r? — Jú þar hafa verið gerðar þrjár holur. Tvær í sandinn og ein í Sauðafellsöldu. — Hvenær byrjuðu þið hér við Þ.jórsá? — í maímánuði síðastliðnum og verðum hér eitthvað fram á haust. @ Æstir í jólaköku f eldhúsinu er matsveinninn, Sigurður Sveinsson. — Hvernig er að kokka uppi á öræfum? — Ágætt, bet.ra en til sjós að minn-sta kosti. — Hefurðu verið hér í allt sumar? — Já, og fyrir nokkrum ár- um var ég með bessum vinnu- flokk.jsnnars staðar. — Hvað ertu að baká? — Þétta á að veröa jólakaka. Þeir eru alveg vitlausir í jóla- köku hérna. — Bakarðu líka brauð? — Nei, öll brauð og matur er kevDt á Selfossi. en miólk-> ina fáum við frá Ásólfsstöðum. ÉS kcmst von bráðar að bví að þetta er mesti ágætismat- Fylgzt með rússnesk- um skipum Framh. af 12. síðu. einn úthafsdráttarbátur athug- aðir af varðskipinu ÓÐNI. Einn togarinn var með vír í skrúfu og fór dráttarbáturinn með hann til hafs. Þeim fylgdi annar tog- ari. Þriðji togarinn var með úr- brædda legu og sá fjórði með bilaða rafmagnstöflu. Á Veiðileysufirði í Jökul- fjörðum athugaði gæzluflugvél- in RÁN tvö rússnesk síldveiði- skip. Lágu þau samsíða á firð- inum. Enginn maður sázt ofan- þilja á þeim. Út af Skaga var síðari hluta dags í gær rússneskt tankskip á aústurleið. Sl, nótt og í morgun athugaði varðskipið ÓÐINN um 20 rúss- nesk síldveiðiskip, stór og smá, sem voru að veiðum um og ut- an 12 sjómílna markanna Langanes, og stöðvaði þar á með- j al 4 til nánari athúgunar. Ekk- ert var að athuga við athafnir þessara skipa. Töf „Skýfaxe" Framhald af 12. síðu. löngu fyrir brottfarartíma Ský- faxa í fyrramorgun, enda mun flugvél aldrei hafa tafizt við bið eftir honum þau liðlega 16 ár sem hann hefur starfað hjá F.I. /f sveinn, því að hann gefur mér bæði heitt kaffi og smurt brauð’ méð girnilegu áleggi. Innan lít-- illar stundar. birtist Jen-s Tóm- asson í dyrunum. Hann er bú- inn að moka ógrynni af sandi í plastpokána sína. Nú skil ég: hvers vegna hann var með> skófluna. — Þú ert ekki að vinna fyrir Raforkumálaskrifstofuna, Jens? — Nei, ég er að viða að mcr efni í ritgerð. — Hverskonar ritgerð? — Cand. real ritgerð, um- öskuna aðallega. Það er að segja ritgerðin er bergfræðileg, ekki um öskulögin sjálf. Það er liöið að kvöldi og: Haukur Tómasson og banda- ríski sérfræðingurinn hafa feng— ið sig fullsadda af rigningunnij, og bráðlega er lagt af stað heim á leið. Á leiðinni fær blaðamaðurinn heilmikla fræðslu um Þjórsár— virkjunina og eru fó.ein atriði rakin á' öðrum stað í blaðinu. Markanns gætt Framh. af 5. síðu Heitstrengingar verkamanna En vinnandi fólk í DDR fagn- ar þessum aðgerðum ríkisstjórn- arinar. Úr öllum áttum berast loforð um meiri framleiðslu — upp fyrir áætlunartakmörk,, meiri gæði en áætlað er o.s.frv. Einn vinnuhópurinn: Við: skyldum okkur til að halda. settri áætlun, þótt nokkrir okk— ar standa vörð á mörkunum.. Við vinnum þeirra verk og þeir vernda okkar vinnu. Einn bar- áttuhópurinn: Við heitum því að standa saman og hverfa ekki. heim fyrr en undirritaður hefur verið friðarsamningur við Þýzka- land. Ungir menn gefa sig fram sem sjálfboðaliðar í alþýðuhei’— inn. Þannig mætti skria út allt'. blaðið. Þó vildi ég enda með saman- dregnum útdrætti eins verka- manns, sem talaði í DDR-útvarp- ið í kvöld — viku eftir útkallið: „Kæru landar og félagar við’ mörk og landamæri fyrsta ríkis> verkamanna og bænda í sögn. Þýzkalands. í þetta sinn talar til ykkar óbreyttur verkamaður, serai aldrei hefur talað í útvarp áð- ur. Ég tala i nafni allra vinnu- hópa, sem vinna við uppbygg- ingu Rostockhafnar. Við fögnum öllum varnaraðgerðum ríkis— stjórnar okkar og styðjum þær- af fullum huga. Ég minnist þess alltaf, þegar- faðir minn sagði við mig 1933: Þú, verkamannssonur, nú sérðu, að okkur verkamennina. vantar aðeins einingu og vopn til að verja okkur. Nú höfum við einingu og nú höfum við vopn til að verja okk— ur gegn skemmdarverkum hern- aðarsinnanna Strauss, Globke,. Briandt og hvað þeir nú allir ! heita. Við uppbyggjendur Rostock- pcim stoltir af okkar f höfn allra DDJLþorgar. höfum strengt þess heit að Ijúka öllum þeim býggingar- framkvæmdum þegar 1962, seno átti að Ijúka um vorið 1963.. Það þýðir mikil loforð sérhvei’3; vinnuhóps til að spara gjald- eyri landsins. Þannig styðjum': við aðgerðir ríkisstjórnar DDRr, til varnar okkur. Þannig styðj- um við það ríki, sem hvílir át herðum okkar verkamannannai Og allir vita, að þær herðair eru sterkar.“ Aðfaranótf sunnudagsinsi 20. ágúst 1961. B j a r n a r I œ k j hnf-^o’ ! verkv. við | Við Sunnudagur 3. septembei’ 1961 ■*- ÞJÓÐVILJINN — (] |j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.