Þjóðviljinn - 06.09.1961, Side 4

Þjóðviljinn - 06.09.1961, Side 4
— Er ekki erfitt fyrir ykkur að fara heim í mat. hvar sem kict eigið heima og hvernig sem viðrar? — Jú, en viö gerum það nú samt flestir. erum keyrðir, það er að segja í grennd við heimili okkar. Það hefur versnað frá þvi sem var fyrir verkfall, því nú er stasrri hópur keyrður í einu og því stanzað fjær heim- ili sumra en áður var. En marg- ir af okkur þolum það ekki að hafa bara brauðbita með okkur og kaffi og borða ekki annað allan daginn. — Þið hafið bara klukkutíma í hádegismatinn? — Já, það er bara einn klukkutími. Sko. maður má ekkert missa. Það er ekkert lag orðið á þessu. vegna þess hvaö bærinn er orðinn stór. Já, off svo er það bara þetta, ég held það sé einhversstaðar í samn- íngum eða lögum, að þegar menn borða á vinnustað, að þá séu einhver hreinlætistæki. Við ei’um kannski að grufla í kló- aki og svo eigum við að fara að taka matinn okkar og borða. Nú og það er hvergi hægt að hvOq sie. ekki einu sinni á gölfi. Það er ekki einu sinni piáss á gólfi. — Nú, hafið bið engan skúr? — Jú, við höfum skúr. en bað er þannig lagað, það eru mjó- Reykjavík tákn athafna j og störhugarf — segir Morg- unblaðið En hvcrpr hyggðu þessa borg PLASS Á GÓLFI ■ Stutt samial við verkamaim í bæjarvinnunni um matmálsfíma, hreinlæti og hvíld ir bekkir með rifu í miðjunni, — það er rétt hægt að sitja á þeim. Og það hvílist enginn á því. — Og þvottatæki? — Á mínum vinnustað er ekki einu sinni vatn í fötu. Svo þú sérð að það er gengið á hlut okkar, það er ekki litið á okkur eins og menn. Ég sagði um daginn við kallinn, sem ræstar hjá okkur: Það er nú það minnsta, sem við gætum farið fram á, að þú hefðir vatn í fötu, svo við gætum þvegið af okkur skítinn. „Hu“, sagði kallinn, „jegeld þurfi ekki að þvo sér“. Já, svona er nú hugsunarháttur ' sumra manna, því er nú ver. En ég ætla að taka bað fram, að flokksstjórinn, hann er ágæt- ur, hann gerir það sem hann getur og ræður við. Þetta er bara hlutur, sem þarf að breyt- ast, cg það á að ganga harðar s.d l;ví að breyta því en gert er. Það er gengið alltof vægt fram í því. Ég skal segja þér, — í fyrrasumar vorum við í götu í austurbænum að helluleggja. Þá segir verkstjórinn: „Nú er ekki kevrt heim,“ Nei, nei, segi ég, það er allt í lagi og hvernig er það, hvernig er skúrinn, sem við eigum að borða í, — mig minnir að það ættu að vera hreinlætistæki þar svo menn gætu þrifið sig, áður en þeir fera að borða. — „Ja, það er nú eftir samkomulagi,“ segir hann. — Já, samkomulagið er það, segi ég — og það er ekk- ert undanfæri með það. Ef í hart er farið, þá eigið þið að skaffa okkur skúr, sem við get- vm þrifið okkur og hvílt okkur í, því að við þuríum ekkert síð- ur að hvíla okkur hér en heima. Og það væri náttúrlega mikið betra að hafa hér matinn sinn. En ég sé bara engin skilyrði til að borða í þessum skúrum. Það er rétt svo, að maður geti sagt, að það séu skilyrði til að drekka kaffi. — En hvernig er með upp- hitun á veturna? — Það er ágæt upphitun, það vantar ekkert á það. Það er kolaoí'n. Það er líka annar skúr, sem vinnugallinn er í, og þar er kynnt og þegar blautt er, er þar hægt að þurrka gallann sinn. — En það er þara plássið í matarskúrnum, það er ekki neitt, og engin skilyrði til þess að geta haldið sig þar eins og maður. — Er útvarpstæki? — Nei, nei, útvarpstæki, ég held nú síður. Nei, og meira að segja á veturna, er nú alltaf strekkt við að hafa rafmagn, og þá finnst mér, að væri ekki nema sjálfsagt að hafa útvarps- tæki. — Þá gætuð þið að minnsta kosti hlustað á fréttir. — Já, auðvitað er það ekki nema sjálfsagt, að maður sé með á það sem gerist. —s. „ Pfivk’av’^ur'.vnir'Sin auð- kennist fyrst og fremst af þeim tilgangi að vera upphaf áróðursheiferðar, sem bæjar- stjórnaríhaldið er að hrinda af stað vegna bæjarstjórnarkosn- inganna næsta sumar. Sýningin gaf Sjálfstæðisflokknum auðvelt tækifæri til þess að velta mikl- um áróðurskostnaði yfir á herð- ar almennings í bænum. án þess á því verði haft. Hins vegar munu margir þekkja gamla kunningja frá Reykja- víkursýningunni þegar þeir fá „Bláu bókina“ í hendur fyrir næstu bæ j arst j ór narkosn i ngar. Þar gefur áreiðanlega að lítá bæði fagrar myndir og kostn- aðarsama útreikninga, sem ekki fyrnast svo mjög þótt árið líði. • Sýningin var sett upp í glansmyndastíl og fíestu sleppt sem til glöggvunar mætti verða á lífskjörum alþýðunnar í bæn- um, baráttu hennar og fram- sókn. Það kom harla lítið fram hverjir unnu erfiðisstörfin við að byggja þessa borg, hús henn- ar, götur og mannvirki. Hverjir unnu verstu verkin og fengu lægstu launin. Hvernig að þeim var búið, og hvernig þetta fólk hefur orðið að berjast svo að segja um hvert fótmál á braut réttar síns til brauðs, skjóls og mennta. Hvernig yfirvöld bæj- arins hafa sífellt stáðið í gegn þessum rétti, en orðið að láta undan síga. • Það sást hvergi hvern meg- inþátt fjölmennustu samtökin í bænum. samtök launþeganna. hafa átt í þeim frámförum, sem orðið hafa hér á þessari öld. Fullyrða má þó, að án þeirra, án krafna þeirra uni menning- arlíf meðlimum sínum til handa, væri hér vesælt mann- líf og fátt merkra hluta til sýn- ingar á tyliidögum. Nægjusemi alþýðumannsins, ófélagsbundins og vanmegna hefði orðið mörg- um féhygg.iumanninum í Reykjavík kærkomin til þess að halda öllu í gamla horfinu, græða á eymdinni með nánas- arskap aurasafnarans sem æðsta markmið. Þvert á móti hefur vaxandi styrkur launþegasam- takanna orðið grundvöllur að hugsunarhætti um rétt einstak- lingsins til sómasamlegra lífs- kiara oa menntunar enda þótt hann væri í heiminn borinn í stétt erfiðismanna eða þeirra sem þjónustu veita. Þessi hugs- unarháttur sem jafnán hefur verið þorn í holdi auðmanna og valdstjórnar hefur þó hrundið þeim með til þeirra jákvæðu starfa, sem í dag birtast í menningu, tækni og mannvirkj- um. En það er táknandi fyrir auðmannastéttina að ætia sér alla dýrðina af þeim verkum, sem hún var knúin til að vinna og framkvæmd voru og greidd af þeim sem á eftir ráku. • Án þess fram komi 'mynd af kjörum, baráttu og sigrum reykvískrar alþýðu á slíkri sýn- ingu sem þessari, er um falska mynd að ræða, sem ælluð er ííl annars en segja sannleikánn. Hvergi var á Reykjavíkursýn- ingunni samanburður á' því sem nriður fór og því sem bézt héf-' ur verið unnið. Hér í blaöinu hefur verið bent á gotur sem gleymdust. En það mætti líká benda á heil hverfi sem hafa gleymzt, þar sem alþýðan bjó ein. Svo er til dæmis um' painsk gerð á Grimstaðahqlfi. þár"hafa" engar raunverulegar götur vér- ið lagðar síðan skipuiögð byggð hófst þar fyrir 40. órum. Nú býr alþýöan þar ekki lengar ein. n f bvgsir,c'STTt'l'1um rnuuu 1 n rrargir sakuq sarraúhi'rhar á úrlausnum íhaldsins'á ýmsum tímum. Pólar, BráfhSborgj Höfðaborg voru bráðabirgðáúr- lausnir fyrri tíma. Inní þessi hús flutti örbjarga fólk af göt- unni og býr þar enn. I dag ei’U úrlausnir íhaldsins1 þannífC -'að: efnalaust fólk fær ekki einu sinni notið þeirra,. svþ dýrlt. er,- nú orðið að. taka ' VÍð' gseðtím þess. Margir verða því qnn a,ð Framhald á 10. síðu. <*>- BJÓRN BJARNASON: FRÁ ALÞJÓÐASAMBANDI VERKALÉÐSINS . 'ílOd, iTK>{.-*•: fiSmnL UvÆSíf'jf/ llppkcst "S iaráttustefnuskrá vjrkalýðsssmtakanna (34) Alþjóðasambandið heit- ir á allan verkalýð og samtök hans að herða baráttuna fyr- ir friði. Jafnhliða skorar það á alla Þá er unna friði og framförum að gerast þátttak- endur r" þeirri göfugu baráttu. (35) Ef við erum einhuga í þeirri baráttu skortir okkur ekki máttinn til að tryggja sigur hennar. Við verðum og við getum: knúið fram almenna og al- gera afvopnun með ströngu alþjóðlegu eftirliti. Hindrað frekari tilraunir með kjarnorkuvopn og stöðv- að framleiðslu þeirra. Hindrað að þýzku og jap- önsku hernaðarsinnunum séu fengin í hendur gereyðingar- vopn og knúið fram ógildingu amerísk-japanska hernaðar- sáttmálans. Flýtt fyrir friðarsamningum við bæði þýzku ríkin og breyt- ingu Berlínar í frjálsa vopn- lausa borg. Knúið fram iausn allra al- þjpðlegra deilumála nieð frið- samlegu samkomulagi. Knúið fram upplausn allra hemaðlarbandalaga og niðuj-- lagningu allra herstöðva og brottflutriiing alls hers sem staðsettur er í öðrum löndum en heimalandi hans. Séð svo um að virðing og jafnrétti gildi í viðskiptum þjóða í milli og sjálfstæði hverrar þjóðar sé viðurkennt. Hindrað árásarfyrirætlanir í garð Kúbu og erlenda íhlutun um málefni Kongó og Laos. (36) í þessari baráttu verð- ur verkalýðurinn að samræma aðgerðir sínar öðrum frið- elskandi öflum í þjóðíélaginu. III. Nýlendustefnunni verður að útrýma með öllu Á undanförnum árum hafa hundruð milljóna manna og kvenna brotið af sér þræl- dómsok nýlendukúgunarinnar. Fjöldi sjálfstæðra ríkja hefir risið . af. rústum nýlenduveld- anna og bætzt sem liðstyrkur í hóp friðaraflanna í heimin- um. Milljónir þjást þó enn undir nýlenduokinu, franska ný- lenduveldið heyr styrjöld sína gegn alþýðu Alsírs, Portúgal brytjar niður íbúa Angóla á meðan Belgía reynir með öll- um ráðum að halda í völd sín i Kongó. Kúgunin í Suður-Afr- íku færist í aukana og Bretar og Hollendingar spyrnast við í Kenya og Indónesíu. Allt þetta sýnir ljóslega að nýlenduiherrarnir neyta allra ráða til að viðhalda arðráns- stöðu sinni. Jafnvel innan Sameinuðu þjóðanna snúa þeir bökum saman óg rhisbeita þeim samtökum til að halda í ráns.fenginn. Það er því knýjandi nauð- syn að öll framsækin öfl í ver- öldinni sameinist um að út- rýma nýlendustefnunni með öllu. Driffjöðurin í frelsis- og. fr)amfarabaráttu tnýlenduþjóð- anna er verkalýðshreyfingin og því veltur það á miklu að hún njóti fulls stuðnings hjnnar al- þjóðlegu verklýðshreyfingar. Þó nýlenduherrarnir hafi misst sín pólitísku völd reyna þeir að viðhalda arðránsað- stöðu sinni með nýjum að- ferðum. í skjóli svokallaðrar efnahagsaðstoðar reyna þeir að viðhalda þrælatökum sínum í efnahagslífinu, þeir styrkja innlent afturhaid, ,.tU valda. J)g reyna að ginna hin nýju riki Framhald á 10. síðu. — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 6. september 1961

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.