Þjóðviljinn - 07.09.1961, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.09.1961, Blaðsíða 6
ötgeíandl: Bamelnlngarflokkur alþýðu - Sósíallstaflokkurlnn. — Ritstjórar: tfagnús KJartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. — rréttarltstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgelr tfagnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Ekólavörðust. 19. liml 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 45 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00 Prentsmiðja ÞJóðvilJans h.f. Guðmundur Ágústsson: Erlend f járfesting \ ðalbankastjóri Noregsbanka, Erik Brofoss, kom ^ hingað til lands fyrir nokkrum dögum á vegum Seðlabankans og flutti erindi í Háskóla íslands um er- lent fjármagn f Noregi. Hafa stjórnarblöðin síðan reynt að nota erindi hans sem sönnun þess að Islend- ingum beri að heimila erlendum auðfélögum að koma upp fyrirtækjum hér á landi; reynsla Norðmanna sýni að það sé bæði hagkvæmt og algerlega hættulaust. Hér skulu niðurstöður bankastjórans um málefni Nor- egs ekki dregnar í efa, þótt um þær séu skiptar skoð- anir í heimalandi hans, en athugað hvað frásögn hans kennir okkur. Ðankastjórinn skýrði frá því í ræðu sinni að Norð- " menn öfluðu sér fyrst og fremst erlends fjármagns í formi lána. í árslok námu erlendar heildarskuldir Noregs brúttó 10.178 milljónum króna, og af þeirri upp- hæð var erlend hlutabréfaeign í norskum félögum að- eins 455 milljónir norskra króna — eða 4—5% af heild- arupphæðinni. 455 milljónir norskra króna jafngilda um 2.730 millj. ísl. króna miðað við núverandi gengi. En þegar saman er borið þarf alltaf að minnast þess að Norðmenn eru sem næst 20 sinnum fjölmennari en íslendingar. Sé tekið tillit til þess kemur í Ijós að heild- ar eign erlendra auðfélaga í Noregi myndi jafngilda því að erlendir aðilar œttu ca. 137 milljónir króna í íslenzkum fyrirtækjum. Tjetta er sú erlenda fjárfesting sem leyfð hefur verið * og framkvæmd í Noregi í næstum því heila öld, en hún jafngildir því að erlend fjárfesting hér á landi hefði numið 1—2 milljónum króna á ári að jafnaði! Og þessi hlutföll hafa ekki aukizt neitt tiltakanlega síðustu árin. Frá ársbyrjun 1958 hafa erlendir aðilar lagt fram í norsk fyrirtæki ca. 630 milljónir íslenzkra króna; hliðstæð erlend fjárfesting á íslandi væri um 32 milljónir króna. Árið 1959 nam útlenda fjárfesting- in 33 milljónum íslenzkra króna, en það myndi jafn- gilda sem næst 1,7 milljónum hér. í fyrra var hún 105 milljónir, en það samsvarar 5,3 milljónum hér. Og það sem af er þessu ári er hún 31 milljón, eða sem svarar 1,6 milljónum króna á íslandi. fjað má eflaust færa rök að því að erlend fjárfesting af þessu tagi þyrfti ekki að vera hættuleg; sjálf- stæði landsmanna þyrfti ekki að lenda í háska þótt er- lendir aðilar fengju að kaupa hér hlutabréf fyrir 1—2 milljónir króna á ári, eða þótt þeir eignuðust á heilli öld sem svarar þremur togurum. Hins vegar væri engin ástæða til þess að heimila slíkt; það hefur ekki verið neitt vandamál fyrir íslendinga að tryggja sér erlent lánsfé sem svaraði þvíllkum upphæðum. Enda hefur áróður stjórnarflokkanna alls ekki beinzt að því að heimila erlenda fjárfestingu hliðstœða þeirri sem tíðk- azt hefur í Noregi; þeir vilja leyfa erlendum auðfé- lögum að koma hér upp fyrirtœkjum 'sem myndu kosta þúsundir milljóna króna og yrðu á svipstundu ráðandi afl í efnahagskerfi Islendinga, svo voldug að þau drottnuðu yfir örlögum hvers einasta manns.Ekki stoðar að líta til Noregs til þess að finna hliðstæður slíkrar erlendrar fjárfestingar og raunar ekki til nokk- urs sjálfstæðs ríkis á hnettinum; reynslu af þvílíkum athöfnum erlendra auðfélaga er aðeins að finna í ný- lendum og hálfnýlendum, og þá reynslu ættu allir að þekkja. Þetta hljóta ráðamenn og sérfræðingar stjórn- arflokkanna að gera sér ljóst, en þeim mun uggvæn- legra er það að þeir skuli halda áróðri sínum áfram og reyna að blekkja almenning með samanburði við Noreg á gerfölsuðum forsendum. — m. 1 1 1 I „Pommern gehört uns“ — Pommern er okkar er kjörorð þessara ungu manna, sem þramma í takt í svipuðum klæðum og Hitlersæskan forðum. Þcssi æska er alin upp í hernaðaranda og með bumbiuUI og blæstri boðar hún nýtt stríð á hcndur Póllandi. ; Greirí II. Núverandi Senatchef (borgar- stjóri) V-Berlínar heitir Willy Brandt (sbr. sá, sem setur allt í bál og brand). Kenning hans er sú, að aðalatriði sé fyrir verka- lýðinn að ætla sér ekki að breyta þjóðfélaginu, heldur berjast gegn kommúnismanum. Stríðsundirbúningur væri sam- kvæmt ósk og þörf verkalýðs- ins til að forðast kommúnism- ann og alræði verkamanna og bænda. Þannig varð Willy 1 stjarna og auðvitað vildi hann taka upp nafn bálsins og brandsins. Maðurinn segir sig sem sagt vera krata — og mun hann þá eiga við toppkrata eins óg við eigum heima, þ. e. þá, sem telja úrelt orðið áð afmá auðvalds- skipulagið, en í stað þess eigi að „bæta“ það, auka frelsi þess, réttlæti, jöfnuð, framtakssemi — og helzt stöður. Þetta er í stuttu máli samsetning Senat- chefsins. Álíka er borgin. ■ v, ■■ ' i • Valdalítið Senat Senatið (borgarstjórnin) er sett saman af 78 svona krötum ög 42 kristilegum(I) afturhalds- seggjum (Adenauers — CDU). En nú geta þessi karlagrey á- kveðið harla fátt. Hernámsveld- in eru þeirra yfirboðarar. V- Berlín tilheyrir ekki V-Þýzka- landi og enginn alþjóðleg sam- þykkt liggur að baki henni (sjá grein VI). Hún svífur í lausu lofti. Senatið hefur fengið það verkefni að stjórna almennum bæjarmálum. • Bonn drcttnar Fjármálavaldið í V-Berlín (m. a. Deutsche Bank, AEG, Siemens o. fl.) sjá til þess, að hagkerfi V-Berlinai' sé áð fullu háð v-þýzku stjórninni og þár' með pólitíkin líká’.' - -j v í í 'j vv . .... V-Berlín er í augúm Bonn-' stjórnarinnár' ögl’ auðhringá'nná hinn mikilvægi puhkíirr' ‘í njósna- og skemihdáfvérkásfarf- semjnni gegn 'DDÉ. Hún á’ ab reyna að veikja DDR’ innán' frá á alla vegii óg"há í „upplýs'-. ingar“, sem séu hagkvæmár yi'ð að „frelsa“ DDR (sem þeif nefna iðulega RÍið-Þýzkaland) og önnur lönd, ‘ sefti tilheyrðu Hitlers-Þýzkaláftdi fyfir 1939. í þessu skyni ýeitír jBprin- stjórnin 1,4' millj’afbá marka áf fjárlögum sínum 1981 til V- Berlínar kassans: Fjármálaráð- herra Bonnstjórnaririnár Etzel sagði við afgreiðslu fjáflagáriná (17. marz), að þetta váeri álíka upphæð og Frákkiand veitti í Alsírstríðið. Auk þessa koma upphæðir í kassann frá þríveldunum. Já, „Tíu ár við samningaborðið er £) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 7. september 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.