Þjóðviljinn - 27.09.1961, Qupperneq 12
SORGARATHOFN Vlfl
KOMU HEKLU ÍGÆR
íM$e<<Ký$
í
Sncmma í gærmorgun kom m.s. Hckla úr
Noregsförinni og iagðist skipið að bryggju
laust eftir kl. 8.30. Eins og frá hefur verið
skýrt i fréttum fór skipið til Noregs með
160 manna hóp farþega, er ætluðu að vera
viðstaddir afhjúpun Ingólfsstyttunnar, er Is-
lendingar gáfu Norðmönnum, og komu flest-
ir þeirra aftur með skipinu. Þessi fcrð hlaut
þann sorglega endi, að skipstjórinn á Heklu,
Ásgeir Siðurðsson, varð bráðkvaddur í Nor-
cgi, skömmu áður en haldið var heimleiðis
og flutti skipið lík skipstjórans heim.
Er skipið lagði að bryggju blakti fáni þess
i hálfa stöng. Og á hafnarbakkanum stóðu
sjómenn heiðursvörð undir félagsfánum. Er
farþegum hafði verið hleypt frá borði stað-
næmdust þeir allir á bryggjunni og biðu
meðan kista skipstjórans var færð í land.
Lék Lúðrasveit Reykjavíkur sorgarlög meðan
á þeirri athöfn stóð.
Á útlcið hreppti Hekla versta veður og
voru margir farþeganna mjög sjóveikir. Einn-
ig fengu allmargir í hópnum magakvilla í
ferðinni. Móttökurnar í Noregi voru hins
vegar mjög hjartanlegar og sjálf afhjúpun-
arhátíðin og ferðalagið um Noreg mjög á-
nægjuleg, þar til andlát skipstjórans varp-
aði skugga á það í lokin, sögðu Noregsfar-
arnir.
Meðal farþega hingað á Heklu frá Færeyj-
um voru skipsbrotsmennirnir tveir, er af
komust, er Helgi frá Hornafirði fórst við
Færeyjar 15. þ. m.
Myndin hér að ofan er tekin, þegar lík-
kista Ásgeirs Sigurðssonar skipstjóra er bor-
in frá skipshlið í líkvagninn.
Ljósm. Þjóðv. A. K.)
■ •HNMIIMMIIfltMIIIKilimillUilllllllllllHIIIIIIIMMItMIMlailllUMMmaillllll
immmmMMmHiMMmmmMmiimimm
Vaxandi grunsemdir að flugvél Dags
Hammarskjölds hafi verið skotin niður
Byssukúlurnar sem fundust í einu líkanna ur flugvélinni hljóta að hafa
komið úr skotvopnum, fullyrða sænskir sérfræðingar
STOKKHÓLMI 26/9 — Sænsk blöS láta í ljós grunsemd-
ir um að ekki sé allt með felldu varðandi rannsókn
stjórnarvalda í Rhcdesíu á slysinu sem varð Dag Hamm-
arskjöld og fimmtán öðrum aö bana. Blöðin segja að
sænskir sérfræöingar sem fylgjast með rannsókninni
telji hana ófullnægjandi.
í einu likanna úr flugvélinni
hafa fundizt byssukúlur. Að
sögn flugmálastjóra Rhodesíu
sem stjórnar rannsókninni hafa
þær kúlur ekki komið úr neinu
skotvopni, heidur séu þær þann-
ig til komnar, ' að skotfæri sem
vóru með flugvélinni • hafi
sprungið þegar í henni kviknaði
og kúlurnar'þannig lent í líkama
mannsins.
Sænskir sérfræðingar vísa
þessari skýringu Rhodesíumanns-
ins algerlega á bug. Þeir segja
að það sé fráleitt að kúlur sem
þannig springr’ geti komizt inn
í mannslíkama, skotmáttur
þeirra sé ekki meiri en svo að
þær myndu ekki jeinu ^inni
fara í gegnum föt. Skotvopna-
fræðingurinn C. F. Westerell,
sem fengizt hefur við fræði sín
í 30 ár, segist géta fuR.vrt að
það sé hreinasta firra að halda
því fram að skot sem i kviknar
geti sprungið með svo miklum
krafti að þau fari inn í manns-
líkama. Annar sænskur skot-
vopnafræðingur, Arne Svensson,
tekur undir ’ þessi orð og segir
að hafi kúlur fundizt í einu lík-
anna, sé hægt að fullyrða að þær
séu þangað komnar úr skot-
vopni.
Framkonia Rliodesíumanna
vekur grunsemdir
Sænski flugmaðurinn Göran
Andrée sem flaug til Ndola þar
sem slysið varð daginn eftir það
segir að hann og förunautar
hans, sænski ræðismaðurinn í
Kongó o.g fulltrúi gæzfuliðsins,
Khiari. hafi orðið að bíða í tvo
daga áður en þeir fengu að
skoða sig um á slysstaðnum.
Framhald á 5. síðu.
Miðvikudagur 27. september 1961 — 26. árgangur — 220. tölublað
Sex manna nefndin
situr enn
Sex manna nefnd framleiðenda
og neytenda, sem fjallar um bú-
vöruverðið, hefur setið á fundi
af og til síðan á laugardaginn
var. í gær stóðu fundir mest-
an hluta dags.
Yfirdómur hefur, svo sem áður
hefur verið skýrt frá í fréttum,
úrskurðað 14,5% meðalhækkun
á afurðaverði til bænda, en sex
manna nefndin á eftir að fjalla
um kostnað við vinnslu og dreif-
á fundum
ingu, heildsölu og smásölu á
grundvelli yfirdómsins.
Þjóðviljinn leitaði í gær frétta
af fundahöldunum o.g gangi
mála. en fékk engar upplýsingar
að svo stöddu, þar sem sam-
komulag virtist ekki á næsta
leiti.
Fram að þessu hefur búvöru-
verð ailtaf verið ákveðið fyrir
20. september ár hvert. en nú
er þegar liðin vika frá þeim
tíma.
Guðrún Hallgi ímsdóttir var
kjörin formaður Æskulýðsfylk-
ingarinnar í Reykjavík, en aðal- j
fundur hennar var haldinn í
fyrrakvöld.
Formaður sumarstjórnar
Ólafu.r Einarsson stýrði fundin-
um, en á dagskrá voru venju-
leg aðalfundarstörf, svo sem
reikningar félagsins, ' skýrsla
sumarstjórnar, inntaka nýrra fé-
laga, lagabreyting’ar og kosning
vetrarstjórnar.
Tillögur uppstillinganefndar til
stjórnar voru samþykktar ó-
breyttar. Guðrún Hallgrímsdóttir,
1 stúdent, var kosin formaður,
[ Hrafn Magnússon, varaformaður,
j Jóhann Þórarinsson ritari, Björn
Ólafsson gjaldkeri, Einar örn
Guðjónsson sþjáldskrárritari og
meðstjórnendur: Auðunn Einars-
son, Bjarni Guömundsson, Gísli
Svanbergsson og Ingibjörg Har-
aldsdóttir.
Þetta er í annað sinn í sögu
ÆFR sem stúlka er kosinn for-
maður félagsins. Fyrir nokkrum
áru.m var Adda Bára Sigfúss-
dóttir, veðurfræðingur um skeið
formaður.
V-Berl ín er ekki ógnað,
en égnar sjálf friðnum
NEW York 26/9 — Gromiko,
utanríkisráðherra Sovétríkjanna,
flutti ræðu á þingi SÞ í dag og
hóf mál sitt á að ræða um Vest-
ur-Berlín. Hann ítrekaði að Sov-
étríkin hefðu aldrei ógnað borg-
inni né ibúum hennar, hins veg-
ar væri núverandi staða henn-
ar ógnun við friðinn í heiminum.
Vesturveldin segjast vilja
tryggja frelsi og velferð Vestur-
Berlínarbúa. En við höfum sagt
margsinnis að við föllumst alger-
lega á það. Það hefur aldrei
verið á það minnzt að breyta
ætti þjóðskipulagi því sem íbúar
borgarinnar búa við og vilja við-
halda. Sovétstjórnin viðurkennir
einnig fullkomlega rétt borgar-
innar til ótruflaðra samgangna
við umheiminn. í tillögum okkar
er ekki minnzt einu orði á að
loka samgönguæðum til borgar-
innar.
Gromiko sagði að til mála
kæmi að SÞ ættu hlut að því
að tryggja frelsi og sjálfstæði
Vestur-Berlínar og sovétstjórnin
gæti falliz.t á að herlið frá hlut-
lausum ríkjum yrði í borginni
ti! að verja stöðu hennar sem
fríríkis.
Hann sagði að sovétstjórnin
myndi þvi aðeins undirrita frið-
arsamninga við Austur-Þýzka-
land eitt að í ljós kæmi að ekki
gætu tekizt samningar við vest-
urveldin. Friðarsamningar við
Þýzkaland skiptu höfuðmáli fyr-
ir friðinn í heiminum.
Gromiko ræddi ýms önnur al-
þjóðamál, m.a. tilraunir með
kjarnavopn. ITann sagði að
Frakkar hefðu brotið þegjandi
samkomulag stórveldanna um
stöðvun tilraunanna í þeim til-
gangi að efla hernaðarmátt Atl-
anzbandalagsins. Bandaríkin og
Bretland hefðu heldur aldrei
viljað fallast á algera stöðvun
Framhald á 11. síðu.
Líkið var d sjé-
mcnni frá
Þórshöfn
Eins og frá var sagt hér í
blaðinu í gær fannst lík af karl-
manni í fyrramorgun við
Grandagarð og tókst ekki fyrr
en í gær að upplýsa af hverjum
líkið væri; kom þá í ljós að
það var af sjómanni frá Þórs-
höfn, Olgeiri Sigtryggssyni að
nafni.
Olgeir hafði síðasta hálfan
mánuð verið skipverji á Geir
goða og mun hafa haldið til þar
um bo.rð. SI. sunnudagskvöld fór
hann á dansleik í Ingólfscafé
ásamt bróður sínum. Fóru þeir
þaðan um kl. 1.30 um nóttina
og var Olgeir þá undir áhrifum
áfengis. Þeir bræður skildu eftir
dansleikinn og er ekkert vitað
um ferðir Olgeirs þá um nóttina
eftir það. Óskar rannsóknarlög-
reglan þess. að þeir sem kynnu
að geta gefið einhverjár upplýs-
ingar gefi sig fram.
Réttarkrufningin leiddi í Ijós,
að dánarorsökin var drukknun.
Olgeir var tæplega fertugur - að
aldri.