Þjóðviljinn - 14.10.1961, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.10.1961, Blaðsíða 4
LJOÐIÐ UM DUFUNA GRAU Margar kvikmyndir hafa verið gerðar um síðustu heimsstyrjöld. — Þær lýsa hetjudáðum og mannvonzku, botnlausu djúpi sársaukans og fagnaðarhátíð sigursins. Flest- ar þeirra fordæma stríðið en í sumum er reynt að réttlæta það. Tveir slóvaskir rithöf- undar, dr. Ivan Bubovcan, og Albert Marencin og leikstjór- inn Stanislav Barabás fara nýjar leiðir: þeir sýna stríð- ið eða réttara sagt andspyrnu- hreyfingu Slóvaka gegn her- námi nazista séða með sak- lausnm augum barnsins sem smátt og smátt skilur hvað um er að vera. Aðalhet.ian í myndinni er R”.dko, smásnáði, fullur með- aukvunar með vængbrotinni dufu sem hann tekur að sér. Fyrir honum eru hinir æs- andi atburðir sem fara fram í kringum hann í fyrstu ekk- ert annað en hverjir aðrir æsandi atburðir. Þegar þorpið 'hans er hernumið af nazist- um eru Rudko og vinir hans fyrst o.g fremst forvii'u börn. Þau sk.ii’a ekki hvað koma þýzk.u hermannan.na b'oðar. Skær'diða, fasiska liðhlaupa, unpreisnarmenn. nazistaher- menn. bnrnin og borpsprest- inn — pÞa líti'.r Rudko sínum skæru b’áu aueum. en stund- um tn.kur hann fram gömlu stilabókina sína og skrifar í hana nöfn með stórum klunna- leeum stöfum. Nöfn á fólki sem hann vill muna og lang- ar til að hitta aftur. Svo er bað Vinco, vinur hanr. nokk.ru e.ldri og viti- bornari. gengur með oddi og e"K aö hlutunum en er dálít- ill sérvitringur. Daginn sem hann í laumi stelst til að prófa rúlluskauta í þorpskirkj- unni (eitt hlægilegasta atriði myndarinnar) virðist ekkert fleira merkilegt bíða hans. En jú, þegar sama dag dregst Vinco inn í hringiðu stórat- burðanna. Það eru sex svipmyndir úr slóvcsku þorpi á stríðsárunum sem skaparar þessarar mynd- ar hafa tengt saman í eina sögu sem er hrífandi í lát- leysi sínu og einfaldleik. Full- orðna fólkið er í stríði, brenn- ir niður þorp, skýtur hvað á annað. Börnin sjá allt og það bitnar á þeim þótt þau skilji alls ekki margt af því sem fram fer í kringum þau. Börn- in sem heita hvert öðru eilífri vináttu, þekkja blómin. dýrin og klettana út og inn og hoppa glöö og ánægð um engjarnar þangað til þorpið þeirra er brennt niður. Ljóðið um dúfuna gráu er ein allra bezta mynd sem gerð hefu.r verið á beim fimmtán óru.m sem li.ðin eru síðan kvikmvndagerð hófst fyrst í Slóvakíu. Leikstjórinn Stanis- lav Barabás o.g kvikmynda- tökumaðurinn eru ungir og róttækir listamenn en tengdir hæði skáldskap og ,,sá)“ hinna fögru. slóvösku heimkynna sinna sterkum böndum. Það eru engir frasar. enginn falsk- ur tónn í verki þeirra þó að leikararnir séu ekki allir fyrsta flokks. þ. e. fullorðnu leikararnir. Rudko, Vinco og hin börnin leika sig sjálf. All- ir sem nokkurn tíma hafa klappað litlum dreng á kollinn eða strokið vonqann á lítilli telpu munu skilja það sem þau segja. Kudko (Pal’ko Polacek) gefur dúfunni sinni frelsi. AthyglisverS kvikmynd frá Slóvakiu Fyrstu tónleikarnir gefa fyrirheit um vetrarstarfið Opið bréí til Fíla- delfmsafnaðarins j Þjóðviljanum hefur borizt eftiríarandi bréf til birtingar. Telur blaðið rétt að það komi fyrir sjónir lesenda nokkuð stytt, enda hvílir engin leynd . yfir bréfritara. Það skal jafn- framt tekið fram að blaðið hefur að sjálfsögðu engin tök á að leggja dóm á þetta mál, en rétt er að sjcnarmið beggja að- . ila í málinu komi fram, sbr. . bréf sem birt var í blaðinu í . gær. ! ★ Samkvæmt bréfi dágs. 27/3 1961 er mér tjáð, að ég sé . strikaður útaf safnaðarskrá eftir 8 daga að telja, hafi ég ekki afturkallað kærumál á hendur , söfnuðinum. Ekki hefi ég kært söfnuðinn. . Eða heldur Ásmundur Eiríks- , son að hann sé söfnuðurinn? Nei. En Ásmundur er safnað- armeðiimur eins og ég og sem , einn meðlimur bað ég dóms- ! og kirkjumálaráðuneytið að ! rannsaka fjórdrátt í sambandi við Ásmund Eiríksson. Eins og ! allir vita náði Ásmundur Ei- ! ríksson söfnuðinúm undir sig I með brögðum á meðan Eric ! Ericson var í Bandaríkjunum. Þá var minnst á dollarana, sem hvergi voru bókaðir. Þeir voru sendir til kirkju- byggingarinnar frá Brooklyn í Bandaríkjunum sem gjöf. En Kyvik er kostaður þaðan sem trúboði. Þetta voru 1600 doll- arar. Tengdasonu.r Ragnars Guð mundssonar keypti 750 dollara á 30.000.00 — þrjótíu þúsund krónur 00/100 — og er það hörmulegt að Ragnar Guð- mundsson skyldi ekki geta stoppað þetta okur hjá Ásmundi vini sínum. Arinbjörn hirti' af- ganginn 850- dollara og skrapp til Englands að hitta son sinn. Sagði hann, að sonur sinn hefði beðið sig að koma, en það fylgdi ekki sögunni, aö hann hefði stolið 850 dollurum frá kirkju- byggingunni eða 34.000.00 krón- um, sem Ásmundur hafði selt þessa dollara fyrir á svörtum eins og hina. Vissi Ragnar Guðmundsson að tengdasonurinn væri í hættu, þegar ég talaði við hann í vor? Hann sagði: „Þetta skal aldrei í mál“ og var þá mínum stór- kaupmanni mikið niðri fyrir. En þetta var trúnaðarmál með dollarana og tengdasoninn, svo að það er ekki furða, þótt Ragnari Guðmundssyni sé heitt í hamsi útí Ásmund og þetta dollaramál. Hvernig gat Ragn- ar G. hefnt sín á Ásmundi? Jú, Ásmundur sagði Ragnari G. trúnaðarmól, sem gift kona í söfnuðinum trúði Ásmundi fyrir og mun hafa verið skrifta- mál. Ragnar bað þessa konu ásamt Ásmundi og einu. vitni að koma niður í Sparisjóð og þar varð Ásmundur að játa brot sitt. En vitnið var Gísli Guðnason. Byggingarnefndin fékk ekki að kjósa gjaldkera fyrir ofríki Asmundar Eiríkssonar. Það var maður í söfr.uðinum, sem vildi gefa 50 búsundir, ef kosinn yrði nýr gjaldkeri fyrir bygginguna, en Ásmundur E. sagði: NEI, þó að byggingarnefndin vildi þiggja þetta með þökkum. Nú sjá allir hvílíka óst Ásmundur E. hefur á vini sínum Arinbimi Árna- syni. sem búinn var" að hirða á þriðja hundrað þúsund krón- ur úr Guðskistunni, sem við vitum um, auk þess sem aldrei kemst upp. Svona hefur Ásm. drottnað yfir söfnuðinum. Og slíkt er vandlæti hans vegna Framhald á 10. síðu. Verði framhald vetrarstarfs Sinfóníuhljómsveitar íslands eins og fyrstu hljómsveitartón- leikarnir á nýbyrjuðu starfs- ári í fyrrakvöld gáfu fyrirheit um er væntanlegt tónleikahald hennar tilhlökkunarefni; hljóm- sveitin skilaði hlutverki sinu með prýði undir stjórn hins nýráðna tékkneska stjórnanda Jindrich Rohans, sem ber- sýnilega er mikill kunnáttu- maður og góður listamaður. Einleikarinn, Michael Rabin frá Bandaríkjunum; leysti sitt verkefni einnig ,af hendi með sérstökum ágætum svo sem vænta mátti; engan ferðlúa var hægt að merkja á leik fiðlusnillingsins og lenti þó flugvél sú, sem flutti hann hingað til landsins, á Reykja- víkurflugvelli um svipað leyti og tónleikarnir í Háskólabíói hófust, tveimur stundum eftir áður auglýstan tíma! Til þess að gefa Rabin meiri tíma til skipta á ferðafötunum og kjól- klæðnaðinum var það ráð tek- ið að breyta röð tónverkanna á efnisskránni. Fyrst var leik- in sinfónisk svíta, Sheherazade, eftir Rimsky-Korsakoff, mikið og margskipt verk, í senn hressilegt og áheyrilegt. Ágæt- lega leikið af hljómsveitinni þótt ekki væru allir kaflar jafn vel slípaðir. Hið sama er að segja um hin verkin tvö á efn- isskránni: Karneval eftir Ant- onin Dvorák og fiðlukonsert- inn í e-moll eftir Felix Mend- elssohn, eitt kunnasta og vin- sælasta verk sinpar tegundar. Á þátt einleikarans. Michaéls Rabin, í flutningi konsertsins er áður minnzt, en hann, Rohan hljómsveitarstjóri og hljóð- færaleikararnir allir vo.ru hylltir lengi í lok tónleikanna ,af áheyrendum sem fyllt höfðu hinn stóra og glæsilega hljóm- leikasal. Góður tónlistarflutningur víar ekki hið eina sem fögnuð vakti í fyrrakvöld; það var ekki síð- ur ánægjuefni að sjá sinfóníu- sveitina nú í fyrsta skipti full- skipaða í hljómleikasal sém sómi er ,að, þar sem olnboga- rými hljómsveitármanna er nægilegt, hljómburður í bezta lagi hvar sem setið er í saln- um og áheyrendasvæði að öðru leyti til fyrirmyndar. Munú hljómsveitarmenn ekki síður 6P áheyrendur hyggja gott til tóili- leikahalds í framtíðinni í hitf- um nýja samkomusal. At reynslu hins fyrsta tónleiká- kvölds mættu forráðamenn H;á- skólabíós þó læra ýmislegt settt betur gæti farið; t.d. þyrfti áð fjölga stúlkum við afgreiðslu í fatageymslu og taka fyrir 0 starfsstúlkur hússins vísi i'í sæti eftir að tónleikar eríl hafnir; kemur hið síðasttaldfe þó ekki eins^að-sök^-HáskólÍr bíói og öðrum samkomuhúsumt vegna þess að svampkenndur Framhald á 7. síðu. 'A) — ÞJOÐVILJINN Laugardagur 14. október 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.