Þjóðviljinn - 31.10.1961, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.10.1961, Blaðsíða 1
I I llilil ■rJINN Afmœlisblað 64 síður, auk kápusíðna, kem- ur út í dag. Verður það borið tii kaupenda í dag og á morg- un. Þriðjudagur 31. október 1961 — 26. árgangur — 249. tölublað SPRENGD 30/10 — Allar líkur benda til þess að Sovétmenn hafi snemma í morgun sprengt risastóra og öfluga kjarna- sprengju- við Novaja Semlja í Norður-íshafinu. Engin cpinber tilkynning hefur verið gefin út um sprenging- uná, en samkvæmt mælingum í Svíþjóð virðist sprengj- an hafa verið rúmlega 50 megalestir. Vindur er að vestan á norðlægum slóðum og er engrar geislunar að vænta í Evrópu vegna þessara sprengingar á næstunni, en hún hefur valdið mikilli reiði víða um heim. Sérfrœðingar í Svíþjóð og vjð- ar telja víst að hér hafi verið um að ræða 50 megalesta sprengjuna, sem Krústjoff for- sætisráðherra gat um í ræðu ný- lega að sprengd yrði í lok þessa mánáðar. 'Þó téljá sumir sér- fræðingarnir að sprengjan í morgun hafi verið enn öflugri, eða a.m.k. 2500 sinnum öflugri en sprengjan, sem Bandaríkja- menn vörpuðu á Hiroshima árið 1945. Þess ber að gæta, að sprengjan, sem nú var sprengd, sprakk í gííurlegri hæð í gufu- hvolfinu, þannig að geislunará- hrifin eru hlutfallslega minni en af Hirosimasprengjunni. Sænskir og bandarískir sér- fræðingar telja að sprengjan hafi vegið um 15 lestir, og hafi verið þrír metrar í þvermál og rúmlega 5 metrar á hæð. Áhrifa sprengjunnar gætti á jarðskjálfta mælum í Svíþjóð, Japan, Frakk- Framhald á 3. síðu. ðð S0fp u Á fundi í Félagi járniðnaðarmanna sl. laugardag var gerð eft- irfarandi samþykkt: „Fundur i Félagi járniðnaðarmanna haldinn laugard. 28. okt. 1961, samþykkir að segja upp kaupgjaldsákvæðum í samningum félagsins við atvinnurekendur, í þeim tilgangi að leita eftir leið- réttingu, með það íyrir augum að kaupmáttur launanna verði ekki lægri en hann var, þcgar samningarnir voru gerðir á sl. sumri.“ MOSKVU 30/10 — Flokksþing Kommúnistaflokks Sovétríkjanna í Moskvu samþykkti í morgun að fjar!ægja jarðneskar leifar Stalins úr grafhýsi Leníns og Stalíns á Rauða torginu í Moskvu. Það var formaður Kommún- istaflokksins í Xíkraínu, sem bar fram t.'llöguna um að fjarlægja ltk Stalíns frá hlið Leníns. Sagði hann iað það væri ótilhlýðilegt að lík Stalíns væri gevmt á þess- um stað eftir að búið væri að afhiúpa ólöglegar aðgerðir hans á tímum persónudýrkunarinnar. Mannfjöldi á torg'nu í fréttum AFP-fréttastofunnar frá Moskvu segir að allmikill mannfjöldi hafi safnazt saman á Rauða torginu í dag, eftir að Moskvuútvarpið flutti þá frétt að fiarlægia ætti lík Stalíns. Ræddi fólk um fyr'rætlanirnar og munu ýmsir hafa haldið að lík Stalíns yrði þegar flutt brott. í tillögunni, sem samþykkt var, segir; — Grafhýsið á Rauða torginu var reist til þess að varðveita minn.'nguna um Lenín, stofnanda Kommúnistaflokksins og leiðtoga Sovétríkjanna. Hér eftir skal grafhýsið bera nafn hans. Þingið álítur óheppilegt að hafa lík Stalíns lengur í graf- hýsinu vegna misferlis hans á dögum persónudýrkunarinnar. Ekkert hefur verið tilkynnt hvað gert verði við lík Stalíns. Lokaður fundur 22. þing Kommúnistaflokksins kom saman til lokaðs fundar í dag til þess að kjósa nýja mið- stjóm. Samkvæmt hinum nýju flokkslögum á að skipta um a. m.k. fjórðung allra manna í á- byrgðarstöðum hjá flokknum í hvert sinn sem kos.'ð er. Réttarfarsbrot Stalíns f langri ræðu sem Krústjoff flutti á flokksþinginu á föstu- daginn vék hann að þeim átök- um sem áttu sér stað innan flokksins fyrst eftir 20. flokks- þingið og nefndi auk þess ýms dæmi um réttarfarsbrot og yfir- troðslur á valdaskeiði Stalíns. Framhald á 3. síðu. Margir hafa heimsótt graf- hýsið á Rauða torginu. — Myndin sýnir fólk sem stend- ur í biðröð til að líta lík Lenins. Myndin er tekin áður en Iík Stalíns var flutt í graf- hýsið. Bandaríkjamenn hef ja tilraunir í í andmmslofti WASHINGTON 30/10 — For- maður kjamorkumálanefndar Bandaríkjaþings, Henry Jackson, skýrði frá því í dag, ,að Banda ríkjamenn myndu nú he.fja til- raunir með kjarnavopn í and- rúmsloftinu, en undanfarið hafa Bandaríkjamenn sprengt fjórar atómsprengjur neðanjarðar. Jackson sagði að næstu sprengjur Bandarikjamanna myndu hafa lítið sprengiafl og orsaka takmarkaða geislun. Jackson hélt því fram að Bandaríkin hefðu enn forskot fram yf.r Sovétrikin varðandi kjarnavopn. ® © DREGIfl IKV0LD ® Ert þú lesandi ^góður búinn að tryggja þér næga gula miða í Afmælishappdrætti Þjóðviljans? Það verður dregið um þá í kvöld, svo að síðustu forvöð eru að fá sér miða í dag. @ Og hvernig er það með kunningja þína og vinnufélaga, hafa þeir allir fengið sér miða? Það er aðeins í dag, sem þeim gefst kostur á að tryggja sér möguleika á að vinna Volkswagen-bifreið í fyrsta drættinum. ® Seljið alia gulu miðana ykkar í dag, og komið í skrifstofuna, Þórsgötu 1, og gerið skil fyrir selda og keypta miða. Skrifstoían er opin til klukkan 12 í kvöld, en þá verður dregið. ® Eftir daginn í dag verða gulu miðarnir ó- gildir, og þu^fa þá allir sölumenn að skila and- virði þeirra í peningum eftir það. Hinir miðarnir í blokkunum (bláu, bleiku og grænu) gilda svo áfram í síðari skiptin, sem dregið verður. Ef ein- hverjir hafa með höndum gula miða, sem þeir ekki treysta sér til að selja eða kaupa, þá verða þeir að skila þeim í skrifstofuna fyrir miðnætti í kvöld. ® Umboðsmenn úti á landi verða að póst- leggja óselda gula miða strax á morgun, og þá einnig að póstleggja peninga, sem komnir eru inn fyrir söluna. ® Það er í dag sem Þjóðviljinn er 25 ára. Þeim, sem vilja færa honum sérstakt viðbótarfram- lag á sjálfan afmælisdaginn skal bent á að við því cr tekið hjá þessum aðilum: ® Ctsölumönnum happdrættisins um land allt Afgreiðslu Þjóðviljans, Skólavörðustíg 19, sími 17500 Skrifstofu happdrættisins, Þórsgötu 1, sími 22396 Sósíalistafélagi Reykjavíkur, Tjarnargötu 20, sími 17510 Æskulýðsfylkingunni t Reykjavík, Tjarnar- götu 20, sírni 17513. OPIÐ TIL MIÐNÆTTIS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.