Þjóðviljinn - 19.11.1961, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.11.1961, Blaðsíða 3
Sl. haust hófst á Siglufirði bygging niðuriagningarverk- smiðju á vegum síldarverksmiðju ríkisins. Húsið, sem verið er að reisa þar, er að flatarmáli helmingur þeirrar byggingar sem fyrirhug- að er að byggja. Gert er ráð fyrir að húsið verði tvær hæðir, en hugsanlegt væri að koma fyr- ir tækjum og búnaði og hefja vinnslu strax og neðri hæðin væri komin upp. Eins og sakir standa eru mest- ar líkur til þess að veðrátta stöðvi bygginguna að mestu, svo að ekki sé að vænta neinnar vinnslu í verksmiðjunni i vetur. Telur Páll Jónsson húsasmíða- meistari, sem stendur fyrir bygg- ingarframkvæmdum, litlar horf- ur á að húsið'komist upp fyrir áramót, hvað þá að unnt verði að hefja þdr vinnslu upp úr áramótum, eins og sögur hafa gengið um manna á meðal á Siglufirði að undanförnu, nema því aðeins að brevti algerlega um tiðarfar og sumartíð gerði svo sem mánaðartíma. iFramangreind frétt er eftir Mjölni, blaði sósíalista á Siglu- firði. / Fjölpð fnlltrú- um í leikvallan. Á fundi bæjarráðs Reykjavíkur í fyrradag var samþykkt að fjölga um tvo fulltrúa í leikvalla- nefnd, úr 3 í 5. í nefndinni eiga nú sæti þau Jónas B. Jónsson, Sigvaldi Hjálmarsson, Margrét Sigurðardóttir, Gróa Pétursdóttir og Petrína Jakobsson. 6 barna- og unglingabœkur frá bókaútgáfunni Setberg Sex nýjar barna- og unglinga- bækur eru komnar út hjá bóka- útgáfunni Setberg. Bækurnar eru þessar. Þrír kátir kettlingar; bók í stóru broti og með litmyndum á hverri opnu, ætluð yngstu les- endunum. Mamma segftu mér sögu, sög- ur sem Vilbergur Júlíusson hef- ur valið, ætlaða-r 6—10 ára börn- um. r-- .- : - Helga .og yinkonur hennar, skáldsaga eftir sama höfund og skrifaði hina vinsælu bók Fr-íðu fjörkálf; ætluð stúlkum á aldr- inum 10—13 ára. Gunnar gcimfari, drengjasaga um ævintýralega ferð til Marz, ætluð strákum 12—15 ára. Ifeiða og börnin liennar, fram- hald bókarinnar Heiða í heima- vistarskólanum. . Anna Fía gilftist, þriðja og síð- asta bókin um önnu Fíu og vin- konur hennar. Þýðandi Frey- steinn Gunnarsson skólastjóri. Arnheiður Jóns- dottir kjörin forssti N.L.F.I. Náttúruiækningafélag fslands háði8. landsþing sitt í Reykjavík dagana 20.—21. okt. 1961. í upp- hafi þingsins flutti frú Arnheið- ur Jónsdóttir, varaforseti banda- lagsins, minningarorð um Jónas Kristjánsson, lækni, og minnt- ist annarra látinna félaga. Þing- forseti var kosinn Klemenz Þor- leifsson, kennari. Að undanfömu hafa aðalstörf samtakanna ve,rtið* u'ppbygging | og rekstur heilsuhælisins í Hveragerði. Á síðustu 2 árum hefur verið byggt þar starfs- mannahús og- gróðurhús og uhn- ið að fegrun lóðar. Hælið sækja nú árlega um þúsund manns. Læknar hælisins eru Karl Jóns,- son, gigtlækningar, og Högni Björnsson, sem - tók , við af Úlft ! j Ragnarssyni, er hann lét af störfum. Félagið gefur út tíma- ritíð Heilsuvernd, og er ritstjóri þess Björn .L. Jónsson, læknir. Þingið samþykkti ýmsar til- lögur, svo sem ályktun þess efn- : Framháld, .á_ 7. ..síðu. .1 i: Ekki viðreisnarborg Danskur skipulagssérfræð- ingur hefur gert tillögur um haildarskipulag Reykjavíkur fyrir bæjarstjórn. Er þar i senn fjallað um það hvernig gamlir bæjarhlutar skuli skipulagðir að nýju og lögð á ráðin um hitt hvernig bær- inn eiei að þróast á næstunni. Af þessu tilefni birtir Morg- unblaðið forustugrein í gæV og kemst þar m.a. svo aðorði: „Aðalatriðið hlýtur að vera að ganga endanlega frá skipur laginuy-jafnvel þótt allir geti ekki ©rðið á eitt sáttir, því að sérhvert vel uraið heildar- skipulag hlýtur að vera betra en skipulagsleysi eða ták- miirkun skipulagsins við til- tölulega litit svæði. Mjög ber því að fagna þessu stóra á- taki bæjaryfirvalda Reykja- víkur“. ' " ' “ •Hætt er við ■ að ýmsir les- endur Morgunblaðsins hati rekið: upp stór. augu ; er þeir sáu þessi ummæli. Það hefur um langt skeið verið eftirlæt- iskenning blaðsins að allt skipuiag í þjóðlífinu væri komið frá hinum illa og þeim mun verra sem það væri víð- tækara; þar með væri verið að hefta frelsi einstaklings- ins, kúga hann og lama fram- tak hans. Ef Morgunblaðs- menn væru sjálfum sér sam- kvæmir ættu þeir að úthrópa heildarskipulag Rej'kjavikur sem argvítugan kommúnisma og.,krefjast þess að bæjarfull- trúarnir létu tafarlaust af villu síns vegar. Hugsjón þeirra ætti að vera sú að hver einstaklingur hefði leyfi til þess að byggia hvar sem honum sýnist, hvernig sem honum sýnist. án þess að skeyta um þarfir heildarinn- ar. ... En viðbrögð Morgunblaðs- ins sýna að jafnvel hinir of- stækisfuHu ritstjórar þess blaðs eru ekki eins trúir kenningum sínum ' og , þeir vilja vera látá. -Þeir geta ekki hugsað sér að búa í-' viðreisn- arborg. — Austri. . , Á föstudaginn bauð Trésmiðj- an Víðir fré-tamiinnum að skoða ný.ia gcrð húsgagna, sem hún \ er nú að koma með á markað- inn. Hér er um að ræða stóla og sófa með plastgrindum i stað trégrinda, en þessi nýjung er mi að ryðja sér til rúms víða er- lendis. Trésmiðjan Víðir hefur fengið einkaleyfi á framleiðslu þessara húsgagna frá norska fyrirtæk- inu Plastmöbler i Kristiansand. en húsgöan af þessari gerð eru nú framleidd í 25 löndum sam- kvæmt einkaleyfi frá þessu fyr- irtæki. m.a. á Norðurlöndunum öllum. í fyrra fór maður. Þorsteinn Björnsson. frá Trésmiðjunni Víði til Kristiansand til þess að kynna sér þessa framleiðslu og þessa dagana eru einnig tveir menn staddir hér frá Plastmöbl- er. til þess að kenna framleiðslu- aðferðirnar og sýna meðferð tækja, sem við þær eru notuð. Hráefni það. sem notað er. er sams konar og plastið, sem haft er í einangrun. en hlýtur aðra meðferð. Það er fvrst soðið og síðan sett í mót, þar sem það t r aftur gufusoðið. en við það þenst plastið út og fyllir út í mótin. Er efni þetta géysisterkþ t.d. þolir svona plastgrind. að henni sé fleygt ofan af fimm hæða húsi, það sér ekki á henni. Þá er þessi framleiðsluaðferð marg- falt fljótleeri en trégrindasmíði og verða húsgögnin þar af leið- andi ódýrari. Saeði forstjóri Víð- is, Guðmundur Guðmundsson. að svona plastsófasett myndi kosta 11—12 þúsund, en sams konar sett framleidd með gamla lag- inu kosta nú 14—15 þúsund krónur. Víðir hefur inú mót til þess að framleiða 3 gerðir plaststóla og eina sófagerð en von er á tveim nýjum gerðum móta á næstunni. gaflar hans eru úr plasti en trégrind í baki og botni. Grind stól- anna er hins vegar algerlega úr plasti og fær Víðir mót af þeám á næstunni. Þessi mynd er af norsku plastsófasettii. Trésmiðjan Víðir hefur nú l.afið framleiðslu á sófum, eins og þeim, er sést á myndinni, en SERSTÆÐ HANDAVINNUSÝNING í gær var fréttamönnum boðið að skoða handavinnu- sýningu, sem Guðrún Einars- dóttir, húsfreyja að Sellátr- um í Tálknafirði. hefur opn- að í Bankastræti 7 uppi- Verður sýning þessi opin þessa viku kl. 10—10 daglega. Á sýningunni er mikið af handmáluðum og saumuðum dúkum og ofnum teppum með íslenzkum jurta- og sauðalit- um, svo að eitthvað sé nefnt, ennfremur vegghillur, kassar, vegglampar og myndaramm- ar, sem Guðrún hefur lagt skeljum og smákuðungum, en maður hennar. Davíð Davíðs- son hefur smíðað tréverkið. Allir eru gripir þessir unnir á síðustu 8—9 árum í hjá- verkum frá öðrum störfum, en Guðrún er 8 barna móðir og einnig amma 8 barna. Flestallir gripirnir á sýning- unni eru. til sölu. Auk mun- anna, sem Guðrún hefu gert. eru á sýningunni fáein- ir dúkar og sjöl,' er hennar, Ingibjörg' Kristjáns- dóttir, hefur unnið á sínum efri árum. Myndin hér fyrir ofan er tekin á sýningunni í gær og sjást á henni nokkrir hand- málaðir dúkar, skeljalagðir gripir og á borðinu liggja ofnir dúkar. — (Ljósm. Þjóð- viljans A. K.) i i i i Þ rn - ■„ _ Sunnudagur 19. nóvember 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.