Þjóðviljinn - 19.11.1961, Blaðsíða 6
vera þau sömu og í Eng- börn eigi ekki
(738%
Landafraeðitími í kínverskum barnaskóla.
Útgefandl: Sameinlngarflokkur alþýðu — _ Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar:
Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. —
FréttaritstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir
Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skölavörðust. 19.
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 50,00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Afli í hlutfalli við
herbergjafjölda
/~|ft er í þjóðmálaumræðunum veifað tölum og dregn-
^ tar af þeim ályktanir sem bera vott um megnustu
fáfræði um veruleika atvinnuhátta og þjóðlífs, sem
bak við tölurnar býr. Með þessu móti verður tilvitnun
í tólur oft allt annað en tilætlað sönnunargagn og
ályktanirnar ekki einungis hæpnar heldur oft alger-
lega villandi eða beinlínis broslegar. Þannig var um
margt af því, sem Gylfi Þ. Gíslason flaskaði mest á,
í umræðunum við Lúðvík Jósepsson um sjávarútvegs-
málin. Sú útreið virðist hafa fengið svo á ráðherrann,
að hann hefur ekki látið sér nægja að verða algjör-
lega undir í málefnalegum umræðum, heldur
einnig kosið að gera sig broslegan á Alþingi, með því
iað vekja upp málið milli fyrstu og annarrar umræðu
í fyrri þingdelldmni. Ráðherrar mega sem kunnugt
er tala í báðum þingdeildum og hafa ótakmarkaðan
ræðutíma svo ætla mætti að þær FIMM umræður sem
eftir eru a.m.k. um mál þetta í þinginu hefðu átt að
nægja ráðherranum, sem hafði þá ekki betri eða merki-
legri flotholt en pantað vottorð frá • fyrrverandi skóla-
bróður í háskólum þýzkra nazista, Davíð Ólafssyni,
enda reyndist það lélegur bjarghringur og Gylfi í
súpunni eftir sem áður.
gin þeirra kenninga hagspekinga á borð við Gylfa
Þ. Gíslasoin, sem hann notaði í þessum umræðum,
er sú hugmynd að eðlilegt sé að afli íslenzkra fiski-
skipa aukist í réttu hlutfalli við aUkna rúmlestatölu
fiskiskipaflotans! í umræðunum utan dagskrár á föstu-
daginn gerði Lúðvík Jósepsson gys að þessari kenn-
ingu og sagðist að vísu hafa heyrt hana áður, en frá
mönnum sem hann hefði talið enn þekkingarsnauðari
um málefni sjávarútvegsins á Islandi en viðskipta-
málaráðherrann hæstvirtan. Að sjálfsögðu er eðlilegt
iað afli aukist við það. að skipin stækka, þau geta sótt
betur og beitt öðrum veiðiaðferðum í vissum tilfell-
um. En Lúðvík benti ráðherranum á að oft er stóru
bátunum, og líklega oftast, beitt eins og minni skipun-
um var beitt áður. Stækkun fiskiskipanna hefur að
verulegu leyti orðið vegna stóraukinna krafna nútíma-
manna til þæginda og mannsæmandi aðbúnaðar á sjón-
um. Það þarf t.d. mun stærra skip en algengast var
áður til þess að allir skipverjar geti hafzt við í eins
og tveggja manna góðum vistarverum, að bað og 'önn-
ur hreinlætistæki séu til reiðu í skipunum. Og Lúðvík
orðaði það svo, tað auðvitað sé hrein fjarstæða að ætl-
ast til þess að aflamagn aukist í réttu hliitfalli við
aukinn herbergjafjölda á fifekiskipum. „En menn geta
vitanlega reynt að klóra sig út úr vandræðum sínum
á ýmsa vegu, og fundið það út, að á ári þegar afli á
bátaflotanum verður áberandi mestur, vex um 20%,
þá hafi samt orðið aflabreétúr vegna þess að aflinn
minnki í hlutfalli við herbergjafjölda'einhvers staðar“.
Cegja má að þetta sé einstakt dæmi, en þau komu sem
^ fyrr segir mörg fram í þessum urpræðum. Það var
reyndar mjög ójöfn viðurei^n, að sjá mann með ráð-
-herranafn og hagspekislitrin úr háskólum þýzku naz-
istanna sem þoku í kollintCm grípa hvert hálmstrá í
tölum og dellukenningum til þess að klóra sig úr háðu-
legri stöðu, til þess: að reytia ,að finna skynsamlegar
skýringar á því sem ekki dru til frambærilegar skýr-
ingar á, eins og gengisl^kkuninni í sumar. Hins
vegar mann, sem vegna yfirburðaþekkingar sinn-
ar á öllum gréinum íslenzks sjávarútvegs sá alltaf
veruleikann að baki þess, sem fyrir ráðherranum voru
einungis þurrar tölur á blaéíi, og sýndi þann veruleika
þingmönnum á Ijósan og sannfærandi hátt. Og eftir
sat ráðherrann með Davíðssálma og sárt ennið og get-
ur í næði rislað sér við að að hugleiða kenningar um
aflamagn í hlutfalli við herbergjafjölda.
• Maður er neíndur Felix Greene, blaðamaður að atvinnu. Hann er brezk-
ættaður, frændi skáldsins fræga Grahams Greene, en búsettur í Kaliforníu.
• Árið 1957 og artur á síðasta ári ferðaðist Felix Greene um Kína.
Hefur frásögn hans af því ferðalagi verið að birtast í blöðum á Bretlandi og
í Bandaríkjunum undanfarið.
• Greene er hvorki kommúnisti né ahdkommúnisti, hann gerir sér far ,um
að lýsa fordómalaust því sem hann kynntist í Kína. Hér birtist í íslenzkri
þýðingu frásögn hans af fræðslumálum Kínverja.
Innan landamæra Kína býr
fjórðungur mannkyns; meira en
fjórðungur heimsins barna; og
bróðurpartur þess vanda, er ó-
læsi og þekkingarskortur skapa
öllu mannkyni, bíður úrlausnar
í Kína.
Kinversk
krossgáta
menntunarkröfum, var þörf
aukinna þjóðartekna. En fyrsta
skilyrði aukinna þjóðartekna
var að hefja þjóðina á hærra
stig tæknimála og vinnuvís-
inda. Til þess að ná því marki
varð að kenna verkamanninum
að lesa og skrifa. Þetta var svo
sannarlega kínversk krossgáta.
Ólœsi útrýmt
Við skulum hugsa okkur
Kína fyrir ellefu árum. íbúa-
talan var um 600 milljónir, 4/5
eða meira algjörlega ólæs og
óskrifandi. Bæntjastéttin var
fjölmennust, en samt voru nán-
ast engir skólar í sveitum. Þar
var svo að segja enginn iðnaður
og lítil reynsla af nútímaat-
vinnurekstri og tæknileg þekk-
ing af skornum skammti. Skort-
ur var tilfinnanlegur á faglærð-
um verkamönnum, kennurum
og öðru sérmenntuðu fólki.
Við skulum ennfremur athuga
þá staðreynd, að langvarandi
borgarastyrjöld og sjö ára her-
nám Japana skildu við þjóðina
niðurbrotna og landið í rústum.
Landlægir sjúkdómar og far-
sóttir herjuðu landið, og lækn-
ar voru svo fáir, að það var að-
eins einn fyrir hverja 25.000
íbúa. I héraði, sem er tvisvar
sinnum stærra en Frakkland
(Sinkiang), voru aðeins 15 starf-
andi læknar. Hungurdauði var
svo algengur, að 20.000 lík fund-
ust á strætum Shanghai einnar
á ári hverju, bcrn og fullorðnir,
sem höfðu beðið lægri lilut í
hinni miskunnárlausu lífsbar-
áttu.
Loks skulum við hafa í huga
þá bjargföstu ákvörðun þjóðar-
innar, að rífa sig upp úr mar-
tröð hins liðna og sækja fram
á viö inn í tuttugustu öldina.
Þetta vaf í stut.tu máli sá vandi,
sem beið Kína: hvernig átti að
mennta þessar 600 milljónir
manna sem bezt og á sem
almennustum tímá?
Hinir ýmsu þættir vandamál-
anna voru samtyinnáðir. Til
þes-s'að hægt væri að standa
straum af hinum sívaxandi
Fyrsti þáttur þessa flókna
verkefnis, sem nýja stjórnin
réðist í að leysa af svo miklum
móði, var — eins og við mátti
búast — fáfræðin. í raun og
veru hófst sú herferð í nörð-
vesturhéruðunum og við landa-
mærin tveimur árum áður en
kommúaistar náðu Peking á sitt
vald. Árið 1960 mátti þegar sjá
einhvern árangur. Það var bú-
ið að koma á fót kvöldskólum
fyrir fullorðna, og enn fremur
voru barnaskólar um allt land.
Menntamálaráðuneytið áætlaði,
að 130 milliónir manns (10
milljónum fleiri en íbúar
Bandaríkjanna árið 1940) mundu
taka lestraroróf 1960. Áætlað
var, áð f lok ársins væri tala
hinna ólæsu og óskrifandi kom-
in niður í 30% þjóðarínnar (að-
allega gamalmenni). Þetta mið-
ast auðvitað við byrjunarkunn-
áttu. Lestrarpróf í borgum
miðast við það, að fólk þekki
2000 leturtákrí, en í sveitum er
miðað vi.ð 1200 til 1500 tákn.
Með því að bekkja 1200, er hægt
að lesa ei.nfalt dagblaðamál.
Að geta lesið og dregið til
stafs er frumforsenda allra
framfara. Þá fyrst, þegar því
frumskilyrði er fullnægt, geta
oröið breytingar til batnaðar.
Án þeiss, stendur alit í ?.tað. Hið
nýja Kína byggir ekki lengur
ól.æs þjóð. Ég" tók eftir því, aö
jifnvel hinir fótfráu vagneklar
í Peking, sem áður fyrr voru þó
tnl.dir meðal' hinna fáfróðustu
af fáfróðum. gátu lesið leiðbein-
inear, sem ég hafði meðferðis á
ferðu.m. mfnum um bæinn.
Annað veigamesta atriði í út-
rýniingu fáfræðinnnar er að
skapa skilyrði fyrir almennri
en 8 klukkustundum í náms-
lestur daglega. og er þá heima-
vinna meðtalin.
Rússneska
og enska
Kínverk skólastúlka grúfir sig yfir námsbækurnar.
barnaskólamenntun. Hr. Sjú
Fang-séen, fulltrúi í mennta-
málaráðuneytinu sagði mér; að
árið 1962 eigi það vandamál áð
" vera fullleyst. Ég átti langar
viðræður við þann mann, og
hann tálítur, að það verði mögu-
legt. Aftur á móti efast hann
um, að miðskólakerfið, rsem á-
ætlað er að verði komið vel á
veg árið 1967, nái því á isvo
skömmum tíma. En þótt það
verði ekki 1967, þá skömmu
seinna. Hr. Sjú sagði mér, að
þegar bezt gekk fyrir 1950,
hefðu ekki verið meira en 23
milljónir og 500 þús. nemenda í
barnaskólum. Árið 1960 voru
þeir orðnir 91 milljón (400%
aukning). Tala nemenda ;í fram-
haldsskólum hafði aukizt úr
tæplega tveimur milljónum upp
í 13 milljónir og 200 þúsund
(675% aukning). Þrátt fyrir
þessa aukningu eru það aðeins
hinir ihólpnu, sem njóta þeirra
forréttinda að ganga í mennta-
skóla. En sú gæfa er ekki háð
fjárhag nemenda heldur hæfni
og landfræðilegri stöðu þeirra.
Mikill hluti borgarbarna ganga
í menntaskóla, ien lítið af
sveitabörnum vegna skorts á
kennurum og skólum.
tölum fjárlaga veitt til mennta-
mála en hermála. Þetta eru að-
eins ríkisskólárnir. Flestir skól-
ar eru reknir af héraðssamtök-
um, kommúnum og verksmiðj-
um. í
Menntun
kostar
peninga
Hversu haldgóð er þessi
menntun? Án efa mjög mis-
i munarídi. Andrúmsloftið í
barnaskólum, sem ég heimsótti,
var létt og líflegt, og svo virt-
ist sem bæði kennarar og nem-
endur nytu þessara stunda full-
komlega. Sumir miðskólar, sem
ég kom í, virtust halda uppi
strangari aga meðal nemenda,
og voru þeir fremur í ætt við
forezka skóla. Mér virtustu þau
tæki og þær aðferðir sem not-
aðar eru við kennslu við efna-
fræðirannsóknir í skólum í Pek-
X
landi. Fólk sækist mikið eftir
vísindalegri og tæknilegri
menntun. En þess er samt kraf-
izt af nemendum í framhalds-
skólum, að þeir þekki að
minnsta kosti eitt erlent tungu-
mál og kunni eitthvað fyrir sér
í listum og bókmenntum. I flest-
um menntaskólum er bæði hægt
að læra rússnesku og ensku sem
erlent tungumál, og valið er
ffjáist. Mér var sagt að fyrir
nokkrum árum hefði tala ensku-
nemenda verið hærri en nú, en
það sé samt sem áður svipaður
fjöldi nemenda í rússnesku og
ensku.
Skólaái’ið í venjulegum
menntaskóla er 36 vikur við
skólann sjálfan, 4 'vikur fara í
upplestur og próf og 3 vikur í
verkleg störf. Sumarfrí eru 8
vikur. Enn fremur fá nemend-
ur eina viku til frjálsra afnota,
annað hvort til hvíldar eða til
einhvers sérnáms. Skóladegin-
um er skipt í 6 eða 7 fimmtíu
mínútna kennslustundir Kín-
versk skólayfirvöld álita, að
að eyða meira
Þegar í miðskóla er herskylda
innifalin í námsgreinunum.
Drengirnir fá tilsögn í skotfimi
og vopnaburði. Föðurlandsást er
brýnd daglega fyrir nemendum,
og töluverður hluti hvers dags
fer í hvers kyns áróður. Þetta
hefur ekki eingöngu í för með
sér töf frá námi, heldur finnst
mér, að þegar svo sterk áherzla
er lögð á þjóðrembing og eina
og sameiginlega stjórnmálaskoð-
un, þá hljóti það að hafa í för
með sér, að hópmennska og
eftiröpun þyki betri eiginleiki
en frumleiki og sjálfstæði í
hu.gsunarhætti. Ég álít, að
menntamálum Kínverja stafi
.mjög mikil hætta af þessu á-
•standi, einkum er fram líða
stundir.
Á hinn bóginn fer það ekki
framhjá neinum, að andleg end-
urreisn á sér nú stað í Kína,
hvorki meira né minna en
menningarleg bylting. Eitt
þeirra mála, sem ég heyrði alla
þá, sem fást við fræðslumál
kvarta undan, var að nemend-
ur, enkum þeir sem stunda
framhaldsnám, leggi of hart að
sér við námið. Þeir eyddu ekki
nægilegum tíma í íþróttir og
líkamlega áreynslu, og þetta
mundi, að áliti skólayfirvalda,
tefja þróunina og jafnframt
draga úr andlegum afrekum,
ei.nkum er fram liðu stundir.
Yfirbókavörður Pekingháskóla
sagði mér, að ef til vill yrði
bókasafninu lokað á sunnudög-
um, til þess að nemendur væru
meira úti við.
Hœtta á
múgmennsku
Tiu ár:
Tala þeirrá sem fara í fram-
haldsnám hefur aukizt úr
110.000 upp í i810.000
aukning). Það er ekki lengur
einn af hverjum níu þúsundum,
sem getur.; gengið menntavpg-
inn í Kína, eins og það Var
fyrir 15 árum, heldur fimm af
hverjum átta hundruðum. Þessi
tala er enn mjög lág. Inntöku-
skilyrði eru háð hæfni eingöngu.
Þau eru venjulega mjög, ströng,
en menntunarþrá og hæfni
stúdentanna er einnig ihikil.
Líldega ver engin önnur þjóð
svo miklum hluta ríkistekna
sinna til menntamála. Árið. 1960
var 8.620 milljónum yúan (160
mitljarðar króna) éða! 12,3%
af fjárlögum veitt til ifnennta-
og heilbfigðismála,:; Áfið 1960
var 48% meira . af iiiðúrstöðu-
ÚIéH
ll-'iliií'ii’l
verji nokkur komst að orði við
mig. Með því einu að taka að
sér forustuna urn ski.pulagningu
menntamálanna hefur stjórri
Kínaveldis unnið sér hollustu
tuga milljóna Kínverja.
Mikilvægur þáttu.r í uppetdi
og námi ungu kynslóðarinnar í
Kína er þátttaka í framleiðslu-
störfum. Þetta er nær algild
regla. 1 heimscknum mínum í
kommúnurnar rakst ég oft á
heila bekki smábarna, ásamt
kennslukonum sínum, sem
voru önnum kafin við að að-
stoða bændurna við störf þeirra.
Þetta voru skólabörn úr borg-
inni, sem hér fengu tækifæri
til að kynnast landbúnaðarstörf-
um af eigin reynd. Margir fram-
haldsskólar hafa sett á fót sín
eigin verkstæði, sem framleiða
og selja ýmsan varning. svo
sem vefnaðarvörur, vélahluti
eða niðursoðnar vörur.
Það er mikið um svona starf-
semi við Pekingháskóla. Auk
þess eru stúdentar sendir reglu-
lega á samyrkjubúin eða íverk-
smiðjur til aðstoðar. I tónlistar-
akademíunni var mér sagt, að
þessi vlnnuskylda hinna ungu
tónlistarmanna geri þeim kleift
að komast í nánari snertingu
við fólkið og skilja þarfir þess.
Töfralykill
Nám og starf
Fæstir geta gert sér í hugar-
lund, hve fólk, í þeim löndum
þar sem menntun var til
skamms tíma almenningi lokað
land, hungrar og þyrstir í
fræðslu. Þetta á ekki einung-
is við um Kína, heldur einnig
um önnur lönd Asíu, Afríku og
Suður-Ameríku. I augum millj-
óna er menntun sá töfralykill,
er lýkur upp nýjum heimi
nýrra og áður óþekktra tæki-
færa. Að læra að lesa er fyrir
fullorðinnn mann líkt og þegar
blindur fær sýn, eins og Kín-
Þessi hugmynd, að láta menn
læra af vinnu og vinna með
námi, er núverandi stefna Kín-
verja í menntamálum. Rithöf-
undar á vesturlöndum hafa
mjög gagnrýnt þetta kerfi. En
þetta er vissulega það, sem
þjóðfélagsfræðingar á vestur-
löndum hafa svo oft talið æski-
legt og þarft: að draga úr hinnl
vaxandi og lamandi sérhæfni í
lifnaðarháttum okkar, sem
þrengir stöðugt svið mannlegr-
ar þekkingárviðleitni og lífs-
reynslu.
Síðan árið 1952 hafa fleiri
tækninemar og vísindamenn út-
skrifazt úr Pekingháskóla en
nokkrum öðrum háskóla í Kína.
Við skólann er deild í húman-
iskum fræðum, en u. þ. b. %
nemenda leggja stund á raun-
vísindi.
Meðalaldur stúdenta við inn-
göngu í háskólann hefur lækk-
að niður í 18 ár, með þvi að
meiri áherzla er lögð á mennta-
skólanámið. Nám í húmanisk-
um fræðum tekur fimm ár, en
vísindanám sex ár. Þeir, sem
sýna sérstaka hæfni geta hald-
ið áfram við rannsóknir í þrjú
ár. Fimmtungur nemenda eru
•konur, en það er lægri tala en
í kennara- og læknaskólum. Er-
lendir stúdentar eru um 300 og
koma frá 30 löndum.
Kennsla, húsnæði, bækur og
lækniseftirlit er ókeypis. Þeir
sem hafa efni á, borga 12 yuan
á mánuði fyrir fæði, en hi.nir
fá opinberan styrk. Um það bil
3 5 nemenda fá styrk til að
borga fæði og fatnað. Bókasafn-
ið, sem mér var sýnt, hafði að
gevma rúmlega tvær tnilljónir
br'ka. en það er of lítið, og
nýtt safn er í smíðum.
Hæstu laun háskólakennara
eru betri en aðalforst.ióra í stál-
verksmjðjum, Þau fara hækk-
andi eftir því sem kénnsluár-
um fjölgar, og meðallaun eru
um 200 yuan á mánuði. N
Nemendur hafa tveggja mán-
aða vinnuskyldu á ári til þess
áð sannprófá kenningarnar. Þeir
sem stunda efnafræði t. d. eyða
þessum tíma í efnagreiningar-
stqfum. Eðlisfræðinemar ■ vinna
■við málmvinnslu eða í rafo.rku-
stöðvum. ,
1598 milljónir
mmn svelta
RÓM 14/11 — Milli 300 og 500
miiljónir. manna sveTta nær heiiu
hungri í heiminum í dag, en einn
milljarður í viðbót þjáist af of
líti’li og lélegri fæðu. segir í
skýrslu frá Matvæ’.a- og land-
búnaðarstofnun Sameinuðu þjóð-
anna (FAO).
Forstjóri FAO, dr. Sen, segir
að mismunurinn milli vel efn-
aðra landa og vanþróaðra og
fátækra minnki ekki. heldur
aukist. Efnuðu bjóðirnar vérði
að leggia meira af mörkum til
þess að stór hluti mannkynsins
komist af hungurstiginu.
Norðmenn
mótmæla
Framhald af 1. síðu.
blaðamennina um að hann væri
ekki í Noregi í neinum samn-
ingaerindum um nánari hernað-
arsamvinnu Norðmanna og Vest-
ur-Þjóðverja. Hinsvegar játaði
hann að yfirstjórn A-bandalags-
ins hefði ályktað að rétt væri að
þýzkur flotaforingi stjórnað.i
flota bandalagsríkjanna á Eystra-
salti, bæði þeim danska og þýzka.
Einnig viðurkenndi hann að nú-
verandi yfirforingi vesturþýzka
Eystrasaltsflotans hefði sétið í
fangelsi í Sovétríkjunum í tíú ár
fyrir stríðsglæpi..
Sílderflök
Framhald af 12. síðu;
Er það sannarlega undrunar-
efni, ef ekki er hægt að fá kaup-
endur að þessari vöru. en Norð-
urlandssíld er sem kunnugt er
einhver bezta síld sem til er, og
flestar þjóðir í Norður- og Aust-
ur-Evrópu, þ. e. helztu viðskipta-
þjóðir okkar, eru miklir síldar-
neytendur.
Þá kemur ýmsum það spánskt
fyrir sjónir, að gera samninga
um sölu á miklu magni Suður-
landssíldar, sem eftir er að veiða,
á sama tíma og hér á Norður-
landi liggja tugir þúsunda tunna
af óseldri, góðri síld.
Vonandi tekst bráðlega að selja
allt, sem framleitt var í sumar
af síld á Norður- og Austurlandi.
Og víst er, að takist það ekki,
verður lítið úr þeim mikla gróða,
sem gert er ráð fyrir að síldar-
saltendur fái á þessu ágæta sölt-
unarsumri. Má gera ráð fyrir, að
ef þessi síld ekki selzt, verði
enginn gróði hjá neinum. en
sumir verði fyrir stórum áföllum.
i’ii
ð
Fundur N.L.F.Í.
Framhald af 3. síðu.
is, að haga viðurværi í heiísu-
hælinu eins og að undanförnu.
koma á matreiðslunámskeiðum
sem víðast um landið Og sfuðla
að því að kornmyllum verði
komið upp meðál félagsdeild-
anna og þeim veitt aðstbð til að
áfla sér heilnæmrar ínatvörú og
að athugaðir verði möguleikar á
að koma upp matstofu í Reykja-
vík.
Forseti félagsins var kosirp
frú Arnheiður Jónsdóttir, vará-
forsetiS Pétur Gunnarsson, til-
raunastjóri, og meðstjórnendur
frú Guðbjörg Birkis. Klemenz
Þórleifsson, kennari, og Óskar
Jónsson, útgerðarmaður. Fram-
kvæmdastjórí, félagsins er Árni
Ásbjarnarson.
Sunnud. 22. okt. sl. bauð. stjórn
félagsins fulltrúum til hádegis-
vérðair í heilSuhæliriu • í IÍVera-
- gerði.
£1
ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 19. nóvember 1961
Sunnudagur 19. nóvember 1961 — ÞJÓÐVILJINN
Í7i