Þjóðviljinn - 19.11.1961, Síða 9
- ............ !■■■ ■ .................................... ..............................................
1 nágrenni Prag, höfuðborgar Xékkóslóvakíu, er verið að reisa skíðastökkbraut sem hægt er að
keppa í sumar jafnt sem vetur. Á myndinni sjást ungar stúlkur vinna vúð að Ieggja „falskan“ snjó
i brautina fyrir fyrstu keppnina.
Tvö hagsmunamál íþrótta-
manna, fjármál og öryggis-
mál, liggja fyrir á Alþingi
Um þessar mundir liggja
fyrir Aiþingi tvö stórmál, sem
varða. mjög íþróttahreyfinguna
í landinu. Annarsvegar er mál,
sem varðar tollalækkanir á
íþróttavörum, sem því miður
hafa ekki náð nema stutt og
iþá verið mismunað svo varð-
andi íþróttagreinar, að merki-
iegt er, og virðist vera til þess
að sýnast en ekki til að taka
á málinu í heild með hagsmuni
íþróttamanna í huga.
Hitt málið er slysatryggingar
íþróttamanna, þar sem lagt er
til að almannatryggingar taki
einnig til slysatrygginga
íþróttafólks, en það hefur lengi
verið brennandi áhugamál og
umræðuefni á fundum og þing-
um íþróttahreyfingarinnar.
Er hér um merkileg mál að
ræða, sem varða hag íþrótta-
hreyfingarinnar og einstaklinga
hennar í heild, og munu marg-
ir íþróttamenn fylgjast með
því hverja meðferð þau fá.
Verður örlítið vikið að þeim
hér á eftir.
Á að hátolla
íþróttaáhöld?
Fyrir um það bil tveim mán-
uðum var vikið hér að því,
hve íþróttatæki væru hátt toll-
uð hér. Var á það bent, að
það væri óeðlilegt að leggja
svo háa tolla á varning þenn-
an, þegar tekið er tillit til
þess, að íþróttahreyfinguna má
kalla hreyfingu, sem tekur á
vissan hátt þátt í uppeldi þess
fólks, sem sækir hana. Hún er
því hliðstæð skólum. Hreyfing
þessi er borin uppi af áhuga-
mönnum, sem vinna kauplaust
að þessum málu.m. Hins vegar
sýnir það opinbera, þ.e. tolla-
yfirvöldin, ekki meiri skilning
á starfi þeirra en svo að
flokka íþróttavörur í svo háa
tollflokka, að þær komast nær
allar nokkuð á annað hundr-
að prósent.
Að því var vikið að nú
mundi tollskráin í endurskoð-
un, og því eðlilegt að þetta
mál yrði tekið upp, og ætlast
til að íþróttaforustan eða ISÍ
hefði forgöngu um þetta við
tollayfirvöldin.
Ekki er Iþróttasíðunni kunn-
ugt um það, hvort stjórn fSÍ
hefur látið þetta máh til sín
taka og beitt áhrifum sínum
í þá átt að fá lagfæringu á
þessum tollamálum, sem svo
mjög varða íþróttahryefinguna,
bæði einstök félög, sambönd og
einstaklinga.
Hins vegar hefur komið
fram í blöðum, að lækkanir
eigi að koma fram á fótknött-
um, en fátt annað er nefnt,
sem varðar áhold, sem almenn-
ingur á öllum aldri og þá helzt
unglingar nota af íþróttaáhöld-
um.
Einhvern veginn finnst manni,
að í þessu sé einhver sýndar-
mennska, ef þetta á að vera
endanlegt um tilslökun á verð-
lagi íþróttaáhalda. Það er að
sjálfsögðu góðra gjalda vert,
að verð á fótknöttum lækki,
en það eru svo margar aðrar
íþróttavörur, sem nauðsynleg-
ar eru og menn, sem aðrar
íþróttir iðka, verða að kaupa.
Verður .ekki hjá því komizt
að álíta, að með þessu sé
verið að mismuna íþrótta-
greinum. Með þessu er líka
verið að leggja ár þær riokkurs
konar mat, ef svo mætti segja
— gæðamat.
Þetta ér mjog hæpið, að fella
þennan dóm, og getur ekki
■ staðizt, ef menn vilja vera rétt-
sýnir og sanngjarnir.
Helztu íþróttaáhöld
í framhaldi af bessu er rétt
að geta heiztu flokka íþrótta-
varnings og bá um leið að geta
þeirra tolla og skatta, sem
renna í ríkissjóð af þeim völd-
um.
Þessum vörum má að rniklu
leyti . skipta í þessa fimm
flo.kka:
1. íþróttaskór 93 %
2. íþróttaföt 128 —
3. Fótknettir 125 —
4. Kúlur, kringlur
spjót o.þ.h. 108 —
5. Skiði og skautar 110 —
Til þess að geta iðkað íþrótt-
ir, þurfa þeir, jem það gera
yfirleitt, að noía til þess þar
til gerðan klæðnað, og víst er
að allir verða að koma fram
í klæðum til æfinga og leikja.
Það er því athyglisvert að ein-
mitt sá flokkur er í hæstum
tolláflokki.
Hér verður því enn skorað
á íþróttaforustuna að láta
þetta sanngirnismál til sín
taka, og gera tilraun til að fá
samræmi í þetta, koma í veg
fyrir að íþróttagreinum sé
mismunað, og sem lokatak-
mark að fá lækkaða tolla af
öllum íþróttavarningi, sem not-
aður er í félögum innan sam-
takanna. Sérsamböndin hljóta
einnig að hafa áhuga fyrir
málinu, og væri því ekki úr
vegi, að þau beittu einnig á-
hrifum sínum í .þá átt að lag-
færa þetta. sem um langt skeið
hefur valdið þeim sjélfum erf-
iðleikum og þeim, sem að þeim
standa. Því má heldur ekki
gleyma að þetta hefur alla tíð
verið ósanngjarnlega á lagt,
og án þess að taka tillit til
þess starfs, sem áhugamenn-
irnir inna af höndum.
Slysatryggingar
íþróttamanna
Slysatrygging íþróttamanna
hafa um langt skeið verið um-
ræðuefni innan íþróttahreyf-
ingarinnar. Það hefur jafnlengi
verið áhyggjuefni forustu-
mönnum • hreyfingarinnar,
hvernig hægt sé að koma fyrir
slysatryggingum fyrir íþrótta-
fólk. sem slasast við iþróttaæf-
ingar eða í keppni.
í sannleika sagt má segia. að
það sé furðulegt, að slys sem
eiga sér stað innan íþróttafé-
laganna í landinu, skuli ekki
koma undir almannatrj’gging-
arnar.
í iandslögum er bó svo að
kveðið, að — ,,íþróttastarfsemi
utan skólanna er falin frjálsu
framtaki landsmanna og fer
fram í félögum og sem ein-
staklingsstarf með þeim stuðn-
ingi, sem veittur er 'Samkvæmt
lögum þessum“. Þarna setur
löggjafinn lög um bað að fela
frjálsu framtaki þessa þýðing-
armikiu starfsemi.
Löggjafinn hefur veitt með
lögum fjárstyrk til starfsemi
íþróttamanna á margan hátt
og er á þann hátt mjög hvetj-
andi þess. að ungt fólk iðki
íþróttir og sjálfsagt í þeirri
góðu trú, að bar sé góður og
heppilegur staður til þess að
ala upp góða og gegna borg-
ara, og að þessi uppeldisheim-
ili, sem löggjafinn styður. séu
aðilar að þessum stofnunum,
sem vinna að uppeldi þjóðar-
innar.
Það er því óneitanlega hjá-
róma að það komi löggjafanum
ekki við, ef slys verður í í-
þróttafélagi, sem hann hefur
stutt og felur umsjá æskufólks-
ins, að svo miklu leyti, sem
þau geta tekið á móti því.
Það sem hér virðist eðlilegi!
að leggja til grundvallar máli
þessu, er það mat, sem lagt
er á íþróttahreyfinguna, hvort
hún er til þjóðnytja og til upp-
byggingar æsku þessa lands,
eða ekki. Með löggjöf og stuðn-
ingi sínum á margan hátt. hef-
ur Alþin^i tekið af öll tvímæli
um það, að áhugamennirnir
hafi unnið eott starf, og það
er ekkert eðlilegra, en að slys,
sem verða innan vébanda í-
þróttahreyfingarinnar, fallí
undir almannatryggingar, og
að fjárveitingavaldið komi tii
móts við íþróttafélögin um
kostnað við tryggingar íþrótta-
fólksins.
Það er því vonandi, að allir
sanngjarnir menn, sem unna
íþróttum og eiga sæti á Al-
þingi, veiti máli þessu lið sitt.
Þetta mál getur ekki komið
í flokk mála þeirra, sem flutt
eru í pólitískum tilgangi. Þetta
er hlutlaust mál sem allir hugs-
andi forustumenn íþrótta
fylgja og trej'sta að fái þá
lausn sem eðlileg er, og þar
með verði létt af þeim miklum
áhyggjum af hugsanlegum Slys-
um sem því miður eiga sér stað
við æfingar og leiki, og eng-
inn fær að gert.
ritstjóri: Frímann Helgason
Landsfundyr Li.O.
Framhald af 1. síðu.
ráðherra til þess að krefjast að
fá vátryggingaiðgjöld fiskiskipa-
flotans frá 1960 greidd að fullu
og einnig að fá loforð um að vá-
tryggingaiðgjöld fyrir árið 1961
verði einnig greidd að fullu.
Nenfdin skýrði frá því að rík-
isstjórnin hefði fallizt á að
greiða iðgjöldin 1960 að fullu
og jafnframt lofað því að byrja
nú þegar að greiða upp í ið-
gjöld ársins 1961 af fé því sem
til fellur af þeim nýja útflutn-
ingstolli af sjávarafurðum sem á-
kveðið var í gengislækkunar-
lögunum frá í sumar og þá var
ákveðið að skyldi renna til nýs
tryggingakerfis.
Fundurinn gerði nýja sam-
þykkt út af vátryggingaiðgjöld-
unum og krafðist þess af ríkis-
stjórninni að hún lofaði því
skilyrðislaust að öll iðgjöld flot-
ans fyrir 1961 yrðu greidd, þar
sem ráðstafanir ríkisstjórnar-
innar hefðu Ieitt til þess að
hagur útgerðarinnar hcfði stór-
versnað á yfirstandandi ári. Þá
mótmælti fundnrinn því aö
gengishagnaðurinn vegna geng-
islækkunarmnar í sumar yröi
tekinn í ríkissjóð og taldi að
útgcrðarmenn ættu gengishagn-
afiinn.
Mikil óánægja útgerðarmanna
með forystu LfC
og viðreisnarstefnuna
Hinar miklu umræður á lands-
sambandsfundinum hafa glöggt
leitt í ljós að almennt eru báta-
útvegsmenn í landinu mjög óá-
nægð,ir með efnahagsaðgerðir
ríkisstjórnarinnar og telja að
hún hafi marga hluli gert sjáv-
arútveginum til tjóns. Stjórn
LÍÚ átti sýnilega lítið traust
íundarmanna vegna þeirrar
fylgispektar sem hún hefur sýnt
við ríkisstjórnina.
Kvenfélag Hallgrímskirkju
heldur bazar þriðjudagjnn 5. des.
:i Góðtemplarahúsinu , (uþþí f.jflij.áf-
ir frá félagskonum og öðrum vel-
unnut-um HaHgrimskirkju eru yel
þegnar. Gjöfum veita móttöku:
Aðalheiður Þorkelsdóttir Lauga-
veg 36. Petra Aradóttir Vífils-
götu 21 og Guðrún Fr. Ryden
Blönduhlíð 10.
Félag frímerkjasafnara
Herbergi félagsins að Amtmanns-
stig 2 er opið félagsmönnum og
almenningi miðvikudaga kl.
20—22. Ókeypis upplýsingar um
frimerki og fr merkjasöfnun.
Sunnudagur 19. nóvember 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (0