Þjóðviljinn - 24.11.1961, Blaðsíða 9
Svartur
enn um
og hvítur berjast
heimsmeistaratitii
Tom Mc Neely hefur keppt 22 sinnum og alltaf
unnið; þar af 17 sinnum á rothöggi. Næst kepp-
ir hairn vio heimsmeisiaiann Floyd Patterson
Paíterson
í næsta mánuði fer fram
spennandi hnefaieikakeppni,
sem aliir hnefaieikaunnendur
mnira fylg.iast með af athygli.
Heimsmeistarinn í þungavigt,
Floyd Patterson, hefur tekið á-
skorun frá Tom MC Neely frá
Boston. Enn einu sinrtí munu
svartur maður og hvítur berj-
ast um heimsmeistaratitilinn,
Tom Mc Neely er ekki á
lista 10 beztu hnefaleikamanna
í þungavigt. Hann hóf hnefa-
leika í skóla og gerðist síðan
atvinnumaður. Hann hefur
keppt 22 sinnum og alltaf sigr-
að og í 17 skipti á rothöggi.
Hann er „killer", segir umboðs-
maður hans, miiljónamæring-
urinn Peter Davenport Fuller,
sem stundaði nóm í hinum
frsega Harvardháskóla og
keppti þá í hnefaleikum fyrir
skólann við ágætan orðstír.
Síðan hefur hann dreymt um
að vera umboðsmaður heims-
meistara í hnefaleikum.
Fuller borgar allan kostnað
fvrir Tom og 60 dollara á viku
í fast kaup, svo hann þurfi
ekki að hugsa um annað en
hnefaleikana. Fuller segir að
hestar sínir.gefi meir af sér,
en það sé sama: hann ætiar að
gera Tom að góðum hnefaleik-
ara.
Fuller hefur látið Tom g'anga
Tom
til sálfræðings, þar sem hann
heíur í keppni sýnt óvenju
niikla grimmd og tilhneygingu
til að ganga milli bols og höf-
uðs á andstæðingi sínum þegar
í stað. Sálfræðingunum hefur
tekizt að sefa skap Toms, sv.o
nú er Fuller ánægður með
hegðun hans í hringnum og
væntir þess að hann hlaupi
ekki á Sig í keppni við Patt-'
erson.
Patterson hefur þrívegis ient
í harðri og tvísýnni keppni við
Ingemar og nú vilja menn
halda því fram að hann hugsi
með meiri rósemi til þessarar
keppni. Patterson hefur líka
vaðið fyrir neðan sig. því ef
svo ólíklega skyldi fara að Tom
næði heimsmeistaratitlinum.
hefur Puller orðið að leggja
fram eina milljón doilara í
tryggingarfé, sem liggur að
veði. ef Tom svíkst undan því
að keppa við hann aftur að
120 dögum liðnum frá fyrstu
keppni þeirra.
Santiago 23/11..— Sovétríkin
unnu landsleik í knattspyrnu á
móti Chile í dag 1:0. Leikurinn
fór fram á nýjum velli, sem
verður notaður í heimsmeist-
arakeppninni næsta sumar, og
var völlurinn fullskipaður á-
horfendum.
Þessi framistaða Sovéts, að
sigra bæði Argentínu og Chile
á heimavígstöðvum þessara
landa, kemur mjög á óvart, þar
sem sovézka landsliðið hefur
ekki þótt tiltakanlega gott.
Nú virðist Vctur konungur genginn í garð og má búast við að
hann tjaldi foldu hvítu. Þá fara skídamenn okkar á stiifana og
við birtum þessa mynd af norskum skíðastökkvara þeim tii
ánægju og uppörvunar.
ÞíngsálykfuncirfJllaga Páls
Knst]ánssonar um hanka-
útibú á Húsavlk ræád á
AlþJngi
Þingsályktunartill. Páls Krist-
jánssonar um bankaútibú á
Húsavík kom til umræðu á
fundi sameinaðs þings í gær.
Flutningsmaður rökstuddi í
framsöguræðu þörfina á banka-
sta.rfsemi á Húsavík og sagði
m. a.:
„Aðalatvinnuvegur Húsvík-
inga er útgerð og í því sam-
bandi fiskiðnaður og önnur
vinnsla sjávarafla þar á meðal
síldarsöltun.
Útgerð á Húsavík er í örum
vexti og ennfremur fer það nú
vaxandi að bátar frá öðrum
. stöðum , sæki á nærliggjandi
mið. við ^Húsayík yfir sumarið
og leggí .upþ afla á Húsavík.
Helzti fiskmóttakandi á Húsa-
vík er Fiskiðjusamlag Húsavík-
ur. Hefur það fyrirtæki alloft
á þessu ári legið með sjávaraf-
urðir upp á allt að 14 milljón-
ir kr. í einu.
Fjármagnsþörf útgerðarinnar
er því orðin mikil og mun
fara vaxandi, því að skilyrði
til aukinnar útgerðar pg aukins
iðnaðar í því sambandi eru
þarna fyrir hendi.
Verða að sjálfsögðu þarna
teknar upp veiðar, sem ekki
hafa áður verið stundaðar, þar
sem nú er t.d. vitað að í Axar-
fjarðarflóa og kannske víðar
eru rækjumið, sem ekki var
áður um vitað. ________________
Að Húsavík liggur allstórt
viðsldptasvæði er tekur yfir
nærfellt 7 hreppa. Er..því Húsa-
vík orðinn allrriikill verzlunar-
staður. Mundi allt það við-
skiptasvæði sækja bankavið-
skipti til Húsavíkur, ef þar
væri bankaútibú. Auk þess má
gera ráð fyrir að Norður-
Þingeyjársýsla sækti þangað
samskonar viðskipti.
Á viðskiptasvæði Húsavíkur
virðast vera skilyrði til ný-
sköpunar í iðnaöi og atyinnu-
rekstur meiri en víða annars-
staðar. Má þar til nefna húg-
myndina um kísilgúrvinrislu við
Mývatn og enn má minna á
það, að óvíða munu meiri skil-
yrði. til fóðuröflunnar með þeim
nýju aðferðum, sem nú virðast
vera að ryðja sér til rúms, en
einmitt á .þessu svæði. Eru þar
mjög víðlend heiðalönd, sem
bíða þess að verða brotin til.
ræktunar og hagnýtt til féður-
öi'Iunnaí'.
Þörf þess svæðis, sem hér um
ræöir, fyrir slíka þjór.ustu, sem
bankaútibú mundi veita er nú
þegar orðin mikil. Og til hag-
nýtingar þeirra skilyrða, sem
þar eru fyrir hendi til aukins
atvinnureksturs og beinnar ný-
sköpunar í þeim efnum, mundi
bankaútibú. sem sinnti alhliða
fiárrragnsbörf atvinriulífsins,
verða mikil lyftistöng".
Umræðunni var frestað og
tillögunni vísað til allsherjar-
nefndar.
Vélbáturinn örn Arnarson GK 123, eign Bæjarútgerðar
Hafnarfjarðar, verður eftir kröfu Gunnars Þorsteinsson-
ar hrl. seldur á nauðungaruppboði, sem haldið verður í ]
bátnum sjálfum í skipasmíðastöðinni Dröfn 1 Hafnarfirði
föstudaginn 24. nóv. ki. 2 sd. Nauðungaruppboð þetta var
auglýst í 94., 97. og 99. tbl. Lögbirtingablaðsins.
Sýslumaðurinn í Gullbriegu- og Kjósarsýslu.
Föstudagur 24. nóvember 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (Q