Þjóðviljinn - 24.11.1961, Page 10

Þjóðviljinn - 24.11.1961, Page 10
maður aðeins kann að velja sér föt við sitt hæfi, í sam- ræmi við útlit og persónu- leika, en anar ekki blint útí það að kaupa föt sem fara vel á sýningarstúlkunni. Hér eru nokkur ráð frá Frakk- iandi, heimalandi tízkunnar, fyrir þær sem eru dálítið þrekvaxnar: Það er um að gera að sýn- ast sem grennstur. Forðizt því allan óþarfa eins og of mik- ið skraut og margbrotin snið á fötunum. Þá er nauðsynlegt að eiga gott magabelti og brjóstahaldara, sé þetta tvennt ekki í lagi er allt unn- ið fyrir gíg þótt kjóllinn sjáifur sé vel valinn. Hætti ykkur til að fá fitu- keppi fyrir ofan mittið þurfið þið að fá magabelti sem naer hátt upp fyrir mittið, það langbezta er náttúrlega gott og lipurt lífstykki. Séu mjaðmirnar breiðar, er teygjubelti ágætt en það þarf að vera vandað svo. það fari vel í mittið. Forðizt stóra kraga sem ná hátf upp í hálsinn og leggj- ast yfir brjóstið. Veljið frem- ur litla kraga og örlítið flegin hálsmál sem gera hálsinn langan, koma ekki nálægt andlitinu og skemma ekki brjóstsvipinn. Tvískiptir kjólar eða pils og blússa sem girt er ofan í pilsið er ekki hentugur klæðnaður fyrir þær þrek- vöxnu. Hins vegar er það ágætt ef blússan er utanyfir og nær niður á mjaðmirnar. Veljið ekki alveg ermalausa kjóla, ermar niður að og fram yfir olnboga eru miklu klæði- legri. Notið aldrei breitt belti. Ef þið hafið stórt höfuð og eruð dálítið kringluleitar, veljið þá litla hatta og húfur. Loðhúfurnar stóru klæða yð- ur ekki, þær fá höfuðið til að sýnast enn stærra. Frönsk ráð fyrir þœr Dragtin er einföld í sniðinu, jakkinn nær niður á mjaðmir og kraginn er lítill og klæði- legur. Eina skrautið er stutt leðurslifsi. Hálsmálið er aðeins flegið, ermarrar ná rétt fram ýfir olnboga og b'.ússan niður fyr- ir mittið. í stað nælunnar mætti lífga upp á búninginn með fallegri, langri perlufesti. Hár er annar kjóll í svipuðum stíl, nema hann er í heilu lagi með mjótt belti um mittið. Á tízkumyndunum eru allar konur tággrannar, með full- kominn vöxt og lagleg andlit. Það er þó staðreynd að fæst- ar venjulegar konur hafa þennan vöxt og engin ástæða til að ergja sig yfir því ef Evrópubikar- keppnin Evrópubikarkeppnin í knatt- spyrnu heldur áfram og í gær sigraði Glasgow Rangers aust- urþýzka liðið Vorwaerts 4:1 og var áður búið að vinna það 2:1. Glasgow Rangers heldur. áfram í keppninni og ítalska liðið Juventus, sem vann júgóslav- neska liðið Páfizan 5:0 og 2:1. Fjöldi drepinn s Doiti. iýðvsldinu Ciudad Trújiilo 2311 — Fjöldi manna var drepinn í höfuðborg Doninikanska lýðveldisins, Ci- udad Trujillo, í óeiröum í dag. Gífurelgur mannfjöldi fór í kröíugöngur til heimila þriggja meðlima harðstjórnarfjölskyld- unnar Trujillo. Meðan þessu fór fram réðust menn inn á heimili J.A. Trujillo hershöfðingja, bróður hins myrta einræðisherra, og rannsökuðu 'húsið. Mikil ólga er í Domini- kanska lýðveldinu. AFP-fréttastofan greinir frá því að þjóðþingið í landinu hafi í dag einróma samþykkt að láta höfuðborgina aftur fá hið gamla nafn sitt „Santo Domingo de Guzmen", en Trujillo einræðis- herra hafði skírt borgina í höf- uðið á sjálfum sér. Fagerholm Framhald a£ 12. síðu. allt heldur kaldhæðnislegt. Kus- inen sagðist álíta að kosningarnar ættu hind.runarlaust að geta far- ið fram. Hún kvaðst viss u.m að í kosningum myndi meirihluti þjóðarinnar fordæma stefnu og framferði hægri flokkanna. Ann- ars ihefur ekki verið fjallað um tillögu Fagerholms í Kommún- istaflokknum né heldur Lýðræð- isbandalaginu. Formaður uppreisnararmsins í Sósíaldemókrataflokknum, Aare Simonen, telur tillögu Fager- holms óraunhæfa.' Trúlofunarhringir, stein. hringir, hálsmen, 14 og 18 karata. Nýtízku husgögn ÍFjölbreytt úrval. Póstsendum. Axel Eyjólfsson, j Skipholti 7. Sími 10117. v^.í-IaíÞÓQ. ÓOPMUmSOH l)&tU^aía.l7''k': 'Súni 7ty7o INNHEIMTA LÖOFRÆQI3TÖRP m \ BARNARCM HNOTAN. húsgagnaverzlun I Þórsgötu 1 Framh. af 1. síðu. herstöðvum sínum í ýmsum lönd- um eru Vesturþjóðverjar að öðl- ast á „friðsamlegan" bátt þá hernaðarlegu yfirdrottnun sem Hitler reyndi að tryggja með blóðugu ofbeldi. Og með Efna- hagsbandalaginu ætla Vesturþjóð- verjar að tryggja sér — sem langsterkasta aðilanum — sömu efnahagslegu yfirráðin í Vestur- evrópu sem Hitler hafði á ofbeld- isskeiði sínu. Efnahagsbandalagið á svo jafnframt að nota til fram- dráttar hernaðarlegum kröfum Þjóðverja, ef fyrirstaða' verður. Alþingi Efri deild í dag kl. 1.30. Parísarsamþykkt um vernd eignarréttinda á sviði iðnað- ar, frv. 3. umr. Dómsmála- störf, lögreglustjórn, gjald- heimta o.fl., frv. 3. umr. Tunnuverksmiðjur ríkisins, frv. 1. umr. Neðri deild í dag kl. 1.30. Húsnæðismálastofnun, frv. 1. umr. Ráðstafanir vegna á- kvörðunar um nýtt gengi, frv. 1. umr. Almannatryggingar, frv. 3. umr. Vegalög, frv. 1. umr. Lausaskuldir bænda, frv. 2. umr. iðvsr hér? Jafnvel þótt íslenzk stjórnarvöld treysti sér ekki nú til þess að leyfa vesturþýzkar herstöðvar á íslandi, myndi það mál verða tekið á dagskrá á nýjan leik ef ísland gerðist aðili að Efnahags- bandalaginu og vesturþýzkt fjármagn hefði náð undirtökum hér á landi. Þarf jbó nokk- ur að efast? Islendingar hafa búið við erlent hernám um meira en tveggja áratuga skeið. öll þjóðin veit hversu erfitt og stórhættulegt það tvíbýli hefur verið, einnig þeir sem mælt hafa hernáms- stefnunni bót. En Islendingum hefur tekizt að takmarka þetta hernám verulega eftir styrjöld- ina með sleitulausri baráttu og oft árangursríkri gagnsókn. En eigi nú vestunþýzkt hernám að bætast ofan á það bandaríska og eigi að ibreyta íslandi í æfinga- stöð fyrir stórvirkustu morðtól og vígvélar í höndum hefndar- sjúkra valdamanna í Ve-stur- þýzkalandi, iþarf ekki að leiða getum að því framar hver örlög hinni fámennu íslenzku þjóð yrðu búin. V0 WuMct/ÍHHUfot 6e£t íhúðcbyggingarmál rædd á Alþingi Framhald af 12. siðu. farið þveröfugt að með því að gefa auðmönnum landsins eftir stóreignaskattinn, sem nota átti til að hjálpa fátækum mönnum til að eignast íbúðir. Minnti hann einnig á, að atvinnuleysis- tryggingasjóður hefði reynzt drjúgur að lána í íbúðabygging- ar, gegnum húsnæðismálastjórn, og hefði Sjálfstæðisflokkurinn jafnan sýnt þeim sjóði lítinn skilning. ★ Sæmt ástand nú Afleiðingarnar af stefnu nú- verandi ríkisstjórnar hefðu líka orðið þær, sem við máttu búazt, sagði Lúðvík. Byggingar hafa dregist verulega saman og lán- in frá Húsnæðismálastjórn eru 2ja saknað Framhald af 1. síðu. Helzt er talið, að eitthvað kunni að reka úr bátnum undan veðrinu inn Húnaflóa. Verður leitinni haldið áfram þar til eitt- hvað finnst. Eins og áður segir voru tveir bræður á bátnum, Sveinn (f 17/4 1921) og Hjörtur (f. 22/3 1925). Bjuggu þeir í samliggjandi býl- um á Skagaströnd, Sveinn í Vík en Hjörtur á Höfðatúni. Þeir voru báðir ókvæntir. Þeir bræð- ur áttu Skíða og keyptu þeir hann. fyrir 2—3 árum frá Dalvík. nú mun minni hluti af bygg- ingarkostnaðinum en hann hefur nokkurntíma verið. Hannibal Valdimarsson rakti meginatriði löggjafarinnar frá 1957 um húsnæðismálin og hrakti firrur og staðleysur Þor- valdar Kristjánssonar um þau mál. Um ástandið nú sagði Hannibal m.a.: „Mér heyrist að myndin af því, hvernig húsnæðismálin standi núna, sé ekkert sérlega glæsileg þrátt fyrir það, þó að hinn virðulegi Sjáifstæðisflokkur sitji nú við stjórnvöl. Ég veit ekki betur en það sé staðreynd, að það hefur dregið mjög úr byggingum íbúðahúsnæðis í landinu á undanförnum árum. Óg orsökin til þessa afturkípps er versnandi efnahagsafkoma í landinu. En þegar færri íbúðir eru byggðar, þá hefði ótt að verða auðveldara fyrir húsnæð- ismálastofnun ríkisins að... full- nægja þeim umsókrium um lán, sem bærust. En það er síður en svo. Það var upplýst hér áðarj af hv. flm. málsins, að um 2000 umsóknir biðu. nú að mestu leyti óafgreiddar eða algerlega óaf- greiddar. Og mun sjaldan hafa staðið verr í þeim efnum. Og þó er upphæðin, sem nú er veitt á íbúð, aðeins að verðgildi um það bil helmingur á við það, sem var, þegar húsnæðismálalög- gjöfin var seinast endurskoðuð og hygg ég því, að öllum megi ljóst vera,- að í óefni er komið um þessi mál og hefur sjáldan horft verr heldur en nú. J 0) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 24. nóvember 1961

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.