Þjóðviljinn - 06.12.1961, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.12.1961, Blaðsíða 3
Fjórar klukkur voru smíðaðar til þess að hægt væri að leika einn tón í nýju tónverki Jóns Leifs áfengi Jón Leifs, tónskáld. Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tónlcika í Háskólabíói annað kvöld, fimmtudag, og eru það síðustu tónleikar hljómsveit- arinnar fyrir jól. Stjónandi er Jindrich Rchan frá Tékkó- slóvakíu, en einleikari á píanó Ásgeir Beinteinsson. Á efnisskránni eru þrjú verk: Þrjár abstrakt myndir eftir Jón Leifs, píanókonsert nr. 5 eftir Beethoven og sinfónía nr. 5 í e-moll eftir Tsjækovskí. Verk Jóns Leifs er nýsamið og það ílutt nú í fyrsta skipti; flutningurinn tekur um 10 mín- útur. Á fundi með fréttamönnum í gær sagði tónskáldið að þessi tónsmíð væri samin fyrir litla hljómsveit eins og Sinfóníusveit- ina; strengirnir tiltölulega fóir, blásturshljóðfærin fáein til þess að þau yfirgnæfðu ekki streng- ina, einnig klukkur og „vesen“. Það var upplýst að útvarpið varð að láta smíða sérstaklega fjórar af þessum klukkum, staf- klukkum eins og tónskáldið kallaði þær, fyrir tónleikana annað kvöld — og það vegna eins tóns. Jón Leifs kvaðst hafa haft nú- tímaverk eftir íslenzka málara í huga þegar hann samdi Þrjár Hjög mikil síld við Jöknl í fyrrinótt en fáir bátar abstrakt myndir, en þær eru: Fegurð himinsins, Víxlspor og Klettar. | Tónskáldið lýsti sérstakri á- nægjú sinni yfir, að svo góður hljómsveitarstjóri sem Jindrich Rohan er skyldi hafa verið ráð- inn til starfa við Sinfóníuhljóm- sveit Isiands. Hann er maður sem reynir ekki að „blöffa" fyr- ir sjálfan sig, sagði Jón,. heldur leitast við að byggja upp grund- völlinn, og ég tel að hann hafi þegar náð ágætum árangri. Vilhjálmur Þ. Gíslason út- varpsstjóri sagði, að sú reynsla sem Ríkisútvarpið hefði fengið af rekstri Sinfóníuhljómsveit- arinnar u.ndanfarna * fifáWhði væri góð og þær áætlanir sem ‘ gerðar voru í u.pphafi hafi stað- | izt. Aðsckn að tónleikunum í vetur hefui' verið meiri en áður, í aðeins eitt skipti var hið stóra Háskólabíó ekki fullskipað. Jindrich Kohan hljómsveitar- stjóri kvaðst líta með ánægju til tónleikanna annað kvöld af ýms- um ástæðum og þeirri fyrst, að þetta væru síðustu tónleikar Sin- fóníuhljómsveitarinnar á þessu ári og því gæfist tilefni til að ^ líta yfir farinn veg á liðnum: mánuðum. Ég held, sagði hljóm- | sveitarstjórinn, að hljómsveitin sé í framför, hún hefur skilað sínu verki betur með h^erjum tónleikum sem haldnir hafa' verið og þessvegna er það álit; I h - » i Nú eru aðeins 17 dag- > ar úar til dreaið verður, j um annan Volkswagen “ bílinn í aímælishapp- drætti Þjóðviljans. Reynslan áí íyrsta á-1 jj fanga sýndi, að menn1 kunna vel að meta hið nýstárlega fyrirkomu- lag happdrættisins og var sala miðanna mun auðveldari en oftast t áður. ( • Látum ekki árangur annars áfanga verða lakari en af hinum , fyrsta, en til þess verð- um við að hefjast ' handa um sölu happ- drættismiðanna nú þegar. © Stuðlið að eflingu Þjóðviljans með því að gera árangur afmælis- happdrættisins sem beztan. Mjög góft veiði var grurnt und- 1600 an Jökli í fyrrinótt, einhver sú bezta sem þar hefur verið, en fáir bátar voru á þeim slóðum og nutu því ekki allir góðs af. í gærmorgun tilkynnti Fanney um 26 skip, sem höfðu fengið um 21400 tunnur, en langmest af því magni fékkst við Jökulinn. Sí'.dir þar, er nú óvenju grunnt undan og segja sjómenn að hún sé farin að megrast og verða blandaðri en verið hefur. Flestir bátanna munu hafa verið fyrir sunnan land, en þar brá svo við, að veiði var sára- lítil. T.d. virtisf síldin sem hélt sig við Krýsuvikurbjarg vera al- gjörlega týnd. • Reykjavík Til Reykjavíkur var í gær von á þessum bátum með síld undan Jökli Guðmundi Þórðarsyni með tunnur Hafbóri með 950 tunnur, Birni Jónssyni með 950 tunnur, Dofra BA með 800 tunn- ur, Leifi Eiríkssyni með 700 tunnur, Ásgeiri með 600 tunur, Jóni trausta með 600 tunnur og Rifsnesi með 500 tunnur. • Akranes Til Akraness áttu að koma þessir bátar; Haraldur með 1700 tunnur, Sigrún með 900 tunnur, Sigurð- ur AK með 600 tunnur, Heima- skagi með 500 tunnur, HiKrung- ur II, með 500 tunnur, Sæfafi AK með 500 tunnur, Sigurfari SI með 500 tunnur. Þessir bátar voru við Jökulinn, en auk þess áttu að koma sunnanað þessir bátar: Anna SI með 650 tunn- ur, Skírnir með 500 tunnur og Skipaskagi með 500 tunnur. Alls eru þetta nær 7000 tunnur. • Keflavík Til Keflavíkur voru þessir bátar væntanlegir í gær; Jón Finnsson með 600 tunnur. Ingiber ólafsson með 1100 tunn- ur, Árni Geir með 1000 tunnur, Eldey með 300 tunnur og Berg- vík með 800 tunnur. Öll var þessi síld undan Jökli, en marg- ir bátanna voru fyrir sunnan og fengu lítið sem ekkert. • Sandgerði Til Sandgerðis voru komnir 5 bátar siðdegis í gær. Undan Jökli komu: Víðir II með 1000 tunnur, Jón Garðar með 746 tunnur, Jón Gunnlaugs með 647 tunnur. Tveir bátanna fengu afla sinn í Grindavíkursjó, þessir: Guðbjörg 525 tunnur og Grundfirðingur II. 70 tunnur. mitt að hljómsveitin leiki betur annað kvöld en nokkru sinni fyrr í vetur. Þá kvaðst hljömsveitarstjórinn fagna því að fá nú tækifæri til að stjórna flutningi verks eftir íslenzk tónskáld; hann kvaðst telja það eina af að- alslcyldu.m hljómsveitarinnar að kynna verk íslenzkra nútíma- tónskálda. Þessvegna hefði strax í haust verið ákveðið að flytja einstök ísl. verk á nokkrum tón- leikum í vetur au.k þess sem efnt yrði til tónleika þar sem ein- göngu yrðu á efnisskránni verk eftir innlenda tónsmiði. Enn væri það ánægja sín að fá nú tækifæri til að stjórna hljómsveitinni þegar íslenzkur píanisti væri einleikari; einnig væri sinfónía Tjækovskís eitt af uppáhaldsverkum sínum. Kvaðst Rohan vilja benda á að of mik- illar tilfinningasemi hafi um langt skeið gætt í flutningi verka Tsiækovskís; ætlun sín ^væri að fl.ytia snfóníuna, eins og hún ér skrifuð af hcfundi en láta til- finni.ngasemina eiga sig. Snorrasalur" tf Mál og menning opnaði í gær svonefndan „Snorrasal“ á þriðju hæð í hinu glæsilega húsi að Laugavegi 18. Jakob Benedikts- son flutti rseðu við það tækifæri og skýrði frá því að Mál og menning hyggðist nota salinn tii fjölbreytilegri menningarstarf- semi en þeirrar sem felst í bóka- útgáfu og bókasölu einvörðungu. Salurinn var vígður með sölu- sýningu á listmunUm frá Kina, Rúmeníu óg Búlgariu og flýttu gestir við opnunina sér að gera góð kaup. Sýningin verður op- in til sunnudags. Líkn með þraut Margar plágur hrjá íslend- inga um þessar mundir, ýms- ar hættulegar, aðrar léttvæg- ar, en ein er þó hvimleiðust af öllum: Nú er ekki hægt að opna fyrir útvarpið nokkurn dag án þess að rödd Bjarna Benediktssonar forsætisráð- herra þröngvi sér inn í stof- una til manns og fylli alla I króka og kima með sérkenni- legum söng sínum. Það gildir einu hvdrt íslendingar minn- ast þess að 43 ár eru liðin síðan iþeir lýstu yfir ævarandi hlutley-si ieða hvort 100 ár eru liði.n síðán eitt af þjóðskáld- unum fæddist; ævinlega skal þessi maður kominn á vett- vang með málæði sitt. Gg það nægir ekki að maðurinn ein- oki allar samkomur sem haldnar eru í háskólanum og að hvert orð hans sé jafnharð- an prentað í Morgunblaðinu; öllu skal þessu einnig dembt yfir varnarlausa útvarpshlust- endur og ítrekað í fréttum svo að enginn sleppi. Fróðlegt væri að vita hvort í þessu birtist taumlaus persónudýrk- un þeirra sem næst ráðherr- anum standa eða hvort hann ryðst sjálfur um fast til þess að komast að í hvert skipti sem hljóðnemi stendur opinn í höfuðborginni. Þó hafa landsmenn líkn með þraut. Guði sé lof að enn er ekki komið sjónvarp á ís-' landi. Sá sem koma skal Fyrir nokkru dó aðalleiðtogi Siðvæðingarhreyfingarinnar, Buchman, og hlaut mikil eft- irmæli og fögur, einnig í ís- lenzkum blöðum. Hinsvegar létu ýmsir í ljós áhyggjur af því hvernig hreyfingunni myndi vegna eftir að leiðtog- inn var fallinn frá; þótt hún hefði innan vébanda sinna aðra eins ágætismenn og Sjang Kæsék og Syngman Rhee og fasistana í Alsír virtist enginn einn þeirra öðr- um fremri til leiðsagnar. En nú er forustumaðurinn fund- inn; fregnir herma að Tsjom- be, hinn kunni boðberi vest- rænnar menningár í Kongó, sé nú á leið til Brasilíu og ætli að sitja þar heimsþing Siðvæðingarhreyfingarinnar. Þar mun hann eflaust flytja á- hrifamiklar ræður um það hvernig hann hafi fram- kvæmt hugsjónir hreyfingar- innar með því að myrða Lúm- úmba og gerzt guði þóknan- legur með því að stytta Hammarskjöld aldur. Og all- ur þingheimur hlýtur að falla til jarðar og lúta hinum nýja boðbera guðsríkis. Sagt er að andlátsorð Buch- mans hafi verið: Bjargið Is- landi. Kannski megum við vænta þess að Tsjombe taki til hendi hér, þegar hann er bú- inn að ljúka sér af í heima- landi sínu. — Austri. Miðvikudagur 6. desember 1961 — ÞJÓÐVILJINN —r (J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.