Þjóðviljinn - 06.12.1961, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.12.1961, Blaðsíða 6
þlÓÐVILJINN Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — # Sósíallstaflokkurlnn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður GuðmundSson. — PréttaritstJórar: Ivar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Síml 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 50,00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Sérhver* sá, sem á annað' borð er einlægur stuðnings-j ^maður Atlantshafsbandalags- ins, hlýtur að játa, að þvh beri að veita þá aðstöðu hér| .á landi, sem því hverju sinni! þr nauðsynlegt.. Hernám hugans Ijessa athyglisverðu setningu getur að líta í einni for- ustugrein Morgunblaðsins í gær. Sjálf ber forustu- greinin fyrirsögnina: „Hvers þarfnast Nató?“, og bregð- ur sú spurning einnig upp skýrri mynd af hugsunar- hætti stjórnarleiðtoganna. Viðfangsefhi þeirra er ekki það hvers ísland þarfnist, heldur hvernig Atlanzhafs- bandalagið geti bezt notað ísland. Þeir eru eins og stimamjúkir þjónar sem dansa kringum auðugan gest á veitingahúsi og hafa það eina áhugamál að uppfylla allar óskir hans. hvers þarfnast þá Nató? Ritstjórar Morgunblaðs- ins lýstu yfir því fyrir nokkrum dögum að þeir hefðu ekki hugmynd um það. Þeir sögðu að heræfing- ar Atlanzhafsbandalagsins gætu einir sagt til um það, samkvæmt mati sínu á „heildarþörfum“ bandalagsins. Þannig eru það erlendir hershöfðingjar einir sem á- kvarðanir taka um það hvernig hernámi íslands skuli háttað, en verkefni íslendinga er „að veita þá aðstöðu hér á landi sem því (þ.e. Atlanzhafsbandalaginu) hverju sinni er nauðsynlegt". Ef hershöfðingjar Vestur-Þýzka- lands segia að þeir þurfi heræfingastöðvar á Islandi ber að láta þær umsvifalaust í té; ef Bandaríkin heimta hér lægi fyrir kjarnorkukafbáta sína skal það tafar- laust veitt. f»egar íslendingar endurreistu lýðveldið töldu þeir sig menn til að vera sjálfstæð þjóð og fara jafnt með innanlandsmál sem utanríkismál. íslendingar þótt- ust sjálfir geta verið smiðir gæfu sinnar; þeir álitu sig hafa þekkingu og dómgreind til þess að taka ákvarð- anir um vandamál sín; þeir áttu þann manndóm að teljia sig geta risið undir því þótt þeim missýndist stöku sinnum. En þetta sjálfstæða viðhorf er rokið veg allrar veraldar úr ráðamönnum stjórnarflokkanna. Þeir hafa gefizt upp við það að vera raunverulegir landstjórnarmenn, heldur afhenda þeir erlendum valda- mönnum yfirráð yfir fleiri og fleiri þáttum þjóðlífsins. Á / sama hátt og sérfræðingar Nató eiga að ákvec^a hvernig hernámi íslands skuli háttað, hafa erlendir fjármálamenn verið látnir mæla fyrir um allt efna- hagskerfi þjóðarinnar, og nú er óðfluga stefnt að því að Island skuli innlimað í nýtt vesturþýzkt stórveldi. Qmáþjóð getur lengi þolað erlendan yfirgang ef hún lætur. ekkí bugast. Hernám lands þarf ekki að saka svo miög ef-hugur manna er sjálfstæður. en þeir menn sem nú fara með æðstu völd á íslandi hafa einnig látið hernema huga sinn; þeir hafa ekki meiri sjálf- stæðan vilja en flugbrautirnar á Keflavíkurflugvelli undir glymjandi stríðsvélum. Láti þjóðin þvílíka menn fara með málefni sín lengi enn kann allt það að sökkva sem hæst areis fyrir sjónum manna fyrir tæpum tveim- ur áratugum. — m. FISKIMANNAFÉLAG FÆREYJA 50 ÁRA III. hluti OLLU Fiskimannafélag Færeyja hef- ur um 3000 félagsmenn, og nær það nú yfir allt Iandið. Skipu- lag samtakanna er þannig að landinu er skipt niður í sókn- ir og sýslur. Sóknirnar eru 52 að tölu en sýslur 7. Sókn- arnefndirnar kjósa sér sóknar- formenn, sem aftur kjósa sýslu- formenn, er síðan mynda stjórn Fiskimannafélagsins. Um þessar mundir er í prent- un fyrra bindi af sögu Fiski- mannafélags Færeyja, ritað af Erlendi Paturssyni, og vinnur hann nú að hinu síðara. í síðasta spjallinu um Fær- eyjaför voru forustumenn Fiskimannafélagsins, konur þeirra og gestir staddir í bæn- um Fámjin á Suðurey og halda nú ferðinni áfram. • Áttundi hver fiskur — Þegar við fórum frá Fám- jin, — segir Hannibal, — komum við til Tvöroyrar við Trangisvog. Þar héldum við okkur að mestu um borð í skipinu, — við gengum þó um staðinn og skoðuðum hann. Þar komum við í hraðfrystihús og litum á vinnubrögð þar. Það virtist vera góður afli um þess- ar mundir. Allsstaðar þar sem við komum, höfðum við séð gömlu skúturnar; fáar af þeim íslenzku eru ennþá við lýði — þó nokkrar, en margar af þeim ensku. Ennþá eru þær mikið notaðar við allmargar líka við sumir vildu halda því fram að þær gæfu í ýms- um tilfellum svipaðar tekjur þeim sem fást á nýtízku skip- um. Á meðan væru þeir ekki á því að leggja þær algerlega niður. — En eru það ekki undan- tekningar? , — Ja, — það eru afburða- menn við handfærið, sem feng- ið hafa sambærilegan hlut, — segir Eðvarð. Okkur var sagt dæmi um einn sjómann — hann er bróðir Jákups í Já- kupsstovu; hann var á gamalli skútu s.l. sumar og hafði álíka hlut og þeir sem beztan höfðu á nýju skipunum. Þeir voru seytján á og hann átti áttunda hvern fi.sk sem á skipið kom, svo þetta er náttúi’ulega ekki fullgildur mælikvarði. • Ný skip — enginn barlómur — Annars eru Færeyingar komnir alllangt í því að byggja upp nýtízku. ^lfif lota, — segir Hannibal. — Þeir eiga t.d. stóra og myndarlega tógara, sem kunnugt er, og eru nú að gera stórátak í því að láta byggja ný fiskiskip. Grænland, ísland, og Aldudrátturinn er okkar merki, undir tí vit fylkjast dag um dag, er enn breyðið bœði turt og berkið, havið hevur knoðað okkum tað. Havið er í öllum okkar verki, okkar hugsan, okkar verulag. Havsins menn á havsins bardu strondum líta út av landi móti londum. H. A. Djurhuus. — Þeir eiga jafnstóra togara og okkar stærstu? — Eru m.a. að láta smíða skuttogara, segir Hannibal. — Daginn, sem við fórum frá Þórshöfn, — segir 'Eðvarð, — sáum við einn af nýju togur- unum, hann var byggður í Dan- mörku, þeir eiga fjóra slíka, þrír af þeim eru byggðir í Portúgal, en þessi heitir Brand- ur Sigmundarson og var ein- mitt að koma frá Grænlandi með hátt á 6. hundrað tonn af salt- fiski, — hafði verið um það bil tvo mánuði í ferðinni. Það verð- ur að teljast góður afli. Þessi togari er mjög nýtízkulegur og eitthvað yfir 1000 tonn. . — Þeir báru sig ekkert illa yfir því, hvernig togaraútgerð- in gengi, — segir Hannibal. — Það er það merkilega. Það þurfti ekki að fara lengra frá íslandi til þess að allt gengi bara sæmilega vel með togara- útgerð. • Til fjalla — Nú var Suðurey kvödd og um nóttina sigldum við til Þórshafnar í bezta veðri. Þann- ig var það reyndar í allri okk- ar sjóferð. Á leiðinni upp til Færeyja var rjómalogn, ekki nokkur ýfa, ekki hreyfing á skipinu — það var eins og bezt getur orðið £ júnímánuði. — Þegar við stigum á land í Þórs- höfn um morguninn var nú ekki til setu boðið. Þá kemur Jákup í Jákupsstovu og segir, að nú skulum við til fjalla. Ekið var upp úr Þórshöfn, með- fram Kaldbaksfirði, en í áttina til hans mun Þórshöfn byggjast og ef til vill mun þar verða önnur höfn Þórshafnar. Vip, ók- um allhátt inn eftir fjallinu meðfram firðinum og allt inn- fyrir fjarðarbotn. Þessi vegur er að mestu leyti lagður af Nató og á að liggja að radar- stöð, sem Nató er að reisa upp á háfjalli inn af fjarðarbotnum Kaldbaks- og Kollafjarðar. Við ókum eins langt og bifreiðin komst, unz komið var í hálku, endaþótt þíðviðri væri í byggð; — gengum síðan spölkorn þar til fyrir okkur urðu jarðgöng tvö í fjallið. önnur verða notuð til geymslu á olíum og Frá Þórshöfn. benzíni, en inn í hinum göng- unum á að byggja stórt tveggja hæða hús. • Hellisbúar — Utan í fjallinu og upp á fjallstindinn, segir Eðvarð — liggur tréstigi með handriði og 295 þrepum, sem við gengum öll — og þótti heilmikið afrek, ekki sízt vegna ’ hálkunnar. — Þarna var verið að ljúka við að steypa tvo sívalninga, — segir Hannibal, — þeir voru líkastir stórum vatns- eða olíu- geymum með 30 m millibili, — en í milli geymanna áttu að koma steinsteypt manngeng göng óg liggja í jörðu. 1 geym- ana eiga að koma vélar radar- stöðvarinnar, en niður úr göng- unum að vera lyftugangur í jarðgöngin, sem ganga þarna inn í fjallstindinn og of- aní íbúðarhúsið, sem þar verð- ur. — Er þetta auðunnið berg? — Færeyska bergið er nokk- Stofnendur Fiskimannafélags Færeyja í kjallaranum þar sem félagið var stofnað: Aftari röð: Joen S. Isaksen, H. A. Husgaard, S. J. Thomsen, Joen Zachariasen, O. J. Zachariasen, J. E. Gregersen, Andr. P. Gregersen. Fremri röð: Th. H. Hansen, O. J. Jacobsen, Poul Enok Hansen, Hans Hendrik Olsen. Joen Carl Gþethe. Teikn. Janus Kamban. uð hart. Það er basalt og var a.m.k. ekki á þessum stað mjög sprungið. Það virtist klofna vel. Nú var sprengingum að mestu lokið og búizt við að radarstöð- in yrði fullbyggð næsta haust. • Nató er eigandinn og markmiðin þess — Er þetta allt á vegum Nató? — Já, Nató er eigandinn og hefur yfirstjórnina og mark- miðin eru þess, — segir Eð- varð. — Verkstjórinn þarna var færeyskur skipasmiður, — seg- ir Hannibal, hafði verið á ís- landi, talaði íslenzkuna forfínt og var hinn reifasti. Hann gekk á undan okkur niður þennan heljarstiga og að því búnu kall- aði hann á mann með vélskóflu sem var þarna í jarðgöngunum og hún kom svamlandi út yfir vatnspoliana í göngunum, — en við stigum upp í skófluna, færeyski verkstjórinn, Norð- maður og tveir íslendingar — og síðan var ekið í fjölda beygj- um inn í botn á jarðgöngunum, — en þar voru tveir menn við vinnu — — og geysimikið af ■ :nið- urhrundu grjóti, — segir Eð- varð,' — sem þeir áttu eftir að flytja burt, en þeir sögðu, að sprengingum væri senn lokið, þeir væru nú komnir lóðrétt undir mannvirkin á tindinum og við sáum. að opið var alla leið, aðéins eftir að ganga frá lyftu- göngunum uppi. Þegar allt er komið í kring. er ekki ætlazt til þess að starfsmennirnir þurfi aö. fara út undir bert loft. þegar ■þeir fara upp í radarstöðina úr bibýlum sínum. Þeir geta hafzt vi.ð þarna í fjallinu að öllu leyli, þegar íbúðarhúsih hafa verið byggð. Annars eru þarna nokkru neðar við veginn geysi- mikil mánnvirki. sem við sáum ekki nema tilsýndar, þar er bækistöð fyrir allt það starfs- lið, sem þarna á að vera. Það er effirtaktarvert hversu vel þessi mannvirki öil eru byggð inn í landslagið. • Dönsk vinnubrögð — Hverjir hafa haft undir- búning verksins með höndum? — Það eru danskir verkfræð- ingar, — segir Eðvarð. Þeir hafa komið öllu einkar smekk- lega fyrir, t.d. eru þessi mann- virki séð ofan frá ekkert nema þakið eitt — það verður allt saman tyrft, og þeir voru að því núna. — Var mikið.af útlendingum þarna? — Það vitum við ekki. Það eru dönsk firmu, sem annast þessar íramkvæmdir. ® Rofin heit —En það var nýbúið að til- kynna íæreyskum yfirvöldum að þarna yrði 140 manna her- lið frá danska hernum, þrátt fyrir það, að áður var því yíirlýst og lofað, að ekkert her- lið yrði haft í Færeyjum. — Og okkur var sagt, — seg- ir Hannibal, — að þeir ættu að hafa atkvæðisrétt og hvað eina í Færeyjum! — Já, — segir Eðvarð, hver einasti danskur þegn, sem bú- settur er í Færeyjum, hefur öll réttindi á við Færeyinga og þar með líka kosningarétt. Skil- greiningin á því hvað Færey- ingur er, gagnvart dönskum lögum, er: danskur þegn bú- settur í Færeyjum. — Ekki hafa þó Danir treyst sér til þess að neyða Færey- þá var sagt: Þarna er huldu- steinn rétt við veginn Qg verk- fræðingurinn ætlaði að sprengja hann, en einhverja þá vitrun fékk hann, að hann hætti við það og lagði heldur lykkju á leið sína. Var nú stigið út úr bifreiðinni og tóku bæði Norð- maðurinn og Eðvarð myndir af steininu.m. En einhvern veginn var það svo, að þegar Norð- maðurinn ætlaði^ að taka mynd- ina, þá „kiikkaði" vélin hvað eftir annað, og hann varð að reyna þremur eða fjórum sinn- um áöur en hann gat tekið mynd — — á vél, sem hann er bú- inn að erga í fjögur ár seg- ir Eðvarð, og aldrei hefur neitt komið fyrir, — fjórum sinnum stóð hún föst — — og loksins gat hann náð mynd af okkur við steininn, — segir Hannibal, — vættirnar vildu hafa sínar fyrstu myndir. —; En Eðvarði, hvernig tókst honum? — Eðvarði skeikaði ekki. — Að vísu varð mér það á að ýta fyrst á vitlausan takka, — segir Eðvarð, en það kom ekki að sök. Og ég held það sé vegna þess hvað við erum vanari þessum fyrirbrigðum — og sambýli við álfa, heldur en Norðmaðurinn, því eins og hann sagði sjálfur, þá væri hann ákaflegá m_ikill realisti. En sem sagt, nú varð' hann reynslunni ríkari. — Síðan héldum við til Þórshafnar, þar Við Huldustein: Ilalstein Rasmussen, Jákup í Jákupsstovu, Hannibal Valdimarsson. inga í danska herinn. Þeir hafa verið með tilburði til þess, en ekki lánazt það. • Stríðsmönnum finnst anda köldu — Færeyingar eru, — segir Hannibal, — sama sinnis og íslendingar yfirleitt, þeir hafa hina megnustu óbeit á öllu því, sem við kemur hernaði og stríðsanda. Enda sögðu ungir tæknifræðingar, sem við hitt- um og verið höfðu í Færeyjum til eftirlits með byggingu her-n- aðarmannvirkja, að þeir fengju aö vísu alla þá fyrirgreiðslu, sem þeir þörfnuðust og bæðu um, en þeim fyndist anda köldu í Færeyjum. • Huldusteinn í vegi .c: ■ — Þegar við vorum á leiðinni niður .£ byggð úr .'i þessari fjallaför, varð fyrir ökkur á- berandi hlykkur á veginum og beið okkar ríkuleg mállíð á heimili Jákups í Jákupsstovu. Þar voru m.a. íslenzk svið á borðum, fram reidd að íslenzk- um sið, — líka steiktur blóð- mör. — , ® Á Þinganesi — Að lokinni ánægjulegri stund á heimili þeirra hjóna, segir Hannibal, var okkur boð- ið að koma til fundar við land- stjórnina í Þinganesi. Þar var á^móti. okkur tekið af lögmann- inum, Peter Mohr Dam, og Paul- sen landstjórnarmanni, sem er gamall skólabröðir minn frá Danmörku. Voru okkur sýndar skrifstofur landstjórnar- innar, sem eru gömul húsa- kynni einokunarverzlunarinnar, byggð alveg út á klappirnar í sjávarmálinu á' Þinganesi. — Þarna var okkur af lögmanni ■ gefið skjaldarmerki eyjanna, mjög fagurt merki. — Fiski- mannafélagsmennirnir, er þarna voi’u staddir höfðu orð á því, Rætt við forseta A,SÍ og for- msnn Dagsbrún- <*>■»< s U. d að ekki fengju þeir þetta merki þótt þeir væru um árabil búnir að vinna að velferð Færeyja, — en það væri líka mikið ger- andi fyrir svona gesti. Þarna skoðuðum við Fiskirannsóknar- stofnun Færeyja, sem í ráði er að fái rýmri og betri skilyrði til starfa á næstunni. • „Hamarsslag“ á milli húsa —t Það vekur athygli manns á Þinganesi, — segir Eðvarð, hversu geysiþétt húin standa. Það verður beinlínis að ská- skjóta sér milli þeirra. Til eru tvær reglugerðir, sem hafa að geyma ákvæði um hve þétt hús- in megi verá þárna í elzta hluta Þórshafnar. 1 þeirri fyrri er á- kveðið að ekki megi hús standa þéttara en svo að unnt sé að annast viðgerðir þeirra, athafna sig á milli húsanna, reiða ham- ar til höggs, það skuli vera „hamarsslag11 á milli. í siðari reglugerðinni er ákvæði um að ekki megi vera minna en tvær álnir milli húsa. Þinganes er elzti hluti af hinni gömlu Havn, upphaflega byggt úr landi Kirkjubæjar. • Sjóminjasafnið. — Eftir dvöl okkar þarna í Þinganesi var Sjóminjasafnið skoðað. Það er mjög eftirtekfar- verð og skemmtileg stofnun, þar er samansafnað öllu því, sem tilheyrir sjóvinnu og fiskveið- um gamla tímans og eru þar margar gerðir báta frá ýmsum tímum og frá ýmsum stöðum Eyjanna. Bátasmíði er gömul og mei’k iðja í Færeyjum og á miklar erfiðir sem tengdar eru stöðum og einstaklingum. Þarna sáum við mynd af gömlum manni sem stundað hefur báta- smíðar frá unga aldri og er nú orðinn 93 ára gamall og smíðar enn. Enda þótt hann noti eng- ar teikningar, hefur hann sitt sérstaka . lag. sem þykir af- bragðsgott og hefur gert báta hans eftirsótta af mörgum fyrr og síðar. Það er enn ekki búið að opna Sjóminjasafnið fyrir almenning, en ég verð að segja, að þar er allt með miklum rausnarbrag og til fyrirmyndar. Hjá Erlendi Snorra cg — Og nú voruð þið brátt á förum? — Já, segir Eðvarð. ;við ^ttum að fara klukkan 7 þennan dag, — en kl. 3 sátum við kafíi- pHdi á hei.mili Erlendar. Þar áttu.m við hina ánægjulegustu stund. því einlægari gestrisni get ég ekki hugsað mér, en svo má ráunar segia um öll heimili, þar sem við komum eins og t.d. hjá Sigurði Joen- sen og Sgrið af Skarði, konu hans. Á heimili: Erlendar hitt- um við Bjarna Niclasen, sem er sáttasemíari í Færeyjum o§ Framhald á 11. síðú. ■ r-Mhi'í. £) ÞJÓÐVILJINN — MiðvikUdagur 6. desember 1961 Miðvikudagur -6. desémber Í961 — ÞJÓÐVILJINN — {JJ t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.