Þjóðviljinn - 06.12.1961, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.12.1961, Blaðsíða 10
'7 Mannsæmandi vinnutími er eitt af ffrundvallar- atriðum menningarlífs Eins og skýrt hefur verið frá í b'aðinu, flytja fjórir þingmenm Alþýðubandalags- ins, þeir Björn Jónsson, Eð- varð Sigurðsson, Hannibal Valdimarsson og Gunnar Jó- liannsson, tiiiögu í sameinuðu þingi til þingsályktunar um ráðstafanir til að koma á 8 stunda vinnudegi verkafólks. Tillagan í heild, ásamt grein- argerð sem henni fylgir, fer hér á eftir (millifyrirsagnir Þjóð^viljans), en málið er á dagskrá sameinaðs Alþingis í dag: Alþingi ályktar að lcjósa 5 manna inefnd til að rannsaka, á hvern hátt verði mcð mcst- um árangri unníð að þvi að koma á 8 stunda vinnudegi meðal verkafólks. Skal nefnd- in framkvæma athugun á lengd vinnutíma verkafólks, eins og hann er nú, og á áhrif hans á heilsufar, vinnu- þrek og afköst, svo og hag atvinnurekstrar. Skal ncfnd- in á grundvelli þessara athug- ana gera tillögur um lögfest- ingu 8 stunda vinnudags sem hámarksvinnutíma í þcim at* vinnugrciinum, scm fært þyk- ir, og cndurskoða gildandi lagaákvæði um almenna lág- markshvildartíma verkafólks. Þá skal nefndin einnig gera tillögur um ráðstafanir til breytinga á vinnutilhögun og rekstrarfyrirkomulagi t at- vinnufyrirtækja, er hvort tveggja gæti stuðlað að stytt- lingu vinnudags verkafólks án skerðingar heildarlauna og aukinni hagkvæmni í atvinnu- rekstri og æskilegar væru s’em samningagrundvöllur milli stéttarfélaga verkafólks og samtaka atvinnurekenda. Nefndin skal kveðjá sér till ráðuneytis fulltrúa Alþýðu- sambands fslands, Vinnuveit- endasambands fslands og Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna og aðra fulltrúa hagsmunasamtaka, eftir því sem þörf er á. Hún skal einnig hafa heimild til að Iáta fara fram sérfræðileg- ar athuganir, sem nauðsynleg- ar eru að mati hennar. Greinargerð; Á síðustu áratugum 19. a)d- arinnar setti rísandi verka- lýðshreyfing iðnaðarlandenra fram krcfu sína um 8 sh”-'':|a vinnudag og háðl harða ba”- áttu henni ti.l framgáhýs á mörgum næstu áratugum, sem í hönd fóru, og fram undir síðustu ár. Nú er svo komið, áð 8 stunda vinnudagur er í öllum menningarlöndum við- urkenndur sem eitt af grund- vallaratriðum menningarlífs, og í hinum þróaðri iðnaðar- löndum hafa fyrir löngu ver- ið sett ný takmörk til að keppa að og verkalýðshreyf - ingin sækir með vaxandi þrótti að enn frekari stytt- ingu vinnudagsins. © Viðurkemiing í orði Tæknibylting síðustu ára hefur lagt nýjan grundvöll að mati manna á því, hver hæfi- leg lengd daglegs vinnutíma sé talin. Þannig er 7 stunda vinnudagur nú allvíða kom- inn á og enn styttri við óholl störf, en annars staðar er 49 —42 stunda vinnuvika orðin að dagskrár- og baráttumáli vinnandi manna. 8 stunda vinnudagur verka- fólks hefur í orði verið viður- kenndur á íslandf um tveggja áratuga skeið á þann hátt, að kjarasamningar gera ráð fyrir að fyrir þann vinnustunda- fjölda séu greidd lágmarks- laun. Hins vegar takmarka þeir ekki nema að litiu leyti yfi.rvinnu, sem greidd er hærra kaupi, og í sumum starfsgreinum eru vinnutíma engin önnur takmörk sett en lagaákvæði um lágmark hvíldartíma, sem bæði eru al- gerlega ófullnægjandi og eru auk þess alls ekki virt, þegar atvinnurekendur telja at- atvinnurekstri sínum þörf á öllu því vinnuafli, sem þeim er unnt að ná í þjónustu slna. Þar kemur og til, að verkalýðsfélögin eru oft hik- andi við að beita rétti sín- um til að banna næturvinnu, þótt þau hafi samningsbund- inn rétt til þess, bæði vegna harfa framleiðslunnar og ■•'egna nauðsynja verkafólks á yfirvinnu til þess að bæta upp launakjör, sem ekki svara brýnum tekjuþörfum þess. © ðíug þréun hér á landi Niðurstaðan hefur orðið sú, að þrátt fyrir stóraukna tækn’ síðustu tvo áratugina hefúr raunverulegur vinnudagur verkafclks síður en svo stytzt. Þvert á móti hefur á- sókn atvinnurekenda á annan veginn eftir vinnuafli og hins vegar vaxandi þörf verkafólks sem nú þýr við lægra kaup- gjald en fyrir 15 árum, vald- ið því, að vinnudagur er nú allvíða lengri hérlendis en nokkuru sinni áður síðustu áratugina. Ætla má, að með- alvinnutími verkamanna víða um land sé nú 10—11 stund- ir, og algengt er í sjávar- byggðum, að mánuðum saman sé vinnutími enn lengri, eða 14—16 stundir langtímum saman og jafnvel enn lengri í miklum aflahrotum. sumar sem -vetur. Þannig hefur þró- unin verið öfug hér á landi við það, sem nú fer fram víðast er.lendis. Við höfum fremur verið að fjarlægjast það takmark um mannsæm- andi vinnutíma, sem sett var fyrir síðustu aldamót, á sama tíma og aðrar þjóðir hafa, fyrst og fremst fyrir bar- áttu verkalýðshreyfingarinnar, sífellt verið að stytta vinnu- daginn. © Þjéðíélagslegt vandamál Það orkar ek-ki tvímæiis, að hinn langi vinnutími, sem oft og víða viðgengst hér á landi, er þjóðfélagslegt vandamái, sem krefst jöfnum höndum lausnar af hálfu stéttarfélaga sem samtaka atvinnurekenda og löggjafarvaldsins. Hér er í senn um að ræða velferðar- mál vinnustéttanna, hagsmuni atvinnuveganna og almenn manrlréttindi. Óhæfilega lang- ur vinnudagur, þar sem jafn- vel er svo langt gengið, að verkafólk vinnur sólarhring- um saman án hvíldar, hefur í för með sér smánarlega só- un mannlegra verðmæta, brýtur niður vinnuþrek og heilsu verkafólks, styttir starfsævi þess og útilokar það frá möguleikum til að nióta éðlilegs heimilislífs, félagslífs og menningarlífs. Því fer svo víðs fjarri, að raunverulegum hagsmunum atvinnuveganna sé þjónað með óhæfilega löngum vinnu- degi. Afköstum verkafólks, miðað við vinnutímaeiningar, hrakar, jafavel niður að lág- marki, starfsgleði hverfur, og stærri hluti vinnunnar verður að gjaldast með hærra kaup- gjaldi, sem aftur leiðir af sér aukna tregðu atvinnurekenda við að greiða mannsæmandi laun fyrir hóflegan vinnu- tíma. Með vaxandi tækni og hvers konar aukinni véla- notkun fer einnig vaxandi þörfin fyrir starfsfólk, sem hefur skilyrði til mikillar þ.iálfunar í störfum, en slíkri þjálfun er oftast samfara and- leg og Mkamleg árevnsla, sem -krefst góðrar og fullnægiandi hvíldar og ekki samrýmist löngum vinnutíma, ef mikill starfsárangur á að nást. • Kryíjð þarl tll mergjar Af framangreindum áslæð- um verður og meira en vaía- samt að heildarafköst og verðmælasköpun í þjóðféiag- inu aukist að nokkru vegna ■langs vinnudags verkafóiks, a. m.k. þegar til lengdar lætur, né að þannig skapist betri grundvöllur fyrir eðiilegri þró- un efnalegra lífskjafa, heldur er hið gagnstæða líklegra. Hitt er aftu.r á móti auðsætt, að atvinnu.vegum okkar með -sín- um miklu árstíðasveiflum í sambandi við aflabrögð sjáv- arútvegsins og harða veðráttu milánn hiula árs er þann veg háttað, að meiri iþörf er hér á marghátluðum ráðstöfunum varðandi rekstrarfyrirkomu- lag og hagræðingu í sumum atvinnugreinum en með öðr- um þjóðum, til þess að hér verði komið á menningarleg- um vi.nnutíma, án þess að möguleikar til verðmætasköp- unar skerðist og lækka þurfi heildarlaun vinnustéttanna af þeim sc’kum, en það eru að sjálfsögðu grundvallarskilyrði, sem fuUnægja verður. Með flutningi þessarar til- lögu til þingsályktunar er að því stefnt, að ríkisvaldið stuðli að því ásamt hags- mu.nasamtökum verkafóiks og atvinnurekenda, að það þjóð- félagslega vandamál, sem hér ræðir um, verði krufið til mergjar betur en áður hefur verið gert og leitað úrræða, eftir því sem undangengin ráðgerð rannsókn gefur til- efni til. Því veröur ekki. neit- . að, að samningaleiðin ein fyr- ir sig við þau skilyrði, sem fyrir hendi hafa verið, hefur ekki megnað að haida þróun- inni í þessum efnu.m í því horfi, að sambæriiegt sé við það, sem hefu.r gerzt og er að ger^st með öðrum þjóöum. Verður ekk.i betur séð en að við séum að verða einir á báti að þessu leyti meðal iþjóða heims með vinnumenn- ingu, sem ekki heyrir til á öld atómorku og mestu tækni- byltinga sögunnar, en er leif- ar frá löngu úreltum venjum og hugsunarhætti iliðinnar aidar. Þessi tillaga er þó eng- an veginn flutt til þess að útiloka eða skemma fyrir því, að hagsmunasamtökin fái ráð- ið við þetta mikilvæga við- fangsefni, heldur miklu frem- ur til þess að skapa þeim skil- yrði. til iþess að létta þeim þá erfiðleika, sem fyrir hendi eru. Loks qekk ÍR fyrir faiilu Famhald af 9. síðu. Framiiðið átti eirnig góðan leik og þeir urðu að taka á til þess að sigra Víking. Hilm- <ar sýndi enn einu sinni að hann er traustasti maður liðsins, 'bæði í sókn og vörn. Guðjón var allgóður og sama má segja um þá Ingólf og Karl. Annars er lið Fram jafnt og ■erfitt að gera upp á milli manna og er það ef til vill styrkur Fram. Þeir sem skoruðu fyrir Fram voru: Hilmar og Ingólfur 4 hvor. Guðjón og Ágúst 2 hvor, Sigurður og Karl i hvor. Fyrir Víking skoruðu: Rós- mundur 5, Jóhann 3, Sigurð- -ur Hauksson 2 og Björn Bjarnason 1. Dómari var Frímann Gunn- laugsson og dæmdi vel. • Var Valur of öruggur með Þrótt? Úrslit 11:11 Úrslitin í bessum leik virt- ust koma mönnum álíka á ó- vart og úrslitin í leiknum milli KR og ÍR. Þau voru samt engan veginn ósanngjörn og þó hefðu Þróttarar átt að geta haldið forustunni því að rtokk- uð eftir síðari hálfleik höfðu þeir yfir 10:7. Þróttur skoraði fyrsta rnark- ið en Valur jafnaði, en eftir það höfðu Þróttarar forustuna, og það mest með þriggja marka mun. Rétt eftir hájfleik tókst Val að jafna, 6:6, en það stóð ekki lengi, og komust Þróttar- ar þá upp í 9:6 áður en Vals- 30) “ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 6. desember 1961 menn höfðu áttað sig. Það var eins og fyrri daginn hjá Þrótti að þeir gáfu eftir á síðustu mínútunum og Val tókst að jafna rétt fyrir leikslok. Leik- ur Valsmanna var fremur los- arálegur, og sá lakasti sem þeir hafa leikið lengi. Var engu likara en að þeir hefðu verið búnir að sigra áður en þeir komu í leikinn, en það er löng- úm hættulegt. Aðeins Egill í markinu stóð sig e'ns og venjulega, og er Egill ört vaxandi markmaður, og á jafna leiki. Hinir voru all- ‘ir lakari. Þróttarliðið lék hraðar en það er vant, með fastari send- ingum og ákveðnari leik, sem mun hafa komið Val á óvart. En Þróttarliðið á að geta náð enn betri leik ef það heldur áfram að leika með hraða og festu. í liðinu eru margir ung- ir menn, sem hafa alla mögu- leika til þess að þroskast ef þeir ganga að með atorku. Þórður Ásgeirsson er að verða einn bezti maður Þrótt- ar, og sá sem skorar mest, og einnig sterkur í vörn. Gunnar er einnig virkur, og með meiri hraða gseti Axel komizt að hlið þeirra. Þeir sem skoruðu fyrir Val voru: Sigurður Dagsson og Örn 3 hvor. Geir 2, Bergur, Halldór og Gylfi Hjálmarsson 1 hver, Fyrir Þrótt .skoruðu;. Þ.órður 6, Haukur 2. Helgi, Gunnar og Axel 1 hver. Dómari var Hannes Sigurðs- son. Frímann. TIL SJÓS OG LANDS ASGEIR TORFASON vindumaður hjá Eimsícip, kaus nýlega við stjórnarkjör í Sjómanna íélagi Reykjavíkur. — Hverra hagsmuna hefur hann að gæta? Starfandi sjómenn, kosið er alla virka daga frá kl. 3—6 í skrii stofu S.R., Hverfisgötu 8—10. Kjósið lista starfandi sjómanna E listann. X B-listi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.