Þjóðviljinn - 12.12.1961, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.12.1961, Blaðsíða 1
7 Sambíindsslit sil llbansu Moskva og Belgrad 11/12 — sov- ézka utann'kisráðuneytið til- kynnti í kvöld að Sovétst,iórnin hefði kvatt heim ambassador sinn í Tirana, höfuöborg Albaníu. Sovétstjórnin hefur einnig kraf- izt þess að albanski ambassa- dorinn í Moskvu yfirgefi Moskvu ásamt starfsliði sínu. Fréttir frá Belgrad herma að sovézka utanríkisráðuneytið muni fela sendiráði annars ríkis að gæta hagsmuna Sovétríkjanna I Albaníu. Nýju Delhi í 1/12 — Portúgalskir nýlenduhermenn gerðu í dag á- rás á indverskt þorp við landa- mæri nýlendunnar Goa. Beittu Portúgalir rifflum og vélbyssum. Pétur stýrimaSur vill nú láta lögfesta misréftiS i garS sjómannanna Sjálístæðisílokkurinn og Alþýðuflokkurinn virð- ast alráðnir í að berja í gegn á Alþingi frumvarpið um verðlagsráð sjávarútvegsins, enda þótt ríkis- stjómin hafi verið vöruð rækilega við því að af- greiða slíka löggjöf þannig að hallað sé á sjó- menn. Frumvarpið um verðlagsráð sjávarútvegsins var lagt fram á föstudaginn var og 1. umræðu lokið samdægurs. Var frumvarp- ið tekið til 2. umr. á fundi neðri deildar í gær, og kom þá fram að meirihluti stjórnarflokkanna í sjávarútvegsnefnd ætlaðist til að málið færi í gegn án þess að leiðrétt væri það misrétti í garð sjómanna, sem deilt var á við 1. umræðu, og að haldið var fast við gerðardómsákvæði frum- varpsins. Hafði sjávarútvegs nefnd aðeins haldið einn fund um málið og ekkert tóm gefizt til að reyna að ná samkomulagi um breytingar. Fulltrúar Alþýðubandalagsins og Framsóknar í sjávarútvegs- nefnd, Geir Gunnarsson og Gísli Guðmundsson, skiluðu hvor sínu minnihlutanefndaráliti og allvíð- tækum breytingatillögum. Stóð umræða málsins allan venjuleg- an fundartíma deildarinnar og hélt áfram á kvöldfundi sem hófst kl. 9. Stóð sá fundur enn þegar blaðið fór í prentun. Allur vindur úr Pctri. Pétur Sigurðsson var framsögu- maður meirihluta sjávarútvegs- nefndar, og var nú búinn allur! belgingur þingmannsins frá 1. umræðunni á föstudaginn, en þá átaldi hann harðlega að sjó- mönnum væru ætlaðir færri full- trúar í verðlagsráði en útgerðar- mönnum og boðaði breytingatil- lögur! Nú mælti hann ásamt hin- um fulltrúum stjórnarflokkanna með samþykkt frumvarpsins og ,þar með þessa misréttis í garð j sjómanna, en meirihlutinn gerði aðeins tvaar veigalitlar breytinga- tillögur. Þegar Pétur reyndi að afsaka þessa endasleppu „bar- átt“ sína fyrir jafnrétti sjó- manna, var helzt að skilja að viðbótarfulltrúi frá sjómönnum í verðlagsráð yrði til þess eins að þvælast fyrir og auka kostnað við fyrirtækið! ■Jr BreytingatiHögur Framsóknar Gísli Guðmundsson flutti ýtar- lega framsöguræðu og lagði á- herzlu á. að lögin næðu því að- eins tileangi sínum að hlutaðeig- andi aðilar væru sæmilega á- sáttir um þau. Voru breytingatil- lögur hans m.a. .um að koma á jafnrétti s.iómanna og útvegs- manna í fulltrúaskipun verð- lagsráðsins og að þrengia nokkuð Framh. á 3. síðu. Blökkumannaleiðtoginn Albert Lutuli frá Suður-Afriku tók við friðarverðlaunum Nóbels í Osló sl. sunnudag. Myndin sýnir Lutuli og konu hans, Nokuyana, á flugvellinum í London á leiðinni til Osló Loítárásir í Katanga Eiisabethville og víðar 11/12 — Elisabethville cr nú líkust borg í umsátursástandi eftir sex daga heiftarlega bardaga. Borg- in er nær alveg sambandslaus Viðreisnarpésinn kostaði nœr 300.000 kr. Á síðasta gjaldalið 19. grcinar ríkisreikninganna fyr- ir árið 1960 sem útbýtt var á þingi í gær eru „ýmisleg" gjöld lalin ncma kr. 619.491,15. í athugasemdum endurskoð- enda er skýrt frá því að und- ir þessum lið sé lalinn út- gáfukostnaður bókarinnar „Viðreisn“ en hann nam hvorki meira né minna cn kr. 291.239,83. Bók þessi var sem kunnugt er cinhliða á- róðursrit íhaldsins og Alþýðu- flokksins, og cr þetta í fyrsta skipti sem stjórnmálaflokkar á fslandi láta ríkissjóð standa straum af slíku áróðursstarfi. Endurskoðendurnir, Alþýðu- flokksmaðurinn Björn Jóhann- esson, Sjálfsstæðisflokksmað- urinn Jón Pálmason og Fram- sóknarmaðurinn Jörundur Brynjólfsson, gera athugasemr við þennan liö reikninganna, segja að ýmsir hafi talið bók- ina „vilhalla og áróðurs- kennda“ og segjast vænta þess „að stjórnarvöld í fram- tíðinni, þegar þau telja sér nauðsyn á að gefa út á kostn- að þess opinbera bók eða skýrslur um yfirstandandi við- fangsefni, gæti þess vandlega, að rétt og óvilhallt sé frá skýrt.“ f svari sínu segir forsætis- ráðuneytið: „Ráðuneytið er samþykkt því sem segir í at- hugasemdinni"!! við umlieiminn cftir að flug- vélar SÞ gerðu loftárásir á aðal- símstöð og pósthús borgarinnar. Bardagar brutust út er á dag- inn leið. Flugvélar SÞ gerðu órásir á bækistöðvar málaiiðs Tshombes. Aðfaranótt mánudags gerði fiugher Katanga árásir á flugvöllinn, sem SÞ hafa á sínu valdi. Her Tshombes gerði í dag árásir ó herstöðvar Indveria í liði SÞ. Flugvélar SÞ eru nú not- aðar líka til að gera leifturárásir á stöðvar Katangahers í Jodot- ville og Kolweizi. Útvarpið í Katanga heldur á- fram að útvarpa áskorunum til íbúanna frá Tskombe um að drepa hermenn Sameinuðu þjóð- anna hvar sem hægt er. Eru menn hvattir til þess hver og einn að drepa a.m.k. einn Svía, einn íra og einn Indverja. Ráðlagf af Frökkum Blaðið New York Times skýrði frá því í dag, að bað hafi verið franskir málaliðar, sem lögðu á ráðin um hermál Katanga fyrir Tshombe og stuðningsmenn hans. Þessi áætlun komst fyrir skömmu í hendur herstjórnar SÞ. M.a. er áætlað að eyðileggja öll iðnaðarfyrirtæki og námur í héraðinu, ef her SÞ eða her Kongóstjórnar tekst að sameina Katanga öðrum hluta Kongós. Reynt að tefja Utanrikisráðherrar vesturveld- anna komu saman til fundar í París í dag. Barst þeim skeyti frá Belgíustjórn, þar sem skorað er á vesturveldin að reyna að koma í veg fyrir að Sameinuðu þjóðirnar framkvæmi ákvörðun Öryggisráðsins varðandi Kat- anga. Kvöldskóli 1 eiþýðu :1 Björgvin Salómonsson hcldur annað erindi sitt um sögu ís- lenzkrar verkalýðshreyfingar í kvöld, þriðjudag, klukkan 20.39 í Tjarnargötu 20 (niðri). ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.