Þjóðviljinn - 12.12.1961, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.12.1961, Blaðsíða 9
Armann Reykjavíkurmeistari í meistaraflokki kvenna l'ynrliðí Fram, Karl Bcncdiktsson, nicð verðlaunabikarinn. Á bak við hann sjást markmenn liðsins. — (Ljósmu Bjarnleifur). Að fá tvö mörk yfir í upp- hafi úrslitaleiks er ekki svo lít- ið forskot en að missa það nið- ur í að verða tveim mörkum undir er ekki gott. Fyrir því urðu Víkingar í þessum leik og er þar aðallega um að kenna að þeir spiluðu stefnulaust, fyr- ir framan vörn Þróttar, sem lét þá í friði með að leika sín á milli. Þegar Þróttarar aftur á móti náðu knettinum var spilað upp á að setja mark og tókst það margfallt betur. Á síðustu sekúndunni var dæmt vítakast á Þrótt og framkvæmdi Rós- mundur það, en hinn frábæri markv. Þróttar Þórður Ásgeirs- son varði af sinni alkunnu snilld og eiga Þróttarar honum mikið að þakka. Mark Þróttar í fyrri hálfleik setti Birgir Þorvaldsson en í síðari hálfleik þeir Axel Axels- son 2, úr vítakasti, og Haukur Þorvaldsson 1 mark. Mark Vík- ings í síðari hálfleik setti Bjarni Björnsson. Dómar; var Birgir Björnsson. 1. «. k. ÍR — KU 9:5 (3:5) Þessi leikur hafði enga þýð- ingu um lokaúrslit mótsins, því að Þróttur var orðinn sigur- vegari. KR-ingar leiddu fyrri hálf- leikinn og í leikhléi stóð 5:3 þeim í vil. En í síðari hálíleik tóku ÍR-ingar sig verulega á og settu sex mörk án þess að fá á sig nokkurt og endaði því Séra Friðrik segir frá Samtaísþættir Valtýs StefánssoKar ritstjóra við séra Friðzik Friðriksson I þessari fallegu bók eru 8 við- talsþættir, sem Valtýr Stoíáns- son átti á sínum tíma við séra 'Friðrik Friðriksson. I bókinni er íjöldi mynda af séra Frið- riki og hans nánustu. Séra Bjarni Jónsson ritar formála, en Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra lokaorð bókar- innar. Þetta er íögur bók, sem vekja mun hlýhug allra sem lesa hana. BókfelEsútgófan leikurinn 9:5 fyrir ÍR. Dómari var Birgir Björnsson. I M.fl.kv. Ármann — Þróttur 5:4 (4:2) Þróttarstúlkurnar komu skemmtilega á óvart í þessum leik, og veittu þær meisturun- um harða keppni. Þetta var langbezti leikur Þróttarstúlkn- anna í mótinu og sýndu þær í þessum leik að þær geta enn betur ef þær aðeins fá „trúna á sjálfar sig“. Ármannsstúlkurnar settu fyrsta markið, Líselotte, en Helga jafnaði stuttu síðar og Erla bætti öðru við. Staðan 2:1 fyrir Þrótt. Ármannsstúlk- urnar jöfnuðu stuttu síðar, (Sig- rún) og bættu síðan tveimur við fyrir leikhléið. (Sigríður og Ása) Þróttarstúlkur settu tvö mörk í síðari hálfleik (Helga og Erla). En Sirrí skoraði 5. mark Ármanns. Ármannsliðið náði aldrei verulega vel saman í þessum leik og bar þar engin af annarri. I liði Þróttar áttu góðan leik þær Margrét í markinu, Helga, Erla og Lára. Dómari var Sveinn Kristjáns- son. M.fl.kv. Valur — Fram 14:8 (9:4) Valsstúlkurnar höfðu yfir- burði allan leikinn og fóru svo til í einni lotu upp í 7:1, en í leikhléinu var staðan 9:4. Framstúlkurnar sóttu sig verulega í síðari hálfleik en hann endaði 5:4 fyrir Val. Vals- liðið er í örum vexti með Sig- ríði Sugurðardóttur í farar- broddi, en hún er langbezta handknattleikskona okkar í dag. Einnig átti systir hennar, Svan- hildur, góðan leik, svo og Bára og markvörðurinn. I liði Fram ber mest á Jó- hönnu, Unni og Inger. Fyrir Val skoruðu: Sigríður 6, Bára 4, Svanhildur 2, Malla og Katrín 1 mark hvor. Fyrip4 Fram, Jóhanna 4, Unnur 3 og Framhald á 11. siðu Rsykjavíkur meistararnir Á sunnudagskvöld fóru fram síðustu leikirnir í meistara- flokki karla, og urðu úrslit mótsins í meistaraflokki þau að Fram sigraði ÍR í úrslitaleik með meiri mun en gert var ráð fyrir, eða 19:11. iR-ingar féllu saman í lok leiksins, en Fram sótti sig því meir. Rétt eftir hálfleik stóðu leikar 9:8 fyrir Fram. Það nokkuð óvænta skeði að Víkingur vann KR, með 12:11 í fjörugum leik, þar sem stemningin var á hátoppi allan tímann. Þá vann Valur Ármann, 15:13 í sæmilegum leik. Þá fór íram þetta kvöld úrslitaleikur í 2. flokki B og þar sigraði Víking- ur Fram með 9:7 í skemmtileg- um og fjörugum leik. Nánar verður sagt frá leikj- um þessum á morgun. Á eftir keppninni fór fram verðlaunaafhending og fram- kvæmdi Baldur Möller hana. Margir áhorfendur voru þetta kvöld og fengu skemmtilega leiki eins og svo oft á þessu jafna og tvísýna móti. Nú er lokið Reykjavíkurmót: í handknattleik en síðustu leik- ir þess fóru fram nú um helg- ina. Á laugardaginn fóru fram sex leikir, þar af fjórir sem höfðu úrslitaþýðingu. 3. fl. k. úrslit KR — Fram 9:8 (4:3) Leikurinn var mjög jafn og lengi vel var ekki hægt að sjá hvort liðið fara myndi með sig- ur. En leikurinn varð því mið- ur eins konar skotkeppni, því að hvorugt liðið gerði tilraun til samleiks og má ■ þar eflaust um kenna óróleika og æsing ieikmanna. 17 mörk voru skor- uð í þessum 14 mín. leik og sýnir það bezt hve mikið hefur verið skotið, einnig fóru all- mörg skot framhjá og markv. sýndu listir sínar eftir því sem til féll. Hinsvegar komu þarna fram margir ungir piltar sem íarnir eru að hafa mikið vald á knettinum og geta náð mjög langt er fram líða tímar. Dómari var Birgir Björnsson. 2. fl. k. úrslit Þróttur — Víkingur 4:3 (1:2) Næst fór fram úrslitaleikur 2. flokks en það hefur ávallt þótt tíðindum sæta, hvaða fé- lög kæmust þar í úrslit. Að þessu sinni urðu það Þróttur og Víkingur og varð leikur þeirra mjög jafn og skemmtilegur. Víkingar settu fyrsta markið en þar var Bjami Bjarnason að verki. og litlu síðar bæta þeir öðru við, Árni. Þriðjudagur 12. desember 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (Q

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.