Þjóðviljinn - 12.12.1961, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.12.1961, Blaðsíða 4
LITLI SIGGI 'r\ OG KALFLJRINN eftir SIGURÐ JOENSEN með 32 myndum eftir FRÍÐU í GRÓTINUM Höfundur þessarar bókar er færeyskur mála- flutningsma'öur við Landsréttinn í Þórshöfn. Þessi bók er sú fyrsta af þremur, sem hann hefur ritað fyrir börn. Litli Siggi er aðalper- sónan í þeim öllum. PYíða í Grótinum er þekktur listamaöur í Færeyjum. Teikningar hennar í sögurnar um Litla Sigga þykja einstaklega góðar. Bækurnar um Litla Sigga hafa þegar náð miklum vinsældum og útbreiðslu í heimaland- inu, Færeyjum. BÓKAÚTGÁFAN DÍMON RUSSNESKAR yÖRUR Ilmvötnin ódýru kom in aítur, hvergi meira úrval. Rússneskar íuru- nálasápur á kr. 3.50 stk. ★ Stórmótaskákklukk. an TÁL. Myndavélar. ★ Rússneskt postu- lín, gjaíverð. ★ Slæður í öllum iitum. RAIJÐA MOSKVA Aðalstræti. FURUNO-Fiskileitartæki Það er ekki að furða þótt skipasmíðastöðvar og báta- eigendur velji í bátinn sinn „Furuno“-japanskt fiski- leitartæki, sem nú í 3 ár hafa hlotið almenna viður- kenningu, sem þau allra beztu til fiskileitar. Helztu kostir „Furuno“ eru: 1) Þau eru helmingi ódýrari en önnur tæki, sem hér eru í notkun. 2) Þau eru stillt fyrir það dýpi, þar sem mest fiskigegnd er hér við land. 3) Þau senda til botnsins 134 sinnum til 268 sinnum á mínútu og sýnir myndin á tækinu því 100% meiri möguleika til að finna fisk. 4) Þau fást einnig transistora og ná á sama dýpi, eða allt niður á 200 faðma. 5) Ég vil vekja athygli á því, að þeir sem hafa ætlað sér að fá. tækin með næstu skipsferð frá Japan, léti mig vita í tíma. Einnig hef ég jafnan á boðstólum ýmiss önnur japönsk ciglingatæki. H EINKAUMBOEÍ Radíó-Raltækjavezzlun Ázna ðlafssonaz Sólvallagötu 27. — Sími 12409. Islenzkur fiskiðnaðnr og erlent einkafjármagn til stóriðnaðar Það hefur verið talað tals- vert um iðnað að undanförnu, og á Alþingi hefur sjálfur iðnaðarmálaráðherrann gefið fyrirheit um stóriðnað reistan fyrir erlent einkafjármagn. Viðbrögð stjórnarinnar á sviði iðnaðarmála virðast helzt beinast í bá átt að láta reisa kísilgúrverksmiðju við Mývatn o.g alúminíumverk- smiðju á einhverjum öðrum stað. Frá sjónarhóli fólksins í landinu hlýtur það að vera höfuðatriði á hverium tíma, að atvinnulegar framkvæmdir séu miðaðar við þarfir fólks- ins fyrir vinnu, þannig að atvinnuleg uppbygging sé í réttu hlutfalli við eðlilega fólksfjölgun og atvinnulega þörf. Ég veit ekki hvað kisil- gúrverksmiðja við Mývatn mundi þurfa fjölmennan hóp verkafólks. En verði byggð hér alúminiumverksmiðja eitthvað í líkingu við sams- konar verksmiðju sem byggð var í Noregi fyrir fáum ár- um, fyrir norskt og kanadiskt fé, þá mun þúrfa stóran hóp verkamanna til þeirrar frarh- leiðslu, því í kring um norsku verksmiðjuna hefur risið upp það fjölmenn byggð verka. fólks að nefndur mundi það bær á íslandi. í sjálfu sér er ekki nema gott eitt um ný atvinnufyrir- tæki að segja, ef þau eru byggð á vegum íslendinga og tryggt er á hverjum tíma að íslenzkt þjóðfélag ráði algjör- lega rekstrí þeirra. Þó verða þær forsendur að vera fyrir hendi, að atvinnuleg þörf sé fyrir reksturinn. Að fyrirtæk- in séu ekki atvinnulega séð reist á kostnað annars at- vinnurekstrar sem fyrir er í landinu, eða geti orðið til þess að hefta eðlilega fram- þróun annars iðnaðar svo sem fiskiðnaðar sem við höf- um nú aðeins fengið vísi að. En þegar farið er í alvöru af hálfu ríkisstjórnar að ta'-a um að verið sé að athuga á því möguleika, að fá hingað einkafjármagn til stóriðnaðar þar sem svo erlendir menn eiga að flytja úr landi þann arð sem skapast við vinnu íslenzks vatnsafls og íslenzkra handa, þá mun mörgum hér finnast. að nóg sé komið frá hendi þessarar ríkisstjórnar, þó þetta bætist ekki í þann bókfærsludálk. FiskiSnaS- urinn íslenzku atvinnulífi er þannig háttað, að í sumum bæjum úti á landi er vöntun á atvinnu á vissum tímum árs, þó næg vinna sé fyrir hendi stærri hluta ársins. Þetta á við um suma stað- ina á Norðurlandi. Það sem þessa staði vantar er ekki stóriðnaður rekinn af erlend- um auðmönnum. heldur auk- inn síldar- og fiskiðnaður sem gerði tvennt í senn, að fylla hinar atvinnulegu eyður, en auka jafnhliða og margfalda þær gjaldeyristekjur sem þjóðin getur haft af hinum gamla atvinnuvegi sjávarút- veginum. Slíka sögu er að segja úr öðrum landshlutum, þar sem skortur er á nægri atvinnu allt árið, þar er það einnig fisk- og síldariðnaður, sem er heppilegasta lausnin. Það er nógur timi til að stofna til stóriðnaðar á ís- landi. Og við eigum ekki að stíga það spor fyr en okkur er það atvinnuleg nauðsyn, en þegar það verður stigið þá á þjóðin siálf að standa að þeim framkvæmdum, en ekki er- lendir auðmenn og leppar þeirra íslenzkir. Ef stóriðnað- ur yrði byggður upp á næstu árum af erlendum mönn- um eða í félagi við þá, eins og nú er boðað, þá mundu slíkar framkvæmdir soga til sín vinnuafl frá íslenzkum atvinnuvegum sem fyrir eru í landinu og þrengia stórlega kosti þeirra. Með slíkum framkvæmdum eins og nú standa sakir, eru méstar lík- ur til. að fiskveiðar og fisk- iðnaður j'rðu harðast úti í þeim viðskiptum. Og slíkur stóriðnaður mundi koma í veg fyrir, að hér yrði í ná- inni framtíð komið upp full- komnum sildar- og fiskiðnaði, en það er einmitt þjóðinni lífsnauðsyn að gert verði, og það nú þegar. Einmitt til sííkra ' framkvæmda ásamt iðnáði bundnum landbúnaði, þurfum við allt það vinnuafl sem þióðin má missa frá öðr- um störfum sem fvrir eru. Við getum ekki misst neitt vinnuafl til stóriðju eins og stendur, það er líka þess. vegna sem hún er langt frá því að vera aðkallandi, séð A .HU frá íslenzkum hagsmunum. Þeir menn á íslandi sem ekki skilja þetta eru útlendingar í eigin landi, og er hættulegt til þess að vita, að þannig skuli nú vera ástatt á meðal vor. Eða er máske hugsunin hjá þessum mönnum sú, að •afhenda erlendum auðmönn- um auðsuppsprettur íslands, og gefa þeim síðan leyfi til að flytja hingað erlent verka- fólk til að nytja þær? Það er ekki nema um tvennt >að ræða, annaðhvort hlýtur sú að vera hugmyndin, eða þá að hér á vitandi vits að þrengja svo kosti íslenzku atvinnuveg- anna að þeim yrði hvorki lifs né jákvæðrar þróunar auðið í náinni framtíð. En báðir eru þessir kostir slæmir, og er ekki auðvelt að geta sér til, hvor þeirra mundi verri reyn- >ast. ÞjóSin verð- ur oð eiga valiS Sé málum okkar íslendinga svo illa komið, sem að fram- an greinir, er farið að bjóða fram íslenzk landgæði og landsréttindi sem verzlunar- vöru meðal auðugra þjóða, því stórvirkjanir og stóriðn- aður sem reistur væri hér fyrir erlent einkafjármagn, eða í félagi við erlenda auð- hringa, og rekinn með það sjónarmið efst í huga að þessir aðilar gætu flutt gróð- ann úr landi, það þýðir að láta af hendi bæði landgæði og landsréttindi +il útlend- inga. Slíkt sem þetta hefur aldrei verið lagt fvrir þjóð- ina í kosningum, og á hún tvímælalaust siðferðilega kröfu til að ekkert slíkt verði aðhafzt að henni forspurðri. Og ekkert ætti að vera sjálf- sagðara en það, að flokkum sem skreyta sig með lýðræði í bak og fyrir, við öll möguleg og ómögulee tækifæri, ætti að vera það liúft að leggja slíkt mál sem þetta undir dóm kjós- enda í almennum kosningum. Því verður heldur ekki trú- að af almenningi að óreyndu, að nokkur islenzk ríkisstjórn, láti af hendi við útlendinga íslenzk landgæði og landsrétt- indi, án þess að hafa fengið til þess umboð frá þjóðinni í •almennum alþingiskosningum þar sem málið hefði áður verið lagt fyrir kjésendur. . E. Kúld 4) — ÞJÓÐVILJINN ~ Þriðjudagur 12. desember 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.