Þjóðviljinn - 18.01.1962, Síða 3

Þjóðviljinn - 18.01.1962, Síða 3
Eyjabátum gaf f illa í fyrrinótt ' Vestmannaeyjum, 17. jan. — 30 línubátar voru á sjó héðan í nótt og fengu slæmt veður og þung- an straum. Nokkrir bátar réru ekki v.egna veðurs. Bátarnic íengu samtals 105,7 lestir. Hæst- ur var Stígandi með 8.3 lestir. Gu.llborg 6, Kap 5.3 og Ágústa 5. Aðrir bátar voru með minnas allt niður í 1.5 lestir. Brezkur togari | með látinn mann ^Fimmtudagur 18 janúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (3' Hrakíarír Varðbergsmanna á íundinum í Halnaríirði Fyrsti frummælandi á Varð- bergsfundinum í Hafnarfirði á þriðjudagskvöldið, var Björgvin Guðmundsson forseti SUJ (Sambands ungra jafnaðar- manna). Nokkuð var ræða hans kyndug og hafði hann auðheyri- iega unnið létt verk við samn- ingu hennar, því allt að því fjórðungur ræðunnar uppistóð af orðinu ,.kommúnisti“, eða af fleirtöiumynd þess orðs. Hann notaði mikið beinar tilvitnanir og las meðal annars langt mál úr Kommúnistaávarpinu. Virtist hann íyrir sitt leyti helzt hallast að því, að þeir félagar Marx og Engéls hefðu verið kratar. Fleira skritið kom fram i ræðu hans. sem ekki er ástæða til að rekja. Heimir Hannesson, annar frummælandi, kvartaði yfir hömlum á frímerkjasendingum frá A-Þýzkalandi. Einum sam- I gærmorgun auglýsti lögregl- an.í Reykjavík eftir 12 ára dreng héðan úr bænum, sem hafði horf- ið að heiman frá sér í gærkvöld og ekki spurzt til eftir það. Fljót- lega eftir að auglýst hafði verið eftir drengnum fréttist til hans hvar hann var niðurkominn. herja hans, Sigurði Þorsteins- syni, blöskruðu svo rangfærslur hans í því máli, að hann sá síð- ar á fundinum ástæðu til að reka ofan í hann ósannindin. Það var mikið spaug. Þór Vilhjálmsson byrjaði fram- sögu sína á venjulegu NATÓ- blaðri, en síðar kom í ljós, að hann veit meira um herstyrk Sovétríkjanna, en Hklegt er að Krústjoff viti sjálfur, í enda ræðu sinnar lét hann sig ekki muna um að snúa afvopnunartil- lögum Bandaríkjamanna yfir á Sovétríkin og taldi þær vondra manna vélabrögð. Einnig upp- lýsti hann að Bandaríkjamenn hefðu stofnað sérstakan her á hendur Framsóknarmönnum i honum væru hvorki meira né minna en 5000 flugvélar, 14 tyrknesk herfvlki, auk ógrynnis annars liðs. Ætti þetta að vera sérstakt umhugsunarefni fyrir Heimi Hannesson. Strax að ræðu Þórs iokinni fékk Jónas Árnason orðið. Eins og við mátti búast upphófu Heimdellingar baul sín, en glúpn- uðu fljótt fyrir röggsemi ræðu- manns. Fór svo i fieiri skipti og sátu Heimdellingar gneypir mjög undir ræðum hernámsand- stæðinga. Það skal tekið fram, að það tiltölulega góða hljóð, sem hernámsandstæðingar fengu, var ekki að þakka fundarstjóranum, heldur því hve vel og drengilega var haidið á málstað íslands i ræðum hernámsandstæðinga. Fundarstjórinn, Guðmundur H. Garðarsson, var hinsvegar mjög hlutdrægur og beitti vinstri menn öllum tiltækum bolabrögðum. B.iöm Þorsteinsson og Eirikur Pálsson fiuttu báðir ágætar ræð- ur. Biörn dró fundarboðendur svo sundur og saman í háði, að þeim varð allórótt og virtist mönnum um tíma, að einhver ó- væra hefði tekið sér bólstað í buxnasetum þeirra. Glottu þeir heldur kjánaiega undir lestrinum og lögðu kollhúfur. Eirikur Pálsson skattstjóri, flútti góða og rökfasta ræðu og lagði fram áiyktunartillögu þá, sem birt er sérstaklega. Ails tóku 16 manns til máls á fundinum, þar af 6 hernáms- andstæðingar. 10 ræðumenn NA TÓ-vina þuldu allir sömu vell- una. Klukkan að ganga tvö sleit fundarstjóri fundi á allsögulegan hátt. Um það hneyksli má lesa á forsíðu. ★ Frá Varðbergsfundinum í 'k Hafnarfirði. Á myndinni sjást ★ talið frá vinstri: Einar Matt- ic híesen, Matthías Matthiesen ★ og frú, Hörður Gunnarsson ★ (aftari röð), Eyjólfur K. ★ Jónsson, Birgir ísl. Gunnars- ★ son, Styrmir Gunnarsson ★ (aftari röð), Björn Jóhanns- ★ son, Jakob Möller (aftari ★ röð), Hrafnkell Ásgcirsson og ★ Ólafur B. Tliors (aftari röð). ★ — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Neskaupstað, 17. jan. — I gæc komu hingað 5 brezkir togarar ýmist með veika menn eða til viðgerðar. Var einn þeirra með látinn mann, sem hafði orðið bráðkvaddur um borð. I dag komu hingað tveir brezkir tog- arar, annar með veikan mann ert hinn til viðgerðar. 1 dag var setfc hér bann við því, að nokkrip fengju að hafa samband við lanci eða fara um borð í skip, serai ekki væru bólusettir. i Þrír bátar róa héðan í vetur^ tveir útilegubátar og einn smá- bátur, er rær dagróðra. < Tillagan sem félckst borin ekki upp Senn mu mjéikyrvln Á þessu ári er í ráði að heíja byggingu mjóikurvinnslustöðvar fyrir norðanvert Snæfellsncs, sem staðsett verður í Grafarnesi í Grundarfirði. Þessi stöð á að vinna úr um l milljón lítra mjólkur á árL Þessar upplýsingar gaf Stefán Biörnsson, forstjóri Mjólkursam- sölunnar, er Þjóðviljinn spurð- ist fyrir um þetta mál í gær. Stefán sagði, að þótt skiptar skoðanir kjmnu að vera um byggingu og staðsetningu stöðv- arinnar þá væri nauðsyn að reisa slika stöð á norðanverðu Snæfellsnesi og væru til þess fyrst og fremst þær meginástæð- ur, að skilyrði til sauðfjárrækt- ar á norðanverðu Snæfellsnesi eru ófullkomin og bændum því nauðsyn á að hafa mjólkur- vinnslu og þarna eru nokkur þorp, Stykkishólmur, Grafarnes, Clafsvik og Sandur, sem eru mjog illa sett með mjólkurafurð- ir. Mjólkursamsalan mun sjá um um lustö byggingu stöðvarinnar, þar sem sölusvæði hennar er austan frá Skaftafellssýslu vestur í Gils- fjarðarbotn og henni ber skylda til samkv. reglugerð að sjá íbú- um á sölusvæðinu fj'rir neyzlu- mjólk. Mjólkurvinnslustöðin í Borgar- nesi vinnur úr 7 milljón lítrum mjólkur á ári, eða 7 sinnum meira magni en hin fyrirhugaða ’ Pálsson stöð í Grafarnesi. Ályktunartillögu Þá sem hér fer á eftir neitaði Guðmundur H. Garðarsson fundarmönnum að ræða og bera upp í lok Varð- bergsfundarins í Hafnarfirði á þriðjudagskvöldið. „Alraennur fundur haldinn í Hafnarfirði 16. janúar 1962 að tilhlutan Varðbergs, félags á- hugamanna um vestræna- sam- vinnu, lýsir yfir stuðningi við hverja þá grein vestrænnar sam- vinnu, sem horfir til menningar- auka og skerðir í engu sjálfstæði íslendinga né teflir þjóðerni þeirra í tvísýnu. Hinsvegar lítur fundurinn svo á að aðild íslands að hverskon- ar hernaðarbandalögum og hern- aðarundirbúningi sé andstæð hagrsmunum okkar Islendinga, hefð okkar sem vopnlausrar þjóðar og því friðarhtutvcrki sem okkur ber að gegna á al- þjóðavettvangi. I þessu sambandi skorár fund- urinn sérstaklega á Alþingi og ríkisstjórn að taka af öll tví- mæli um það að nokkru sinni verði leyfð staðsetning kjarn- orkuvopna á íslenzkri grund eða í landhelgi íslands". Flutningsmenn tillögunnar voru þessir Hafnfirðingar: Eiríkur skattstjóri, Þóroddur Guðmundsson skáld, Lúðvík i í nótt eða dag. Kristjánsson rithöfundur, Guð- mundur Kjartansson jarðfræð- ingur, Guðmundur Böðvarssort skáld, Páll Kr. Pálsson organleik- ari og Eiríkur Smith listmálari. 3318 tunnur af síld til Eyja Vestmannaeyjum, 17. jan. — f dag komu 8 bátar með síld tiH Eyja, samtals 3318 tunnur. Síld- in veiddist suðaustur af Eyjurrf í morgun og óð hún sums staðar og virðist þarna vera um tals-i vert magn að ræða, | Gjafar fékk 978 tunnur, Krist- björg 670 og brotnaði bóma hjá' henni, Ofeigur II. 336, Hanneg lóðs 700, Huginn 200 og reif nót- ina og braut báða gálgana. Reyn- ir íékk 220 tunnur, Leó 50 og reif nótina, Súlan 164, Þorbjöm kom hingað í dag með rifna nóL Dálítið af síldinni fór í frystingu og nýttust 74% í frost. | Síldarbátarnir héldu út straxí og búið var að losa og um kl. 5 í dag heyrðist í Bjarnarey NS þar sem hún sagðist hafa fengið stórt kast um 12 mílur suðaust- ur af Bjarnarey. Ekkert síldar- j leitarskip var hér á þeim slóðurti Er það undrunarefni? Stjórnarblöðin guma mjög af því þessa dagana að meira fé sé varið til ,.framkvæmda“ á íjárlögum þessa árs en gert var 1958. Til þess að fá sam- anburðartöluna sem hæsta telur Alþýðublaðið í gær upp sem „opinberar framkvæmd- ir“: heilbrigðismál, samgöngu- mál, menntamál, kirkjumál, atvinnumál, félagsmál og eignaaukniiigu og segir að framlag tií þessái-a þátta hafi hækkað úr 268 milljónum í 441, eða um 173 milljónir króna. Hins getur Alþýðublað- ið ekki, að þótt krónurnar séu fleiri nú, eru þær lika langt- um smærri. Alþýðublaðið kostar t.d. þrjár krónur nú en kostaði 2 kr. i tíð vinstri- stjórnarinnar. Þeir sem verja íjármunum eínum svo gálaus- lega að kaupa það blað, eyða þannig í það 50% meira fé, og fer því þó fjarri að þeir hafi meira upp úr krafsinu. En það eru ekki aðeins út- gjöld ríkisins sem hafa aukizt heldur og tekjur þess. Árið 1958 námu skattar og tollar á fjárlögum 623 milljónum króna; í ár eru þessar tekju- fúlgur áætlaðar 1431 milljón. Álögurnar hafa þannig meira en tvöfaldazt. Og það væru sannast sagna mikil firn ef ríkisstjórnin notaði ekki þess- ar óhemjufúlgur, jafnvel til einhverra þarílegra verka. Ætlast stjórnarblöðin ef til vill til þess að landsmenn klökkni af þakklæti yfir því að ráðherrarnir stinga þó ekki öllum tekjum rikissjóðs í eig- in vasa? — Austri.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.