Þjóðviljinn - 18.01.1962, Page 7

Þjóðviljinn - 18.01.1962, Page 7
þlðÐVItllNH Útgefandi: Sameinlngarflokkur alÞýBu — Sósíalistaflokkurinn. — Pitstiórari Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður GuBmundsson. — Préttarit8tJórar: ívar K. Jónsson, Jón Bjarnason. - Auglýsingastjórl: Guðgelr Magnússon. - Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Bími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 50,00 á mán. — Lausasöluverö kr. 3.00. PrentsmiðJa Þjóðvlljans h.f. Hafa innlmranarflokkarnir fengið ný fyrirmæli? Einn úr nazistadeiid Sjálfstæðisflokksins, Davíð Ólafsson, var fyrir nokkrum kvöldum látinn misnota fréttatíma út- varpsins með hinum lúalegasta áróðri fyrir innlimun íslands í Efnahagsbandalagið. Það er mikið um dýrðir hjá nazistadeild- inni vegna þeirrar framtíðarvonar hennar að takist að innlima ísland í ríki þar sem hið hálfnazistíska Vestur-Þýzkaland verð- ur tvímælalaust langmestu ráðandi. Böndin við þýzku nazistana hafa aldrei rofnað, og Adenauerstjórnin var fljót að finna lykt- ina af íslenzku nazistunum sem nú vaða uppi í Sjálfstæðis- flokknum; hún tók að hengja á þá heiðursmerki og sýna þeim fleiri vinarhót þegar að stríðinu loknu. Og nú streyma ráð- herrar og aðrir valdemenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins til Bonn og taka þar við fyrirmælunum eins og for- ingjar Sjálfstæðisflokksins til nazistanna áður. Og svo er að sjá að nú sé ætlazt til að íslenzku innlimunar- flokkarnir herði róðurinn og fari beinlínis að taka þá ákvörðun að ísland sæki um inngöngu í Efnahagsbandalagið. Fyrir því er í gær hafinn hinn fáránlegasti áróður í leiðara Morgunblaðsins og ákaflega biðlað til Framsóknarflokksins að hann verði einn innlimunarflokkanna. Ekki er óliklegt að það geti einmitt oítið á afstöðu Framsóknarflokksins hvort núverandi stjórnarflokkar þora að leggja í innlimunarævin- týrið á þessu kjörtímabili. Andstaðan gegn innlimun og því afsali sjálfstæðis íslands sem í henni felst nær einnig inn í stjómarflokkana, svo þeir mundu tæpast telja sér óhætt að framkvæma hana án þess að hafa þvælt Framsóknarflokknum með á innlimunarlínLina. Og svo mjög langar Morgunblaðið til þess að það geti orðið, að nú man meira að segja leiðara- höfundur Morgunblaðsins eftir því að Framsókn er eiginlega elsku lýðræðisflokkur sem reyndar ihefur látið til leiðast að gerast samábyrgur um hitt og þetta í fortíðinni svo þetta ætti að vera hugsanlegt. A lveg sérstaklega þykir leiðarahöfundinum gómsætt að geta *"*• vitnað í Tímann þeim barnaskap til stuðnings, að þjóðir Efnahagsbandalagsins væru okkar „vinveittar þjóðir“ svo eng- in ástæða væri til að ætla að þær væru ekki „fúsar“ til að taka vinsamlega afstoöu til sérstöðu íslendinga! Skyldi til svo grunnhygginn blaðalesandi að hann sjái ekki gegnum þessa blekkingu um „vinveittar þjóðir" sem fúsar eru að gera allt fyrir fslendinga! Svo rækilega sýnikennslu fengu íslendingar á framkomu „vinveitlra þjóða“ Atlanzhafsbandaiagsins í bar- áttunni um stækkun iandhelginnar, að furðulegt má teljast að stjórnmálaritarar tveggja blaða skuli fara á flot með slíkar röksemdir. Hugtakið „vinveittar þjóðir“ á ékkert skylt við þá harðdrægu hagsmunasamninga, sem einkennt hafa stofnun og starf Efnahagsbandaiagsins. íslendingar þekkja það af spán- nýrri reynslu hversu fúsar hinar „vinveittu þjóðir“ Morgun- blaðsins og Tímans voru að viðurkenna sérstöðu íslands og lífshagsmunamál varðandi stækkun iandhelginnar. Samning- arnir um innlimun fsiands í Efnahagsbandalagið verðá heldur ekki gerðir á grundvelii tilfinningasamra hugtaka éf til þeirra kemur, heldur verður þar eingöngu að mæta hagsmunasjón- armiðum vojdugustu auðvaldssamsteypanna í hinu nýja ríki undir þýzkri forystu. Og þótt íslenzku ínnlimunarmennimir fengju í bili „undanþágur“ til að friða íslenzkt fólk, vita menn frá inngöngunni í Atlanzhafsbandalagið hve mikið mark er takandi á slíkum fyrirvörum, en þá lofuðu innlimingarmenn- irnir því að aldrei yrði óskað eftir herstöðvum á fslandi á friðartímum. 'T'nda þótt einhver gálgafrestur yrði gefinn er aðalatriðið skýrt: Með innlimun íslands í Efnahagsbandalagið er verið að farga sjálfstæðí íslands og afhenda erlendum aðilum úrslitavald um framtíð íslenzku þjóðarinnar. Og þeir sem nú vinna að innlimun öllum árum vita hvað þeir eru að gera, og verða dæmdir samkvæmt því. — s VALDIMAR JÓSAFATSSON SEGIR FRÁ HEIM Viðræðum okkar við Valdi- mar Jósafatsson á Húsavík var síðast komið þar sem hann er nýkominn til Noregs til að full- numa sig í húsasmíði — en lendir í þess stað í húsgagna- vinnustofu. Höldum við nú á- fram þar sem frá var h’orfið. — Þú sagðir að það hefðu verið mikil viðbrigði að ’koma héðan til Noregs um aldamót- in síðustu, áttirðu aðallega við vinnutímann? — Já, vinnutíminn var þar 10 stundir þegar ég kom, en smáþokaðist niður í 8 stundir. Átta stunda vinnudagur komst á þar árið 1923. En svo voru verklegar framkvæmdir allar, t.d. húsbyggingar, allt aðrar og með stærra sniði, enda hafa þeir nóg timbur að byggja úr. En í Noregi fór allt í hundana eftir fyrra stríðið. — Þú hefur gengið í verka- lýðsféiag? — Já, vitanlega var ég í verkalýðsfélagi! Ég hef átt fé- lagsbókina mína fram að þess- um tíma og hún er áreiðan- lega hér í húsinu ef ég leita vel. Verkalýðsfélagsfundir voru oft- ast vel sóttir þá og ég hafði góð kynni af þeim sem stóðu fyrir verkalýðsfélaginu, því ég kom oft til þeirra í skrifstof- una. — Hverjir eru. þér minnis- stæðastir af forustumönnum norskrar alþýðu? — Jchan Gjösten var fyrsti leiðtogi í Stafangri sem ég man eftir. Ég man vel eftir Tran- mæl í Stafangri, en aðalleiðtog- arnir voru E.inar Lie og Egede- Nissen. Lie var hraðmælskur og Nissen var afarskemmtilegur maður. — Lentirðu nokkuð í verk- föllum þarna? — Nei, ekki fyrr en árin eftir stríðið. Þá átti að lækka kaup- ið og þá urðu mikil átök. — Gerðist kannski ekkert sögulegt fyrst eftir að þú komst til Noregs? — Fyrsta árið sem ég var f Noregi — 1905 — var herút- boð,. Það gekk mikið á, það bjuggust flestir við stríði. Norðmenn höfðu sagt skilið við Svía. Það var fyrst og fremst ■■ ...— KONUNGSKJÖR-SMlÐAR - TRÚBOÐ - HEIM TIL ÍSLANDS EFTIR 19 ÁR Hann fór til að fullnuma sig í húsasmíðum, en litlu munaði að í þess stað yrði honum fyrst kennt að berja á Svíum. Svo var hann með þeg- ar Norðmenn kusu sér konung. En eftir að hafa lifað 19 ár sem Norðmaður hverfur hann skyndi- lega heim til íslands aftur — og nú hefur margt breytzt. einum manni að þakka að ekki varð stríð. Christian Michelsen, honum tókst a^ miðla málum. Herinn var kominn á landa- mærin með allan sinn útbúnað, reiðubúinn að verjast Svíum. — Og svo voru Norðmenn svo fastheldnir á foma siði að þeir vildu endilega hafa konung. — Já, það gekk líka mikið á þegar var þjóðaratkvæða- greiðsla um hvort stofna skyldi lýðveldi eða konungdæmi; þeir voru í miklum meirihluta sem vildu hafa konung. Og svo kusu þeir konung. Ég man vel eftir þegar tekið var móti Hákoni, hinum ný- kjöma konungi í Noregi. Hann ók um allan bæinn, en fólkið raðaði sér upp meðfram göt- unum og fagnaði honum. Norðmenn voru heppnir að fá svo góðan mann fyrir kon- ung. En þeim þótti leiðinlegt fyrst að hann skyldi ekki geta talað nema dönsku. í veizlu einni í Osló bar hann eitt- hvert orð fram á hreinni dönsku, og Björnson sem var í veizlunni gall við og sagði: „Her i Norge siger man........“ Hákon konungur var dálítið undrandi á því fyrst hve Norð- mönnu.m var gjarnt að halda veizlur, og var þetta haft eftir honum: „I Danmark laver man smör, — her i Norge laver man fest!“ — Kynntistu ekki fleiri nafn- kunnum mönnum? — Ég sá náttúrlega fleiri, t. d. sá ég Roald Amundsen þeg- ar hann kom úr aðalför sinni; hann var hrikalegur maður, — Hvernig líkaði þér við vinnufélagana? — Það var mikið af Svíum þama. Þeir voru þroskalegir menn og ég var oft mikið með þeim. Þeir voru oft góðglaðir um helgar og áttu þá oft lítið eftir af kaupi sínu síðar í vik- unni. — Líkaði þér verr við Norð- mennina? — Nei, mér líkaði yfirleitt mjög vel við Norðmennina. Verst líkaði mér við Dani, sem þama voru, en þó voru í þeirra hópi nokkrir úrvalsfélagar. — Var ekki grunnt á því Valdimar Jósafatsson er hverjum fróðari um gömul hus á Húsavík. Þetta er Kirkjubær, smíðaður uppúr gömlu kirkjunni, síðan byggður við hann skúr og hafðar kvikmyndasýningar. Nú íbúðarhús góða fyrst milli Norðmanna og Svía? — Svíar og Norðmenn slógust oft þegar þeir voru fullir, en aldrei varð ég þó var við að þeir gripu til hnífa. Það var aldrei ráðizt á mig. — Hve lengi varstu í Noregi? — Ég var þar í 19 ár. Ég giftist norskri konu, Olenu Ol- sen. Við eignuðumst hús í Stafangri og bjuggum þar á sama stað. — Þú hefur verið orðinn norskur ríkisborgari. — Nei, ég var alltaf íslenzk- ur ríkisborgari þótt ég byggi þarna, en þrátt fyrir það hafði ég alltaf kosningarrétt þar í sveitarstjórnarmálum. — Áttu kannski afkomend- ur sem eru norskir? — Við Olena eignuðumst þrjú bcrn, tvö komust upp, Jón, sem er hér á Húsavík og Ölafur, sem fórst með norsku skipi er var skotið niður í síðustu heimsstyrjöld. — Þú sagðir að fleiri íslend- ingar héfðu verið þarna? — Já, á þeim árum var all- margt íslendinga í Stafangri við ýmis störf og höfðum við félag og skemmtanir fyrir okkur, — Fórstu nokkuð um landið utan Stafangurs og Björgvirij- ar? — Já, það var mikið um það í Noregi að verkstæðismenn færu í gönguferðir og þannig fór ég um allt. Það vár ekki fyrr en á allra seinustu árum mírium í Noregi, að þangað komu fáeinir fólksbílar. Konan mín var ættuð úr firði stutt frá Stafangri og gátum við farið þangað um helgar þegar við vildum — og það er mjög fallegt við Ry-fylkisfjörð- inn. — Þú hlýtur að hafa kynnzt vel norskum þjóðsiðum á öllum þessum árum — varstu aldrei í sveitabrúðkaupi? — Jú, ég var eitt sinn í sveita- brúðkaupi sem haldið var að gömlum sið í Saade. Það var Islendingur sem þá var að gift- ast stúlku þaðan úr sveitinni; hann settist þar að og er þar enn. Það var Ólafúr Jakobsson, ættaður úr öxnadal. öðrum ís- lendingi var ég með þarna, sem einnig var úr öxnadal. Það var Ólafur Þorsteinsson frá öxnhóli; hann dó í Noregi 1959. Nú, en svo ég haldi áfram með brúðkaupið: Fólkinu var raðað niður — ekki veit ég eftir hvaða reglum — og ekið til kirkjunnar. Svo var ekið heim frá kirkjunni, sezt að borðum, etið og ’ drukkið og_ dansað um kvöldið — í hlöðu. Annars dansa menn í þessum smáþorpum mikið úti, stundum var dansað á bryggjunni. Veizla þessi stóð í þrjá daga og var dansað milli þess að etið var og drukkið. Fyrir dansinum var leikið á fiðlu. — Tókstu ekki þátt í trú- málastarfi frænda vorra? — Það var mikið um alls- konar trúflokka þarna sem voru með prédikanir, oft á strætum úti. Ég kynntist þeim aldrei eiginlega mikið því ég hélt mig frá þeim. — Var mikið um þjóðtrú og þjóðsögur þarna, eitthvað svip- að og hjá okkur hér. engar sögur um drauga og álfa? — Jú, það bar til, að ég heyrði nefndan draugagang, en um þjóðsögur í okkar stíl var miklu minna þar en hér; í þess stað voru þeir alltaf að halda trúarsamkomur, bæði í bæjum og sveitum — og bentu mönn- um óspart á að þeir lentu í logandi helvíti ef þeir kæmu ekki í trúflokkana. — Og svo yfirgafstu. þetta allt og komst aftur til lslands. — Já, ég hafði ekkert við að vera; konan mín dó. — Og hvernig var að koma heim eftir 19 ár? — Satt að segja fannst mér allt hafa staðið í stað frá því að ég fór. Að vísu voru komn- ir litlir mótorbátar sem ekki voru til áður. Það var enn lít- ið að gera við smíðar, ég hafði áður verið á sjó — og fór það nú að nýju því hér var lítil atvinna allt fram t.jl 1940, en síðan hefur mikið breytzt hér, eins og allsstaðar á landinu. Svo var ég 15 ár á trésmíðaverk- stæðinu Fjalar hér, eða þar til ég varð 82ja ára. I sveitinni hafði verið byggt eitt timbur- hús, annars voru torfbæirnir sömu með burstum fram á hlaðið. Já, burstafjöldinn var misjafn, minnir að það væru sjö burstir á Grænavatni. Bað- stofan var langhús áð baki burstahúsanna. — í Noregi voru sveitabæirnir allsstaðar timburhús, byggð úr plönkum, en þau voru ekki neitt reisu- leg í sveitunum. Ég brá mér tvisvar upp í sveit um daginn. Maður sér lítið' úr bíl, en það hefur orð- ið mikil breyting frá því ég var strákur. Eins og ég varð undrandi yfir hve lítið hafði breytzt á 19 árum þegar ég kom heim til landsins, fannst mér nú um hve miklar breyt- ingar haía orðið á síðustu ár- um. — Og hvað finnst þér svo um nútímann yfirleitt. — Ég veit ekki hvað segja skal. Margt er vissulega gott, en annað er ekki beint álit- legt sem stendur. Ég er oft að hugsa um það hvort ég eigi eftir að lifa þriðju heimsstyrjöldina, eftir að hafa lifað eina í Noregi og aðra á íslandi..... Nei, það er ekki víst. hefðé ég verið seinni heims- styrjöldina í Noregi að ég væri ofenjarðar og sæti hér nú. Ég er vonsvikinn með Kenne- dy forseta. Hann var talinn frjálslynd.ur og sanngjarn, jafn- vel vinstri maður. en nú er hann eins og hver annar stríðs- æsingamaður. Og þegar allt kemur til alls er það ekkert annað en kjarnorkan og óttinn við atómstyrjöld sem heldur stríðsæsingamönnunum í skefj- um — ennþá. — En hvað segirðu um á- standið hjá okkur? — Það væri sannarlega þörf á að bre.vta um stjórnarfar, en íhaldsstjómin vill áreiðanlega ekki fara frá með góðu móti. Vinstri stjómin var á réttri leið og ég var sár yfir því að hún skyldi ekki hanga lengur, — en þar kom peningasjónar- mið og íhaldshneigð ýmissa manna til, að hún fór frá. Nú er ekki orðið neitt annað eri hægri og vinstri, því íhald- ið hefur náð Alþýðuflokknum undir sig: spurningin er aðeins hvort Alþýðuflokksfólkið ætlar að fylgja íhaldinu eftir í næstu kosningum, eða láta flokksfor- ingjana eina um það. Það get- ur enginn heilvita maður tek- ið mark á fólki sem afneitar íhaldinu í ‘orði, en þjónar því í verki. J. B. TilrWSi *#í$ tarfe'® Fasistaniir 1 Ieynihemum oas B iEI Wly ll 5 hafa sig æ meira í frammi og líður ekki sá dagur að þeir frcmji ekki einhver ódæðisverk, bæði í Alsír og heima í Frakklandi. Helztu vopn þeirra er plastsprengjan og þeir beita þvi einkum gegn vinstrisinnuðum menntamönnum, blaða- mönnum og rithöfundum. 1 siðustu viku reyndu þeir þannig að Uoma skáldinu Jean-Paul Sartre fyrir kattarnef með því að sprengja plastsprcngju í húsi því í París sem hann býr í. Það misheppnaðist en sprengingin var ofsaleg eins og sjá má á myndinni. Lítíll eftirmáli Ég gat þess í formála fyrir Síðustu þýddum Ijóðum Magn- úsar Ásgeirssonar, að ekki •hefði unnizt tími til að finna alla frumhöfunda iþeirra kvæða, er þar eru birt, sem og þess að margir myndu þekkja þau, þegar er bókin kæmi út. Svo hefur einnig reynzt, — og tjái ég innvirðulega þökk mína öll- um þeim, er mér hafa skrifað um þetta efni og sent mér upp- lýsingar, sumir með fyrirhöfn um langan veg. Nú er það svo, að þá kvæði' er þýtt úr erlendu máli og lífil athupsemd um „klassískt Ijóð" Gjarnan vil ég skrifa undir það, sem Þórarinn læknir Guðnason segir í afmælisgrein sinni í Þjóðviljanum 7. þ. m. um Sigurð Þórarinsson jarð- fræðing íimmtugan, — allt nema það, að yrking Sigurðar „María, María“ (og hin yrking- in raunar líka, sem hann nefn- ir) sé klassískt Ijóð. Sigu.rður Þórarinsson er mað- ur vinsæll og vel metinn af öllum sem hann þekkja, auk þess merkur vísindamaður og hefur getið sér orðstír víða um lönd. Það er leitt, að svo ágæt- an mann skyldi henda það slys að búa til svo afarslæma yrk- ingu sem þennan Þórsmerkur- slagara, og þó ennþá leiðara, að verðskuldaðar vinsældir hans sjálfs skyldu ná að flytjast yfir á þessa alls óverðugu yrkingu og gera hana að slíku eftirlæti vorrar Ijóðelsku þjóðar með sínar þúsund ára gömlu kveð- skaparerfðir, að nálega mun einsdæmi, svo að ekkert af Ijóðum höfuðskáldanna kemst þar í hálfkvisti við, að ekki sé nú minnzt á vinsældir hennar ■í útvarpinu, sem eru þvílíkar, að vart er orðið á það hættandi að skrúfa frá viðtækinu sínu, hvort heldur er snemma eða seint á degi, þar sem aldrei er að vita nema maður fái þar yrkinguna með sínu lagi rak- leiðis framan í sig. Leiðast er þó ef til vill, er mætur bók- menntamaður, ljóðavinur og listrýnandi, sem margir munu taka mark á, skrifar eins og h’cnum væri stórum geðþekk- ur þessi kvæðasmekkur margra landa vorra og lýsir jafnvel yfir því, að hún sé klassískt ljóð þessi yrking, sem við myndum ekki kynoka okkur við að nefna yfirmáta smekk- lau.san leirburð, ef ekki annað verra, nema af því að svo góð- ur maður sem Sigurður Þórar- insson á í hlut. — Ég þykist vita, að þessi listdómur Þórar- ins Guðnasonar muni yfirleitt verða skilinn sem lof, en eigi háð, — lof sagt í gamansöm- um tóni að vísu, en slíkur tónn góðlátlegrar gamansemi gerir lofið vitanlega miklu áhrifa- meira í þessu tilfelli en þó að fram væri sett í hátiðlegu formi og líklegra til að vinna tjón á ljóðskyni margra manna, sem á nú mjög í vök að verjast og þarfnast víst fremur stuðnings en að stjakað sé við því. En Sigurð bið ég vel að virða bersögli mína, því að vinur er sá, er til vamms seair. og tækifærið vil ég nota til. bcsr að óska honum til hamingju með fimmtugsafmælið og árna honum heils hugar allra góðra hluta. 10. janúar 1962 Björn Franzson. birt, þá er þar og getið frum- höfundar í flestum tilfellum, en í fæstum svo ítarlega að les- andinn sé miklu nær, nema um frægt nafn sé að ræða. En bók- menntalega séð, og alla vega séð, er það stranglega rétt að nafn frumhöfundar fylgi þýddu verki, sé þess nokkur kostur, og því skulu hér talin þau kvæði í Síðu.stu þýddum ljóð- um, er um þetta voru vanbú- in frá minni hendi, — og höf- unda getið: 1. Brot, höf. Friðrik Á Brekk- an. 2. Míg dreymdi —. Þetta kvæði er að finna í ritgerð Sigurðar Hoels Norsk litteratur under krigsárene, (sjá Helgafell, 4. árg.) en þar segir svo: — Við höfum misst tólf þúsundir manna í styrjöldinni. — — — Einn af þessum tólf þúsundum var piltur um tvítugt. Flann var staðinn að ólöglegum verknaði,, gripinn af gestapó, dæmdur ti% dauða og tekinn af lífi, Nótt- ina áður en þessi u.ngi maður gekk að því verki, sem varð honum að fjörtjóni, orti hann kvæði, sem fannst eftir hann látinn. Kvæðið er svona: Jeg drömte inatt at jeg stod ved muren og skulle dö. — 3. ÍJr vísnabókinni, bls. 37, höf. Piet Hein. 4. IJr vísnabókinni, bls. 55, höf. Piet Hein. 5. Undir dökkum hlyni, höf. William Wordsworth. Um leið og ég bið eigendur Síðustu þýddra ljóöa að taka framanskráð til athugunar, vil ég enn þakka öllum þeim, er mér hafa af vinarhug sent boð og bréf vegna þessarar útgáfu. Guðm. Böðvarsson. %) ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 18. janúar 1962 Fimmtudagur 18. janúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.