Þjóðviljinn - 18.01.1962, Page 10

Þjóðviljinn - 18.01.1962, Page 10
Saga am bandamann Framhald af 4. .síðu stjórnin samninginn við Sovét- ríkin. Síðan var gerður sérstak- ur samningur við Anglo-Iranian Oil Company urn vinnslu á olíu í Norður-Iran. • Um lýSrreði Eins og ég sagði fvrr í grein- jnni hefur nútíminn gengið í garð í Iran. Og það er mikið um lýðræði í nútímanum. Og að s. iálfsögðu hefur Iran ek.ki ,,far- ið varhluta" af lýðraéði. T.d. er þing í Iran og kosið er til þings- ins í kosningum, þar sem kosn- ingaréttur er almennur. Við skulum ekki reyna að gera lítið úr lýðræði og þing- ræði í Iran. Alls ekki. Þingið hefur oft verið mjög þýðingar- mikil stofnun. Þannig var það t. d. þjóðþingið, sem kaus Riza Khan keisara árið 1925. (Riza Khan hafði gert stjórnarbylt- íngu skömmu áður). Eins var það þjóðþingið, sem samþykkti áfsetningu Riza Khan árið 1941. öllum er ljóst, að þetta þing- ræði gerir Iran fullgildan með- lim hins frjálsa heims. • Mossadekk og olían En árið 1950 tók þingræðið í Iran óheppilega stefnu fyrir hinn frjálsa heim. Meirihluti þingmanna fór að amast við starfsemi enska olíufélagsins. og árið 1951 verður Mosodekk forsætisráðherra, og stefna hans er þjóðnýting olíuiðnaðarins. Brezka Verkamanaflokks- stjórnin, (sem þegar hafði þjóð- nýtt allt mögulegt tap í Bret- landi), mótmælti auðvitað harð- lega þessum glæp gegn frið- helgi einkaréttarins. Banda- ríkjastjórn tók í sama streng. Bann var sett á kaup á iranskri olíu. Brezk og bandarísk olíufé- lög stóðu þá sameinuð. Afeið- ingar alls þessa voru miklir f járhagsörðugleikar Irans. Bandaríkin eru sáttfús þjóð. Einkum er stjórn Bandaríkjanna óðfús til að bera sáttarorð milli ríkja, þegar annað þeirra er nýlenduveldi. Sumum finnst þetta hlutverk Bandaríkja- stjórnar minna dálítið á apann sem átti að skipta ostbita og át hann sjálfur. En mönnum finnst svo margt. Truman, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kom því með málamiðlunartillögu. í stað Anglo-Iranian Oil Company skyldi koma nýtt félag og hiuta- bréf þess skyldi skiptast milli 3ja aðila: Irans, brezkra olíu- félaga, óg til að bera sáttarorð á milli, — bandarískra olíufé- laga. En laun heimsins eru van- þakklæti. Ekki var nóg með að ríkisstjórn Mossadekks hafnaði þessari ,,málamiðlun“, heldur á- sökuðu brezkir aðilar Banda- ríkjastjórn um að starfa gegn brezkum hagsmunum. Við þess- ar aðstæður varð Bandaríkja- stjórn auðvitað að grípa til nýrra bragða. ® Fandaríkjastjórn kemur þingræð- mu inn á rétta braut C.I.A. (Central Inteligenca Agency) hóf feril sinn á stríðs- árunum i Bandaríkjunum. Ef skilgreina ætti hlutverk þeirr- ar stofnunar er þessi skilgrein- ing nægileg: Njósnir og undir- róður crlendis. Þótt kalda stríðið hefði stað- ið í all mörg ár 1952, var C.I.A. ekki nærri eins voldugt þá eins síðar varð. Það var enn þá eins og iítið peð við hlið F.B.I., — bandarísku leyni.lögreglunnar. iNúna, þegar C.I.A. er orðið ríki í ríkinu og starfar og tek- ur stjórnmp.laákvarðanir án samráðs við forseta Bandarík.j- anna, þykir gömlum starfs- mönnu.m gaman að tala um þá daga, þegar þeir voru að vinna sig upp úr því að vera bæði fáir og smáir. Einkum minnast þeir þá uppreisnarinnar í íran með sérstakri hlýju. Já, C.I.A. tekur það skýrt fram að það skipulagði upp- reisnina gegn stiórn Mossadekk í íran árið 1952. Það veldur mikilli hneykslun ef einhver heldur því fram að einhver annar hafi átt þar hlut að máli. Uppreisnin var algerlega verk C.I.A. Hún var hinn mikli próf- steinn á C.I.A. stóðst prófið með með prýði.. Já, C.I.A. stóðst prófið með mikilli prýði. Herinn gerði upp- reisn og Mossadekk var steypt af stóli. Allt var þetta gert „til að bjarga hinum ástsæla, unga keisara." Múhameð Riza Pah- levi. Hann hafði staðið í nánu sambandi við C.I.A.. Þegar búið var að drepa eða fangelsa helztu stuðningsmenn Mossa- dekks var olíufyrirtæki ríkis- ins leyst upp og nýtt félag var stofnað. Bandaríska olíu- félagið Standard Oil Company er stærsti hluthafinn. Lýðræð- inu.. keisaradæminu og olíunni í Iran var borgið. (Framhald.) Þjóðviljann vantar unglinga til blaðburðar um Laufásveg og Norðurmýri. Afgreiðslan, sími 17-500 Til sjós og lands Egill Hallgrimsson í Slippnum kaus nýlega við stjórnarkjör í Sjómannafélagi Reykja- víkur. — StarMndi s'cmenn, kosið er alla virka daga frá kl. f 10—12 og 3—6 í skrifstcfu SR, Hverfisgötu 8—10 Kjósið lista f starfandi sjómanna, E-listann. í X B-listi. Indónesíustjórn á skyndifundi DJAKARTA 17/1 — Súkarno forseti boðaði stjórn sína á skyndifund og sátu fundinn einn- ig yfirmenn hers og flota og herforingjar þeir sem falið hef- ur verið að stjórna frelsun vest- urhluta Nýju Gíneu. Indónesíska flotastjórnin segir að árásin á tundurskeytabátana hafi verið gerð á rúmsjó, langt utan land- helgi Nýju Gíneu, og að Hqllend- ingar hafi skotið að fyrra bragði, enda hafi bátarnir ekki verið búnir öðrum vopnum en loft- varnabyssum. M.s. Esja vestur um land í hringferð hinn 21. þ. m. Vörumóttaka í dag til Patreks- fjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, I Flateyrar, Súgandafjarðar, ísa- fjarðar, Siglufjarðar, Dalvíkur, Akureyrar, Húsavíkur, Kópaskers, Raufarhafnar og Þórshafnar. Farseðlar seldir á föstudag. Finnland Framhald af 12. síðu. persónulegan sigur í þessum kosningum og engum dettur í hug að eigna Bændaflokknum þaö fylgi sem hann fékk. Á það er t.d. bent að í Helsinki hafi Bæn'daflokkúrinn.: aldrei íengið nema nokkur hundruð atkvæði og Kekkonen hafi sjálfur ekki fengi.ö þar nema 4.500 atkvæði í síöustu forsetakosningum, en nú fékk hann þar um 94.000. Telja má víst að Kekkonen verði kjörinn forséti strax í fyrstu lotu, þegar kjörmennirn- ir koma saman 15. febrúar, 145 af 300 kjörmönnum eru beinir stuðningsmenn hans. Borgara- flokkarnir hafa 53, sósíaldemó- kratar 36, flokksbrot þeirra 2, en Lýðræðisbandalagið 64. Enda þótt önnur viðhorf komi til greina í forsetakosningum en í almennum þingkosningum, eru úrslitin nú nokkur vísbending um hvernig fara muni í þingkosn- ingum sem standa fyrir dyrum. Kosið verður til þings dagana 4. og 5. febrúar. Trúlotanarhrlnglr, stein. hringir, hálsmen, 14 ox 18 karata. Alsír lýst í umsátursástand? PARÍS 17/1 — De Gaulle forseti boðaði í kvöld að lýst yrði um- sátursástandi í Alsír ef hryðju- verkunum linnir ekki. I dag urðu þar blóðugar óeirðir í Algeirs- b'org, Bone og Oran og munu a.m,k. tíu hafa fallið. 1 gærkvöld’ sprengdu fasistarnir í OAS plastsprengju í íbúðarhúsi Serkjas í Oran og létu tíu manns lífið. Serkir svöruðu með því að I kveikja í frönsku verzlunarhúsi. VarÖbargsmenD Framh. af 1. síðu. oddur Guðmundsson skáld, Lúð- vík Kristjánsson rithöfundur, Guðmundur Kjartansson jarð- fræðingu.r, Guðmundur Böðvars- son skáld, Páll Kr. Pálsson org- anleikari og Eiríkur Smith list- málari. Fundarstjórn Guðmundar var í heild ákaflega fróðleg sýni- kennsla í vestrænum lýðræðis- stj órnarháttum. Af hálfu hernámsandstæðinga töluðu: Jónas Árnason rithöfund- ur, Björn Þorsteinsson sagn- fræðingur, Markús Þorgilsson sjómaður, Ragnar Arnalds, Ei- ríkur Pálsson skattstjóri, Gísli Gunnarsson kennari. Var gerður góður rómur að máli þeirra og greinilegt að þeir töluðu. fyrir munn meirihluta fundarfólks. Ragmennska Varðbergsmanna í fundarlok mun lengi uppi og verða þeim til ævarandi hneisu, enda var lágt á þeim risið í fundarlok þó þeir reyndu eftir mætti að baula í sig kjark. Skylt er að geta þess að lokum, að Helgi Jónsson, forstöðumaður Bæjarbíós, gætti fyllsta hlutleys- is þegar hleypt var inn, og var framkoma hans í alla staði óað- finnanleg. Nánari fréttir af fundinum eru á 3. síðu. Ráðskona óskast aö verbúð okkar í Hafnarfiröi. Upplýsingar í síma 50165. Hafnarfiröi. JÖN CÍSL4S0N SF. UTSALA-ÚTSALA ^ ___ _ _ __ __ ,, ,__ í TOLEIíöiÚÐEL HERRASKYRTIJR 9NUM frá kr. 75.00 HERRABUXUR (nælon) — — 250.00 HERRABLÚSSUR (nælon) — — 250.00 DRENGJABUXUR (nælon) — — 150.00 ÐRENGJASKYRTUR (nælon) — — 75.00 DRENGJABLÚSSUR — — 150.00 TELPUBUXUR — 150.00 BARNANÁTTFÖT — — 35.00 GÓLFKLÚTAR — — 10.00 HANDKLÆÐI — — 25.00 NÆRFÖT — SOKKAR — SOKKABUXUR o. m. fl. efni í mmmiúik á kr. 95.— TOLEDOBÚÐIRNAR Fischersundi, Langholtsvegi og Ásgarði. VS W&nrt/iMHMfðt óezt 110) - ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 18. janúar 1962

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.