Þjóðviljinn - 25.02.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 25.02.1962, Blaðsíða 12
Ellefta kjorbúð KRON Um siðustu mánaðamót flutti KRON mat- Törubúð sína af Vesturgötu 15 að Ægisgötu 10. Nýja búðin er stór og rúmgóð kjörbúð og verður búin fullkomnustu tækjum til .góðrar þjónustu við hina mörgu félagsmenn KRON í Vesturbænum. í þessu sambandi má minna á að það var að Vesturgötu 15 sein KRON opnaði fyrstu kjörbúðina árið 1942. Talið er að þetta hafi verið fyrsta kjörbúð i Evrópu. Erlendar skýrslur telja eina búð starfandi 1943 og var hún opnuð í Svíþjóð það 4r. þlÓÐVIUINN Sunnudaguf 25. i'ebrúar 1962 •— 27. árgangur — 46. tölu'blað Með því að vinna ötullega að sigri A-listans við stjórnarkjörið í Trésmiðafélagi Reykjavíkur í dag tryggja trésmiðir framhald öflugs félagsstaris, jafnt á sviði hagsmu namálaima sem annarra mála. St.jórnarkjörið hófst í gær og heldur áfram í dag kl. 10—12 ár- degi.s og 1—10 ííðdegis og er bá lokið. Kosið er í skrifstofu Tré- smiöafélagsins, Laufásvegi 8. í kjöri eru tveir listar: A-listi, borinn fram af uppstillingamefnd félagsins. og B-listi íhaldsins. A- listinn er þannig skipaður: Aðalstjórn: Jón Sn. Þorleifsson formaður. Sturia H. Sæmundsson varafor- maður. Benedikt Daviðsson ritari. Lórenz R. Kristvinsson vararit- ari. Asbjöm Pálsson gjaldkeri. Varastjóm: Hallvarður Guðlaugsson. Guðmundur H. Sigmundsson. Jörgen Berndsen. Kosningaskrifstofa A-listans er í Aðalstræti 12, sími 19240. Trésmiðir sem vi’ja öflugt starf félags síns fylkja sér um A-list- ann við stjórnarkjörið. Geimramtsókna- stofnun Evrcpu PARÍS 24/2 — Fulltrúar tóif Ev- rópulanda á fundi í Paris urðu í gær sammáia um samningsupp- Ikast, þar sem gert er ráð fyrir að komið verði á fót evrópskri geim- rannsóknarstofn.un (ESPO). Samn- ingsuppkastið verður lagt fyrir stjórnir hinna tólf landa innan nókkurra mánaða. Þessi lönd munu taka þátt í samstarfinu: Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Bretland, FraJvldand, Vestur-Þýzkaland, Holiand, Sviss, Austurríki og Spánn. Til starfa fyrir A-listann í Iðju Q í kvöld iklukkian táu lýkur kosningu stjómar og annarra tnin- aðarmanna í Iðju, félagi verksmiðjufóliks. Kjörfundur hefst Mukkan tíu árdegis. Kosið er í skrifstofu félagsins í Skipholti 19. ^ Ihaldsandstæðingar í Iðju bjóða fram A-lista í kosningunum. Um hann fyJkja sér þeir félagsmenn sem losa vilja félagið við núverandi stjóm og rýra þar með éhrif íhalds og aftur- halds í verkalýðshreyfingunni. Nýskoðaður gúmbdt- ur ö Hafþóri brdst VESTMANNAEYJUM 24/2 — í fyrradag kom fyrir sjórétt í Vest- mannaeyjum, Pálmi Sigurðsson skipstjóri og fvar Nikulásson stýrimaður á vélbátnum Hafþóri, sem strandaði við Hjörleifshöfða á dögunum. Einnig kom þar fram -Guðlaugur Sveinsson matsveinn. Pálmj skipstjóri bar, að hann hefði komið fram strax og bátur- inn tók niðri og fór hann uppó stýrishús tíl að gera gúmmíbót- inn kláran. Báturinn var nýkom- inn úr sko.ðun og hafði skoðun- armaður skipt um bandið, sem notað er til að opna loftflöskuna og halda bátnum með. Báturinn fyllti sig aðe;ns að 1/3 af 'lofti. Nýja línan var mun grennri en sú gamla, eða álíka að sverleika • óg trollgarn, en mjög sterk. ívar og Guðlaugur héldu í bandið, en rétt eftir að bátur- inn hafði biásið sig út skall sjór á honum og varð átakið svo mikið fyrir þá semt héUta, að iínan skarst inní hönd ív- ars þar til stóð í 'beini og neyddist hann þá til að sleppa. Bátinn rak burt. Báturinn var nýskoðaður, sem fyrr segir og vankunnáttu í meðferð lians var ekki til að dreifa lijá skipshöfninni, þar eð Pálmi skijistjóri liafði í vertíðarbyrjun farið með skipshöfn sína á aefingu í meðferð þessara björgunar- tækja. Framhald á ío! síðu. Q Aillir íhaldsandstæðingar í verkalýðshreyf\ngunni þurla að deggja sitt af mörkum í baráttunni gegn íhaldinu í Iðju, gefa sig fi-am til starfa, lána bíla eða veita aðra aðstoð sem þeir geta í té iátið. Gefið ykkur fram við skri&tofu A-distans í Tjamargötu 20, sími 17511. % 1 stjómarsætum á A-listanuim í Iðju eru: Formaður Björn Bjarnason, Sápugerðin Frigg, varaformaður Einar Eysteinsson, Últíma, ritari Gísli Svambergsson, ölgerðin Rauðarárstíg, gjaldkeri Jóhann Einarsson, ölgerðin Frakkastíg, meðstjómendur: Halldóra Danívalsdóttir, Eygló, Unnur Magn- úsdóttir, Föt og Þuríður Vilhclmsdóttir, Föt. Varastjóm: Sigur- björn Knudsen, Hreinn, Guömundír Erlendsson, Fátkinn, Magn- ús Magnússon, Víðir. • • • Þrjár Iðju-konur að störfum í Leðuriðjunni. Frá vinstri: Elín Jónsdótfcir þrykkir mdrki fyrirtækisins í leður. Elsa Drageidc og Guðrún Kristófersdóttir líma Ieður. — (Ljósmynd Þjóðv. A. K.).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.