Þjóðviljinn - 04.03.1962, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.03.1962, Blaðsíða 2
nailllliniiiliiMiiliiMiiiiuaituiiaiiÉaiiiiiiiniiiiiiiiHiiiiii ■imHiiiiiaciiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiHiiiHiiHiiiiiiniiiiniiiiiiiiiiiiitimiiiiiiiiiiHiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiumiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiáiii I <laR er sunnudaguririn 4. marz. Adrianus. Larigafasta, Sjövikna- fasta. Miðgóa. Tungi í hásuðri kl. 10.54. Árdeglsháflæði kl. 3.47. Síð- degisháflæði klukkan 16.10. Næturvarzla vikuna 3.—9. marz er í L,augavegsapóteki, sími 24048. flugið Loftleiðir h.f.: Eiríkur Rauði er væntanlegur kl. 5.30 frá N.Y. Fer til Lúxemborgar kluikkan 7. Er væntanlegur aftur klukkan 23. Fer -til N.Y. klukkan 00.30. Leifur Eiríksson er væntan- legur klukkan 8 frá N.Y. Fer til OsJóar, Kaupmannahafnar og Helsingfors klukkan 9.30. skipin Eimskipafélag Islands: Brúarfoss er ii Álaborg. Dettif-oss fór frá Isafirði 2. þm. til Akureyr- ar, Ölafsfjarðar, Dalvikur, Siglu- fjarðar, Skagastrandar, Hólma- víkuj-, Patreksfjarðar og Faxiaflóa hafna. Fjallfoss fór frá Kaupm.- höfn 27. fm. væntanlegur til R- vikur um miðnæ-tti sl. Goðafoss fór frá Dublin 2. bm. til N. Y. Gullfoss fór frá Hafnarfirði 2. þm. til Hamborgar og Kaupmanna- hafnar. Laganfoss fer frá Stykkis- hólmi í dag til Vestmannaeyja. Reykjafoss kom til Reykjavikur 28. fm. frá Hull. Selfoss fór frá N.Y. 2. þm. til Reykjavíkur. TröIIafoss er í Hamborg, fer það- an til Rotterdam, Antverpen og Hull. Tungufoss kom til R^kja- vikur 1. þm. frá Isafirði. Zeehaan kom til Grimsby 1. þm. fer þaðan til Hull. Skipadeild S.I.S.: Hvassafell er í Rvik. Arnarfell er væntanlegt til Gufuness á mongun frá Antverpen. Jökulfell iestar á Norðulrlandshöfnum. Disarfell er í Rotterdam. Litlafell er í olíu- flutningum i Fa-xaflóa. Helgafell fór 2. þm. frá Gufunesi áleiðis til Bremerhaven. -Hamrafell er vænt- anlegt i dag frá Batumi áleiðis til Rv-ikur. Margrethe Robbert lestar í Faxaflóa. Jöklar h.f.: I ' . Drangajökull er í Murm'ansk. Langjökull er væntanlega í Ólafs- vrk. Vantajökull lestar á Vest- fiarðahöfnum. félagslíf Alliance Franeaise — Circle Francais I Franski sendikennarinn herra Regis Boyer heldur 4. fyrirlestur sinn mánudaginn 5. marz klukkan •8.30 í Sjálfstæðishúsinu (baksal). Efni: „Les formes de L’human- isme contemporain". Félagsmenn Alliance Francaise og aðrir á- hugamenn um franska menningu velkomnir. _________________ Kvennadeiid Slysavarnafélagsins í Reykjavik .heldur fund mánvtíaginn 5- marz klukkan 8.30 í Sjálfstæðishúsinu. Til skemmtungr gamanvisur, Arn- bór Jónsson og fléiri skemmti- kraftar, Karl Guðmundsson leik- ari. — Stjðmin. Dansk Kvindekluh i Island heldur fund mánudaginn 5. marz klukkan 8.30 i Iðnó uppi. Spiluð verður félagsvist. alþingi Dagskrá efri deildar Alþingis mánudaginn 5. inarz 1962, klukk- an 1.30 miðdegis. 1. Aðstoð við vangefið fólk. 2. Framsal sakamanna, frv. Neðri deiid: 1. Atvinnubótasióður, frv. 2. Evðing svartbaks, frv. 3. Erfða'ög, frv. 2. umr. 4. Skipti á dánarbúum og fé- Iggsbúum, £rv. 5. Réttindi og skyldur hióna. 6. JEttaróða.l og erfðaábúð. 7. Húsnæðismálastofnun o.fl., frv. — Frh. 2. umr. Minningarsjóður Landspítalans. Minningarspjöld sjóðsins fást á eftirtöldum stöðum: Verzl. öcúlus Austurstræti 7. Verzl. Vík, Lauga- vegi 52 og hjá Sigríði Bachmann forstöðukonu, Landaljotsspítalan- Bókasafn Dagshrúnar, Freyju- götu 27, er opið sem hér segir: Föstudaga kl. 8—10 að kvöldi. La,ugardaga og sunnudaga kl. 4—7 siðdegis. Safnið er öllum opið. Fgölbreytt starf Hins ís- lenzka nóttúrufrœðrfélags Aðalfundur Hins íslenzka náttúrufræðifélags var haldinn í Háskólanum nýlega. Hér fara á eftir nokkur at- riði úr skýrslu formanns um starf félagsins á næstliðnu ári. Reglulegar samkomur, sex að tölu, voru. -haldnar eins og að undanförnu í Háskólanum síðasta mánudag í hverjum vetrarmánuði nema desember. Á þeim flestum voru flutt er- indi um náttúrufræði og sýnd- ar skuggamyndir. Ræðumenn og fundarefni voru sem hér segir: Jan.: Þorbjörn Sigurgeirs- son, prófessor: Um breytingar á stefnu segulsviðs jarðar. — Febrúar Umræður um nátt- úruvernd, frummaelandi Ás- geir Pétursson, form. Nátt- úruverndarráðs. — Marz, Frumsýnd fslandskvikmynd, tekin af dr. O. S. Pettingill, aðallega af fuglalífi, Finnur Guðmundsson flutti skýringar. — Apríl: Sigurgeir Pétursson, gerlafræðingur: Um þörunga. — Október: Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri: Laxfiskaeldi £ Bandaríkjunum. — Nóvember: Agnar Ingólfsson, dýrafræð- ingur: íslenzki örninn. -Fyrirspurnir komu fram og • Kirkjuvika í Lágafellskirkju Kirkjuvika hefst í Lága- fellskirkju með guðsþjónustu í dag kl. 2 siðdegis. Er það æskulýðsmessa oj| prédikar sóknarpresturinn, sr. Bjarni- Sigurðsson. Annað kvöld verður svo samkoma í kirkj- unni, þar sem Ól-afur Þórð- arson flytur ávarp, Jóhann Hannesson prófessor heldur ræðu, sr. Jakob Einarsson syngur einsöng. Guðný Guð- mundsdóttir leikur einleik á fiðlu með undirleik Guð- mundar Eggertssonar, Karl Halldórsson tollvörður fer með frumort ljóð, 8 stúlkur úr Kennaraskólanum syngja nokkur lög, auk þess sem al- mennur söngur verðu.r ’og víxl- og samlestur sóknar- prests o.g spurningabarna. Á samkomu nk. þriðjudagskvöld flytur m.a; Páll Kolka læknir ræðu, Karel Paukert leikur á orged, Eiríkur J. Eiríksson flytur ræðu, ungt fólk úr KFUM og K syngur vjð gíí- arundirleik. Föstumessa verð- ur svo á m'ðvikudagskvöldið og prédikar þá Sigurbjörn Einarsson biskup. nokkrar umræður urðu um efni allra erindana. Aðsókn að samkomunum var mikil. Tvær fræðsluferðir voil farnar á árinu, stutt og löng Stutta ferðin var farir sunnudaginn 25. júní upp ac Elliðavatni, aðallega til gróð- urathugana og grasásöfnunar Hún tók aðeins hálfan dag Þátttakendur voru 90. Leið beinendur voru grasafræðing arnir Eyþór Einarsson og Ingi- mar Öskarsson. Hin ferðin var farin inn á Tungnáröræfi og tók þrjá daga, lagt upp föstudags- dagsmorgun 18. ágúst og kom- ið aftur á sunnudagskvöld. Þátttakendur voru 93 auk bíl- stjóranna og óku í 5 bílum. Komust þó færri en vildu, og varð að synja fars mörgum þeim, sem síðastir gáfu sig fram. Gist var í tjöldum, fyrri nóttina á bakka Tungnár hjá Sigöldufossi og hina síð- ari í Veiðivötnum. f -þessari ferð voru einkum skoðuð fróðleg jarðfræðifyrir- bæri, enda enginn hörgull á -þeim á leiðinni, en mjnna um grös og dýr,. Leiðbeinendur voru: Guðmundur Kjartans- son (um landslag og jarð- myndanir) Eyþór Einarsson (um grös) og Agnar Ingólfsson (um dýr). Veður var ekki sem bezt, en samt þótti ferðin takast mjög vel. Einn þátttakenda, Einar B. Pálsson verkfræðing- ur, hefur skrifað ferðasöguna í síðasta hefti Náttúrufræð- ingsins. Rit félagsins Náttúrufræð- ingurinn kom út sem að und- anförnu í fjórum hefturn, alls 12 arkir. Var það 31. árgangur. Ritstjóri var dr. Sigurður Pét- ursson. Verðlaun félagsins fyrir bezta úrlausn í náttúrufræði á landsprófi miðskóla hlaut að þessu sinni Sigrún Helga- dóttir, nem. í Gagnfræðaskól- anum við Vonarstræti. Engin breyting varð á stjórn félagsins á aðalfundinum. — Hana skipa: Guðmundur Kjart ansson formaður, Einar B. Pálsson verkfræðingur, Eyþór Einarsson grasafr., Gunnar Árnason, búfr. og Ingvar Hall- grímssón dýrafræðingur. Á næstu samkomu Hins ísl. náttúrufræðifélags mun dr. Sigurður Þórarinsson segja frá Dýngjufjöilum og Öskjugosinu, og sýnd verður af því kvik- mynd eftir Árna Stefánsson. Vegna takmarkaðs húsrúms fá aðeins félagsmenn aðgang að þessari samkomu. Gestur Þorgrimsson Spilakvöld Sósíalistafél. Reykja- víkur efnir til spila- kvölds í Tjarnargötu 20 klukkan 8.30 í kvöld. Gestur Þorgrímsson skemmtir. — Tillaga Alfreðs Vegna mistaka í ■uMbrötCjí.-J blaðinu í gær brenglaðist -t-il-' laga Alfreðs Gíslasonar á. síð- asta borgarstjórnarfundi. Rétt er hún á -þessa leið: „Vegna framkominnar gagn- rýni telur bdrgarstjórnin ef(- <r atvikum rétt að gefa svo- fcllda yfirlýsingu: Þegar borgarstjórnin ákveð- ur með fundarsamþykktum að vísa málum til athugunar og umsagnar nefnda eða annarra ráðunauta í þjónustu bórgar- linnar, þá er að sjálfsögðu ætl- azt til þess að málin hljóti hlutlæga (i-annsókn og að all- ar álitsgcrðir séu samdar í fyllsta samræmi við niður- stöður slíkra rannsókna. Það skal sérstaklega fram tekið, að borgarstjórnin vill mega treysta því að mál hijóti ætíð sömu meðferð hjá nefndum og öOrum ráðunautum hvort sem þau eru borin fram af fulltrúum meirihlutans eða minnihlutans í borgarstjórn, enda augljóst í hvert óefni málefnum borgarinnar væri stefnt ef hlutdrægni fengi að ráða.“ Leynivopnið •— Ég sagði þér að það væri engar salrdínur að finna í skápnuin ; sl 11.1 Hl Anjo fór með Þórði og höfðu þeir kumpánar náð upp einni kistu, og er þeir brutu hana upp, komu í íljós mjög fallegir steinar og gullmolar, sem glitruðp í mánaskininu. Sumander vildi aftur. „Við erum ríkir og getum lifað góðu lífi í Bankok. Við skulum láta þetta nægja. Þetta er líka ekki hættulaust ....“ En Dioka var gráðugri en svo að hann léti hér staðar numið. -- 2) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 4. marz 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.