Þjóðviljinn - 04.03.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.03.1962, Blaðsíða 6
þlÓÐVIÚINN Ótstfandl: Bamelninsarflokknr alþýffn — Bóaíalistaflokkurlnn. — Rltstjórari liaanús KJartansson (áb.), Magnús Torfl Ólafsson, BlgurSur GuBmundsson. — FréttarltstJórar: ívar H. Jónsson, Jón BJarnason. — Auglýsingastjóri: GuSgalr llagnússon - RltstJórn, afKreiSsla, auKlýslngar, prentsmlSJa: SkólavörSust. 10. Blml 17-500 (5 linur). ÁskriítarverS kr. 55.00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. PrantsmiSJa ÞjóSviljans hl. Meimingarvika j^yndarlegt er það frum'kvæði Samtaka hernámsand- stæðinga að efna til menningarviku þar sem sex til sjö tugir listamanna og menntamanna kynna hér- lenda myndlist, tónlist og skáldskap og rifja upp þætti úr menningarbaráttu þjóðarinnar. Þátttaka listamanna í þessari kynningu er mjög almenn; þar koma fram hlið við hlið fulltrúar ýmissa kynslóða og listgreina og leggja áherzlu á gildi og lífsþrótt og fjöl- breytileik íslenzkrar menningar, þá eiginleika sem gera okkur kleift að dirfast að lifa sem sjálfstæð smáþjóð í stórum heimi. Öllum Íslendingum á að vera það Ijóst að það vár fastheldnin við sjálfstæða menningu, fýsnin til fróðleiks og skrifta og listiðkana, sem var fjöregg íslendinga á liðnum kúgunaröldum og færði þeim að lokum sjálfstæði og frelsi á nýjan leikT*Og því aðeins mun þjóðin standast að hún megni framvegis að leggja fram sinn sérstæðá skerf til heimsmenning- 'arinnar; það eitt getur fært okkur þá sjálfsvirðingu sem geri okkur færa um að standa á eigin fótum og tryggt að aðrar stærri þjóðir virði okkur einhvers. Jslenzk menning hefur um langt skeið verið í deigl- unni. Hin forna menning okkar var bændamenning, tengd lifnaðarháttum sem nú hafa verið yfirgefnir. Hlutverk okkar er að tryggja borgamenningu sem eigi á sinn Ihátt jafn mikinn lífsþrótt og bændamenningin og rjúfi ekki samhengið við hana. Og víst hefur vedð mi'kil gróska í mörgum menningarþáttum á undan- förnum áratugum. Hins er þó ekki að dyljast að bandarísk auglýsingamennska, hismi og hégómi hafa í mjög vaxandi mæli sett svip sirrn á tómstundalíf Reykvíkinga á undanförnum árum. Fyrir nokkrum dög- um skýrði íslenzik þokkadís sem dvalizt hefur í Holly- wood um skeið frá því að hér væru fleiri dansstaðir að tiltölu en í hinni frægu kvikmyndaborg; hinsveg- ar verða myndlistarmenn okkar að sýna verk sín í ó- nýtum skála og Listasafn ríkisins er niðursetningur hjá anmarri stofnun. Kvikmyndahús munu naumast nok'kurstaðar fleiri en hér að tiltölu og hið nýjasta og veglegasta er byggt af Háskóla íslands, en á sama tíma skortir háskólann fé til brýnustu menningar- starfa, Leikfélagi Reykjavíkur gengur hörmulega seint að tryggja sér ný starfsskilyrði og forráðamenn Þjóð- leikhússins lýsa yfir því að valdamenn þjóðarinnar ætl- ist til þess að leikhúsið sýni „kassastykki“. Hjá okkur renna milljónir á milljónir ofan í útgáfu á hasarblöð- um, í lélegar sorpbækur, bingó og önnur slík tóm- stundamorð, en framlög ríkisins til rithöfunda og lista- manna rýma með hverju ári og skólakerfið drabbast niður vegna lélegra launakjara kennara og slæmrar aðstöðu til starfa. Eitt mesta áhugamál stjórnarflökk- anna í menningarmálum virðist vera það að banda- rískt dátasjónvarp steypist yfir þjóðina, en aðstaða til náttúruvísinda, sem er snar þáttur nútímamenningar og verður að vera viðfangsefni hverrar sjálfstæðrar þjóðar, er svo hörmuleg að ýmsir færustu menn okk- ar á þeim sviðum hrökklast af landi brott. Og þann- ig mætti lengi telja. Yfirborðsmennskan og auglýsinga- skrumið vaða uppi og stefna að því að bilið milli al- þýðu manna annarsvegar og lista- og menntamanna hinsvegar breikki óðfluga, en eigi smáþjóð eins og ís- lendingar að halda sjálfstæði sínu verður ménning hennar að vera sönn alþýðumenning. Cýndarskrumið er nátengt hernámsstefnunni og hefur þann tilgang, meðvitaðan og ómeðvitaðan, að að steypa Islendinga í sama móti og bandarískan stór- borgapmúg, þannig að sjálfstæð tilvera okkar koðni að lokum niður. Það er því engin tilviljun að einmitt Samtök hernámsandstæðinga beita sér fyrir gagnsókn í menningarmálum og að hernámsblöðin íslenzku vilja ekkert af slíkri starfsemi vita. En hin almenna þátt- taka listamanna í menningarvikunni sýnir hvar vaxtar- broddinn er að finna. — m. Jón Jónsson 516 . 1 1 1 ■ . . - . 1926 1 ■ 1 I . ■ > 1929 1, 1930 1931 1932 L L l.l l$34 Li 1935 »936 . . 1 . i . i . ■ 1937 111 1938 -. 1. . * ■ . . . 1939 ... 11 1940 .. 11 i. 1941 ■ ■ 111 ■ - ■ 1942 ... 1ll11 1943 .1 i... 1944 ■ 1 i i 1945 11«... 1946 ■ 11... 1947 ■ ■! i. _ 1948 . ■ 11 ■ ■ 1949 ■1. i.. 1950 .,1 1951 - - a I 1 i 1952 . .1. i i 1953 1 ■ ■ ■ .... »954 1955 - I - . 1956 t« | « ? | | 10 II « II 14 II » ff ( • N YCMI. Aldurstlreifing: vertíðarþorsks sem veiddist á línu á svæðinu frá Vestmannaeyjum að Snæ- fellsnesi árin 1928 til 1956. Hæð svörtu súlnanna sýnir þann hundraðshluta sem er af hverj- um árgangi í veiðinni árlega. (tJr Fiskunum). Útlendingar hirða helming þorskaflons é íslandismiðum - Jón Jónsson segir okkur frá óstandi og horfum hjó þorskinum „Uppistaðan i afla lslendinga og útflutningi hefur Iöngum verið þorskur, allt frá því sög- ur hófust .... I dag er dánartalan 60% á ári, og af þeirri tölu er 4/5 af völdum veiðanna .... Það mun ekki fjarri lagi að setja 65% dánartölu sem hámafrk þess sem hægt sé að bjóða stofninum án þess að ofbjóða honum. Þá er hægt að segja að heildaraf- kastageta þorskstofnsins á Is- landsmiðum sé rúmlega 600 þús. tonn á ári — að meira geti stofninn ekki gefið af sér. (Af því magni veiða útlending- ar helminginn). Það má því telja alvarlegt íhugunarefni við allar umræður um framtíð fiskveiða á Islands- miðum, að við gerum okkur ljóst að það er ekki ótakmark- að magn af þorski i sjónum, og ef þorskur á að vera sama undirstaða undir afkomu þjóð- arbúskaparins og hann hefur verið, þá er mjög hætt við því að við náum fljótlega þvi há- marki sem við getum vænzt að stofninn geti gefið.“ Það er Jón Jónsson, yfirmað- ur Fiskideildárinnar, sem segir okkur þessi alvöruorð, en í dag fræðir hann okkur um þorskinn á Islandsmiðum. Og nú gefum við honum orðið. — Uppistaðan í afla íslend- inga og útflutningi hefur ,löng- um verið þorskur, alveg frá því sögur hófust. Flattur þorsk- ur var á sínum tíma skialdar- merki íslendinga! — Þorskur- inn var eini fiskurinn til út- flutnings. hertur eða saltaður. — Og hvað er svo vitað um þennan víðfræga fisk? — I stuttu máli sagt stendur þekking okkar á þorskstofnin- um á gömlurn merg. Við eigum yfirgripsmeiri gögn um þessa tegund en nokkra aðra. gögn frá byrjun aldarinnar: athygljs- verðar prufur frá 1907—1908 og kerfisbundnar athuganir á stofninum á hrygningarslóðum — fullvöxnum þorski — frá 1926. Segja má að íslenzk gögn um þorskinn séu þau mestu í Evrópu. Fyrstur • manna til að rann- saka þetta var hinn frægi danski fiskifræðingur Johannes Schmidt er kom hingað í byrj- un aldarinnar og skrifaði merki- ilega ri.tgerð um þorskinn og kortlagði hrygningarstöðvar. Hann sýndi fram á hvemig egg og seiði berast frá hrygn- ingarstöðvunum með straumum umhverfis landið. Bjarni Sæ- mundsson gerði vitanlega mikl- ar athugánir á þorski, samdi ritgerð um aldur og vöxt þorsksins við ísland og fjöl- margt annað, bæði í skýrslum sínum tll rí'kisstjórnarinnar, „Fiskunum'* og ýmsum ritgerð- HVAÐ GERA ÞEIR í FISK3DEILDINNI? um á erlendum málum. Árið 1931 byrjaði dr. Árni Friðriksson rannsóknir á þorski, og var það þá eitt aðalverkefni ihans og hafði hann umsjón með þorskrarinsóknum hér til 1946 —1947 er ég kom heim og tók við þeim. Ég kynnti mér þessi mál í Noregi, en þá mátti ef- laust telja Norðmenn komna lengst allra þjóða á þessu sviöi, Við tókum ýmislegt athygli- vert upp sem Norðmenn beittu, höíum aðlagað það fslenzkum að-stæðum og farið okkar eigin leiðir. Við þorskrannsókirnar hef ég notið aðstoðar ágætra manna. Ingimars Óskarssonar, er hefur unnið við aldursákvarðanir frá byrjun, og Sigurðar Gunnars- sonar, er sér um ýmiskonar út- reikninga í þessu sambandi. Dr. Ámi Friðriksson sýndi fram á að mjög misstcrkir ár- gangar eru ríkjandi í þorsk- stofninum og taldi mjög mikil- vægt að rannsaka það atriði. Það er hægt með kvarna- lestri að ákvarða aldur á þorski með talsvert miklu . öryggi, og með því að aldursákvarða á- kveðið magn af vertíðarfiski á hverju ári getum við fengið all- góða mynd af aldursdreifing- unni á hverju ári, og um leið stærð hinna einstöku árganga sem bera uppi stofninn. Sem dæmi ,um það hve árgangarnir geta verið missterkir má geta þess að árgangurinn frá 1922 gaf af sér, á aldrinum 8—13 ára, í veiði íslendinga cinna, 710 þús. tonn. (Ætla má að út- lendingar hafi veitt áilíka mik- ið). En árgangurinn frá 1927 gal af sér aðeins 19 þús. tonn á sama aldursskeiði. Árgangurinn frá 1922 var því 35 sinnum stærri. Náinn skilningur á þessu atriði: sveiflum í árgángaskipt- ingu, er því mjög mikilvægur fyrir allt mat okkar á afla- sveiflum. — Af sterkum árgöng- um má nefná árg. 1922, ’24, ’26, ’30—32, ’36, ’42, ’45 og 1955. Við höfum fylgzt með þessum ár- gön«um frá vöggu til grafar, e£ svo má segja. — Hverjar eru orsakirnar fyrir þessu? — Um orsakir til þéssara missterku árgangá er enn fíest á huldu. Það - rná ‘þó Segja að áhrif yúmhverfisins á fyrstu æviskciðum fisksins séu mjög þýðingarmikill — og þýðingar- mest. Það getur komið • til greina veðurfar, s. s. mikið þrim, hagl- él, jafpvel missaltur sjór, því eggin eru .imjög viðkvæm fyrir breytiiigu á seltumagni, — enn- fremur hungurdauði, ef plöntu- svifið'"blómgast ekki á réttum tíma fyjír seiðin. Nánari rann- sókn á þessu atriði er mjög erf- ið, og ekki á færi okkar í dag að svara þessu til hlítar. Með því að fylgjast með ald- ursdreifi’ngu,' bæði þess hluta stofnsins sem orðinn er kyn- þroska og hrygnir og eins botn- vörputilraunum ái yngri hluta stofnsins á uppeldissvæðunum, . getum Við gert okkur nokkurn veginn grein fyrir hvað koma skal í árgangaskipuninni. Það hagar svo til með þorsk- inn við ísland að hann elst upp í mjög mismunandi umhverfi hvað hitastig snertir. Það hef- ur komið í Ijós við rannsóknir okkar síðustu ár, að hitastigið hefur mjög mikil áhrif á vöxt þorsksins. Segjá má að þorsk- •urinn hér í heita sjónum, t. d. í Faxaflóa, vaxi um helmingi hraðar en þorskUr sem vex upp í kalda sjónum við Norð-Aust- urland. Þetta hefur þau áhrif að fiskur verður mjög mis- snemma kynþroska, og má segja að fiskur sé að koma í gagnið (hrygni í fyrsta skipti) frá því hann er þriggja ára og allt upp í 13—14 ára. Þetta hefur mikið að segja fyrir framlag hinna einstöku árganga til veiðanna. Það má þó segja að árgang- arnir almennt gefi mesta veiði á aldri.num 8—10 ára. Ef við Ktum á-ficks”-n á vetr- arvertíðinni má skicta stofnin- um í tvennt, þ.e.a.s. fisk sem er að koma til hrygningar í fyrsta skipti. svokallaðú’ nýlið- •ar, og hinsvegar fisk, sem hrygnt hefur einu sinni eða crftar. Eins og ég sagði áðan geta nýliðarnir verið frá 3ja ára tiil 14 ára gamlir. Þessi mikla breidd í atdursdreifingu nýlið- anna gerir unnt að áætla ald- u.rsdreifingu stofnsins frá ári til árs. Ef við höfum seg.ium 8 ára gamlan fisk vitum við með nokkurri vissu hve mikill hluti sé begar kominn til hrygningar og hve mikill hluti eigi eftir að koma á næsta ári, eða árið þar á eftir, en það er ekki nóg að vita hve mikið af fiski er eftir af árganginum, heldur þurfum við líka að vita hvað við muni taka á hverju ári, hve mikið hverfi árlega af völdum veið- anna og hve mikið af eðlileg- um dánarorsökum. Okkur hefur nú tekizt að reikna út heildardánartöluna á I rannsóknarleiðangri á Maríu Júlíu. Jón Jónsson (t.v.) og Aðal- steinn Sigurðsson við þorskmerkingar. Endurheimtur af þorski sem mcrktur var á Skagafirði 27. til 28. maí 1948. Svörtu punktarnir sýna staðinn þar sem fiskurinn veiddist og talan táknar fjölda daga sem fiskurinn var í sjó. Merkingarstaður í neðra horni til hægri. (Úr Fiskunum). Sigurður Gunnarsson, aðstoðar- maður Jóns Jónssonar. (Ljósm. Þjóðv. A.K.) íslenzka þorskstofninum; það heíur nú verið gert fyrir öll þau ár sem við höfum gögn yf- ir, eða um 30 ár. Þá kemur í Ijós að mjög náið samhengi er milli heildarsókn- ar, (þ. e. veiðanna) á hverju ári, og heildardánartölu kyn- þroska hluta stofnsins. I dag er þessi dán^rtala 60% á ári, og af þeirri tölu eru 4 5 af völd- um veiðanna og 1 5 af eðlileg- um orsökum. Dánartalan af völdum veiðanna hefur farið hækkandi. — Þolir stofninn slíkt álag? — Sextíu prósent dánartala, miðað við þær veiðar sem stundaðar eru á Islandi í dag, er orðin nokkuð há tala. Það mun ekki fjarri lagi að setja 65% dánartölu sem hámark þess sem hægt sé að bjóða stofninum án þess að ofbjóða honum. Þá er hægt að segja að heildar-afkasiagcta þorskstofns- ins á íslandsmiðum sé rúmlega 600 þús. tonn á ári, — en að meira geti stofninn ekki gefið af sér. Það má því telja það al- varlegt íhugunarcfni við all- ar umræðitr um framtíð fisk- veiða á Islandsmiðum, að við gerum okkur ljóst að það er ckki ótakmarkað magn af þorskii í sjónum, og ef þorskur á að vera sarna imdirstaða undir afkomu þióðarbúskaparins á næstu álratugúm og hann hefur ver- ið undanfarið, þá er mjög hætt við því að við náum fljótlega því hámarki sem við getum vænzt að stofninn geti gefið. Þessi 600 þús. tonn eru miðuð við meðalástand. Sum árin get- ur stofninn verið meiri eða minni. Við sjáum því fram á að ekki verður hægt að auka þorskveiðarnar að neinu veru- legu leyti. Þetta er eitt hið þýðingar- mesta í vitneskju okkar um þorskstofninn, að við gerum okkur grein fyrir hvað hann er stór og hvar við stöndum í nýt- ingu hans. Við þurfum að fylgj- ast nákvæmlega með þeim breytingum sem verða af nátt- úrlegum orsökum. Við þekkjum vel þá meginþætti sem ráða allri uppbyggingu þorskstofns- ins, og við getum sagt fyrir í stórum dráttum um þær sveifl- ur sem verða af eðlilegum pr- sökum. — Þið merkið árlega mikið af þorski — hvað hafa þær merkingar leitt í Ijós? — Já, á undanfömum árum hafa verið gerðar mjög miklar merkingar á þorski við ísland. Við byrjuðum þær í stórum stíl 1948. Fyrir stríð höfðu Danir framkvæmt þessar merk- ingar og fyrstu merkingarnar hér við land gerðu þeir upp úr síðustu aldamótum. Þessar merkingar hafa leitt í ljós að þorskur er nokkuð stað- bundinn fyrstu 3—6 áriri, en eftir það fer hann aðallega að ganga frá öllum landshlutum til hrygningar í heita sjónum, og síðan til baka aftur. — Gensur liann þá ekkert búrt af íslandsmiðum? — Af þeirn fiski sem við höf- um merkt við ísland haEa sára- fp.ir endurheimzt við önnur lönd. Nokkrir við Norður-Nor- eg og 1—2 í Norðursjónum. Hinsvegar hefur fengizt mjög eftirtektarverður árangur af merkingum Dana á þorski við Grænland, því þær merkinga.r hafa sýnt mjög mikiar göngur á einstökum árabilum milli Grænlands og Islands. Sérstak- lega verður þetta áberandi upp úr 1930, en þá leitaði þorskur í mjög ríkum mæli frá Vestur- Grænlandi til íslands til að hrygna, — og höfðu þessar göngur mjög mikil áhrif á þorskveiðarnar hér við land, og má nefna t. d. að hinn stóri árgangur frá 1922 var að nokkru upprunninn við Grænland. Þessar göngur til Islands stöf- uðu af því að á þessu tímabili voru mjög óhentug hrygningar- skilyrði við Vestur-Grænland og þorskurinn leitaði því hing- að til að hrygna. — Fer þá ekki þorskur héðan til .Grænlands? — Merkingar sem gerðar voru hér við land á þeim tíma sýndu einnlg að fiskur í þeirri merkingu fékkst aftur við Grænland, og eru öll líkindi til að þar hafi verið um að ræða grænlenzkan þorsk sem léitað hafi aftur til Grænlands ,að lojúnni hrygningu. Á síðarj árum Jiafa athugan. ir okkar be.'nzt talsvert að Austur-Grænlandi og þeim möguleikum sem væru til auk- inna fiskveiða ó því svæði, sér- staklega í samþandi við karf- ann. En við eigum einnig nokkrar athuganir á þorski við Austur-Grænland og höfum einnig. ásamt Dönum og' Þjóð- verjum gert nokkrar merking- ar á þorski á því svæði. Úr þessum merkta fiski hefur feng.'zt fiskur við ísland, en sérstakiega ha.fa þó athuganir okkar á aldursdreifingu þorsk- stofnsins við A-Grænland sýnt að mjög niiið samband virðist vera milli þorskstofnsins við ísland og við A-Græniand. Við höfum t.d. athugað hrygningarsvæði þorsks v;ð A- Grænland og athuganir okkar 1959 á hrygningu við A-Græn- land sýna að aldiirsdrcifirg í þessum þorski var nákvæm. lega sú sama og við ísland á því ári. En það er vonlaust að geta rakið nokkuð nánar fyrr en við höfum eigið skip til að geta sent það á þessa staði. — Hve mikið af þorskafla Evrópu kemur frá íslandsmið- um? — Árið 1959 var þorskveiði Evrópuþjóða 1,8 millj. tonn. Þar af kom frá íslandsmiðum 454 þús. tonn eða tæp 25% af Framhald á 9. síðu. Á opnunni á þriðjudag verður birt síðari greinin „í heimsókn hjó Fiugfélagi ísiands" £) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 4. marz 1962 Sunnudagur 4. marz 1962 — ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.