Þjóðviljinn - 07.03.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.03.1962, Blaðsíða 5
4. maí stríðs- ia þótt i send- og yf- öllum iðurinn lög- hefur Nazistaböðull Árið 1944 myrti þýzkur stormsveitarforingi, Wilhelm Graurock að nafni, John Christian Falk- enna lögregluþjón í Kaupmannahöfn. Maður með sama nafn er nú lögregluforingi í Vestur-Berlín. Samkvæmt kröfu danskra aðilja hefur Willy Brandt, borgarstjóri Vestur-Berlínar fyrirskipað rannsókn á því hvort hér sé um sama manninn að ræða. Wilhelm Graurock fæddist í Berlín 28. maí 1911. Hann kom til Kaupmannahafnar árið 1943 ásamt fleiri stormsveitaforing.j- um og tók upp frá því fullan t>átt í þvingunaraðgerðum naz- ista gegn dönsku þjóðinni. Ttl dæmis tók Graurock þátt í hefndarmorði þann 1. febrúar 1944. Eftir að Danir höfðu tekið föðurlandssvikara nokkum af lífi ákváðu nazistar að danskur lögregluþjónn í einkennisbúningi yrði skotinn á götum Kaup- mannahafnar. Þetta verkefni var falið Wilhelm Graurock ásamt tveim harðsvíruðustu meðlimum hins svokallaða Bröndum-flokks, þeim Nedermark Hansen og Poul Berteisen. Mennirnir þrír óku síðan um fáfarnar götur og skömmu fyrir miðnætti komu þeir auga á lög- reglubjón í einkennisbúningi. Það var Falkenaa. Þeir skutu á hann og hann féll. Þegar líkið var rannsakað sást, að sextán skot höfðu hiitt hann í hjartastað. Við slík íhefndar.morð var sið- ur að allir iþátttakendur skytu á fórnardýrið svo að síðar spryttu ekki upp efasemdir um á hverj- um ábyrgðin hvíldi. Næstu daga voru 2 aðrir lög- regluþjónar drepnir og tveir særðir. Eftir þetta vom lögreglu- þjónar ekki látnir bera einkenn- isbúninga utan vinnutíma. Tilgangurinn með morðunum var tvenns konar. f fyrsta lagi átti að hræða lögregluna sem nazistar grunuðu um ólöglegt at- hæfi og í öðru lagi átti að telja fólki trú um að í odda hefði skorizt milli lögreglunnar og and- spyrnuhreyfingarinnar. Dagblöð- in gátu ekki skrifað sannleikann um málið og ekki.var hægt að handtaka morðingjana. Ekki er vitað hvort Wilhelm Graurock drap fleiri menn, en bæði Nedermark Hansen og 3 milEiónér í verkfalli LONDON 5/3 — Þrjár milljónir verkamanna sem vinna við þungaiðnaðinn fóru i dag í eins dags _vbrkfaHui tilillað umtítmtela stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi kaup ög kjör. Verkfal'lið sem naut einróma stuðnings meðal verkamanna, lamaði nær helm- ing alls þungaiðnaðar Englands. Þetta er í annað sinn á tæp- um fimm vikum sem slíku verk- falli er komið' á, því að í þyrj- un feþrúar lögðu verkamenn sem vinna við skipasmíðar og í verk- smiðjum niður vinnu. Verka- mennirnir tilheyra 39 verklýðsfé- iögum sem ,nú hafa hafið undir- búning undir samræmingu á kaupkröfum og samningsaðferð- um innan iðnaðarins. Poul Bertelsen tóku þátt í mörg- um slíkum aðgerðum. Andspyrnu- hreyíingarmönnum heppnaðist síðar að drepa Poul Bertelsen en Nedermark Hansen var dæmdur til dauða og líflátirm eftir un Danmerkur. Graurock flýði úr landi 1945 og tókst að leynast ] nú er hann kemur fram í Ijósið sem lögregluforingi í ur-Berlín. Flúði í felur Danska lögreglan lýsti H sinnum eftir Graurock sem glæpamanni árið 1946. Enc lýsingar þessar hafi verið ar til Ves tu r-Þý zk al a n d s irvöld þar í landi hafi að líkindum vitað hver ma var, hækkaði Graurock aí tign innan lögreglu Vesti línar. Og þó er stríðsglæpa um hægara um vik, á rr öðrum stöðum í Vestur-: landi. Fyrst eftir að málið koms mæli neitaði Graurock aí nobkurn tíma dvalizt í mörku á meðan á stríðinJ Nú hefur aftur á móti s; að Graurock var í Dannr tímabilinu frá júní 1943 í október 1944. Má því heitta að hér sé fram I Graurook sá er lögreglufc myrti á götum Kaupmanr ar í febiTÚar 1944. Blaðafulltrúi yfirstjóma reglunnar í Vestur-Berlín lýst yfir því að lögreglus hafi aldrei fengið vitnesk að Graurock hafi dvalizt í uan- mörku á stríðsárunum. „Við viss- um aðeins að polizeirath Graur- ock innti af hendi þjónustu sem stormsveitaforingi á austurvíg- stöðvunum og einna mest í Suð- ur-Rús'slandi.“ Graurook gerðist meðlimur Naz- istaflokksins áríð 1937. Flokks- númer hans var 4 052 698. Frá 1939 til 1941 var hann í Bochner- lögreglunni. Frá 1941 aðstoðar- foringi í SS-herforingjaráði og lögrégluforingi í Sovétríkjunum, síðar var hann yfirmaður lög- regluliðs í Króatííu og stormsveit- armaður í Danmörku sem fyrr er sagt. Það er því ekki undarlegt að orsötei ..íraroa hans í lögregluliði Vestur-Ber- línar hafi verið „mikiil reynsla.“ Fregnir herma að í síðustu viku hafi lögreglustjóri Vestur-Ber- línar, Erich Duensing, rætt við Graurock. Ekki vill lögreglustjór- inn segja hvað þeim fór á milli. Duensing þessi varð lögreglu- foringi 1925 og framaðist síðan mjög undir stjórn Hitlers og varð svokallaður NS-foringi í yfirherforingjaráðinu. Að öðru íeyti er honum ■ þezt lýst með orðum úr ræðu, sem hann flutti við lögrégluskólann í Vestur- Berlín 1959: — Sú tíð er liðin þegar tekið var tillit til kommúnista. Nú heimta ég að barizt -sé gegn þeim af hinni mestu hörku. Þegar ég veifa staf mínum skal sá hengdur er fyrir verður. Þegar ég skipa: Skjótið, þá skal blóðið streyma. Annar foringi í lögregluum- dæmi Graurocks — Charlotten- borgar-umdæminu — var áður SS-foringi. Hann heitir Hans- Joachim Kolhmorgen og gaf, sam- kværnt vitnaleiðslum fyrirskipan- ir um að skjóta óbreytta borgara í stríðinu í Sovétríkjunum. HVER FÆR Stríðsglæpamenn innan vestur- þýzku lögreglunnar hafa nú að i undanförnu hvað eftir annað ver- i ið afhjúpaðir. Til dæmis hefur i Walter Pohl lögregluforingi í i Dortmund verið handtekinn fyrir i að hafa skotið Gyðinga, í herför- i , i ■ inni ' til Rússlands.tsöröuleiðis: hei'-; ■ ur Georg Heuser lögregluforingi!: MCÍSftl 4^1! í Rheinland-Pfalz verið handtek-j j «* fc,1 inn fyrir samskonar afbrot. Þeir voru báðir SS-menn. Helmla frelsi BARCELON 2/3 — í dag gengu um það bil 1000 stúdentar kröfugöngu fram hjá háskólan- um í Baraelona og hrópuðu víg- orð um frelsi og lýðræði. Sv'p- aðar kröfugöngur hafa átt sér stað undanfarna daga. Lögregl- an í Barcelona hefur handtekið tvo erlenda stúdenta, danskan og bandarískan, fyrir að taka myndir af atburðum þessum. | Þetta eru þeir bandarískir kvikmyndaleikarar, sem taldir eru líklegastir tiil að hljóta Oscar-vefrðlaunin eftirsóttu í ár. Lcikkonurn- ar frá vinstri: Piper Laurie, Geraldine Page („Summer and Smoke“), Sophia Loren („La Ciociara“), Andrey Hepburn („Breakfast at Teffany’s), Natailie Wood. (,,Fanny“), Maxmilian Schell (Judgement at Niirn- berg), Spencer Tracy (Jud- gement at Nurnberg“), Sturant Whitman og Paul Newman. STU veitt Nóbelsstofnuninni BERN — tlthlutað hefur verið hér í fyrsta skipti hinum nýju alþjóðlegu verðlaunum sem kcnnd eru við ítalska auðkýfing- inn og blaðaútgefandann Balzan sem stofnaði þau með erfðaskrá sinni. Fyrstu verðlaunin voru veitt sænsku Nóbclsstofnuninni. Var það gert samkvæmt ósk dóttur sjóðsstofnandans, Linu Bau.er Balzan. sem nú er einnig látin. í erfðaskrá sinni sagðist hún vera þess viss að Nóbels- stofnunin myndi veita verðlaun- unum móttöku sem viðurkenning- ai’votti um þá aðdáun sem gef- andinn hefði jafnan haft á starfsemi hennar. Við úthlutun verðlaunanna sagði formaður stjórnar Balzan- sjóðsins, prófessor Arangio Ruiz, að það væri ekki ætlunin að keppa við Nóbelsverðlaunin, heldur fremur að veita verðlaun fyrir afrek á ýmsum þeim svið- um sem þau ná ekki til. Nó- belsverðlaun eru aðeins veitt fyr- ir efnafræði, eðlisfræði, læknis- fræði, bókmenntir og friðarstarf, en Balzanverðlaun verða einnig veitt íyrir afrek í fögrum listum og ■ hvers konar tæknivísindum. Veitt verða þrenn verðlaun ár- lega sem munu hver um sig nema allt að einni milljón sviss- neskra franka eða um tíu millj- ónuim króna. Fyrstu ■verðlaunin verða afhent í Stokkhólmi 10. maí n.k. og mun Gústav Adólf konungur veita þeim viðtöku fyr- ir hönd Nóbelsstofnunarinnar. I dómnefndum Balzanverðlaunanna sitja menn frá ýmsum löndum í austri og vestrij. og verðlaunun- um vedður einnig úthlutað í ýms- um löndum til skiptis til að leggja áherzlu á alþjóðlegt eðli þeirra. Fyrstu verðiaununum var úthlutað í Sviss vegna þess að stofnandi sjóðsins, Balzan, dvald- ist þar árum saman landflótta £ valdatíð fasista. hertökuna JAKARTA 5/3 — Sukarno Indó- nesíuforseti . ákvað í dag, >að landbúnaðarmálaráðherrann og: yfrmaður herforingjaráðsins hæfu nú undirbúning undir að taka hollenzku nýlenduna Vest- ur-Nýju-Gíneu. Forsetinn til- kynnti að hann mvndi haldat mikilvæga ræðu um þetta mát 8. marz, en þá rennur út frest- ur sá sem hann hefur sett Hol- lendingum að semja. Miðvikudagur 7. marz 1962 — ÞJOÐVILJINN — (5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.