Þjóðviljinn - 09.03.1962, Blaðsíða 7
þJÓÐVlUlNN
Ctccfandl: Bametnlngarflokknr alþýBa — BdslalistafloMcurlnn. — Rltstjörari
Masnús KJartansson (áb.), Masnús Torfl Ólafsson, SlsurCur OuCmundsson. —
PréttarltstJórar: fvar H. Jónsson, Jón BJarnason. — Auslýsingastjórl: GuCgalr
Masnússon. — Rltstjórn. afgrelCsla. auglýslngar, prentsmiCJa: SkólavðrCust. 10.
Blml 17-500 (5 llnur). ÁskrlftarverC kr. 55.00 á mán. — Lausasöluverö kr. 3.00.
PrsntsmiÖJa Þjóöviljans hA.
Látum málefni ráða
því er ósjaldan haldið fram, einkanlega af ráðamönn-
um Þjóðvarnarflokksins, að Alþýðubandalagið og
Sósíalistaflokkurinn hafi ekki náð tilgangi sínum, bar-
átta þeirra 'hafi ekki borið árangur og þvi þurfi nú að
finna nýjar leiðir. Er þá einatt bent á nýju sósíalista-
flokkana í Danmörku og Noregi; þar sé ástandið eitt-
hvað ánægjulegra en hér. Slíkar staðhæfingar hljóma
að vísu einkennilega í munni manna sem sjálfir hafa
í verki reynt aðrar aðferðir og fengið úrskurð reynsl-
unnar, en þó er vert að líta á þetta sjónarmið.
Jslenzkir sósíalistar hafa ævinlega farið sínar eigin
leiðir. Þeear Kommúnistaflokkurinn og vinstriarm-
ur Alþýðuflokksins sameinuðust í Sósíalistaflokknum
var um sögulegan atburð að ræða; sósíalistar á íslandi
einsettu sér að starfa saman að íslenzkum nauðsynja-
málum þótt þá kynni að greina á um eitt og annað sem
minna máli skipti. Sami viljinn kom fram þegar Al-
þýðubandalagið var stofnað, og það setti sér mjög rúma
stefnuskrá sem skírskotaði til allra vinstrimanna í
landinu. Árangur þessarar sameiningarbaráttu hefur
orðið miög víðtækur; Alþýðubandalagið og Sósíalista-
flokkurinn hafa hlotið um fimmtung atkvæða í kosn-
ingum síðustu tvo áratugi, hafa lengstum haft forustu
í verklýðssamtökunum og aftur og aftur haft mikil á-
hrif á löggjafarstörf Alþingis og stjórn landsins. í
engu nálægu landi hafa róttækir vinstrimenn verið
lákt því eins sterkir og á íslandi.
þessar staðreyndir hafa vakið athygli langt út fvrir
landsteinana. Það er t.d alkunna að forustumenn
• ■
nýju sósíalistaflokkanna á Norðurlöndum hafa miög
bent á þessi vinnubröeð íslendinga sem fyrirmynd;
einnig beir segjast vilia sameina fvrri félaga kommún-
istaflokka og sósíaldemókrataflokka í einum flokki.
En þótt þessum flokkum hafi orðið talsvert ágengt fer
því mjög fiarri að sameiningarstarfið hafi tekizt jafn
vel og hér á íslandi. Ef Alþýðubandalagið hefði ekki
meira fylgi en nýi sósíalistaflokkurinn í Noregi væri
enginn Alþýðubandalagsmaður á Alþingi Islendinga.
Styrkleiki nýja sósíalistaflokksins í Danmörku jafn-
gildir aðeins því að Alþýðubandalagið hefði 2—3 menn
á þingi hér. Þegar menn sem telja sig vinstrisinnaða
halda því fram að stjórnmálaástandið sé nú miklu á-
nægjulegra í Noregi og Danmörku en hér stafar það
annað tveggia af fáfræði eða óheilindum. Alþýða Nor-
egs og Danmerkur getur enn lært mikið af íslenzkri
alþýðu og gerir það vonandi.
Cameiningarstarf Alþýðubandalagsins og Sósíalista-
flokksins hefur ekki aðeins verið árangursríkt; það
er eina rökrétta og færa leiðin til virkrar baráttu. Þetta
hefur aldrei verið ljósara en nú, þegar afturhald lands-
ins hefur hafið stórsókn með erlent vald að bakhjarli
gegn kjörum og réttindum alþýðu manna og stefnir að
því að innlima ísland í nýtt stórveldi. Eigi íslenzkir
vinstrimenn að hrinda þessari sókn verða þeir að
standa saman, hvað sem öllum smærri ágreiningsefn-
um líður; hin nærtækustu vandamál eru svo örlagarík
að menn mega ekki láta fordóma og lágkúrulega
persónulega framadraaima villa um fyrir sér. Það er
ósköp auðvelt að sundra mönnum með því að leita
nógu vel að ágreiningsefnum, og ef nógu vandlega
væri leitað yrði hver einstaklingur að vera stjórnmála-
flakkur fyrir sig; en árangur næst aðeins með því að
fara þveröfuga leið, finna það sem sameinar og láta
málefnin ein ráða. — m.
Skattaloggjöfinni breytt í þágu
gróðasöfnunar auðfélaga og
eigenda peirra
Við fyrstu umræðu um þetta
frumvarp hér í hv. deild gerði
ég nokkra grein fyrir afstöðu
minni til meginatriða þess, eir.s
og mér koma þau fyrir sjónir
við fyrstu sýn. Ég sýndi þá
fram á með óvéfengjanlegum
um aðalatriðum vísað til þess
sem fram kom í ræðu minni við
1. umræðu frumvarpsins.
Það dylst engum að megintil-
gar-gur þessa frv. er, sá að
stórauka gróðamöguleika auðfé-
iaganna og eigenda þeirra í
skyldu tiJ ríkisþarfa heldur
jafnframt til þess að skapa
þeim algerlega nýja auðsöfnun-
armöguleika með öðrum hætti
gegnum fyrningarreglurnar eins
og ég mun nánar ræða síðar.
Það hlaut því þegar við at-
því hjá hv. meirihluta nefndar,
sem taldi óhugsandi að nokkr-
ar slíkar upplýsingar væru
fáanlegar á þessu stigi málsins
eða fyrr en búið væri að af-
greiða frv. sem lög. Samkvæmt
því er hv. þingd. og væntanl.
hv. nd. einnig ætlað að ger-
breyta mikilvægustu ákvæðum
skattalaganna blindandi.
Ég tel raunar ólíklegt og vil
ekki trúa því fyrr en í fulla
Undanfarin ár hefur stjórn Aburðarverksmiðjunnar án lagaheimil dar afskrifað eignir fyrirtækisins eftir þeim reglum sem gilda
skulu um öll gróðafélög ef frumvarp ríkisstjórnairinnar verður að 1 ögum. Þetta hefur hækkað áburðarverð til bænda um átta milljón-
ir krón a á ári.
tölum fjárlaga og ríkisreikninga
hvernig núverandi riki.sstjórn
hefði unnið að því á valdatíma
sínum að færa nær tvöfaldaðar
skattabyrðar yfir á almenná
neyzlu, yfir á bök almenn-
ings með því að nær þrefalda
söluskattana og stórhækka tolla,
á sama tíma sem hlutdeild
hinna beinu skatta, sem mið-
aðir eru við tekjur og efnahag
hefði verið rýrð þannig að hún
væri nú aðeins orðin um þriðj-
ungijr á móti því sem áður var.
Ég taldi að með flutningi :þessa
frumvarps væri enn haldið á-
fram á sömu braut og þannig
enn hert á þeirri iþróun, sem
flestu öðru fremur hefur verið
að færa lífskjör láglaunafólks,
alls almennings í landinu nið-
ur á við síðustu 2—3 árin. Að
hér væri enn verið, að nauð-
synjalausu, að hlaða undir
gróðafélögin í landinu á kostn-
að þeirra, sem minna mega sín
efnalega og á sama tíma sem
öllum kröfum láglaunastéttanna
um aukinn kaupmátt verka-
launa væri mætt af ríkisstjóm-
inni með fullum fjandskap.
Þetta álit mitt á þessu frum-
varpi, eða meginatriðum þess,
hefur í engu breytzt við þá at-
hugun, sem ég hef tekið þátt í
í fjárhagsnefnd og því hefur
heldur ekki verið hnekkt í einu
eða neinu í urnr, sem hér hafa
farið fram. Ég get því nú í öll-
landinu. öll ákvæði frv., sem
verulegu máli skipta, jafnvel
þau sem nokkur rök mæla
með og ég hef þegar nefnt,
hníga í þá átt. En þau ákvæði
frv. sem mikilvirkust eru í þess-
um efnum eru:
1. Þær nýju fyrningarreglur
sem fjallað er um í 15. gr. frv.
2. Bein lækkun skatts af
hreinum tekjum.
3. Hækkun varasjóðstillags.
4. Hækkun skattfrjálsra arð-
greiðslna.
Hinar nýju fyrningarreglur
eru án alls vafa langsamlega
mikilvægastar þessara ákvæða
og líklegar til að verða drýgst-
ar auðfélögunum til hagsbóta
og fer því þó víðs fjarri að
auðvelt sé að sjá fyrir um allar
afleiðingar þessara nýju reglna.
Kemur þar einkum til að regl-
umar eru næsta óljósar í
frumvarpsgreininni en allt vald
til nánari útfærslu á þeim er
eins og raunar í flestum öðrurn
greinum fengið í hendur fjár-
málaráðherra. Má því %-gja að
vitneskja um það hvernig aðal-
atriði reglugerðar eru fyrirhug-
uð sé eins og í pottinn er
búið, algert skilyrði til þess að
unnt sé fyllilega að átta sig á
því hvað hér er um að vera,
enda þótt frumvarpsákvæðin
gefi augsýnilega gífurlega mögu-
Ieika til þess, ekki aðeins að
leysa gróðafélögin undan skatt-
hugun í fjárhagsnefnd, að verða
krafa þeirra sem ekki eru þess
albúnir að veita hv. fjármála-
ráðherra alræðisvald í skatta-
málum eins og höfundar þessa
frv. hafa sýnilegá verið — að fá
ýtarlegar skýringar á fram-
kvæmdaatriðum sem sjálf á-
kvæðin skýra alls ekki,; en
skipta þó miklu. En í fjhn.
fékkst fljótt sú kynlega vissa
að frumvarpshöfundamir höfðu
enga Ijósa grein gert sér fyrir
því hvar framkvæmd þessara
ákvæða yrði og skattstjórinn í
Reykjavík upplýsti fyrir nefnd-
inni, að hann gæti engar upp-
lýsingar gefið, þar sem hann
hefði ekki verið til kvaddur
varðandi þessi atriði og hefð?
engin kynni af samningu reglu-
gerðar varðandi ,þau. Ég spurð-
ist og fyrir um það í nefnd
hvort rannsóknir á skattaleg-
um afleiðingum þessara ákvæða
hefðu farið fram en því var
svarað neitandi bæði af höf.
frv. og skattstjóra, en.hinsvegar
.taldi skattstjóri að nauðsynleg-
ar væru ýmsar athuganir og
prófanir. áður en frá reglugerð
yrði gengið.
Ég taldi í fhn. að rauðsynlegt
væri að fá' upplýsingar frá hv.
fjármálaráðiierra eða ráðuneyt-
isstjóra fjármálaráðuneytisins
sérstaklega varðandi fyrirhug-
aða framkvæmd fyrningarregl-
anna, en enginn vilji var fyrir
hnefana, að slíkt sé ætlun hv.
fjármrh. og vænti þess að hann
skýri hér og nú skitmerkilega
frá því hvemig hann hyggst í
aðalatriðum nota. einræðisvald
það sem honum er ætlað varð-
andi fyrningarreglunnar. Hjá
því getur ekki farið, að hann
hafi þegar ákveðið í aðalatrið-
um hvernig framkv. verður
og því með ólíkinum að hann
vilji dylja hv. Alþingi þess
sem undir býr, enda væri slikt
hrein móðgun ;við löggjafarsam-
komuna.
En hver.nig sem hinar nýju
fyrningarreglur eins og þær
lýsa sér í frumvarpinu verða
framkvæmdar, er Ijóst, að með
þeim er horfið að grundvallar-
breytingu í skattalöggjöfinni.
Hingað til. hefur það verið svo
að ekki h'efur verið leyfilegt að
miða fyrningu við annað en
stofnkostnaðarverð eigna eða
fjármuna, þ.e.a.s. að fyrirtæki
hafa orðið að láta sér nægja að
fá allt stofnkostnaðarverð fyrir-
tækjanna endurgreitt með af-
skriftum á vissum árafjölda,
sem oftast hefur verið skemmri
en raunverulegur endingartími
fjármuna þeirra og svo að sjálf-
sögðu jafnframt að safna vara-
sjóðum og gróða í samræmi við
lagafyrirmæli þar að lútandi.
Nú á hinsvegar að breyta
þessari grundvallarreglu um af-
skriftirnar þannig, að þær verði
framvegis miðaðar við endut-
nýjunarverð íyrirtækjanna, og
svo að auki eiga fyrirtækin að
fá mjög rýmkvaðar heimildir
itil framlags í varasjóði og til
beinnar gróðasöfnunar eins og
ég mun vikja að síðar.
Látið er skína í að hinar gömlu
fyrningarreglur skuli í megin-
atriðum gilda áfram um eignir
sem keyptar verða eða stofnað
til framvegis, en slíkt mundi
auðvitað fljótlega skapa algert
misræmi sem hlyti að leiða til
þess að innan tiðar yrði þeim
ákvæðum einnig breytt og .
fyrningar þeirra einnig miðaðar
við endurnýjunarverð. ef áfram
yrði fylgt scmu stefnu og hér
er upp tekin.
Hér er þvi verið að taka upp
nýja grundvallarreglu, sem ekki
tekur aðeins til skattamálanna
heldur hlýtur að hafa víðtæk
áhrif langt út íýrir þau. Reglu,
sem ætlað er að verða nýr
grundvcllur að meiri auðsöfnun
en við höfum áður þekkt, reglu
sem mun breyta mjög hlutföll-
unum í skiptingu þjóðartekn-
anna milli launa annarsvegar og
gróðans hinsvegar, reglu sem
geri,r hvort tveggja að verða
hemill á launahækkanir í sam-
ræmi við aukna framleiðslu og
skapa óeðlilegar og óæskilegar
verðhækkanir á fjöldanum öll-
um af ney^luvörum almenn-
ings og almennri þjónustu,
reglu sem raunverulega skapar
gróðafélögunum jafnframt
auknum gróða verðtryggingu á
bæði því fé sem þau leggja í
framkvæmdir og á þeim gróða
sem þær afla, þannig að af-
leiðingum verðbólgu er í stór-
fellt auknum mæli ýtt yfir á
herðar launamasna einna. Fyrir-
,tækin fá visitölubætur — al-
menningur ekki.
Því er haldið fram, að nú-
verandi skipan skattamála
hindri eðlilegt viðhald og end-
. umýjun atvinnutækjanna og
því sé þetta frumvarp með þeim
auknu gróðamöguleikum- sem
það skapar í raun réttri flutt í
þágu launastéttanna, þar. sem
atvinnutækin séu gnmdvöllur-
inn að afkomu þeirra. Þetta
kann að hljóma vel að lítið at-
huguðu máli, því auðvitað er
það rétt að atvinnurekstur i
hvaða formi sem hann er rek-
inn verður að hafa möguleika
til endurnýjunar og vaxtar. En
hvernig hafa þessir. möguleikar
verið eða eru? Kostnaðarverð
Framhald á 10. síðu.
Úr ræSu Björns Jónssonar fulltrúa AlþýSubanda-
lagsins I fjárhagsnefnd efrl deildar Alþingis Wð 2.
umr. um stjórnarfrumvarpiS um tekju- og eignaskatt
...og
voru þrfr
Þeir verða ekki nema þrír
utanríkisráðherrarnir sem
koma saman í Genf eftir helg-
ina til að ræða brýnustu á-
greiningsefnin i samskiptum
stórveldanna. Gromiko kemur
írá Moskvu,’ Home lávarður frá
London Og Rusk frá Washing-
ton, en de Murville situr he'ma
í París. Frakklánd hefur
helzt úr lestínni, þe-ir stóru eru
ekki lengur fjórir heldur bara
ræður við Sovétríkin á breið-
um grundvelli um framtíð
Þýzkalands, Þegar að því kom
að af viðræðunum yrði sk.ipti
hann um skoðun og Jagði að
Kennedy að leyfa ekki Thomp.
son sendiherra í Moskvu að
nefna annað en samgöngur við
Vestur-Berlín í viðræðum sín-
um við Gromiko. Nánustu sam-
starfsmenn Adenauers í utan-
ríkismálum hafa leynt og Ijóst
Fréttir frá Bonn herma að
vesturþýzka stjórnin óttist
það nú mest að samkomulag
verði á fundinum í Genf um
fyrstu skrefin á brautinni til
afvopnunar, afráðið verði að
taka t'l nýrrar athugunar til-
lögur sem margoft hafa komið
fram i ýmsum myndum á þá
ieið að takmarka vopnabúnað
og herafla á belti í Mið-Evr-
ópu. Slíkt hefur vesturþýzka
stjórnin aldrei mátt heyra nefnt.
Æðsta takmark hennar í utan-
ríkismálum er nú að fá umráð
yfir kjarnorkuvopnum. Það er
markmiðið með tillögum Dirk
Stikkers, framkvæmdastjóra
A-bandalagsins, um að gera
bandalagiðað óháðu kjarnorku-
veldi. Adenauer og Strauss
þrir. Reyndar verður fjórði
utanríkisráðherrann, storm-
sveitarmaðurinn fyrrverandi
Gerhard Schröder frá Bonn,
að snuðra í kring um fundar-
staðinn, en hann fær ekki að
koma nærri alvarlegum mál-
um. Rusk hefur náðarsamleg-
ast fallizt á að hitta Schröder
í Genf, eftir að Kennedy forseti
þvertók fyrir að hann kæmi
við í Bonn á leiðinni. Adenau-
er gamíi heimtaðj að banda--
riski utanríkisráðherrann héldi
þejm sið að ræða við sig áður
en tekið væri að þinga við
Rússa, en Bándaríkjaforséti
sagði þvert nei.
Afsvar Kennedys við beiðni
Adenauers um að Rusk
kæmi á sinn fund sýnir að
Bandaríkjaforsetj er að kom-
ast á þá skoðun að-Þýzkalands-
málið sé alvarlegra en svo að
þar megj hann láta þýzka
bandamenn sina ráða ferðinni.
Undanfarna mánuði hefur vest-
urþýzka stjómin gert Banda-
ríkjamönnum hvem grikkinn
eftir annan. Fyrst vildi Aden-
auer að teknar væru upp við-
kvartað yfir að Thompson
baldi 'illa á málum í viðræðun-
um í Moskvu. Fyrir skömmu
kvað svo Adenauer uppúr með
það á fundi þingflokks Kristi-
legra demókrata að nú yrði að
stjaka Thompson burt og kalla
saman fund utanríkisráðherra
Sovétríkjanna og Vesturveld-
anna. Sama dag og þessi uppá-
stunga fréttist til Washington
sagði Kennedy á fundi með
fréttamÖnnum, að sér þætti
gaman að vita hver stefna vest-
urþýzku stjórnarinnar væri,
því þá um morguninn hefði
Grewe, sendiherra hennar í
Washington, tjáð sér eindregna
andstöðu hennar við utanríkis-
ráðherrafund. Hringlandaleg
framkoma stjórnarinnar í Bonn
verður ekki skýrð með öðru
en því að fyrír henni vaki fyrst
■ og fremst að hindra að árang-
ur geti orðið áf viðræðum
Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna. Hún hefur nú haft það
upp úr krafsinu að Kennedy
hefur svo go.tt sem lýst yfir að
hann hafj ekkert við Adenauer
að tala meðan hann hegðar
sér eins og hann hefur gert.
Almenningur í Vestur-Þýzkalandi óttast fyrirætlanir stjórnarherranna um að afla her sínum
kjarnorkuvopna. Þessi mótmælafundur gegn kjarnorkuvígbúnaði var haldinn á aðaltorginu í Frank-
furt-am-Main.
landvarnaráðherra hans vilja
að Vestur-Þjóðverjar fái úr_
skurðarvald um það hvort átök
sem kunna að brjótast út í
M:ð-Evrópu skuli gerð að
kjarnorkustyrjöld. Vesturþýzka
herstjórnin á að fá að ráða
því hvort A-bandalaginu verð-
ur steypt út í kjarnorkustríð.
Allt annað væri hróplegt mis-
rétti gagnvart Vestur-Þýzka-
landi sem jafnréttháum banda-
manni, segir Strauss.
Draumar stjórnarherranna í
Bonn um kjarnorkuveldi
koma eins og kallaðir fyrir de
Gaulle Frakklandsforseta. Hann
er að burðast við að gera
Frakkland iað kjarnorkuveldi.
Það yrði langtum auðveldara ef
hann gæti tryggt sér vesturþýzkt
fjármagn og vísindaþekkingu.
Talið er víst að þann mögulelka
hafi borið á góma þegar þeir -
Adenauer og de Gaulle ræddust
við í Baden-Baden um daginn.
Svo mikið er víst að vestur-
þýzka stjórnin hefur látið sér
vel lika ákvörðun Frakka að
taka hvorki þátt í utanríkis-
Framhald á 10. síðu.
■r»>
s; PJUBVILJTOT7 — löstudagur 9. marz 1962
'4T
L i • t í
Föstudagur 9. marz 1962 — ÞJÓÐVILJINN —