Þjóðviljinn - 09.03.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.03.1962, Blaðsíða 5
Framlacfið í atvinnu- bétasféð alítof lágt í Nóg lið gegn 0 AS meginkrafa Serkja EVIAN 8/3 — Fulltrúar Serkja og Frakka sem nú eru í Evian til að ganga frá samnángum um vopnahlé í Alsír héldu með sér tvo fundi í dag og stóðu þeir i fimm og hálfa klukkustund. Fréttastofa, Serkja í Túnis til- kynnti í dag að enn væri eft- ir að koma sér saman um fá- ein atriði og væru þau erfið viðureignar. Ef Frakkar sam- þykkja ekki að Serkir fái, eftir að vopnahléi verður komið á, leyfi til að hafa í Alsír nægi- lega fjölmennt gæzlulið til að gera fasista óvirka, þá hafa þeir ákveðið að halda stríðinu áfram, segir í fréttinni. E1 Moudrahiad, blað Þjóð- frelsishreyfingar Serkja segir að í gæzluliði því sem um er að ræða yrðu ungir Alsírmenn á herskyldualdri undir stjórn serkneskra liðsforingja. — Það 32 farast í bílslysi MEXIKOBORG 8/3. — Alls biðu 32 menn bana og 26 særðust þegar áætlunarbifreið rakst á hamravegg í námunda við ferða- mannabæinn Cueranavaca í gær. Hemlamir brugðust þegar bif- reiðinni var ekið á miklum hraða niður langa brekku og rakst hún fyrst á vörubíl en síðan á hamravegginn. Meðal þeirra sem Jétust voru tólf böm. er deginum ijósara, segir blað- ið, að trygging fyrir röð og reglu í Alsír er ein höfuðkrafa okkar. Eftir því sem blaðið segir, hafa Frakkar í uppkastinu sam- þykkt að kalla heim her sinn í Alsír. Frakkar hafa þó heim- ild til að notfæra $ér herstöðv- ar sínar í landinu í fimm ár. Þeir munu hafa afnot af flota- stöð sinni: í Mers-El-Kebir í 15 ár. Þó er vandlega kveðið á um það að herstöðvar þessar má ekki nota til árása á nokkurt •land í Afríku, né þau lönd sem eru í vinsamlegu sambandi við Alsír-ríkið. Alsír mun verða óháð og full- alda ríkf strax og kosið hefur verið þing sem mun semja .hina nýju stjómarskrá landins. í samningnum eru yfirráð Al- sírmanna yfir Sahara viður- kennd svo. og réttur þeirra til að notfæra sér náttúruauðæfi þar. iHöfuðvaridamálið sem eftir er að leysa er hvort lið Þjóð- frelsjshreyfingarínnar sem nú dvelst í Túnis og Marokkó fái leyfi til að fara til Alsír strax og vopnahléi hefur verið komið ái^ til þessi aðj berjast gegn frönskum öfgamönnum og hermdarverkamönnum OAS-sam- takanna. Eínnig er deilt um hvaða að- ferð skal við höfð við að láta lausa u.þjb. 17.000 menn Þjóð- frels.ishreyfingarinnar sem Frakk- ar hafa í haldi. Af þeim hafa um 300 verið dæmdir til dauða eða í ævilangt fangelsi. Frakkar vilja byrja á því að láta þá lausa sem vægastan dóm hafa hlotið, en Serkir öfugt. Franska Jlandvarna:r;áð!uneyltið tilkynnti í dag að manntjón Serkja í Alsírstríðinu hefðj ver- ið 141.000 menn en af Frökkum hefðu fallið 17.250. 51.800 Frakk- ar hafa særzt en ekki er vitað um fjölda særðra meðal Serkja. Herskip ráðast á fiskibáta KAIRO 8/3 — Egypzka dagblaðið Gumhouria tilkynnti í dag að flotasveit frá Saudi-Arabíu hefði í dag ráðist á egypzka fiskibáta á Rauðahafinu. Árásin átti sér stað nálægt suðurodda Sinai- skaga, á yfirráðasvæði Egypta- lands. 1 Beirut var sagt að Sambúð Saudi-Arabíu og Arabíska sam- bandslýðveldisins myndi við þennan atburð versna enn. Talið er að árás þessi geti leitt til þess að stjórnmálasamband milli landanna verði rofið, pílíagríms- ferðir múhameðstrúarmanna til Mekka verði stöðvaðar og banda- lagi Arabaríkjanna bannað að halda fundi sína í Riyadh, höf- uðborg Saudi-Arabíu. Enn urðu langar umræður í neðri deild Alþingis í gær um atvinnubótasjóð, og tóku til máls Gisli Jónsson, Eysteinn Jónsson, Gísli Guðmundsson, Gunnar Jó- hannsson, Hannibal Valdimars- son, Skúli Guðmundsson og Halldór Asgrímsson. Þetta var 3. umræða málsins í neðri deild og lauk nú loks umræðunni, en at- kvæðagreiðslu var frestað. Lögðu þingmennirnlr úr Al- þýðubandalagsinu og Framsókn sem töluðu mesta áherzlu á að framlag ríkisins til sjóðsins, 10 milljónir árléga væri alltöf lágt, en það hefði orðið 13'/2—15 milljónir í tíð vinstri stjórnarinn- ar og yfir 14 milljónir tvö ár eft- ir það. Samsvarándi upphæð nú þyrfti að vera 25—30 milljónir króna. Þingmenn sömu flokka töldu að hlutverk atvinnubótasjóðsins ætti eingöngu að vera að stuðla Stjórnarskrá Noregs breytt OSLÖ 8/3. — Norska Stórþingið samþykkti seint í kvöld tlllögu frá meirihluta utanríkis- og stjórnarskrárnefndar um að bæta við nýrri grein í stjórnar- skráná. Tillagan var samþykkt með 115 atkvæðum gegri 35. 1 hinni nýju stjórnarskrárgrein er kveðið á um það að Stórþing- ið geti með þrem fjórðu hlutum atkvæða afhent alþjóðlegum sam- tökurry sem Noregur er eða verð- ur aðili að, takmarkaðan hluta yfirráða sinna, án þess að breyta stjórnarskránni frekar. að jafnvægi í byggð landsins. Iiannibal Valdimarsson taldi vanhugsuð þau ummæli Gísla Jónssonar að þessum sjóði væri ætlað að ráða bót á atvinnu- leysi þar sem það kæmi upp. Til þess væri fjármagn hans alltof' lítið, og því verkefni gæti at- vinnuleysistryggingasjóður betur betur gegnt, sem nú þegar væri orðinn 300 milljónir kr. sjóður. Gunnar Jóliannsson flutti skrif- lega breytingartillögu þess efnis að leitað yrði álita Alþýðusam- bands íslands um lánveitingar1 og taldi Gísli Jónssön sjálfsagti að samþykkja þá tillögu. SIGLUFIRÐI 8/3 — Brezki tog- arinn Ross Archer virðist ekki ætla að géra þ'að endasleppt sem fréttamatur, því í kvöld, þegar hann var að halda héðan frá Siglufirði bilaði stýrisútbúnaður hans og rak hann stjórnlaust upp í svokallaða Staðarhólsfjöru og strandaði þar. Siglfirzku bátarn- ir Hringur og Hrefna komu hon- urn brátt til aðstoðar, komu dráttartaug um borð í togarann. og drógu hann upp að bryggju. Veður var sæmilegt, er þetta gerðist, norðaustan kaldi og éljagangur en Íítill sjór. Brottför 'togaráns mun tefjast eitthvað af þessum sökum en ekki er vitað hve alvarleg bilun þetta er. Ross Árcher sfrandðii RÝM INGARSALA Til að rýma fyrir nýjum birgðum seljum við í dag og nœstu doga EFTIRTALDAR VÖRUR MEÐ MJÖG MIKLUM AFSLÆTTI FYRIR KVENFÓLK: Poplínkjólar frá 445,00 Fyrir HERRA og DRENGI • • Dragiir frá 295,00 Ullarkápur frá 595,00 Pils frá 95,00 Herra ullarfrakkar frá 685,00 Pelsar frá 3485,00 Peysur frá 95,00 Drengja ullarfrakkar frá 695,00 Poplínkápur frá 395,00 Húfur frá 30,00 Blússur frá 295,00 Úlpur frá 595,00 Treflar frá 45,00 Prjónaskyrtur frá 125,00 Apaskinnsjakkar frá 295,00 Barnakápur frá 295,00 Peysur frá 175,00 Interlockprjónakjólar frá 395.00 Bamapeysur frá 85,00 Vesti frá 295,00 FERMINGARKÁPUR FRÁ 795.00 NC ER TÆKIFÆRIÐ TIL AÐ GERA GÖÐ KAUP F YRIR VORIÐ Eygló Laugavegi 116 Föstudagur 9. marz 1962 ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.